Þjóðviljinn - 21.12.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Sainastofnun Austurlands tíu ára
Tíu ár eru nú liðin síðan Safna-
stofnun Austurl. var komið á fót.
Upphaf af raunhæfum aðgerðum
til undirbúnings þess má rekja til
erindis, sem Hjörleifur Guttorms-
son, núverandi iðnaðarráðherra,
sendi stjórn Sambands sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi sum-
arið 1971. Lokaorð þess erindis
eru:
„Ég tel þaö brýnt verkefni og
kjörið fyrir Samband sveitarfélaga
í Austurlandskjördæmi, að sam-
fylkja sveitarfélögum til að gera
skipulegt átak í sáfnamálum
Austurlands, þar sem í senn komi
til samvinna, eðlileg verkaskipting
og dreifing safnanna um fjórð-
unginn."
Aðalfundur SSA brást við þessu
erindi Hjörleifs með þeim hætti, að
hann kaus nefnd „til að kanna
skipulag og uppbyggingu safna á
Austurlandi jafnframt því að gera
tillögur til stjórnar SSA um
framtíðarskipulag þessara mála.“ í
nefndinni störfuðu Ármann Hall-
dórsson Eiðum, Hjörleifur Gutt-
ormsson Neskaupstað, Hilmar
Bjarnason Eskifirði og Hörður
Jónsson, Seyðisfirði. Nefndin
sendi fyrirspurnir til allra sveita-
stjórna í kjördæminu og stjórna
einstakra safna, sem vísir var kom-
inn að. Þá fékk hún og Þór Magn-
ússon, þjóðminjavörð til ráðuneyt-
is áður en hún gekk frá endan-
legum tillögum.
Áliti sínu skilaði nefndin svo til
aðalfundar SSA 1972. Þar leggur
hún m.a. til, að komið verði á fót
Safnastofnun Austurlands og nái
hún yfir öll söfn í fjórðungnum.
Stjórn stofnunarinnar vinni að
skipulegri uppbyggingu safna á
Austurlandi ráði til þess sérhæfða
starfskrafta eftir því, sem nauðsyn
krefur og tök verða á og leggur til
að í byrjun vinni stofnunin að upp-
byggingu og viðgangi eftirtalinna
safna i fjórðungnum: Fustarfells-
bær og minjasafn á Austurlandi.
Skjalasafn á Egilsstöðum. Minja-
Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir,
minjavörður
og landbúnaðarsafn á Skriðu-
klaustri. Skógminjasafn á Hall-
ormsstað. Náttúrugripa- og byggða-
sögusafn í Neskaupstað. Sjóminja-
safn á Eskifirði. Kirkjusögusafn í
Eydölum. Byggðasafn á Höfn í
Hornafirði. Fyrstu stjórn
stofnunarinnar skipuðu: Ármann
Halldórsson, Eiðum, Elín
Metúsalemsdóttir, Burstafelli,
Hálfdán Björnsson, Kvískerjum,
Hjörleifur Guttormsson, Nes-
kaupstað og Sigmar Sævaldsson
Seyðisfirði.
Ljóst var, að vinda þurfti að því
sem bráðastan bug að ráða fastan
starfsmann með sérfræðiþekkingu
á safnamálum. Það varð, með
ráðningu Gunnlaugs Haraldssonar
árið 1975. Gunnlaugur gegndi
minjavarðarstarfinu hjá Austfirð-
ingum til 1979 en hvarf þá til Akra-
ness. Gunnlaugur vann Safna-
stofnuninni ágæta vel og var það
mikið happ hinni ungu stofnun að
fá hann í þjónustu sína.
Þegar Gunnlaugur lét af störfúm
var úr nokkuð vöndu að ráða með
eftirmann. Úr því rættist þó bráð-
lega því haustið 1980 réðist Ragn-
heiður Þórarinsdóttir frá Eiðum til
starfsins. Var hún þá að ljúka prófi
í þjóðfræði við háskólann í Osló,
Ragnheiður tók svo við störfum 1.
júlí 1981. „Virðist allt benda til
þess að Ragnheiður sé prýðis hæfur
starfskraftur, sem leggur sig alla
fram og kappkostar að gæta hags-
ýni varðandi fjárhagshliðina. Þess-
ir tveir kostir fara ekki alltof oft
saman", segir Friðjón Guðröðar-
son, sýslumaður í afmælisriti
Safnastofnunarinnar.
