Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 2
2 siÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982
hvihmyndír
Kf>ill Ólaf'sson: Leikari af guðs náð.
Stuðmenn
í stuði
Ingibjörg
Haraldsd.
skrifar
Með allf á hreinu,
íslaiui, 1982.
Leiksfjórn: Agúst (iuðmundsson.
Kvikinviidun: Dave Bridj’es.
Tónlist: Stuðmenn_oj> (irýlurnar.
Leikendur: Kf>ill Olal'sson, Ragn-
liildur (iísladóttir, K)>}>ert Þorleifs-
son, Jakob Magnússon, Anna
Björnsdóttir, Flosi Olal'sson, Sæ-
mundur Pálsson o.ll.
I’að er vel til liinclið að frumsýna
siingva- oggleðimyndina Með allt á
lireinu nú í svartasta skammdeg-
inu. jiegar meirihluti landsmanna
er að stressast uppiir skónum
vegna yfirvolandi jólahalds og
|veirra Ijárhagslegu hremminga
sem því l'vlgja. A þessum síðustu
og verstu tímum er það hreinn
munaður að fá að hkvja ærlega í tvo
fíma samfleytt og gleyma á meðan
livtir jólaskórinn kreppir.
Með allt á hreinu er tiinlistar-
mvnd. og skilgreiningiii sem
aðstandendur hennar nota.
si'ingva- og gleðimvnd. hæfir henni
einkar vel. Tónlistin skiptir öllu
ntáli. er uppistaða og þungamiðja
myndarinnar. og gleðin beinlínis
streymir af t jaldinu útí áhorfenda-
salinn. I'etta er græskulaust gíiman,
mestan part. þiitt ýmsum skotum
sé skotið. Skotmörkin svnast mér
aðallega vera í hinum íslenska
poppheimi og þarf eflaust meiri
þekkingu á þeim heimi heldur en
ég bý yfir til að meta aö íullu hvar
Stuðmenn hitta beint í mark,
hverjum er verið að stríða. Með
þessum fyrirvara þykist ég geta
haldiö því fram að Með allt á
hreinu sé næsta góðlátleg grín-
mynd og alls engin ádeilumynd.
Stuðmenn áttu hugmyndina, og
þetta er fyrst og fremst þeirra kvik-
mynd, þeirra „show". I'eirraer líka
húmorinn. a.m.k. finnst mér ég
kannast við hann úr þeim gömlu
stuðmannalögum sem óskalaga-
þættir liafa miölaö mérgegnum ár-
in, þott það mundi vefjast fyrir mér
aö skilgreina þann húmor nánar.
Smitandi gleði
Agúst Guðmundsson heldur
utanum þetta alltsaman föstu en
Ijúfmannlegu taki, einsog hans er
von og vísa. I lann leyfir æringjun-
um að ærslast en sér um að ekkert
fari úr böntlum. sem veröur að telj-
ast þrekvirki. Myndin ber það ein-
hvernveginn með sér að andrúms-
loftið við gerð hennar hafi veriö
gptt og ailir liafi skemmt sér mæta-
vel. Þessháttar skilar sér yfirleitt í
hinu endanlega þródúkti. Gleðih
er smitandi.
Söguþráðurinn. sem spunninn er
til að tengja saman lcigin og gera
mvndina að ciðru og meira en
myndskreyttri hljómplötu. er
þunnur, en haglega spunninn.
Grýlurnareru til kallaðar og koinið
af stað einskonar stríði milli kynj-
anna. Stríðið er. háð á tveimur víg-
völlutn: í einkalífinu og atvinnu-
lífinu, rétt einsog í raunveruleikan-
um sjálfum. Þetta er stríð milli
tveggja einstaklinga og milli
tveggja hljómsveita. Söngvarar
hljómsveitanna, Kristinn Styrkárs-
son Proppé (Egill Ólafsson) og
ilarpa Sjöfn (Ragnhildur Gísla-
dóttir), eru elskendur sem rífast í
upphafi myndar og ná saman í
myndarlok á hérumbil hefðbund-
inn Uollywoodmáta. Rifrildi
þeirra hleypir af stað grimmilégri
samkeppni hljómsveitanna tveggja
á tónleikaferð um landið, sam-
keppni sem endiir með því að
hljómsveitirnar ná saman aftur unr
leið og söngvararnir. Allt er þetta
náttúrulega of einfalt og hefðbund-
ið fyrir Stuðmenn, og þeir geta
ekki á sér setið að skennna formúl-
una og skilja áhorfandann eftir í
óvissunni.
