Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. janúar 1983 ÞJÓÐYILJINN - SÍÐA 5 Þarna er nútíminn að basla með sína tækni. Hugsanlegt er að meiri snjór geti komið í Reykjavík og hvað þá? Aldargömul ódæmi Þannig var umhorfs í Reykjavíkurhöfn veturinn 1918. Ótíð hefur nú að undanförnu verið um allt land, þótt cngin aftök né harðindi verði það kölluð. En ýmsir kvarta samt og kveina af því að þeim gengur venju fremur illa að komast leiðar sinnar. Raunveruleg harðindi þekkja núlifandi íslendingar yfirleitt ekki af eigin raun. Þau geta þó vissulega komið enn, jafnvel á borð við það, sem verst hefur gerst. Það mætti því vera okkur til nokkurs fróöleiks en einnig áminningar að rifja stutt- lega upp árferði á Islandi fyrir rúm- um 100 árum. Steininn tekur úr Allt frá 1859 og fram yfir 1880 mátti árferði kallast illt, oftast nær. Þó tók steininn úr um áramótin 1880-1881. Kuldar byrjuðu þá strax um haustið. En þann 9. jan. skall á blindhríð með ógnar veðurhæð og grimmdar frosti. Stóð hún dögum saman. Þótt öðru hverju rofaði til var það aðeins stundarfriður. Frost var 22-30 stig norðanlands, 16-22 stig syðra. Fannfergi varð gífur- legt, einkum nyrðra. Hafþök af ís lögðust að landinu, og báru með sér bjarndýr, sem ráfuðu langt á land upp. Firði og flóa lagði. Til dæmis var farið á ísi frá Reykjavík og upp á Akranes, inn allan Gils- fjörð og Breiðafjörð svo langt, sem eyjar náðu. Veðurhæð íþessum byl var slík, að beingödduð hey fuku og ófært varð í útihús. Um miðjan febrúar slotaði syðra og vonir mannaglæddust um að fram úrsæi. Brátt skall þó norðanveörið yfir á ný og nú með meiri harðneskju en nokkru sinni fyrr. Frost norðan- lands fór í 37 stig og fannfergi með þvílíkum ódæmum, að elstu menn töldu sig ekki muna annað eins. Lá við sjálft að fólk króknaði í húsum inni og sumsstaðar fór það ekki úr rúmum nenia í brýnustu nauðsyn. Heyin borin í pokum í aprílbyrjun brá til hlýinda, sem héldust maí út og hvarf þá hafísinn. En um hvítasunnu. 5. júní, reið enn yfir hörkuhret og upp frá því var vorið mjög kalt. Gróður várð því lítill og lömb drápust í hrönn- um, samkvæmt ágiskun allt að 18 þús. Víða lá klaki í jörð allt sumar- ið. Heysakaparlíð var ekki sem verst svo að það litla sem heyjaðist, náðist óhrakið en spretta var víða svo fádæma léleg, að heyið tolldi ekki í böndum og varð að bera það heim í pokum. Haustið varð frem- Harðærin fyrir hundrað árum ur hlýtt, einkum sunnanlands og hélst svo til áramót. Ekkert varð úr vetrarvertíð en nyrðra var víða uppgripaafli eftir að ísinn fór. liafís og sandbylur Veturinn frá ársbyrjun 1882 var umhleypingasamur en fór batnandi eftir því sem á leið. En á annan í páskum, 10. apríl, gekk í norðan- átt, með frosti og hríðarveðri nyðra en kuldaþræsingi syöra. Sandrok varð þá svo mikið á Rangárvöllum að ófært var milli bæja og margar jarðir eyðilögðust. Hafþök af ís rak að landinu norðvestanverðu og brátt lukti ísinn landið allt frá Aðalvík og Breiðamerkursandi. Fyrir Norðurlandi lá ísinn allt sum- arið og fór ekki að fullu fyrr en í september. Tíðafar var með ó- dæntum. Seint í maí gerði blindbyl og ntunaði litlu að ýmsir yrðu úti. „Hugmyndin er alveg ágæt, og mér linnst sjálfsagt að þetta ntál verði kannað, svo hægt sé að taka annað inn í dæmið eins og kostn- að við að konia slíku kerfi upp“, sagði Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhclgisgæslunnar, um hugmynd Þorgeirs Pálssonar raf- Stórár voru riðnar á ísi allt sumarið og tíu