Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir skrifar Viktor Arnar Ingólt'sson: Heitur snjór Skáldsaga Örn og Órl.vgur l‘>82 Arnþór og Matthildur I Heitum snjó segir frá kaup- sýslumanni scm heitir Arnþör. mun metnaðarmeiri bók en svo að henni sé ætlað að vera eingöngu spennusaga, afþreying, froða. Krakkarnir í snjónum Krakkarnir, sem verða heroín- neytendur áður en þau vita hvað er að gerast, eru mjög ung.15-16 ára’. Kaflarnir um þau eru bestu kaflar bókarinnar. Höfundurinn hefur mikla tilfin ningu fyrir þessum aldurshðpi, spennunni innra með þeim á þessu hryllilcga tímabili þegar maöur er hvorki barn né íull- fyrir - þó bregður þeim fyrir. Dæmi: „...honum hryllti ekki við bragðinu..." (105) Höfundur er óöruggur á allar tíðir viðtengingarháttar yfir í skildagatíð en það er óskaplega ljótt að sjá. Dæmi: „(þau)- ...mundu auka notkunina. Síðan mundi ávaninn sjá um..." (75) ...hugsandi um það hvaö hann mundi ekki gera fyrir skattfríar tuttugu þúsundir." (138) .....þótt það mundi ekki þýða..." (104) ...ef hún mundi sækja um vinnu þarna aftur." (97) o.s.frv. Ýmis önnur sérkennileg stílfyrirbæri gef- ur að líta í textanum s.s. „...nokkur korn voru í henni (þ.e. skeiðinni) en í flýtinum spilltust (?!) þau út á borðið..." (127) Eg vísa ábyrgðinni af þessu mál- fari bókarinnar til Bókaforlagsins Matthildur — farð’ ekki frá mér I lann smyglar „snjó" eða heróíni frá Tyrklandi til Bandaríkjanna með viökomu á íslandi. Arnþór er atvinnumaður, ofsalega agaöur, skipulagður og klár. En svo er díl- erinn hans í USA (sjá slanguroróa- bókina) tekinn og Árnþór bjargast naumlega úr þeim voða. Og hvað gerir maður sem situr uppi með fjögur kíló af heróíni í Reykjavík? Árnþór kemur sér upp díler og bannar honum að selja öörum en gömlum neytendum og ameríkön- um á Vellinum. Arnþór „vill ekk- ert púss." (52) En dílerinn hefur aörar skoðanir á því. Þetta ergam- all sprúttsali, helstu viöskiptavinir hans eru unglingar af I hdlærisplan- inu, níundubekkingar, og hann krefst þegar í stað handa við að koma þeim uppá hinar nýju kræs- ingar. Það rokgengur - og allir eru glaðir, til að byrja með. Sumarið eftir starfar í rannsókn- arlögreglunni lögfræðinemi nokk- ut Matthildur að nafni. llún er e ngir. n smá -kven trtaðu rM á t u I ega hávaxin, með dökkt sítt hár. brún augu. beint og í'allegt nef, há kinn- bein ogákveðinn munnsvip. Klæð- it sig eins og hún eigi tískuverslun og vöxturinn..." (81). Þetta er með öðrum orðum „súpergella" eð;t „gúmmígella" - eins og krakk- arnir segja. Og svo er hún siðprúð, staðlöst og framagjörn. Matthildur súpergella stjórnar meðferð heróín-málsins af lögreglunnar hálluogallt kemst upp. En þá hef- ur býsna mikið gerst og Viktor Arnar spinnur spennusöguna áfram af útsjónarsemi og á býsna glúrinn hátt. En llcitur snjór er Þriðja hefti 1972 — 1982 : Með storminn í fangið Greinar, ræður og viðtöl, við Brynjólf Bjarnason Hjá Máli og menningu er komin út ný pappírskilja, Með storminn í f'angið III eftir Brynjólf Bjarnason. í bókinni ertt greinar, ræður. og viðtöl frá árunum 1972-1982, og ntá nefna að þar er m.a. aö finna ræðu sem Brynjólfur Bjarnason hélt á fundi stúdenta 1. desember síöastliðinn og nefnist Vísindi og kreppa. Með storminn í f'angið I og Með storminn í fangið II komu báðar út sem pappírskiljur árið 1973 og höfðu að geyma greinar og ræðut orðinn og höfnuninni sem þessir unglingar upplifa í heinii hinna fu11 - orðnu. Og gildir þá einu hvort for- eldrarnireru „heiðvirt millistéttar- fólk" eöa ekki. Krakkarnir eru sambandslaus og firrt, þau