Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. descmber 1982 ÞJóÐVILJINN — StÐA 5 hljomplötur „Ljóðakvöld Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur Ólöf Kolbrún Harðurdúttir: Ljóðakvöld. IJndirleikur: Erik Werba. Útgefandi: íslenska óperan, ÍSOP 001, 1982. íslenska óperan hefur gefiö út hljómplötu meö ljóðasöngvum, sungnum af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Platan nefnist „Ljóöakvöld" og hefur aö geyma 19 söngva. Undirleikari á píanó er hinn þekkti tónlistarfrömuður og kennari Erik Werba. Hann er pró- fessor við Tónlistarháskólann í Vín og Múnchen. en einnig hefur hann dvalist í fleiri löndum og m.a. á íslandi þar sem hann hefur kennt reglulega viö Söngskólann í Reykjavík. Ólöf Kolbrún var einmitt ein af þeirn efnilegu nemendum sem Werba kenndi í Vín. en um daginn minntist ég á annan nemanda hans, sænska barvtonsöngvarann Hákan Halldór Runóltsson skrlfar Hagegárd. Samstarf þeirra Olafar Kolbrúnar og Eriks Werba hefur veriö einkar frjótt. Þau hafa haldið ótal hljómleika hér heima og er- lendis nr.a. í Austurríki. Pá má einnig geta starfs þeirra við ís- lensku óperuna. en Werba er sér- legur tónlistarráðunautur hennar. Óþarft er að geta hér þáttar Ólafar í því starfi, flestir þekkja til hennar og þeirra fjölmörgu stórhlutverka sem hún hefur túlkað á fjölunum, nú síðast í „Töfraflautu" Mozarts þar sem hún syngur hlutverk Pam- inu með glæsibrag. Af þeim 19 lögum sem Ólöf Kol- brún ílytur á þessari plötu, eru 11 við ljóð eftir Goethe. Par af eru 10 þeirra helguð konum í kvæðum skáldsins. Eitt þeirra mun þó vera eftir ástkonu Goethes, Marianne von Willermer, hið gullfallega „Su- leikas zweiter Gesang," sem Schu- bert samdi jafn fagurt lag við. Þó var Ijóðið birt í safni skáldsins. West-östlicher Divan, þeim ljóða- flokki sem slá skyldi út Divan pérs- neska skáldsins Hafiz. Tvær hljómplötur með verkum Stravinskys iRor Stravin.sk) (1882-1971) Sinfónía í þrvmur þáttuni og Sinfónía í C-dúr. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Lundúna Stjórnandi: Colin Davis Útgefandi: Philips 6527 127, 1982 Apollon Musagete-Septett- Concerto en Ré Flytjendur: Ensemble 13 Baden-Baden Stjórnandi: Manfred Reichert Útgefandi: Harmonia Mundi 065-99 730 1978 Dreifing beggja platna: Fálkinn Það er ávallt erfiðleikum bundið að veija hljómplötur í jólaösinni og því læt ég vera með að gefa upp einhvern lista yfir hljómplötur sern nú fást í hljómplötuverslunum. Hins vegar vil ég minnast hér á tvær afbragðsplötur af þeim fjölmörgu sem nú fást með verkum rússneska tónskáldsins Igor Stravinsky. Þetta er nú eitt sinn 100. afmælisár þessa merka snillings, sem skildi svo djúp spor eftir sig í sögu nútímatón- listar. Stravinsky vatt sér úr einum stíl í annan líkt og töframaður sem breytir sér í alls kyns líki. Oft hefur honum verið líkt við spænska mál- arann Picasso, hvað þetta varðar. Þá spanna verk hans alla tegund tónlistar og er fjölhæfni hans enn eitt sem hann á sameiginlegt með Spánverjanum. Þriðja atriðiðer ef- laust leikni beggja í að tileinka sér og nota stílbrigði aftan úr öldum. umbreyta þeim á persónulegan hátt og sýna splunkunýjar hliðar á gömluni formum. Flestir þekkja hina frægu bal- letta Stravinskys. „Petrúsjku". „Eldfuglinn", „Vorblótið" og „Pulcinellu", en færri hafa komist í kynni við seinni tíma verk tón- skáldsins, þótt þau séu á margan hátt engu ómerkari. Því bendi ég mönnum á tvær ofangreindar plötur, sem spanna nokkuö af því sem tónskáldið samdi á 5. áratugn- um og í byrjun þess sjötta. Fáir þurfa að draga í et'a færni Colin Davis, eftir að hafa hlýtt á túlkun hans á Vorblótinu. Og hann bregst mönnum ekki