Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. janúar 1983 ALÞÝDUBANPALAGID Alþýðubandalagið Akranesi - Bæjarmálaráð Fundur veröur haldinn mánudaginn 10. janúar kl. 20.30 í Rein. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1983. - Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Húsavík Árshátíö Alþvðubandalagsins á Húsavík veröur haldin í Félagsheimili Húsavikur laugardaginn 29. janúar n.k. Fjölbreytt dagskrá aö venju. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagið Borgarnesi — nærsveitum Félagsfundur. Forval. Almennur félagsfundur fimmtudaginn 13. janúar næstkomandi í Hótel Borgarnes ki. 20.30. Fundarefni: 1) Tilnefning í fyrri hluta forvals. 2) Röðull. 3) Héraösmálefni. Skoraö er á félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í forvalinu. Stjórnin. Alþýðubandalagið Egilsstöðum Fundur í hreppsmálaráöi mánudaginn 10. janúaraö Lagarási 8. Fundur- inn hefst kl. 20.30. Fundarefni: Gerðfjárhagsáætlunar. - Framsögumaöur verður Björn Ág- ústsson. -Stjórnin. Alþýðubandalagið Suður- Þingeyjarsýslu - aðalfundur verður haldinn í barnaskólanum Laugum í Reykjadal kl. 15.00 laugardaginn 7. janúar. Fundarefni: Kosin nýstjórn, ræddar reglurogframkvæmd vætnanlegs forvals í kjördæminu. Stefán Jónsson alþingismaður mætir á fundinn. Nýir félagar velkonmir. -Stjórnin. Stefán Fyrsti fundur laga- og skipu- lagsnefndar Alþýðubandalagsins Fundur veröur haldinn í laga- ogskipulagsnefnd þeirri sem flokksráðs- fundur Alþýðubandalagsins setti á laggirnar til þess að endurskoða skipu- lagflokksinsfyrir landsfund á þessu ári föstudaginn 7. janúar. Fundur laga- ogskipulagsnefndar verður haldinn að Grettisgötu 3 í Reykjavíkoghefst kl. 16. í upphafi fundarinsmunu Ragnar Arnalds, Hjalti Kristgeirsson, Olafur Ragnar Grímsson og Arthur Morthens hafa stutta framsögu um þau verkefni sem fyrir liggja. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Arthur Ólafur Hjalti Ragnar Forval á Suðurlandi Frá uppstillingarnefnd Alþýðubandalagsins á Suðurlandi: Ákveðiö hefur veriö aö viðhafa forval vegna komandi alþingiskosninga og verður það í tveimur umferðum. Fyrri umferðin fer frant dagana 8. og 9. janúar nk. frá kl. 16 til 22 og sú síðari 27. janúar kl. 13 til 23. Á Selfossi verður kosiö aö Fríkirkjuvegi 7. Upplýsingar um kjörstaöi veita formenn viðkomandi félagsdeildar. Utankjörfundaratkvæðagreiösla hófst hjá formönnum félaganna 1. janú- ar sl. fyrir fyrri umferð. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir si'ðari umferð hefst 22. janúar. Þátttökurétt í forvalinu hafa allirfélagar Alþýðubandalagsinsá Suður- landi sem hafa verið félagsbundnir ía.m.k. einn mánuð þegar fyrri umferð ferfram. Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavak Fyrri urriferð forvals Alþýöubandalagsins í Reykjavík fer fram 14.-16. janúar. Kosningin fer fram aö Grettisgötu 3 og verður kjörfundur opinn sem hér segir: Föstudaginn 14. janúar kl. 16-21 • Laugardaginn 15. janúar kl. 10-19 Sunnudaginn 16. janúar kl. 10-14 Síðari umferð forvalsins fer síðan fram 28.-30. janúar og veröur hún nánar auglýst síðar. