Þjóðviljinn - 04.01.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Page 11
Þriðjudagur 4. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 „Þau eru svo aýrmæt blessuð augun okkar” Sú bók, sem talið cr að best liafi selst nú fyrir jólin, er Æviniinning- ar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, skráðar af Gylfa Gröndal. Hvað veldur slíkri metsölu, kunna einhverjir að spyrja? Ilvað er það við þessa bók, sem gerir hana svona eftirsótta? Ætla mætti að æviminningar þeirra manna, sem meira hefur borið á í þjóðlífinu en Kristjáni augnlækni, þættu forvitnilegri. Það er auðvelt að finna mcrgð bóka af ýmsum toga þar sem æsilegri atburðir gerast en á blöðum þcssarar bókar. Þar eru engar stríðsbumbur barðar. En kannski liggur skýringin ekki ýkja fjarri. Kristján Sveinsson hef- ur stundað augnlækningar um margra áratuga skeið. í því starfi hefur hann kynnst aragrúa fólks úr öllum landshlutum. Og allir þeir, sem kynnast Kristjáni, fá traust og mætur á manninum, ekki aðeins vegna þess, að hann er ágætur augnlæknir, heldur einnig og ekki síður vegna mannkosta hans, yfir- yfirlætis og hlýju. Þegar móðir Kristjáns hafði ekki efni á því að kaupa brúðargjöf handa grann- konu sinni í Hegranesinu, tók hún af sínum litlu eiguni og gaf henni silfurhálsfesti, sem svo löngu síðar komst, með einkennilegum hætti í eigu Kristjánssjálfs. Undirrituðum er vel um það kunnugt, að sá er háttur Kristjáns að taka lítið eða ekkert fyrir hjálp sína, hafi hann grun um eða vissu fyrir að auraráð þess, er til hans leitar, séu í minna lagi. Vina- og aðdáendahópur Kristjáns er því óvenjulega stór, og kynni það ekki að vera skýringin á því hversu margir vilja eignast æviminningar hans nú þegar þær eru góðu heilli komnar út á bók? Og það verður heldur nauinast nokkur fyrir vonbrigðum með þessa bók. Hún sameinar það að vera fróðleg og mjög skemmtileg. Kristján Sveinsson fæddist að Ríp í Hegranesi 8. febrúar árið 1900 og voru foreldrar hans sr. Sveinn Guðmundsson og kona hans, Ingibjörg Jónasdóttir. Bjuggu þau þar við þröngan ko«t, enda þótti Rípur rýrt brauð. Er Kristján var enn á fyrsta ári flutti fjölskyldan að Goðdölum í Vestur- dal og bjó þar um sinn við batnandi efnahag. Þótt viðstaðan i' Goðdölum væri ekki löng eru þó fyrstu minningar Kristjáns bundnar þeim stað. Skipa þeir þar veglegan sess undra- mennirnir Símon Dalaskáld og Guðmundur dúllari. „Báðir voru þeir afar sérkennilegir útlits, bjuggu sig öðru vísi en aðrir - og hafa því líklega orðið mér svona minnisstæðir,“ segir Kristján. Kristján dvaldist aðeins fyrstu 4 ár ævi sinnar í Skagafirðinum. Þá fluttist hann með foreldrum sínum vestur að Skarði á Skarðsströnd, þar sem þau áttu frændum að mæta. Þarstundaði sr. Sveinn fyrst verslunarstörf í Skarðsstöð, en erðist síðan prestur í Saurbænum. frásögn Kristjáns af dvölinni í Dölum koma margir sérkennilegir og stórbrotnir einstaklingar við sögu, þótt ekki væru þeir allir sam- tímamenn hans. Við komumst í kynni við þann hressilega karl Kristján kammerráð á Skarði, lang- afa Kristjáns augnlæknis, ssr. Egg- ert og Friðrik á Ballará, en þeir