Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Sextugur 25. desember Böðvar Pétursson Ég má til meö að biðja Þjóðvilj- ann að taka litla afmæliskveðju til Böðvars Péturssonar, verslunar- manns, sem 'nú ersextugur, bæði til að árna honum heilla og þakka honum liðinn tíma og baráttufé- lagsskap. Ég kynntist Böðvari í lok heimsstyrjaldarinnar í pólitísku starfi á vegum Sósíalistaflokksins og Æskulýðsíylkingarinnar. Hann var þar. ungur að árum. í röð for- ystumanna er mig bar að garði. Böðvar var einlægur í félagsstörf- unt og hreif menn með sér að rnaður tali nú ekki um fórnfýsina sent öllum var til fyrirmyndar. Böðvar var rökfastur og fimur fundarmaður og talaði alltaf blaða- laust. Pessi mynd af Böðvari kem- ur mér fyrir hugskotssjónir þegar ég hugsa til hans á sextugsafmæl- inu. Eitt reyndi ég að læra af Böðvari í þá daga, sent nefna mætti félagsleg samráð. Sterkasti þáttur- inn í starfsstíl Böðvars var sá, hve mjög hann sem forystumaður leitaði eftir samráði við ielaga sína unt félagslegar ákvarðanir; árang- ur félagslegra athafna er undir því korninn hversu vel þær eru „vald- aðar". Margs er að minnast frá þessum tíma og bjart er yfir þeim ntinning- unt. Ég vil flytja Böðvari hugheilar þakkir fyrir hin dýrmætu störf hans í þágu þeirrar hugsjónar sem bind- ur okkur satnan, hvort sem þau störf tengdust sjálfri kvikunni í stjórnmálaátökum þess tíma, svo sem 30. mars og stóra Dagsbrún- arverkfallinu, eða þau lutu að fé- lagslegri uppbyggingu svo sem Landnemanum eða skíðaskálan- unt, svo eitthvað sé nefnt. Böðvar er einnig mjög athafna- samur á öðrum félagslegum svið- um. Hann er göngugarpur mikill og hefur starfað með ágætum innan Ferðatelags lslands. I lann er feiki- legur áhugamaður unt knattspyrnu og hefur veriö í stjórn Fram um árabil. Hann var og lengi í æsku- lýðsráði Reykjavíkur. Böðvar byrjaði að vinna hjá Ragnari í Smára 1949. og hefur veitt Bókaútgáfunni Helgafelli for- stöðu æ síöan. I tengslum við það starf hefur hann starfað innan hagsmunasamtaka verslunarfólks og getið sér þar hið best orð fyrir atorku, raunsæi og samviskusemi. Hann var í nefnd þeirri er undirbjó stofnun Landssambands íslenskra verslunarmanna og í fyrstu stjórn þess og síðan, svo og í stjórn Versl- unarmannafélags Reykjavíkur frá 1978. Böðvar er fæddur á jóladag 25. desember 1922. Afmæliskveðja mín er því einnig bundin jólahátíð- inni. Ég vil enda hana með því að minna Böðvar á ræðu sem við hevrðum eitt sinn Sigfús heitinn Sigurhjartar- son flytja á fundi ungra sósíalista og ræddi hann þá m.a. um söfnuði frumkristinna manna. Sigfús vitn- aði t þessi orð Postulasögunnar: ....En í hinunt fjölmenna hóp þeirra. sem trú höfðu tekið, var eitt hjarta og ein sál. og enginn þeirra taldi neitt vera sitt. er hann átti. heldur var þeim allt sameigin- legt... því að eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra. því ;tð allir landeigendur og húseigendur seldu, og komu með andvirði hins selda, og lögðu fyrir fætur postul- anria, og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf fyrir...