Þjóðviljinn - 21.12.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Niðurfelling aðflutningsgjalda
af taekjum útvarps
Spara útvarp-
inu 8 miljónir
Byrjum að senda út á rás II á
næsta hausti, segir Hjörtur Vil-
hjálmsson, fjármálastjóri
„Þessi breyting á fjárlögum léttir
af ríkisútvarpinu um 8 miljónum
króna á næsta ári, en þar er um að
ræða niðurfellingu aðflutnings-
gjalda af sendum, loftnetum og
mögnurum og hafa þessi gjöld
numið allt af 55% verðs þeirra“,
sagði Hörður Vilhjálmsson fjár-
málastjóri ríkisútvarpsins í samtali
við Þjóðviljann í gær. Við spurðum
Hörð hvað ætti að vinna í stækkun
dreifikerfis hljóðvarpsins á næsta
ári:
„Við höfum ekki aiveg gengið
frá dreifikerfisáætlun okkar fyrir
næsta ár en okkar hugmyndir
ganga út á tvöföldun FM-kerfisins
sem þýðir 5 nýja FM-senda á næsta
ári. Ætlunin er að koma upp send-
um á Skálafelli, Girðisholti á Mýr-
um, Stykkishólmi, Langholti við
Laugarvatn og í Vestmannaeyjum.
Með þessu höfum við FM-vætt
svæðið vestur í Dali og austur í Vík
í Mýrdal. Þetta. verkefni átti að
kosta 14.5 miljónir króna en það
hefur nú lækkað um 8 miljónir,
eins og áður sagði".
- En hvað með útsendingu
hljóðvarps á rás 2? Flýtir samþykkt
alþingis þeirri framkvæmd?
„Samþykkt alþingis er okkur
hvatning og óneitanlega stuðnings-
yfirlýsing við það ágæta verkefni.
Starfræksla annarrar rásar hefur
lauslega verið rædd í framkvæmda-
stjórn útvarpsins og lítils háttar í
útvarpsráði. Við höfum talið að
uppsetning þannig rásar, sem væri
einföld í sniðum, kostaði um það
bil 13 miljónir og að 8-10 menn
þyrfti að ráða til viðbótar. Við vilj-
um mjaka okkur út í þetta verkefni
sem allra fyrst og stefnum ótrauðir
á þessu nýju rás á næsta hausti".
- v.
Stuðnfngur vlð
ríkisútvarpið
segir Andrés
Björnsson,
útvarpsstjóri
„Mér þykir að sjálfsögðu afar
vænt um þessa tillögu því að í henni
felst stuðningur alþingismanna við
þetta baráttumál ríkisútvarpsins
um nokkuð langt skeið“, sagði
Andrés Björnsson útvarpsstjóri í
gær.
Við afgreiðslu fjárlagafrum-
varpsins á Alþingi sl. laugardag lá
fyrir tillaga þar sem kveðið var á
um að innflutningsgjöld af tækjum,
sem flutt eru inn til aukningar á
dreifikerfi sjónvarps, skyldu
endurgreidd. Eiður Guðnason al-
þingismaður flutti þá breytingartil-
lögu sem fól í sér að niðurfeiling
gjaldanna gilti um Ríkisútvarpið í
heild. Fjárveitingarnefnd dró þá
sína tillögu til baka en gerði tillögu
Eiðs að sinni. Var hún síðan sam-
þykkt.
„Við erum að gera okkur vonir
um að þessi samþykkt þingsins geti
þýtt það að við byrjunt starfrækslu
annarrar rásar á vegum útvarpsins
á næsta hausti, eða að minnsta
kosti tilraunaútsendingar. Þess
vegna er okkur starfsmönnum
ríkisútvarpsins fengur að umræddri
tillögu og hljótum að fagna henni",
sagði Andrés Björnsson útvarps-
stjóri.
- v.