sjá ekki hlutverk fyrir sig í því kapítalíska þjóöfélagi sem foreldrar þeirra eru önnum kafin viö að halda gang- andi. Þessir unglingar eiga ekki mikla trú á lífið sem bíður þeirra. Á Kúbu yröi þeim unglingahópi sem Viktor Arnar lýsir boðið í veislu af íbúum hverfisins; þeim yröu fengin verkefni og þau beðin blessuð að vera ekki í fýlu af því að samlélagiö þarfnist þeirra mikið t)g elski þau heitt. Og svo myndu fullorðnir og krakkar skála í ódýru rommi og dansa svolitla rúmbu og vera hress. Á Islandi snúa hinir fullorðnu bakinu við líðan krakk- anna og tala fullir fordæmingar og fyrirlitningar um þau sem vanda- mál - „og þau sem eru frá þessum ágætu heimilum... o.s.frv." Ég er viss um aö Viktor hefur rétt fyrir sér þegar hann leggur gömlu löggunni, Agnari, það í munn aö fræösla sé það eina sem geti haldiö ungu fólki frá því að ánetjast sterkum efnum eins og heróíni. í Heiturn snjó er mjög miklum og fordómalausum upplýs- ingum um þessi mál komiö á fram- færi. Bókin er líka spennandi og afar góðir sprettir í köflunum um krakkana, einkum lokakaflanum sem er magnaöur. Hitl er annaö mál að bókin klofnar að mím1. mati. Það er eins og höfundur'inn hafi lúmskt gaman -fimm ' czjsdKlltUR Brynjólfiir Biamason Brynjólfs frá árunum 1953-1972. og veita því þessar þrjár bækui ómetanlega heildarsýn yfir stjórn- málastarf höfundarins og stjórn- málasögu þessa tímabils almennt: og þó ekki síst um sögu Sósíalista- flokksins. Með storminn í fangið III er 151 bls. að stærð, prentuð í Prent- smiðjunni Hólum lif. Þröstur Magnússon gerði kápuna. af að skrifa um Arnþór, hinn sam- viskulausa glaumgosa og Óðals- og Hollyvúddstælinn á honum, og Matthildi súpergellu - sem er alveg frámunalega asnaleg persóna hvernig setn á hana er litið. Þetta „þotufólk" fær of mikið pláss á kostnað unglinganna. Ef krakk- arnir hefðu verið í forgrunni, per- sónur þeirra dýpkaðar og útfærðar - þá hefðum við kannski fengið frá- bæra íslenska unglingabók og slík- ar gersemar eru nú ekki á hverju strái. Og svo get ég ekki annað en tekiö eitt æðiskast að lokum. -— Fuss og svei Málfarslega er bókin fyrir neðan allar hellur. Notkun fornafna í bókinni er skjögrandi (nýtt stíl- fræðihugtak) og stundum mál- fræöilega röng. Dæmi: „Hann kærði sig ekki um að neinn, sem kannski kannaðist við sig, yröi vitni aö því sem hann tæki sér fyrir hend- ur næst." (13) Stundum er setning- arskipan afar stirðleg og hefði þurft að laga orðaröð í setningum og breyta þeim verklega. Dæmi: „Ilann var að halda upp á að hafa sáð sæðinu sem, ef allt gengi sam- kvæmt áætlun, mundi færa honum hundruð þúsunda." (58) „Her- bergið hennar var á annarri hæð svo þegar hún missti handfestuna og datt, um leið og hún var komin út fyrir, þá var fallið hátt." (132) Aukasetningar sem byrja á orðasambandinu „þrátt fyrir þaö að..." eru óeðlilega margar en málvillur koma hinsvegar ekki oft Leikrit Shake- speares i átta bindum, i þýðingu Helga Hálfdanarsonar Almenna bókafélagið hefur sent frá sér fyrsta bindi af Leikritum Williams Shakespeares í þýöingu Helga Hálfdanarsonar. Öll leikrit Shakespeares munu koma út hjá forlaginu á næstu árum í þýðingu Helga, alls 8 bindi sem hvert verð- ur tæpar 500 bls. og verða þau í bókaflokknum „Úrvalsrit heimsbókmenntanna", sent AB hefur nýlega hafið útgáfu á. í þessu fyrsta bindi leikritanna eru fjögur af konungaleikritum Shakespeares, Ríkharður annar, Hinrik 4, fyrra leikritið og síðara leikritið og Hinrik 5. Fyrir útgáf- unni er rækiieg inngangsritgerð eftir þýðandann sem hann nefndi Fáein orð um