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir féiagsmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem ekki skulda meira en eitt gjaldfallið árgjald og þeir nýir félagar. sem ganga í félagið í síðasta lagi á kjördag, enda greiði þeir a.m.k. 1/2 árgjald til félagsins viö inngöngu. Fréttabréf ásamt forvalsreglum hefur verið sent til félagsnianna. Hafi einhver ekki fengiö sendar forvalsreglurnar er hann beðinn að hafa sambtind við skrifstofu félagsins. Fréttabréfiö og forvalsfeglurnar liggja einnig frammi á skrifstofu ÁBR. Kjörnefnd ABR Sakarias Daníelsson verkamaður frá Bjargshóli Fœddur 12. júlí 1915 Dáinn 30. desember 1982 í dag, föstudaginn 7. janúar 1983, verður Sakarías Danielsson verkamaður, jarðsettur í Reykja- vík. Hann varð bráðkvaddur aö heimili sínu Hagamel 43, þann 30. des. sl. Sakarías var Húnvetningur. Hann fæddist að Kollufossi í Mið- firði þann 12. júlí 1915. Foreldrar hans voru þau Daniel Jónatansson bóndi, og kona hans Ágústa Jónat- ansdóttir. Vorið 1919 flytja þau hjón aö Bjargshóli í sömu sveit, með öll börnin sín, en Daniel hafði þá keypt jörö. Á Bjargshóli bjuggu þau hjón síðan til dauðadags. Eign- uðust þau 11 börn, og var Sakarías 6. í röðinni. Af barnahópnum eru nú 8 á lífi. Árið 1923 flytur Sakarías að Búrfelli í Miðfirði, þá 8áragam- all, og þar átti hann heimili þar til hann flytur til Reykjavíkur vorið 1941. A Búrfelli bjuggu þá Jón Jónsson bóndi, og kona hans Jú- líana Jónsdóttir. Reyndust þau hjónin Sakaríasi sem bestu foreldr- ar í uppvexti hans þar. Sakarías fór í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaöan búfræöiprófi voriö 1938. Næsta ár var hann heima á Búrfelli, en fór síðan haustið 1939 í Reykhoitsskóla, og settist þá í efri bekk skólans, og lauk þaðan prófi vorið 1940, eftir eins vetrar nám. Sakarías hlaut því góða almenna skólamenntun, eftir því sem þá var títt. Hann mun hafa haft áhuga á frekara námi, enda var hann mjög góöur námsmaður, en af því varð þó ekki. Ég kynntist Sakaríasi mjög fljót- lega eftir að ég kom til Reykjavík- ur. Ég held það hafi verið haustið 1941. Við unnum þá báðir hjá Loft- varnanefnd Reykjavíkur við að reisa loftvarnabyrgi víðsvegar um borgina. Þá var mikið húsnæðis- leysi í Reykjavík, og bjó ég hjá ætt- fólki mínu til bráðabirgða, eins og margir gerðu þá. Ég man eftir því að þá hafði hann ásamt Hreggvið bróður sínum, all gott og rúmgott húsnæði á leigu hjá Eyjólfi Kol- beins á Kolbeinsstöðum. Er ekki að orðlengja það, að hann bauð rnér að flytja til þeirra bræðra, og þar var ég síðan um tíma þann vet- ur. Síðar unnum við saman við ým- iss konar verkamannastörf, en síð- ast vorum við vinnufélagar sumar- ið 1943, hjá björgunardeild breska sjóhersins, við að bjarga stóru herflutningaskipi, sem lá inn á Kleppsvík. Síðan hefur Sakarías unnið mest við byggingavinnu og síðustu árin vann hann hjá Eim- skip, allskonar hafnarvinnu. • Kynni okkar Sakaríasar hafa því veriö nokkuð löng, eða liðlega 40 ár. Þó að leiðir okkar hafi skilið um tíma, þá höfum viö þó alltaf haldið sambandinu við og hist af og til. Hann var mjög vel greindur og af- burða minnisgóður. Hann var bók- hneigður og las mikið og kunni ó- grynni af íslenskum ljóðum. Fáum mönnum hefi ég kynnst með jafn mikla kímnigáfu og honum. Mátti segja, að hann kæmi ætíð auga á broslegu hliöina á hverju máli, og vekti athygli á öllu sem komið gat skapinu í betra lag hjá viðmælend- um hans. Félagslyndur var hann með afbrigðum, enda ætíð gest- kvæmt hjá honum, og gestrisni eins og best varð á kosið. Spilamaður var hann mjög góð- ur. og svo fjölhæfur var hann á því sviði, að ég held hann hafi kunnað flest spil, sem ég hefi heyrt nefnd. Við spiluðum mikið saman um tíma, bæði lomber og bridge, og mér er kunnugt um, að