“ Okkur fannst þessi lýsing á hin- um frumkristnu söfnuðum gefa skýra og ótvíræða mynd og vís- bendingu um það samfélag sem byggja verður á vitrænum og sið- rænum grundvelli, samstarfs, sam- hjálpar og sameignar. Lifðu heill, Ingi R. Helgason. Böðvar. það hefur spurst þú verðir sextugur á jóladag. Síst af öllu leiddi ég hugann að því í vor þegar þú hafðir næstum sprengt mig af mæði á E'sju, að munaöi 15 árurn á okkur. Eða þá i fyrra þegar við ferðafélagarnir eltum þig um Hengil, tinda og skörð en náöum þér ekki frekar en regnboganum. Það er ansi hart finnst manni, að hafa varla þrek á við sextugan mann, en af því að þú átt í hlut, tek ég samanburðinn ekki nærri mér. Böðvar. Pað hugsa áreiðanlega margir hlýtt til ykkar þessa daga, jólabarnsins og þín. Spor þín eru víða, spor elju og framsækni. Af umtali veit ég að þú varst skrattans ári góöur knattspyrnumaður og ég veit líka hve vel þú hefur unnið stéttarfélagi þínu V.R. annars veg- ar og pólitískum flokki Itins vegar. svo báðir hafa grætt en hvorugur goldið hins. Ég hef einnig sannfrétt að þú hafir starfað vel sem íélagi og stjórnarmaður Ferðafélagsins. Hitt veit ég hinsvegar gerst og af eigin raun. að þú ert góður feröa- maður og ágætur ferðafélagi og á þeim slóðunt höfum við lengi vitað hvor af öðrum. Þegarmér datt í hug að senda þér kveóju í þessu formi, kviknaði á ýmsum perum í sálarkompunni. í örfá skipti ár hvert telst þaö ekki syndsamlegt í ferðum Ferðafélags- ins, að hafa meðferðis pela í sokk- bol og dreypa á honum', einkum að vetrarlagi. Ekki ætla ég að bera á þig brennivínsdrukk. stakan regl- umanninn. Fyrir mína parta met ég það hins vegar við þig að þú ert aldrei svo illyrmislega edrú. að vit- ið taki „alfarið" völdin af gleðinni, heldur ertu ávallt á þinn hógláta máta hrókur fagnaðarins. en pass- ar að skvnsemin fari ekki af bæ. Úr því ég er byrjaður að tala urn vín við þig bindindismanninn, ætla ég að minna þig á það, að þú stuðlaðir að því eftir krókaleiöum að mér var gefið vín, þegar lá lífið við sem aldrei áður né síðar. Pann 17. ágúst fvrir nær áratug gerði slydduhríð og sterkviðri á afréttum sunnan jökla. Svo illt var veðrið að gestir sæluhússins í Veiðivötnum komust trauðla til kamars en gerðu öll sín stvkki innan dyra. Aðfararnótt 18. ágúst á sjötta tímanum brast tjald okkar 3ja félaga þar sem við höföum látið fyrirberast við Hrafntinnusker. Blautir og kaldir urðum við að þæfa hnédjúpan krapasnjó á leið til Landmannalauga. Seint á sunnu- dagskvöldi urðum við að gefast upp þrotnir að kröftum á melöld- unum suðuraf Brennisteinsöldu. Við skriðum í blauta pokana og vöfðum tjalddúknum utanum okk- ur og áttum vonda nótt. Næsta dag var besta veöur en sökum þrek- leysis létum við eftir liggja hluta ferðabúnaðarins, en stauluðumst reikulir i spori urn Laugahraun til skála F.í. Seint nuinuni við félagar gleyma móttökunum í skálanum og ekki áttir þú Böðvar minnstan þátt í þeini og einhvern dularfullan útveg hafðirðu á því konjaki sem best hefur bragðast mér og látið var seytla um æðar vorar og hraknings- manna eins og töfralyf. Sjálfboðið hljópstu einnig eftir böggum okkar uppí fjöll og varst reyndar kominn til baka áður en nokkur vissi að þú hefðir farið. Ekki ætla ég að hafa þessa kveðju lengri, enda náttúrlega tíu árum of snemma á ferðinni. Hins