Að „meika það“
Fólkiö sem við kynntumst í þess-
ari inynd er allt haldiö þeirri áráttu
að vilja endilega slá í gegn, „meika
það“ einsog það heitir í myndinni,
en á fínu máli væri þetta kallað
framadraumar. Hámark framans
er að „meika það" í útlöndum,
verða heimsfrægur. Þessi árátta
mun liafa hrjáö íslenska poppara
allt trá dögum I lljóma og gerir víst
enn. og í myndinni er óspart gert
grín aö henni. Mun kannski ein-
hverjum þykja á sér hoppað.
Með allt á lireinu er tónlistar-
mynd, sem fyrr segir, og leikend-
urnir eru flestir tónlistarfólk, frem-
ur en leikarar. Mér virðist það ekki
koma að sök, enda gera hlutverkin
ekki störar kröfur um leikræna inn-
lifiin. Nokkrir standa sig afbragðs
vel. Egill Ólafsson er leikari af
guðs náð, það vissu menn áður og
kemur enguni á óvart. Hinsvegar
kentur Eggert Þorleifsson mjög
skemmtilega á óvart í hlutverki
Dúdda, hljóðfæraflutningsmanns-
ins sem hvað eftir annað lendir í
að bjarga því sem bjargað verður
þegar allt er komið f óefni á böllun-
um þar sem Stuðmenn skemmta.
Skyggnilýsingarnar hans eru t.d.
óborganlegar. Par að auki tókst
Eggerti mætavel að túlka barnslega
hégómagirni og auðsærða lund
þessarur persónu, og er ég illa svik-
in et hann er ekki efni í góðan gam-
anleikara. Vonandi fær hann tæki-
færi til að staðfesta þá kenningu
mína sem fyrst.
Myndin er morandi í bröndur-
um. sem eru afskaplega staðbundn-
ir. Ég held það sé óhætt að segja
að þetta sé rammíslensk kvik-
mynd. Engu að síður-eða kannski
einmitt þessvegna - held ég aö luin
hljóti að eiga erindi út fyrir land-
steinana. Og hún á örugglega erindi
til flestra aldurshópa. Það hafa allir
gott af að hlæja, líka þeir sem eru
að örmagnast í jólastressinu.
Hver verður
lygalaupur
mánaðarins?
Og hér kemur enn ein lygasagan og aö þessu sinni frá
Selfossi. Höfundur hennar keppir um titilinn lygalaupur des-
embermánaðar. Þeir sem vilja taka þátt í keppninni setjist
niöur og skrifi eins góöa lygasögu, helst þó ekki lengri en
1-2 vélritaðarsíður. Heimilisfangið er Þjóöviljinn, Síðurmúla
6, Rvík c/o Guðjón Friðriksson.
Himnaríki
og helvíti
I sveit nokkurri norður í
landi, bar það til tíðinda dag
nokkurn í enduðunt þorra, að
einsetumaðurinn Jón bóndi
Kormáksson á íllbrunastöðum
dó. Gerðist þetta frostavetur-
inn mikla, þann er svo margir til
vitna. Kvöld eitt, hafði Jón
bóndi verið á leið heim til
bæjar, frá að gefa kindum þeim
er í fjárhúsinu voru moðtuggu,
þar sem aljt ætilegt hey var upp-
etið. Snjóalög voru mikil og
höfðu verið allt frá haustdög-
um, því hafði fénaður verið á
gjöf allan tímann, var það þó
huggun harmi gegn að fénu
fækkaði dag frá degi, vegna
hors.
Leið sú er Jón bóndi gekk frá
fjárhúsinu til bæjar, var um 300
m. iöng og heldur upp á við. Er
Jón var u.þ.b. hálfnaður á
göngu sinni, veit hann ekki fyrr
til en hann frýs fastur í snjóinn
og fær sig livergi hreyft. Hann
finnur nú hvernig doði færist
um sig allan, honunt hitnar og
fer að líða vel. Líður nú langur
tími og er þá sem Jóni fari loks
að skiljast það að hann sé fros-
inn - dáinn. Hann lítur nú á
líkama sinn og verður hálf
skömmustulegur yfir því að
deyja í þessunt galla, hann hafi
þó átt betri föt inni í bæ, einnig
finnst honum gúmmískórnir lítt
viöeigandi, en þó tekur alveg
yfir að hafa haft hendurnar
svona aftan við bak. vinstri
hendi hangandi í lófa þeirrar
hægri.
En við þessu er ekkert hægt
að gera, hann þarf að drít'a sig
til himins hið snarasta. Hann
ákveður þó að kíkja heim að
eldhúsglugga til að aðgæta hvað
frostið mældist á gamfa frost-
mælinum. Sá hann sér til gleði
að frostið var tæpar 50 gráður
og hugsaði með sér að það væri
eins gott, því það hefði þótt
saga til næsta bæjar hefði hann
frosið í kannski 20 gráðum.
