Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. desembcr 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 SKÓGURINN beitiland framtíðarinnar? Það væsir ekki um þær mæðj>ur Sú skoöun hefur veriö býsna almenn aö sauöfjárrækt og skógrækt væru ósættanlegar andstæður. Er enginn efi á því aö hún hefur átt drjúgan þátt í aö tefja fyrir útþreiöslu skógræktarhérlendis. Nú vottar fyrir því, aö þetta sjónarmið sé á undanhaldi beinlínis vegna þess, að tilraunir þenda til aö það sé rangt. Tilraun hefur veriö gerö meöfjárbeití Hallormsstaðaskógi og hefur frá henni verið skýrt hér í blaöinu. í nýútkomnu Ársriti Skógrækt- a'rfélags íslands er frá því greint að sl. sumar hafi Ágúst Árnason, skógarvörður í Skorradal leyft að nokkrum lambám af Tilrauna- stöðinni á Hesti yrði beitt í skógrækt- argirðinguna á Stálpastöðum. Var það í því skyni gert að fá sanian- burð á afurðum sauðfjár er annars- vegar gengi á heimalandi og afrétti og hinsvegar á friðuðu skóglendi. Land Stálpastaða er 160 ha. og hef- ur verið friðað í 30 ár. Búið er að planta þar trjám í meira en 1(X) ha. og lúpínan hefur mjög rutt sér þar til rúms. Gróðurinn er því mjög gróskumikill og fjölbreyttur. Heimaland Hests og afréttarland er hinsvegar fremur rýrt og auk þess þröngt í högum. Tilraunin á Stálpastöðum í þessari rannsókn, senr Rann- sóknarstofnun. landbúnaðarins stóð fyrir, voru fjórir flokkar, 12 tvílembur í hverjum flokki. Lönrb- in því 24 og jafn mörg af hvoru kyni. Fyrsta flokknum var beitt í skóginn frá 9. júní til 19. sept. Ann- ar flokkurinn. samanburðarflokk- ur við þann fyrsta, gekk á heima- landi Hests og afrétti sama tíma. Þriðji og fjórði flokkurinn gengu saman í afgirtu, þröngu úthaga- hólfi með einhæfunt gróðri til 4. ág- úst. Þá var féð í þriðja flokknum flutt í skóginn en þeim fjórða sleppt i heimalandið. Ærnar í fyrsta og öðrum flokki voru sant- bærilegar um aldur og aturðasemi og einnig þær í þriðja og fjóröa flokki. Niðurstöður Niðurstöður af tilraununum urðu svo þessar: Meðalfallþungi þeirra lamba, sem gengu í skógin- um, allt sumarið var 17,8 kg. og kjöthlutfall, % af lifandi þunga, 44.3%. Þyngsta fallið var af hrút- lambi 23,0 kg. en hið léttasta at gimbrarlambi, 13,0 kg. Hliðstæðar tölur í samanburðarflokknum. öðrum flokki. voru 13.2 kgogkjöt- prósentitn 39.6. Þannig skilaði hver tvílemba í skóginum aö meðaltali 9.3 kg. eða 35% meira af kjöti en sambærilegar ær. sem gengu á heimalandi eöa afrétti. Ýmsunt Islendingum er illa viö fitu og gegnir furðu með þjóð sem hýr norður við heimskaut. Sltkir myndu ætla að þarna væri verið að framleiða óætt kjöt. En hver varð raunin? Föllin voru mjög vel þroskuð, vöövamikil og með hæfilegu fitulagi, enda fóru 22% þeirra í stjörnuflokk. en í þann flokk fara annars mjög fá fölí. Til þess að föll nái stjörnuflokki má hámarksfitulag á haki ekki fara yfir 4 mm. Aðeins eitt fallanna var fellt í gæðaflokki vegna of mikillar fitu. Árangurinn af síðsumarbeitinni í skóginum varð aftur á móti mun lakari. Meðalfallsþungi þeirra lamba, sem hleypt var í skóginn 4. ágúst. var 13.1 kg. og kjöthlutfall 42,_3%, Föll lamba úr saman- burðarflokknum, sleppt úrgirðing- unni á heimaland 1 lests 4 ágúst, vóru hinsvegar ;tö meöaltali aðeitrs 11,2 kg. og höfðu 39.6% kjöthlut- fall. Vaxtarskilyrði lamba í þriðja og fjóröa flokki voru mjög slæm fyrri hluta sumars, vegna einhæfs gróðurs og landþrengsla og hafa þau ekki náð sér á strik síðari hluta vaxtartímabilsins þótt um þau rýmdist og haglendi hatnaði. Fram skal tekið aö féö á I lesti er jsví óvant að vera beitt í skóg. enda leið alllangur tími þar til það fór að dreifa sér um gitðinguna. Hver yrði ávinningurinn? En hvernig lék féð svo skóginn? Það er hin hliöin á málinu. Könn- un á því, - ekki mjög ýtarleg að sönnu - sem gerð var að loknum beitartímanum henti til þess, að beitin hefði engum umtalsverðum skemmdum valdið á trjágróðrin- um. Þó hafði lauf verið hitið af nokkrum imgplöntum. Þessi tilraun á Stálpastöum og aörar slíkar, henda ótvírætt til þess, að unnt sé að sameina skög- rækt og sauðfjárrækl. ef rétt er að málum staöið. Reynist svo getur það valdið hyltingu í húfjárrækt- inni. Talað er uni að fækka þurfi sauðte verulega m.a. vegna of- beitar, og að því er unnið. I linsveg- ar telja margir bændur sig illa mega við því efnalega aö fækka bústofni. Komi hinsvegar á daginn að sauðfjárbóndinn geti framleitt sama afurðamagn og hetri afurðir með þriöjungi færra fé þá er það ótvíræður hagur allra. Bóndinn kemst af með minna fóður og minna land án þess að ofgera því og neytandinn fær hetri vöru. Margir hændur hafa nú áhuga á því að koma sér upp skógum, „hæmdaskógum". Það skyldi nú ekki vera raunhæft aðgera ráð fyrir þvt, að auk jieirra afurða sem skóg- urinn sjálfur gefur sé skógarbónd- inn einnig að koma sér upp því besta beitilandi, sem völ er á? - nihg JÓLIN eru tími hvíldar og friðar. í tilefni þeirra sendir Alþýðusamband íslands launafólki og samherjum þess óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.