Þjóðviljinn - 04.01.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Page 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akranesi - Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 10. janúar kl. 20.30 í Rein. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1983. - Félagar fjölmennið. Stjórnin. Djúpivogur — Almennur fundur Almennur fundur með Helga Seljan alþingis- manni verður í Barnaskólanum á Djúpavogi, þriðjudaginn 4. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið. Helgi Seljan. - almennur Hjörleifur Vopnafjörður fundur Almennur fundur verður með Hjörleifi Guttorms- syni, iðnaðarráðherra, miðvikudaginn 5. jan. kl. 20.30 í kaffistofu frystihússins á Vopnafirði. - All- ir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Eskifjörður - Almennur fundur Almennur fundur verður með Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráð- herra í Valhöll á Eskifirði fimmtudaginn 6. janúar kl. 20.00. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið. Framhaldsaðalfundur Alþýðubandalagið Suður-Þingeyjarsýslu verður haldinn laugardaginn 7. janúar. Fundarefni: Kosin ný stjórn, ræddar reglur og framkvæmd væntanlegs forvals í kjördæminu. - Stefán Jónsson alþingismaður mætir á fundinn. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Húsavík Ársluiu'ð Alþvðubandalagsins á Húsavík verður haldin i Félagsheimili Húsavikur laugardaginn 29. janúar n.k. Fjölbreytt dagskrá að venju. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin. ji.-. Eftirlitsmenn Ö: með fiskveiðum Sjávarútvegsráöuneytið óskar eftir aö ráöa eftirlitsmenn meö fiskveiðum og veiöar- færum. Umsækjendur þurfa aö hafa þekk- ingu á fiskveiðum og veiðarfærum og vera búsettir á Suðvesturlandi. Umsóknir skuiu hafa borist ráöuneytinu fyrir 15. janúar nk. og skal í þeim greina aldur, menntun og fyrri störf. Sjávarútvegsráðuneytiö, 3. janúar 1983. uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aöra trúnaðarmenn félagsins fyrir áriö 1983 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 6. jánúar. Öörum tillögum ber að skila í skrifstofu Dags- brúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 7. janúar 1983. Kjörstjórn Dagsbrúnar. Auglýsingasíminn er 8-13-33 Minningarorð_______ Agnar Kofoed-Hansen í ágúst fyrir tuttugu og tveimur árum stóðu tveir menn við Efsta- skála í Tindfjöllum í kvöldskininu og iitu yfir hálendið. Tók annar undir handlegg hins og benti á hvít- fölvan Hornklofa og Tindinn eina. Bros þeirra og fas voru merki þess að þarna voru nánir vinir að ræða skemmtileg efni. Þar sem tólf ára drengur stóð innan við smárúðótta glugga skálans heyrði hann ekki til mann- anna nema óminn af röddunum. Ef til vill voru þeir að minnast fyrstu uppgöngunnar á Tindinn, skála- byggingarinnar 1944, fjarlægra Alparisa eða einhverrar veiði- ferðarinnar - hver veit. Þetta voru þeir Agnar Kofoed- Hansen og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Aðdáun drengsins á hnarreistu og víðförlu mönnunum var ef til vill svolítið öfgakennd, en fölskvalaus samt. Seinna þegar drengurinn óx úr grasi og fór sjálf- ur í bland við fjöllin, breyttist aðdáunin í virðingu. Þá var Guð- mundur látinn, en Agnar sú lifandi fyrirmynd sem gott var að líkjast. Enn voru kannski öfgar með í huga unglingsins. Hann horfði á persón- utöfra heimsmannsins og gleypti í sig frásögn af ferð um hásléttur Kenya og Tanzaníu á Kibó-tind Kílimandjaró eða klifurferð á Mont Blanc. Svona vildi hann vera og svona vildi hann gera. Er unglingurinn varð fullvaxinn og kynntist Agnari betur, kom vin- átta í stað virðingar unglings og Agnar varð jafningi sér yngri manns, þótt ekki yrðu samveru- stundirnar margar. Með fjölskyldu minni og fjöl- skyldu Ágnars Kofoed-Hansens var einstök vinátta. Hvort sem mæst var á Dyngjuveginum, Skóla- vörðustígnum eða í birkilundum Lynghóls í Miðdalslandi varð af góður fagnaður. Þar kom ekki til Agnar einn, heldur einnig hún Björg, dæmalaust reffileg og glað- lynd og krakkarnir sex. Þegar Guðmundur frá Miðdal lést 1963 gerðist Agnar einn bak- hjarla fjölskyldu minnar. Hann aðstoðaði þegar þörf var á, beðinn eða óbeðinn og fylgdist með okkur yngri bræðrunum. Það