Safnastofnun Austurlands
stendur saman af nokkrum söfn-
um, sem dreifð eru um fjórðunginn
og þjóna að nokkru hvert sínu sér-
staka hlutverki:
Er þá fyrst að nefna gamla bæinn
að Burstafelii í Vopnafirði. Hann
liefur verið í umsjá þjóðminja-
varðar frá 1943, en þá seldi Metús-
alem Metúsalemsson ríkinu bæinn.
Allar minjar þar eru í eigu erfingja
Metúsalems. Safnastofnunin hefur
komið þarna við sögu með viðgerð
á bæjarhúsum og skráningu muna.
Safnið er til sýnis yfir sumarmán-
uðina.
Minjasafn Austurlands hefur
lengstaf haft aðsetur á Skriðu-
klaustri en er nú að mestu fiutt til
Egilsstaða, þar sem það býr við
mun betri húsnæðisaðstöðu, sem
þó er ekki til frambúðar. Er nú haf-
in hönnun sérstaks safnahúss.
Ýmsir munir safnsins þarfnast ntik-
illa viðgerða. Hefur Guðmundur
Þorsteinsson frá Lundi gert við
marga þeirra. Þar er þó mikið verk
óunnið og verður ekki að öllu úr
bætt fyrr en safnið flytur í nýtt hús-
næði.
Áhugi hefur verið á því að stofna
Tækniminjasafn Áusturlands.
Leitað var eftir því að Seyðis
fjarðarkaupstaður, Rafmagns-
veitur ríkisins og Póstur og sími
ættu aðild að því safni. Svo mun
verða um Seyðisfjörð og
Rafmagnsveiturnar. Póstur og sími
hafnaði hinsvegar beinni aðild en
vill gjarnan hafa samstarf um málið
og heitir aðstoð eftir megni. Er að
því stefnt að stofnfundur safnsins
verði fyrir lok þessa árs, og mun
safnið verða til húsa í gömlu
símstöðinni á Seyðisfirði.
Sjóminjasafn Austurlands var
formlegastofnað7. des. 1978. Mun
það nú bráðlega sett upp og opnað.
Verður það til húsa í Gömlu búð á
Eskifirði. Safnið hefur fest kaup á
gömlu sjóhúsi, (Randulffshúsi),
ásamt bryggju og lóð. Það hefur
haft mann í hálfu starfi frá 1. júlí í
sumar, Geir Hólm.
Byggðasafn Austur-Skaftafells-
sýslu er eign sýslunnar. Er það
mikil fyrirmyndarstofnun og
tvímælalaust í fremstu röð slíkra
safna hérlendis. Það var formlega
opnað 6. júní 1980 og er í stöðugum
vexti. Safnið hefur aðsetur í Gömlu
búð, sem upphaflega var reist á
Papós en síðar flutt til Hafnar.
Gísli Arason gegnir hálfu starfi
sem safnvörður.
Safnanefnd Neskaupstaðar hef-
ur verið athafnasöm undir forystu
Guðmundar Sveinssonar. Hefur
hún m.a. beitt sér fyrir viðgerð á
einum af elstu mótorbátum
Austurlands, Hrólfi Gautrekssyni,
NK-2. Þá hefur nefndin og gengist
fyrir stofnun skjala- og mvndasafns
Neskaupstaðar og Minjasafns
Neskaupstaðar, (óformlegt safn).
Lítið hefur verið um fornleifa-
rannsóknir á Austurlandi síðan
1979. Þar hafa þó fundist mjög
merkar fornleifar, svo sem silfur-
sjóðurinn við Miðhús haustið 1980
og beinin, hringamélin og silfur-
nælan við Mið-Sandfell í Skriðdal
sumarið 1982. Reyndist þarna vera
kuml frá 10. öld. - Af 65 minjum,
sem friðlýstar hafa verið í Múla-
sýslunt, hafa 17 verið merktar.