feðgar og kammerráðið elduðu löngum grátt silfur, sr. Jónas á Staðarhrauni og fjölmarga aðra. Og svo, ef við nálgumst nútímann: skáldin Jóhannes úr Kötlum, Stein Steinarr og fjölmarga fleiri. Sr. Sveinn kunni vel við sig hjá Dalamönnum og búnaðist þar all- vel. Hann hafði því ekki í hyggju að flytja þaðan um sinn a.m.k. En atvikin eru stundum undarleg og óvænt. Árnes á Ströndum er mikil og góð hlunnindajörð. Móður Kristjáns dreymir að hún fái bréf frá nýlátinni vinkonu sinni og í því stendur: „Biddu manninn þinn að sækja um Árnesið. Lífsakoma ykk- ar er undir því komin". „Og það skiptir engum togum. Hún drífur föður minn strax af stað norður í Árnesið", segir Kristján, - og séra Sveinn nær kosningu með tveggja atkv. mun. Og svo er flutt í Árnes vorið 1916. Þar nteð telur Kristján að framtíð sín hafi verið ráðin. I Ár- nesi var gott undir bú. Síldarvinna mikil á Ströndum. Hún hjálpaði bræðrum Kristjáns til þess að kljúfa skólakostnaðinn. En Krist- ján var heima og vann að búi for- eldra sinna, sem vegna allgóðra tekna í Árnesi sáu sér nú fært að kosta hann til náms í Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1918. Síðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og svo Háskólann, þar sem Krist- ján lagði stund á læknisfræði. Eftir kandidatsprófið þjónaði Kristján á nokkrum stöðum sem aðstoðarhéraðslæknir svo sem á sprengd. „Ég var ekki að hygla sínum, Sauðárkróki hjá Jónasi Kristjánssyni og ísafirði hjá Vil- mundi Jónssyni, sem hvatti liann mjög til að leggja fyrir sig augnlækningar. Augnlæknar voru þá fáir hér á landi, en þörf fyrir þá mikil. En um þetta leyti losnar Dal- ahérað og fjölniargir Dalamenn fara þess eindregið á leit við Krist- ján að sækja um það. Varð það úr. Um þessar mundir hafði Jónas Jónsson veitingavaldið. Jónas var óragur við að brjóta garnlar hefðir, ef hann taldi þær rangar. Læknafé- lagið hafði í reynd ráðið því hvern- ig embættum var úthlutað innan læknastéttarinnar. Reglan var sú, að hinir eldri sætu fyrir. Jónas taldi þessa stefnu óheillavænlega. Hann lét unga og efnilega lækna fremur ganga fyrir, og ef héraðsbúar al- mennt óskuðu eftir ákveðnum lækni þá ættu þeir að fá hann. Sam- kvæmt þesu sjónarmiði veitti Jónas Kristjáni Dali. Sú veiting varð m.a. orsök þess, að Stóra bomban var sprengd. „Ég var ekki að hygla honurn Kristjáni", sagði Jónas. „Viðþekkjumstekki. Eina,semég veit um hann er það að hann er frá Árnesi - öh - mesta íhaldsheimili landsins". Það varð úr að Kristján ákvað að hlíta ráðleggingum Vilmundar Jónssonar og gerast augnlæknir og fór í því skyni utan til náms. Kom svo heim og hinn 1. des. 1932 opnar hann augnlækningastofu sína í miðbænum í Reykjavík þar sem hún hefur verið á sama stað í 50 ár. 50 ár. Æviminningar Kristjáns Sveins- sonar eru ákafiega skemmtilegur lestur. Þar er brugðið upp f stuttu máli eftirminnilegum myndum af miklum fjölda manna. Alvöru og gamni er blandað saman þannig, að úr verður hinn ágætlegasti sálar- mjöður. En öll er frásögnin yljuð þeint mannkærleika, sem hefur verið, er og verður aðal Kristjáns Sveinssonar