Ætti að létta
verulega undir
segir
Eiður Guðna-
son, alþingismaður
„Ég hel' trú á því að þessi sam-
þykkt þingsins létti allverulega
undir með ríkisútvarpinu og hér er
í höfn mjög mikið réttlætismál
þessarar stofnunar, sem ekki hefur
otið allt of mikils skilnings á síð-
ustu árum hvað Ijárveitingar
varðar“, sagði Eiður Guðnason al-
þingismaður en hann flutti breyt-
ingatillögu við afgreiðslu fjárlaga
sem felur í sér að öll aðflutnings-
gjöld af tækjum til aukningar á
dreifikerfi ríkisútvarpsins, verða
felld niður á næsta ári og framveg-
is. Þá fól tillaga í sér lækkun eða
niðurfellingu aðilutningsgjalda af
óáteknum filmum, myndböndum
og hljóðböndum fyrir ríkisútvarp-
ið.
„Ríkisútvarpið hefur til þessa
þurft að greiða allt að 50% verðs
þessara tækja í formi aðflutnings-
gjalda og tolla hvers konar og með
þeim hætti hefur ríkið haft ntiklar
tekjur af sinni eigin stofnun".
Eiður Guðnason kvaðst því afar
ánægður nteð að tillaga sín skyldi
samþykkt enda væri mikilvægt að
ríkisútvarpið stæði betur að vígi en
nú er í þeirri ört vaxandi sant-
keppni sem stofnunin stæði nú
frammi fyrir.
- v.
Ótölulega margar myndir og teikningar prýða sýninguna um þróunarsögu íslenska torfbæjarins í anddyri
Þjóðminjasafnsins. Mynd: Atli.
Torfbærinn frá eldaskála til burstabæjar
í gær var opnuð í anddyri Þjóð-
minjasafnsins yfirlitssýning sem
hlotið hefur nafnið „Torbærinn frá
cldaskála til burstabæjar.“ Sýnd er
þróun íslenska torlbæjarins með
fjölda Ijósmynda og tcikninga auk
þess sem vönduð sýningarskrá hef-
ur verið gefin út.
Sýning þessi er farandsýning og
er liður í því samstarfi safna í Fær-
eyjum, Grænlandi og íslandi sem
netnt hetur verið Útnorðursafnið.
Hún er sett upp með stuðningi
Norræna menningarmálasjóðsins
en umsjón nieð sýningu og sýning-
arskrá liafði Guðmundur
Ólafsson.
Efni sýningarinnar er að mestu
byggt upp á greinum og upplýsing-
um frá Herði Ágústssyni, Gísla
Gestssyni, Kristjáni Eldjárn, Aage
Koussel, Albert Nillsson, Jónasi
Jónassyni frá Hrafnagili, Þór
Magnússyni, Guðmundi Ólafssyni
og svörum við spurningaskrá Þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafnsins
um torfskurð og móverk.
Sýningin verður opin öllum á
venjulegum sýningartíma safnsins,
mánudaga, fimmtudaga og um
helgarfrákl. 13.30 til 16.00 fram til
1. febrúar en þá verður hún send út
á land. - Ig.
Vandodar íslenskar
barnabcekur
Sólarblíðan, Sesselía og mamman
í krukkunni
Bráðskemmtileg bók um dugmikla stelpu sem
kemur vinstúlku sinni til hjálpar og fær í lið með
sér strák sem á töfrastein. Þetta er önnur
barnabók höfundarins, Vésteins Lúðvíkssonar, sem
er kunnur fyrir skáldsögur sínar, smásögur og leikrit.
Malín örlygsdóttir hefur gert bráðfallegar myndir
í bókina.
Það er ekki sama hvað börn og unglingar lesa
- gefum þeim góðar bækur
Mál IMI og menning
iki
Kötturmn sem hvarf
Sagan hennar Nínu Tryggvadóttur um konuna
sem lifði fyrir kettina sína og köttinn sem brá sér
á músaveiðar, prýdd frábærum myndum lista-
konunnar. Sígild bók sem lengi hefur verið ófáanleg,
en hvert barn ætti að eignast.
búkoua
Búkolla
Ævintýrið góðkunna um Búkollu með myndum
Hrings Jóhannessonar. Bókin seldist upp á
örskömmum tíma, en er nú aftur fáanleg.
Gullfalleg bók handa börnum á öllum aldri.
Viltu byrja með mér?
Ný unglingabók eftir Andrés Indriðason um feiminn
strák í 7. bekk og stelpuna sem kemur ný í bekkinn,
myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar. Andrés fékk
viðurkenningu Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir
bók sína Polli er ekkert blávatn sem kom út í
fyrra. Þessi bók svíkur heldur engan. önnur prentun
komin.
tSmt