hér. Sinfóní- an í þremur þáttum. sem flutt var fyrir stuttu á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands. er magnað og snilldarlegt verk, samið um miðjan 5. áratuginn og gætir þar vissra á- hrifa frá þeini mikla hildarleik sem þá var að ljúka. Sinfónían í C-dúr er einnig stórbrotið tónverk, þar sern horft er til baka til upphafs sinfóníunnar eða allt til Haydns. A plötunni frá Harmonia Mundi, kynnumst viö þeirri hlið á Stravinsky sem snýr að kammer- verkum. Þetta eru ekki eins auðmeltar tónsmíðar, en við nán- ari hlustun skýrist inntak verkanria og ljúkast upp dyr að hrífandi tón- Sjóefnavinnslan hf. Hlutafjárútboð. Sjóefnavinnslan hf. auglýsir hér með hluta- fjárútboð að nafnverði kr. 16.500.000.- með útboðsgengi 1.44. Hluthafar hafa forkaupsrétt að öllum aukn- ingarhlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína til 31. janúar 1983. Eftir þann tíma eru kaup hlutabréfa heimil öllum innlendum aðilum, en útboðið stendur til 31. mars 1983. Nánari upplýsingar og gögn eru til staðar á skrifstofu félgsins, Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92- 3885. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. „Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum bestu jóla- og nýjársóskir með þakklæti fyrir hjálpina á undanförnum árum. “ BLÓÐBANKI Ólöf' Ilarðardóttir Túlkun söngkonunnar á þessu lagi er hrífandi og undirleikur Wer- ba góður. En það má einnig nefna aðra söngva s.s. „Die Trommel gerúhret" eftir Beethoven. þar sem þróttur og fegurð raddarinnar fara saman í tilþrifamikilli hrynjandi. Þá má ekki gleyma söngvum Mign- on úr Wilhelm Meister. Hið erfiða og djúpa lag Hugo Wolf, „Kennst du das Land" er hér flutt á tilþrifa- mikinn hátt. Það er einkar vel til fundið að skapa plötunni svo heilsteypt pró- gramm utan unt ljóð Goethes og túlka með því söngva eftir breiðan hóp tónskálda. En ekki er minna virði að Ólöf skuli veita mönnum innsýn í ljóðasöngva Sibelíusar, sem raunar heyrast allt of sjaldan. Þá eru þrjú hugljúf smálög eftir Brahms og að lokum önnur þrjú eftir Schubert. „Seligkeit" syngur Ólöf af ntiklu fjöri og betri kóda á einni plötu er vart hægt að hugsa sér en lagið „An die Musik." Þessari hljómplötu er ætlað að styrkja íslensku óperuna. Ég er ekki í vafa um árangurinn. Flutn- ingur Ólafar Kolbrúnar og Eriks Werba er fyrsta flokks og tóngæði upptökunnar ágæt. Efnisvalið er eins og áður segir, bæði fjölbreytt og áhugavert. Hér er á ferö enn ein íslensk úrvalsplata. S ÍAW.XS.C D,\ \ i c\ I Stravfnsky Symphony In Three Movements %mphonle Intfrd SSuen SyinptxxTy !n C • C-dur 1 list. „Apollon Musagete" frá 1947, sýnir einmitt hvernig tónskáldið tengir nýjar hugmyndir við gamla hefð. Concerto en Ré (Konsert í D-dúr) kafar aftur til ítalska barokk-konsertsins. Þetta er aögengilegt verk. samið ári eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Septettinn frá 1953 er sennilega flóknasta verkiö á plötunni og tæp- ir á persónulegri úttekt Stravinskys í 12-tóna kerfi Sehoenbergs og serí- alisma Webern. Það er þó vart hægt aö kalla Septettinn raökerfi- sverk í fyllstu merkingu þess orðs. Báðar plöturnar eru í hæsta gæðaflokki og Ensemble 13 Baden-Baden undir stjórn Man- fred Reichert, gerir kammerverk- unum verðug skil. Jóla- trésskemmtun fyrirbörn télagsmanna og gesti þeirra, veröur í Átt- hagasal Hótel Sögu annan jóladag kl. 15.00 Stútur og Hurðaskellir koma í heimsókn Miðar við innganginn. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA, FÉLAG BIFVÉLAVIRKJA, IÐJA, FÉLAG VERK- SMIÐJUFÓLKS, FÉLAG BIFREIÐA- SMIÐA, NÓT, SVEINAFÉLAG NETA- GERÐARMANNA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.