var dæma- laust gott að heyra í honum, rögg- sömum og hvétjandi, - hafandi lúmskt gaman af tilburðum rót- tæklingsins til að breyta heiminum og hafa vit fyrir ráðamönnum. Agnar varð ekki nema 67 ára gamall, jafn gamall aldavini sínum sem lést fyrir tæpum tuttugu árum. Svo skömm ævi er allt of stutt hverjunt þeim sem sækir lífið af jafn miklum þrótti og Agnar gerði. Á móti kemur þó ein staðreynd: Inntak hvers lífshlaups skiptir miklu máli þegar það er metið. Hver sá sem fullnægir þrám sínum og sóknarhug, um leið og hann ver tíma sínum til þess að bæta mannlíf og þjónusta alþýðu manna, vekur ánægju flestra. Um leið verður sá hinn sami fólki rnikill harmdauði. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja Agnar Kofoed-Hansen fyrir hönd fjölskyldu minnar. Ég veit líka að ég get tekið mér bessa- leyfi til þess að gera það einnig í nafni íslenskra fjallamanna, sem munu mirinast hans þegar þeir leggja til atlögu við stórfjöll í Olp- um suður. Ari Trausti Guðmundsson. Vegna ummæla formanns LÍIJ: Helgarfríin ekki orsök lélegra gæða aflans „Almennur fundur í Vélstjóra- félagi Suðurnesja mótmælir þeim ummælum harðlega, að helgarfrí sjómanna sé orskök lítilla fisk- gæða í fiskvinnslustöðvum. Telur fundurinn að með þessum um- mælum sé verið að hengja bakara fyrir smið. Aðalorsökin fyrir slæmu ástandi vinnsluafurða í fiskvinnslustöðvum sé oftast skipulagsleysi í vinnslu- stöðvunum sjálfum“. Koma verði í veg fyrir að fiskur liggi dögum saman óunninn við misjafnar aðstæður og oft mjög slæntar eftir að hann er kominn í segja félagar í Vélstjárafélagi Suðumesja hús, eins og nú eru veruleg brögð að, segja vélstjórar á Suðurnesj- um. Þá ályktaði fundurinn að stór- efla bæri framleiðslueftirlit sjávarafurða. Það hefði sýnt sig að fiskverkendum og sölu- samtökum þeirra væri ekki treystandi til að annast gæða- eftirlit og harmaði fundurinn það siðleysi og þá skemmdarstarf- semi sem þessir aðilar hafa sýnt vitandi vits með því að senda ó- nýta vöru á erlenda markaði. Að auki ályktuðu vélstjórar gegn bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, að sjómenn standi fast á kröfunni um að lögin um olíugjald skuli ekki framlengd og að sannleikurinn verði leiddur í ljós varðandi umtalað smá- fiskadráp og aðra rányrkju á ís- landsmiðum. - lg- Fiskverð hækkar um 14% Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa útgerðarinnar gegn atkvæði sjómanna Á gamlárskvöld ákvað yfírnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins 14% hækkun almenns fiskverðs frá 1. janúar og gildir það til 28. desem- ber 1983. Nokkrar tilfærslur voru einnig gerðar á verðmun eftir stærð og gæðum svo og milli slægðs og óslægðs físks. Nýja verðið var samþykkt með atkvæðum odda- manns nefndarinnar Ólafs Davíðs- sohar og fulltrúa útgerðarmanna, Kristjáns Ragnarssonar gegn at- kvæði fulltrúa sjómanna Öskars Vigfússonar. Fulltrúar kaupenda sátu hjá og létu bóka að þeir gætu ekki samþykkt þessa fiskverðs- ákvörðun vegna þess að þeir væru andvígir hækkun útllutnings- gjalds. Viö verðákvörðunina var m.a. gengið útfrá því að olíugjald verði óbreytt, 7%, og að olía til fiski- skipa verði greidd niður um 35% og að tekna til niðurgreiðslunnar verði aflað með 4% útflutnings- gjaldi. .,Ég tel að verðákvörðun þessi og forsendur hennar hafi verið tekin með þeim hætti að ekki verði annað talið, en að fulltrúi ríkis- valdsins, oddamaður yfirnefndar hafi með atkvæði sínu svo og full- trúar kaupenda með hjásetu sinni haft bein afskipti af hlutaskipta- kjörum sjómanna og útgerðar- manna. Mun því fulltrúi sjómanna með tilvísun til ofangreinds í sam- ráði við stjórnir sjómannasamtak- anna meta það, hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi setu fulltrúa sjómanna í Verðlagsráði sjávarút- vegsins.“ I yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Kristján Ragnars- son af hálfu útgerðarmanna, Óskar Vigfússon af hálfu sjómanna og -S.dór. Leita að vinnu viö áhugavert starf, helst hjá félags- eða stéttarsam- tökum. Hef 10 ára reynslu í banka- og skrifstofustörf- um, auk ýmissa annarra starfa. Upplýsingar í síma 43232 í dag og á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.