augnlæknis. - mhg Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn heiðra minningu Jóns Baldvinssonar: Reisa honum mhmisvarða 20. dcsember sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Baldvins- sonar, sem á þriðja tug ára var forseti Alþýðusambands íslands og jafnframt formaður Alþýðu- flokksins meðan þau samtök voru eitt. I tilefni þessarar aldarminn- ingar Jóns Baldvinssonar hafa AI- þýðuflokkurinn og Alþýðusam- bandið ákveðið að reLsa hpnum minnisvarða í þakklætisskyni fyrir brautryðjandastörf hans í þágu íslenskrar alþýðu. Jón Baldvinsson fæddist 20. desember 1882 að Strandseljum í Ögurþingum við ísafjarðardjúp. Hann lærði prentverk á ísafirði og að Bessastöðum, hjá Skúla Thoroddsen og vann síðan við prentiðn í Reykjavík á árunum 1905 - 1918 að hann gerðist for- stjóri Alþýðubi auðgerðarinnar. Formaður Hins íslenska prentara- félagsvar liann 1913- 14ogvar ritari á stofnþingi Alþýðusam- bands íslands 12. mars 1916. Hann sat í fyrstu stjórn ASÍ og á 1. sambandsþingi ASÍ, sem hófst 19. mars 1916 var hann kjörinn forseti Alþýðusambandsins og gegndi því embætti til dauðadags 1938. Jón var kjörinn á Alþing fyrir Alþýðuflokkinn í febrúar 1921 og Jón Baldvinsson: forseti Alþýðu- sambands íslands frá 1916 til 1938 eða í 22 ár. sat hann þar til dauðadags. Hann var einnig bankastjóri Útvegs- bankans síðustu 8 ár ævi sinnar. —v. Doktorsritgerð Vésteins Olafssonar: The Traditional Ballads of Iceland Doktorsvörnin fer fram 22. janúar Út er komin á vegum Stofnunar Árna Magnússonar mikil bók er ncfnist The Traditional Ballads of Iccland eftir Véstein Ólason dósent. I hókinni eru rannsóknir á sögu þcirrar tcgundar þjóðkvæða sem ýmist hafa verið nefnd fornkvæði eða sagnadansnr og er þeirra kunn- ast Kvæði af Ólafi liljurós. Ritið hefur verið samþykkt til doktors- varnar við heimspekideild Há- skóla Islands og fer vörnin fram 22. janúar n.k. Kvæði þessi lifðu á vörum fólks þangað til farið var að skrifa þau uppásíðari hluta 17. aldar. Slíkum uppskriftum eftir fólki var haldið áfram fram á 19. öld og raunar lengur, því að þeir sem safnað hafa þjóðfræðum á bönd á síðustu ára- tugum hafa komist að því að nokk- ur þessara kvæða lifa enn í minni fólks. Kvæðagreinin sjálf er af er- lendum rótum vaxin og eru svipuð kvæði til meðal flestra eða allra Evrópuþjóða. Mikill meiri hluti ís- lenskra sagnadansa hefur borist hingað frá Norðurlöndum en þó eru nokkrir frumkveðnir hér á landi. Fræðimenn hefur lengi greint mjög á um aldur þessara kvæða á Norðurlöndum og annars staðar og einatt hafa menn gert ráð fyrir að kvæðin séu miklu eldri en uppskriftirnar. Meginviðfangsefnið í riti Vést- eins er að kanna hvaðan sagna- dansar hafi borist til íslands og hve- nær. Þetta vandamál skiptir vita- skuld miklu máli fyrir íslenska bók- menntasögu, en einnig fyrir sögu sagnadansa á öðruni Norðurlönd- um, því að oft eru íslensku kvæðin tekin til santanburðar við erlend. The Traditional Ballads of lce- land er 418 bls., prentuð í Steinholti. Vésteinn Ólason: Ver doktorsrit- gerð sína um fornkvæði eða sagna- dansa 22. jan. n.k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.