Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1983 Norður- söngvarar á snœldum Hinir vinsælu Norðursöngvar sem útvarpsstöðvarnar á Norður- löndum áamt Norrænu félögunum hafa staðið að útgáfu og dreifingu á eru nú fáanlegir á snældum á skrif- stofu Norræna félagsins í Norræna húsinu. Á hverri snældu eru lög tveggja þjóða og eru snældurnar alls fjórar. Islensku söngvarnir eru ekki með. Kynning á lögunum er sú sama og þegar söngvarnir voru fluttir í ríkisútvarpinu á öndverðu þessu ári. Snældurnar má kaupa eina og eina og svo allar fjórar í einu og um leið ódýrari. Gætum tungunnar Heyrst hefur: Hann hlaut bæði verðlaunin. Rétt væri: Hann hlaut hvor- tvcggju (eða hvor tveggja) verð- launin. (Atl Orðið verðlaun er ekki til í eintölu.) Bendum börnum á þetta! Skák_______________ Karpov aft tafli - 73 Bent Larsen gekk mikinn berserksgang í fyrstu umferðum millisvæðamótsíns í Len- ingrad. Hann vann fimm fyrstu skákir sínar! Karpov á hinn bóginn fór sér hægar. I 4. umferð gerði hann stutt jafntefli við kunn- ingja sinn Kortsnoj. Það fór vel á með þeim á þessum árum, þeir bjuggu á sama stað og rannsökuðu byrjanir saman fyrir mótið! I 5. umferð gerði Karpov svo jafntefli við Taimanov og var þá í 4,- 5. sæti ásamt Kusmin með 3'lz vinning. Kortsnoj og Byrne voru með 4 vinninga í 2. - 3. sæti. Að 6 umferð lokinni varð Larsen að láta sinn fyrsta 'lz vinning af hendi. Torre hélt jöfnu í gjörtöpuðu hróksendatafli! Karpov vann hinsvegar Cuellar: abcdefgh Cuellar - Karpov Andstæðingur Karpovs í þessari skák varð reyndar neðstur á mótinu, en engu að síður velgdi hann Karpov undir uggum í miðtaflinu með glæfralegri taflmennsku þar sem litlu virtist muna að Karpov lenti undir mátsókn. En undir lok setunnar sner- ist gæfuhjólið svörtum i hag, og þegar hér er komið sögu skömmu eftir að önnur seta hófst, hefur svartur náð afgerandi tökum á stöðunni: 48. .. Hb4! 49. Hf3 Dd6 50. f5(eða 50. Hcfl Rh5 o.s.frv.) 50. .. Rxf5 51. a3 Hh4 52. Bd1 De5 53. Df2 He4 54. Kg2 Rh4+ 55. Kh3 Rxf3 56. Bxf3 - og hvítur gafst upp um leið. Einfaldasti leikur svarts er 56. - He3. Bundið slitlag á þjóðvegum landsins Mikil aukning síðustu árin Bundið slitlag á þjóðvegum hér- lendis er nú orðið 651 km. Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum eins og sjá má á stöplaritinu hér að neðan sem fengið er úr fréttabréfi Vegagerðarinnar. Af þeim vegum sem nú eru þjóðvegir mun Hafnarfjarðar- Bambus: Stærsta gras í náttúrunni Bambusjurtin er eitt af furðum náttúrunnar. Hver einstök planta getur vaxið um allt að 40 sm. á sólarhring og náð fullvaxin allt að 30-35 m. hæð. Já, þetta er ótrú- legt en samt satt. Og hitt er samt ennþá ótrúlcgra, að vaxtarhraði bambuss er svo mikill að ef vegur er gerður í gegnum bambusskóg, þá tekur aðcins einn mánuð fyrir bambusjurtina að gróa svo engin ummerki um vegarstæðið sjáist lengur. Um 500 tegundir af bambus vaxa í heiminum. Allar tegundir eru með liðaðan holan legg sem vex óeðlilega skjótt. Bambusinn blómstrar og ber ávöxt sem er ekki ólíkur stórgerðu korni eða smáhnetu. Jurtin vex aðallega í Asíu, Suður-Ameríku og á nokkrum stöðum í Afríku. En hvaða gagn getur maðurinn haft af bambusviðnum? Í Austur- löndum er jurtin nýtt upp til agna. Hús og hýbýli eru úr bamb- us. Sumar bambustegundir eru það harðar að hægt er að nýta þær í ýmis búsáhöld og einnig hnífa, og vfða er bambus notaður í veiðarfæri frumskógamannsins, örvar og spjót. Það má þvf segja vegur vera sá sem fyrst fékk bundið slitlag. Lagt var á hann malbik 1940, en miklu fyrr var hann steyptur a.m.k. að hluta. Fyrsta verulega átakið í slit- lagsgerð er þegar Reykja- nesbraut er steypt árin 1962-65. Næstaátakergert 1970-74 og lagt með sanni, að