vegar óska ég þess, kæri félagi og veit að ég tala í nafni fjölmargra ferðafélaga okkar. að tala áranna vaxi þér ekkert í augum, en þú haldir áfram ao sækja fjallkonuna heim og dveljir oft og lengi við fald- inn hennar hreinan. Lifðu heill. Júhannes Kiríksson 60 ára er á jóladag Böðvar Pét- ursson. verslunarmaður hjá Bóka- útgáfunni Helgafell. einn ötulasti forystumaður verslunarsamtak- anna. Böövar er einn hæfasti félags- málamaður sem ég hef haft kynni af. ósérhlífinn, ötull og óvenju nærnur þegar þarf að setja sig inn í mál. Pað hefur verið rriikið lán fyrir samtök verslunarmanna og verka- lýössamtökin að hann skuli hafa helgað þeim krafta sína eins mikið og hann hefur gert. Annars má segja að þegar félagmál eiga í hlut þá sé honum ekkert öviðkomandi, sama hvort það eru mál verkalýðs- hreyfingarinnar, félagsmál sam- vinnuhreyfingarinnar og ferðamál. Böðvar hefur verið einn af aðal- sam ningamön num versl unarsam- takanna frá því að samtökin fóru fyrst að semja um sín kjör. Hann átti sæti í undirbúningsnefnd að stofnun Landssambands verslunar- manna og hefur verið í fram- kvæmdastjórn þess lengst af, einn- ig hefur hann verið í stjórn Versl- unarmannafélags Reykjavíkur í mörg ár. Pá hefur hann starfað mikiö að lífeyrissjóðsmálum sam- takanna, átti sæti í nefnd þeirri sem samdi fyrst um þau mál ogátti mik- inn þátt í að semja fyrstu reglugerð sjóðsins. Einnig hefur liann frá upphafi átt sæti í orlofsnefnd V.R. og er þá fátt eitt upptalið af því mikla starfi sem hann hefur unnið fyrir samtök verslunarmanna. Böðvar er einnig mikill áhuga- maður urn mál Samvinnuhreyfingar- innar og hefur átt sæti í stjórn K.R.O.N. í mörg ár. Ekki má gleynta áhuga hans á feröamálum. en á því sviði liggur hann ekki á liöi sínu frekar en annarsstaðar og er í stjórn Feröafélags lslands. Að lokum þakka ég þér fyrir langt og ánægjulegt samstarf sem viö höfum átt í gegnum árin og óska þér og fjölskyldu þinni til hamingju meö daginn, gleðilegra jóla og farsæls kontandi árs. Ouðmundur Júnsson. 25. des. verður íþróttamaður- inn, verkalýösforinginn og feröa- garpurinn Böðvar Pétursson, ver- zlunarstjóri í Unuhúsi 60 ára. Kynni okkar Böðvars hófust fyrir röskum 20 árum, er ég fór að feröast á vegum Ferðafélags ís- lands. Kynnin urðu svo nánari eftir að viö vorum báöir komnir í stjórn F.Í., en þar hefur Böðvar. átt sæti síðan 1976 og ávallt verið endur- kjörinn síðan. Auk þess að vera ágætur vinur og ferðafélagi, er hann nteð alduglegustu ferða- mönnum og á það einkum við urn gönguferðir. Hann er enginn lág- lendismaður og lítið gefinn fyrir byggðarölt og fjörulall, enda beinist áhugi hans aðallega að fjall- göngum og þá helzt að þeint fjöll- um. sent erfiðust eru til uppgöngu, án þess þó að þurfa að klifra þau. Klifur var ekki í tízku, þegar Böðvar var strákur, annars hefði hann örugglega lent í því. Svo áhugasamur er Böðvar á göngum, að hann verður helzt alltaf að vera fremstur í flokki og gengur því flesta menn af sér þó yngri séu. Pessu vara þeir sig stundum ekki á, sem óvanir og ókunnugir eru, halda að þetta eigi að vera svona og reyna aö elta „gamla manninn", sent oft getur reynzt erfitt. Viö hin- ir erum