Shakespeare og samtíð hans. og finnst að það sé sá aðili sem á að hundskammast sín. Það skrifa fæst- ir fullkomlega kórrétt mál, og bóka- foriag með snefil af sjálfsvirðingu ræður íslenskufræöing til að lesa yfir handrit - þó ekki væri nema til að tryggja höfunda sína og vernda fyrir gagnrýni eins og þessari. Dagný Öskubusku- sögur víða um heim IÐUNN hefur gefið út bókina Öskubuska í austri og vestri sem sænski þjóðfræðingurinn Anna Birgitta Rooth hefur tekið saman. Jón Hnefill Aðalsteinsson annaðist útgáfuna og þýddi skýringar en Svava Jakobsdóttir þýddi flestar hinna erlendu sagna. Anna Birgitta Rooth hefur safn- að um það bil þúsund Öskubusku- sögum hvaðanæva úr veröldinni og samið doktorsrit um það hvernig þetta ævintýraminni hefur borist um heiminn og birtist í alls konar gervum í ólíku menningarum- hverfi. Hér er að finna átján þessara sagna, þar af tvær íslenskar. Jón Hnefill gerir grein fyrir rannsókn- um Önnu Birgittu í formála, en aft- an viö sögurnar er ítarleg greinar- gerð höfundar. skýringar og kort um útbreiðslusvæöi sagnanna. Helgi Hálfdanarson Útgáfan er með línutali og at- hugasemdum og skýringum í bókarlok. Útlit bókarinnar hefur Hafstein Guðmundsson annast. Helgi Hálfdanarson hefur nú lokið við að þýða öll leikrit Shak- espeares og þær af þeint þýðingum hans sern þegar hafa birst hafa hiotið einróma lof. Led Zeppelin: líklega er myndin tekin hér á landi 1970 (Pétur Kristjáns segir að Plant hafl verið í þessum buxum þá_): John Paul Joncs, Jimmy Page, Robert Plant og John Bonham. „Zeppar” sem týndust Einhver gloppa, annaðhvort í prentsmiðju eða í höfði undirrit- aðrar, varð til þess, að umsögn um NÝJA (!) Led Zeppelin- plötu var hvergi að finna um síð- ustu helgi í „Jólahreingerningu" á bls. 20. einungis görnul mynd af þessum heiðursköppum. En hér er sem sagt fagnaðarerindið: „Ný“ plata með „Zeppunum", þar sent á eru útgáfur af lögum sem ekki hafa komið út áður. Hér er „I can’t quit you baby sem tekið er upp í London 9/1 1970 þar sem þeir eru að prófa „sánd- Andrea Jonsdóttir skrifar ið" í Royal Albert hall; önnur lög eru stúdíóupptökur: We ’re gonna groove (25/6 ’69), Poor Tom (5/6 '70, tekið upp í sama mánuði og þeir komu hingað til lands), Walter’s walk (15/5 '12), Bonzo’s Montreux (12/9 ’76), sem er trommusóló alveg stórkostlegt með og eftir hinn látna trommara þeirra Zeppa, John Bonham. og svo loks 3 lög sem tekin eru upp í Polar-stúdíóinu í Stokkhólmi ár- ið 1978: Ozone baby, Darlene og Wearing and tearing. Ég held að rokkarar séu sam- tnála um að engin þungarokk- hljómsveit hafi enn komist þar sem Led Zeppelin höfðu (hafa) hælana þann áratug sem þeir störfuðu (1969-1980, er John Bonham fannst látinn eftir of stóran skammt af vodka og app- elsínusafa). Og þeir spiluðu líka fjölbreyttasta þungarokkið, allt frá ballöðum upp í harðasta rokk, en allt' umvafið blúsuðu hörðu rokki. A þessari „nýju" plötu með þeim, CODA, koma þeir fram eins og þeir voru bestir; eng- in auka hljoðfæri: Jimmy Page á gítar (rafmagnaðan eða kassa), John Paul Jones á bassa (flott píanó í einu lagi), John Bonham á trommur og svo söngvarinn óviðjafnanlegi. Ro- bert Plant, sem grípur munn- hörpuna af og til. (Rétt er að geta þess að hann gaf út ágæta plötu í sumar, Pictures at eleven). Góðir hálsar, CODA veröa allir gamlir rokkhippar að eign- ast, og líka nútíma bárujárns- rokkarar. Þeir verða aldeilis standandi beinhissa, ef þeir hafa ekki heyrt í Led Zeppelin áður, og er þá aldeilis tími til þess korninn. A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.