tilvera, stórs hluta mannkyns byggi á bambusjurt- inni. En það er hægt að nota bambus á fjölmarga vegu til viðbótar. Þær þjóðir sem lengra eru komnar í iðnþróun, eins og Japanir, hafa lengi kunnað að nýta sér bambus- jurtina í vatnslagnir, og Kínverj- ar voru fljótir að komast upp á lag á um 90 km, aðallega á veguni út frá Reykjavík og á Suðurnesjum. Var þá olíumalaröld upprunnin, en steypa og malbik lítið notað. Frá 1978 hefur slitlag verið lagt á 460 km, að nokkru leyti olíumöl, tæplega 100 km, en aðallega hef- ur verið um klæðningu að ræða. með að búa til pappír úr bambus. Á Java í Indónesíu smíða menn stóra báta úr jurtinni, og víða eru ungar bambusjurtir nýttar til fæðu. En livað er þessi merkilega jurt? Er hún tré aða pálrni? Nei aldeilis ekki. Bambus er grasteg- und, réttnefnd stærsta gras náttúrunnar. ■„ Bardenfleth tekur til höndum Það rættist brátt sú von íslend- inga að Bardenfleth stiptamt- maður gerðist athafnasamur á þann veg sem betur horfði. Þegar á árinu 1838 var, að tilmælum hans, gcfin út konungleg tilskipun um að efnt skyldi þá á næsta ári til fundar í Reykjavík, þar sem saman kæmu 10 af atkvæðamestu embættismönnum landsins, undir forsæti stiptamtmanns. Skyldi fundurinn yfirvega ýmis þau mál, er þjóðinni reið mest á að sinnt yrði. Meðal þeirra mála, sem stiptamtmaður taldi nauð- synlegt að hrinda í framkvæmd var vátryggingamálið, sem Krie- ger hafði hreyft 5 árum áður, en engu fengið um þokað. Sendi hann kansellíinu allar umbeðnar upplýsingar með þeim árangri, að Stéttaþingunum dönsku var falið að úrskurða hvort tilskipun- in frá 1832 um brunamál dönsku kaupstaðanna skyldi einnig ná til Reykjavíkur. Þessi úrskurður fékkst 1840 og var á þá leið, að Reykjavík skyldi enn standa utan við brunabótafélag dönsku kaupstaðanna. Var enn borið við vöntun á upplýsingum, enda þótt Bardenfleth væri þegar búinn að senda allar þær upplýsingar sem í öndverðu hafði verið beðið um. Samgöngur íslendinga við út- lönd voru ekki margra fiska virði um þetta leyti. Sem dæmi um það má nefna, að póstskip, sem átti að koma hingað í nóv. 1837, kom loks til Reykjavíkur 25. mars árið eftir. Það hafði að vísu verið komið upp undir Dyrhólaey áður en jólafasta gekk í garð, en þá hrakti óveður það austur með landi og síðan alla leið til Fars- unds í Noregi. Þar varð það síðan að bíða byrjar til 9. mars. Þann 23. nóv. 1838 var í fyrsta skipti jarðað í hinum nýja kirkju- garði suður af Hólavellinum. Var þar á jarðsungin Guðrún Odds- dóttir, kona Þórðar Sveinbjörns- sonar dómstjóra. - mhg Nóbelsverðlaun í efnafræði Lagt til að Begin fengi þau ísraelska efnafræði- prófessornum Asher Peres hafa verið veittar harðar ávítur af vinnuveitanda sínum, ísraelska tækniháskólanum í Haifa, fyrir það að leggja til við úthlutunar- nefnd Nóbelsverðlauna, að Men- achem Begin forsætisráðherra Is- raels verði veitt Nóbelsverðlaunin í efnafræði næsta liaust. Rökstuðningur efnafræði- prófessorsins í bréfi til Nóbels- nefndarinnar var sá að Begin væri alveg jafn vel kominn að Nóbels- verðlaununum í efnafræði og friðarverðlaununum sem nóbels- nefndin veitti honum ásamt Anwar Sadat heitnum árið 1978. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli í Israel. Margir kíma að til- tækinu, en aðrir eru ofsareiðir, eins og stjórnarformaður Tækni- háskólans, sem sagði samkv. Reuter-fréttaskeyti, að Peres hefði ekkert með það að gera að nota stöðu sína innan háskólans til að valda pólitískum óróa í landinu. - Ig- Peir vísu sögðu „Ég hef verið skammaður vegna misskilnings annarra, en ég hefði verið hundskammaður ef þeir hefðu skilið mig.“ Þessi mikli bambusskógur er á Jamaica.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.