Þjóðviljinn - 04.01.1983, Page 1

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Page 1
UOBVIUINN Margterlíkt með Sandinistum í Nicaragua og Póllandi segir þýski rithöfundurinn Giinter Grass í grein um Nicar- agua. Sjá 6—7 janúar 1983 þriðjudagur 48. árgangur 1. tölublað „Við teljum allt, hvaða smásnifsi sem er. Þó leyfum við okkur að kasta tölu á skrúfur og annað þess háttar“, sagði Heimir Tryggvason hjá Glóey hf. og velti nokkrum skrúfum í hendi sér... Vörur taldar Viðskiptavinir verslana komu víðast hvar að tómum kofanum í gær því rétt eins og undanfarin ár var fyrsti virki dagur ársins not- aður til vörutalningar. Þannig vilja verslunareigendur átta sig á vöru- birgðum. Þjóðviljinn kom við á nokkruin stöðum í gær og alls stað- ar var það sama uppá tengingnum, starfsfólkið tíndi alit lauslegt til og Nýr Þjóðleikhús- stjóri Gísli Alfreðsson skipaður í gær Menntamálaráðherra skipaði í gær Gísla Ajfreðsson, formann Lcikarafélags íslands í stöðu Þjóð- leikhússtjóra til 4ra ára frá og með 1. janúar s.l.. Sveinn Einarsson gcgnir engu að síður störfum til loka þessa leikárs. Umsækjendur um stöðu Þjóð- leikhússtjóra voru auk Gísla þau Erlingur Gíslason, Kristín Magnús og Þórhallur Sigurðsson. Þjóðleikhúsráð fjallaði um um- sóknirnar á fundi í gær og hlaut Gísli þar fjögur atkvæði og Þórhall- ur eitt. _ ÁI Vinnuverndarár Alþýðusambands- ins rann út með því herransári 1982.. Hvað hefur verið gert? Hvað er framundan? Hvernig hefurtil tekist? Gjaldeyr- isdeíldir bankanna verða lokaðar í dag Gjaldeyrisdeildir bankanna verða lokaðar i dag 4. janúarvegna óvissu í gengismálumog því verður ekki um neina gengisskráningu að ræða í dag. í dag, fjallar ríkisstjórnin unr gengismálin á fundi sínum og verð- ur þar væntanlega ákveðið í sant- ráði við Seðlabankann hvort um beina gengisfellingu verður að ræða eður hvort gengið verður látiö síga á næstu dögum og þá hve hratt. - S.dór. Svavar Gestsson um kjördæmamálið Allar leiðir eru enn í skoðun „bað er alrangt að Al- þýðubandalagið eða aðrir flokkar hafi hafnað Lagiie-aðferðinni eða nokkurri annarri leið í kjördæmamálinu“, sagði Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins í gær. „Enn eru allar leiðir í skoðun og fréttaflutningur Tímans frá því á gamlárs- dag um annað, gefur því alranga mynd af því sem um er að ræða“. „Staðreyndin er sú“, sagði Svav- ar, „að allar leiðir í þessu máli eru í athugun, - engin pin leið hefur ver- ið endanlega samþykkt og heldur engri leið hafnað af nokkrum flokki. Menn eru að reyna að semja sig niður á niðurstöðu sem helst nær til allra flokka í þinginu ef það er nrögulegt og við leggjum áherslu á að ljúka þessu hið allra fyrsta“. og í Pennanum, Hallarmúla 2, taldi hún bækur þessi unga stúlka. Þórdís Thorlacius heitir hún. skráði. Hjá Glóey hf., raftækja- verslun kváðust þeir Hermannn Jó- hannesson og Heimir Tryggvason hafa talið bókstaflcga allt, ótrúleg- ustu smáhluti þ.á.m. skrúfur og bolta og verkið hel'ði tekið viku. Sá háttur er hafður á í flcstum versl- unum, að cinn dagur er notaður undir þcssa iðju, en frávik þekkj- ast. Þá lá lciðin niðrí Penna, Hailar- inúla 2, og þar hafði vcrslunar- stjórinn Inga Kristjánsdóttir um 20 manns á sínum snærum og þar var allt talið og skráð, póstkort, blýantar og annað. Dagurinn átti að duga fyrir talninguna. Allmargar verslanir opnuðu scinni part dags í gær og flestar munu [jær svo opna í dag. - hól. Áramötaboðskapur Framsóknarflokksins: Kjaraskerðingar! „Ekki get ég heldur sagt að það beri vott um mikla skynsemi að nú 1. janúar hækka grunnlaun um 2 af hundraði“, segir Steingrímur Hermanns- son formaður Framsókn- arflokksins í áramótaboð- skap sínum í Tímanum á gamlárdags. Steingrímur segir enn fremur að Framsóknarflokkurinn hafi mótað „Dregið verði úr verðbótum á laun”, segir formaður Fram- sóknarflokksins skýra stefnu í efnahagsmálum: „Vísitölukerfinu verði breytt þann- ig að dragi úr víxlverkun verðlags og launa. Dregið verði úr verðbót- um á laun og tekjur, bæði launa- manna, bænda og sjómanna." Formaður Framsóknarflokksins segir einnig í greininni að heppi- legast væri að efnahagsaðgeröir gegn verðbólgu séu unnar í „góðri samvinnu við launþega, bændur, sjómenn og atvinnurekendur". Segir Steingrímur að ef náist ekki samstaða um slíkt samstarf „er ekki um annaö að ræða en ráðast gegn efnahagsvandanum eftir harðskeyttari og eflaust þungbær- ari leiðum". — óg. r r Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands: Erum andvígir endur- reisn sjóðakerfisins Við þessa fiskverðshækkun, er ríkisvaldið enn einu sinni að hafa afskipti af hlutaskipta- kjörum sjómanna og útgerðar- manna og nú er verið að cndur- reisa sjóðakerllð alræmda sem tókst að afnema 1976. Það kost- aði sjómenn 3% til 5% lækkun á skiptaprósentu að fá sjóða- kerfið afnumið en við töldum það samt þess virði. Nú er verið að endurreisa þetta kerfi og því erum við andvígir því það leiðir til skerðingar á kjöruin okkar og við töldum okkur greiða fyrir afnám þess í eitt skipti fyrir öll 1976, sagði Óskar Vig- fússon formaður Sjómanna- sambandsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Sjómannasambandið boðar til fundar um stöðuna eftir fiskverðshœkkunina hann sagði sjómenn ekki geta unað. Þegar sjóðakerfið var Gskar Vigfússon var fulltrúi sjómanna í yfirnefnd Verðlags- ráðs og greiddi atkvæði gcgn verðákvörðuninni. Hann sagðist í sjálfu sér vera ánægður með þá leiðréttingu á kaupi sjó- manna sem felst í hækkun fisk- verðs, en það er sjóðafarganið sem nú er að konia á aftur sem afnumið 1976 var tekið 16% framhjá skiptum og nú er það komið uppí 9,5%, sem tekið er í sjóði fram hjá skiptum og eng- inn veit hve hátt þaö fer ef ekki veröur spyrnt við fótum sagði Óskar. Urn næstu helgi hefur verið boðað til fundar allra formanna sambandsfélaga Sjómanna- sambandsins svo og sambands- stjórnar þess. Fundarefnið sagði Óskar að væri sú spurning sem nú er uppi, hvort sjómenn eigi áfram að eiga fulltrúa í Verðlags- ráöi sjávarútvegsins, eða hvort leita eigi leiða til að ákveða laun sjómanna með öðrum hætti en nú er. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.