reynslunni ríkari og röltum rólega á eftir. Ekki hef ég minnstu hugmynd um hvað Böðvar hefur gengið á mörg fjöll. Ef til vill veit hann það sjálfur. en á flest helztu fjöll býzt ég viö að hatin hafi gengið. Nú þegar farið er að reikna í mannárum og öðru þvíumlíku má fullyrða aö kappinn er búinn að ganga margar mannhæðir. Hann kallar það ekki fjall. sem rís undir 500 m yfir um- hverfi sitt. þaö er hæöir og ójöfnur, sem á leið lians verða til fjalla. Böövar hefur alla tíö frá því aö liann geröist félagi i F. í. látið vel- ferð þess sig miklu varða og viljað veg þess sem mestan. Sem stjórn- armaður hefur liann átt sæti í feröa- og útbreiðslunefnd. í öllum störf- um reynist hann betri en etiginn og vorið tillögugóöur og alltaf gott til hans aö leita. Vil ég fyrir hönd stjórnar Ferðatélags Islands óska lionum og fjölskyldu lians allra heilla um leiö og þess er óskaö aö við megum njóta starfskrafta hans i mörg ár enn. 60 ár er ekki hár aldur. Böðvar! (írétar Kiríksson Undirbuningsfelag Saltverksmiðju á Reykjanesi hf. Sjóefnavinnsian hf. Skipti á hlutabréfum. Á síöasta aðalfundi Undirbúningsfélags salt- verksmiöju á Reykjanesi hf. var ákveöiö að féiagið sameinaöist Sjóefnavinnslunni hf. Viö sameininguna fá hluthafar í undirbún- ingsfélaginu hlutabréf í Sjóefnavinnslunni hf., sem nemur þreföldu nafnveröi hlutabréfa þeirra í undirbúningsfélaginu. Hlutabréf í Undirbúningsfélagi saltverk- smiöju á Reykjanesi hf, eru hér meö innköll- uö og fá eigendur þeirra hlutabréf í Sjóefna- vinnslunni hf í þeirra staö aö viöbættri fram- angreindri jöfnun. Skiptin fara fram á skrif- stofu Sjóefnavinnslunnar hf. Vatnsnesveg 14 Keflavík, sími 92-3885 frá og meö 5. janú- ar 1983. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. Auglýsing um greiðslu || námsvistargjalda * Reykjavíkurborg hefur um nokkurt skeiö inn- heimt námsvistargjöld vegna utanbæjar- nemenda, sem stunda nám í iðnskóla, fjöl- brautaskólum og sérstökum framhaldsdeild- um, sem taka viö nemendum aö loknu grunnskólaprófi. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag um uppgjör slíkra gjalda sín á milli, en önnur sveitarfélög eru ekki aðilar aö því samkomulagi og hafa sum þeirra neitaö greiðslu námsvistargjaldanna. Borgaryfirvöld hafa nú ákeðið aö nemendur, sem 1. desember s.l. áttu lögheimili utan Reykjavíkur, Mosfellshrepps, Seltjarnar- ness, Kópavogs, Garðabæjar, Bessastaöa- hrepps og Hafnarfjaröar, fái ekki aö hefja nám í iönskóla, fjölbrautaskólum, Kvenna- skólanum eöa framhaldsdeildum sem reknar eru af borgarsjóði haustiö 1983 og á sama hátt síðar í upphafi hverrar námsannar, nema þeir framvísi greiðsluskuldbindingu heimilissveitarfélaga eöa kvittun fyrir greiöslu námsvistargjalds fyrir viðkomandi námsönn. Sækja veröur um greiðsluskuldbindingu til skrifstofu eöa oddvita viðkomandi sveitarfé- lags, en fáist hún eigi verður nemandi að greiða námsvistargjaldiö hjá borgargjald- kera, Austurstræti 16. Um rétt nemenda til greiðslu námsvistargjalds frá heimilissveitar- félagi fer eftir ákvæöum iönfræöslulaga og samþykktum viökomandi sveitarstjórnar. Reykjavík, 21. desember 1982. Davíð Oddsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.