sinnunt varö jörð alhvít af snjó frá Jónsmessu til rétta. En svo loks þegar ísinn harf geröist veðr- átta svo góð sunnanlands ;ið menn töldu sig vart muna hana betri. Þrátt fyrir allt þetta varö gras- spretta ekki sem verst en nýting sjálfvirkt tölvustýrt kerii til eftir- lits með íslenska fiskiskipaflot- anum sem kynnt var í Þjóðviljan- um í gær. Aðspurður hvernig slíkt upplýsinga- og öryggiskerfi gæti afleit. Nokkuð bætti þó úr skák að haustið var mjög gott svo hægt var aö stunda heyskap lengur frameftir en alla jafna. Misl ingasum a ri ð En fleira gerði mönnum erfitt en ótíðin. Mögnuö mislingasótt gekk gagnast Landhelgisgæslunni sagði Gunnar, aö erfitt væri aö dæma unt slíkt á þessari stundu. Landhelgisgæslan hefurekki haft aðgang að þeim upplýsingum sem liggja fyrir hjá Tilkynninga- skyldunni. „Slíkt hefur ekki verið talið heppilegt, en hins vegar má um sumarið, sem síðan hefur bonð nafnið „mislingasumarið". Menn bunkuðust niður um bjargræðis- tímann og talið er að um 1600 manns hafi látist. Sem nærri má geta urðu veruleg vanhöld á skepnum, en skýrslur um það eru gloppóttar. Frá Skarðs- heiði í Gilsfjörð er talið að menn hafi misst 136 nautgripi, 1300hross og 42.450 fjár. Ógnvænlegastur var þó unglambadauðinn. Álitið er að farist hafi um 65 þús. lömb, trúlega um þriðjungur lifandj fæddra lamba. Talið er að 1883 hafi sauðfjáreign bænda verið komin niður í 337 þús. fjár eða nálægt því sem þar var eftir fjárkláðann og niðurskurðinn 1859, en þá var sauðf járeign landsmanna talin vera 311 þús. Á ýmsu gekk um veðurfarið næstu árin þótt ekki verði á neinn hátt jafnað til óærisins 1881 og 1882.' „Frostaveturinn“ Á þessari öld, sem nú stendur yfir, hefur árferði aldrei verið svo slæmt sem það var þessi tvö ár, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Næst þeim mun komast veturinn 1917-1918, „frostaveturinn" svo- kallaði. Þá gerði hörku norðanbyl 5. janúar. Rak þá hafís aö landi á Vestfjöröum, Norðurlandi öllu og allt suður til Gerpis á Austfjörðum. ísnurn fylgdu feikna frosthörkur. í Reykjavík var frost- iö flesta daga yfir 20 stig, fór í 28 stig á Isafirði, 33-34 stig á Akureyri og 36 á Grímsstööum. Á Reykja- víkurhöfn varð ísinn svo þykkur aö skip urðu naumast höggvin út úr honum og ekið var úr landi og út í Flatey á Breiðafiröi. Hvítabirnir gengu á land og voru 7 felldir á Noröur- og Austurlandi. Það var áþekkt með árunum 1882 og 1918 að mannskæðar drep- sóttir gengu þá yfir landið. Hið fyrra sinnið voru það mislingarnir, en hið síðara spánska veikin. Unt 260 manns létust í Reykjavík á meðan veikin gekk þar yfir, flestir beint eða óbeint af hennar völdum. Enn geröist það þetta ár, að Katja gaus og olli miklum búsifj- um, einkum í nálægum sveitum. - mhg. Ileimild; Saga íslendinga, 9. bindi, eftir Magnús Jónsson, prófessor. Siggi var úti á Akureyri Laugardaginn 8. janúar sýnir Leikfélag Akureyrar leikritið Siggi var éti eftir Signýju Pálsdóttur, tónlist eftir Ásgeir Jónsson. Þetta er leikrit fyrir krakka á öllum aldri oghefst sýningin kl. þrjú. Miðasal- an er opin frá klukkan eitt - miða- pantanir í síma 24073. vel hugsa sér í framtíðingi að Lándhelgisgæslan tengist upplýs- ingakerfi af þessari gerð, það myndi eflaust hjálpa mikið til við okkar störf á miðunum“, sagði Gunnar. - Ig- Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar:_ Slíkt upplýsingakerfi gæti eflaust hjálpað til eindaverkfræðings um nýtt al-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.