Hefst nú hinsta gangan, þessi
langa. Honuni gramdist að eng-
inn mjólkurbíll æki þessa leið,
enda alveg viss um að Bjössi
hefði leyft sér að sitja í. Hann
velti fyrir sér hvurn andskotann
fólkið drykki þarna uppi fyrst
Bjössi keyrði ekki til þeirra
mjólk. Má ske límonaði, má
ske límonaði, heyrðist karl
tauta einhvers staðar ofan við
skýin.
Han setti nú upp vaktakerfi á
gönguna. gekk í 8 tíma, hljóp
jafn lengi og hvíldi sig svo í 8
tíma, þetta gaf góða raun og
sóttist ferðin nú vel. Veit hann
nú ekki fyrr til en hann sér
skammt frá sér háan og mikinn
steinvegg. sem næreins langt og
augað eygir til beggja hliða. en
þar sem hann var nýbvrjaður á
hlaupavakt. hleypur hann nú
meðfram veggnum. staðráðinn
í að hlaupa þar til hann kæmi að
hliðinu hinu gullna. þar sent
það hlaut að vera einhvers stað-
ar við þennan vegg. Jón hafði
nú heppnina með sér, eftir ca.
4tíma hlaup kemur hann að
hliðinu. Hann hallar sér nú upp
að veggnum og blæs mæðinni
svolitla stund, fer síðan að lesa
á dyrasífnann en þar voru ótal
nöfn og sér að við neðstu bjöll-
una stendur. húsvörður, á hana
þrýstir hann og bíður.
Heyrir hann nú að sagt er í
dyrasímann, Hver er þar? Jón
Kormáksson mættur hér, svar-
ar hann. Átti von á þér, kem
niður, sagði röddin. Líður nú
örskömm stund, áður en
hliðinu er hrundið upp og út
kemur hár maður, dökk-
hærður, laglegur með mikið
skegg, íklæddur skikkju og í
sandölum. Og hver ert þú? spyr
Jón. Ég heiti Pétur, segir mað-
urinn og kem hér til að segja
þér, aö hingað inn keríiur þú
ekki. Við guð ákváðum á fundi í
síðasta mánuði aö hleypa ekki
fleirum bændum hingað inn,
vegna þeirrar erfiðu stöðu sem
þeir hafa konrið þjóð sinni í
með offramleiðslu á kjöti og
mjólk, en ef þú gengur hérna
niður þessa götu til enda og
beygir þar til vinstri, skaltu
prufa að banka upá hús númer 2
en þar býr Andskotinn og hann
vantar fólk núna, veit ég er, því
hann var að auglýsa eftir mann-
skap í gær, vertu sæíl.
Jón bóndi hugsar nú mál sitt,
heim í sveitina fer ég ekki, hjá
Himnasamsteypunni fæ ég ekki
að vera, svo þá er bara að prufa
það sjðasta. Hann þrýsti á bjöll-
una á húsi númer 2. en undir
henni stóð Andskotinn. Hurðin
opnast og út kemur myndar-
legur eldri maður, vel rakaður í
dýrum fötum, heilsar og býður
Jón velkominn. Við vorum ein-
mitt að auglýsa eftir fólki, segir
hann, svo það var gott þú komst
hingað. Hjá okkur er unnin 40
stunda vinnuvika, þú færð gott
kaup og skattfrjálst því við
svíkjum allt undan hér. Ég leigi
þér 2ja herbergja íbúð í blokk á
lágu verði og engri fyrirfram-
greiðslu, ef þú vinnur hjá mér,
einnig greiði ég fullar verðbæt-
ur á laun á þriggja mánaða
fresti, en það gerir Himnasam-
steypan ekki, líst þérekki vel á?
Jú, svara Jón bóndi. Okey, þá
ertu ráðinn, byrjar strax í fyrra-
málið klukkan 8.
Jón Kormáksson fékk síðan
afhenta lyklana að íbúðinni og
gekk þangað til að skoða.
íbúðin reyndist fullbúinágætum
húsgögnum. og Jón fær sér sæti
í djúpa sófanum í stofunni,
kveikir á sjónvarpinu. þykir
dagskráin óskemmtileg, stillir á
vídeóið og fer að horfa á kvik-
mynd. Upp i huga hans koma
alískonar gamlar hugsanir:
Hvað var séra Guðgeir á Holi
aftur að tala um þegar ég fór
síðast til messu?
Ingjaldur Arnþórsson