Nokkrar af þeim þarf að endur-
merkja.
Árið 1915 heimsótti Matthías
Þórðarson, þáverandi þjóðminja-
vörður, allar kirkjur á landinu og
skráði kirkjumuni og búnað. Hug-
myndin er að gera spjaldskrá upp
úr skrá Matthíasar yfir alla kirkjuntuni
í eldri kirkjum á Austurlandi og er það
verk hafið.
Safnastofnunin hefur undir
höndum allmikið af ljósmyndum.
Silfursjóðurinn frá Miðhúsum
Eru þær flokkaðar og skráðar.
Ætlunin er að ljósmynda alla safn-
ntuni og hafa mynd af þeim í aðal-
skrá sem geymd verður hjá SAL.
Talsvert af myndum, einkum
mannamyndum, er í eigu Minjasafiis
Austurlands. Þá er og fjöldi
mynda í Héraðsskjalasafni
Austfirðinga. Eðlilegt sýnist að
þessi myndasöfn verði sameinuð.
Margt er ennþá óunnið í hús-
friðunarmálum á Austurlandi. Er
m.a. brýnt að SAL beiti sér fyrir
friðun Löngu búðar á Djúpavogi,
en hún er verslunarhús frá því um
1840.
Unnið hefur verið að endur-
byggingu bæjarins að Galtastöðum
fram í Hróarstungu. Er hún kostuð
af Þjóðminjasafninu. Hefur
Auðunn Einarsson séð um timbur-
vinnu en Sveinn Einarsson og Frið-
rik Lúðvíksson torfhleðslu.
Stjórn Safnastofnunar Austur-
lands skipa nú Halldór Sigurðsson,
Miðhúsum, formaður, Hilmar
Bjarnason, Eskifirði, vara-
formaður, Friðjón Guðröðarson,
sýslumaður Höfn, Elín
Metúsalemsdóttir, Burstafelli, Jó-
hann Grétar Einarsson, Seyðis-
firði. Varamenn eru: sr. Þorleifur
Kristmundsson, Kolfreyjustað,
Björn Björnsson, Neskaupstað,
Ármann Halldórsson, Egils-
stöðum, Þuríður Skeggjadóttir,
Geitagerði og Jón Magnússon,
Seyðisfirði.
I tilefni af .afmælinu var gefið út
sérstakt afmælisrit. Ritnefnd þess
skipuðu: Ragnheiður Helga Þórar-
insdóttir, Halldór Sigurðsson og
Ármann Haildórsson. Efni ritisins
er: Ávarp; Halldór Sigurðsson,
Aðdragandi; Hjörleifur Guttorms-
son. Hugleiðing í tilefni afmíelis-
ins: Gunnlaugur Haraldsson. Safna-
stofnun Austurlands á kross-
götum: Friðjón Guðröðarson.
Starfsskýrsla minjavarðar: Ragn-
heiður H. Þórarinsdóttir og
Skýrsla stjórnar: Halldór Sigurðs-
son.
- mhg
A.
1 Nnmnni 11 II fiill L liiiilii ■ 11 m ■ aœ ð œ œ ! fi fflif 1 - t
STYÐJUM
UPPBYGGINGU
BERNHÖFTSTORFU!
Um þessar mundir stendur yfir sölusýning á
listaverkum í veitingahúsunum
LÆKJARBREKKU OG TORFUNNI,
til stuönings endurbyggingu Bernhöftstorfu.
Á sýningunni eru verk eftir 98 listamenn og
verö og greiösluskilmálar eru viö allra hæfi.
Breytum til á heimilinu eöa gefum góöa jóla-
gjöf um leið og viö styðjum uppbygginguTorf-
unnar.
Torfusamtökin
Silfurnælan og tvær sörvistölur úr kumlinu í Skriðdal