hann átti að spilafélögum marga af bestu spila- mönnum í Reykjavfk. Síðustu árin hefur hann verið heilsuveill og ekki getað stundað vinnu. Hann varskorinn upp vegna brjóskeyðingar í mjöðm, og heppnaðist það vel, og stóðu vonir til að hann fengi það góðan bata, að hann gæti farið að vinna á ný. Svo fór þó ekki, því hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. des. sl. Ég þakka Sakaríasi fyrir sani- ferðina í lífinu, afburða viðkynn- ingu og vináttu. Systkinum hans votta ég samúð mína. Jón Snæbjörnsson. / / Arsrít Skógræktarfélags Islands Jólatré úr Hólaskógi í Iljaltadal. Okkur hefur borist Ársrit Skóg- ræktarfélags íslands 1982. Rit- nefnd þess skipa: Hulda Valtýsdótt- ir, Sigurður Blöndal, Snorri Sig- urðsson (ábm.) og Þórarinn Þór arinsson frá Eiðum. Arsritið kem- ur nú út í 47. sinn. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein eftir Jón Gunnar Ottósson, unt skordýr á birki á íslandi, en Jón hetur að undanförnu rannsakað skordýr á trjágróðri hér á landi og er það verk unnið á vegum Rann- sóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Sigurgeir Ólafsson, starfsmaður Ranrisóknarstofnunar landbúnaðarins ritar grein unt notkun eiturefna við garð- og skóg- rækt. Eru þetta hvorttveggja gagn- merkar greinar, sem allir, sem fást við skóg- og garðrækt, ættu að lesa. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum á þarna tvær greinar. Nefnist önnur „Oft er í holti heyrandi nær". Eru það hugleiðingar um hver sé hin upprunalega merking orösins „holt" og færir Þórarinn gild rök að því að það hafi merkt skógur. Hin greinin er samantekt um fyrstu um- fjöllun Alþingis um skógræktarmál en þau komust þar á dagskrá árið 1865. Þá flutti dr. Jón Hjaltalín landlæknir „Uppástungu um skóg- rækt og trjáplöntun á íslandi". Alþingi tók málinu hið besta, kaus í það nefnd en síðan var samin og samþykkt bænarskrá til konungs, svohljóðandi: „1. Að yðar hátign allra mildi- legast mætti þóknast að skipa svo fyrir að samdar og prentaðar verði almennar reglur um viðhald og aukningu hinna íslensku birki- skóga og reglum þessum síðan út- býtt meðal almennings. 2. Að yðar hátign allra mildi- legast mætti þóknast að senda hingað æfðan og duglegan skóg- fræðing til að ferðast um landið og útvelja þá staði, sem best virtust fallnir til trjáplöntunar og segja síðan álit sitt um. hvernig þessu best mundi verða fyrir komið". Konungur brást þannig við þess- um tilmælum Alþingis að hann stakk þeim undir koddann og þar fengu þau að hvíla fyrst um sinn. A aðalfundi Skógræktarfélags Islands á Akureyri 27.-29. ágúst í sumar flutti Hallgrímur Indriða- son, framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Eyfirðinga fróölegt erindi, erhann nefndi „Utivist, landnýting og skógrækt í þéttbýll" og birtist það í ritinu. Hulda Valtýsdóttir rabbar við Ólaf Einarsson lækni unt trjárækt hans í Laugarási í Biskupstungum er hann var læknir þar. Hún ræðir einnig við Jón Birgi Jónsson, forntann Skógræktarfé- lags Reykjavíkur um för hans til Alaska 1981. Birt er erindi sem Börje Steenberg fyrrurn prófessor flutti á 15. þingi norrænna skóg- ræktarmanna í Kaupmannahöfn 11. júní í vor. Nefnist það „Tré í tækni framtíðarinnar". Þá eru minningargreinar um fimm skóg- ræktarfrömuði: Sigurður Blöndal ritar um Daníel Kristjánsson, Hák- on Bjarnason um sr. Harald Hope, Kristinn Skæringsson um Odd Andrésson, Þórarinn Þórarinsson um Vigfús Jakobsson og sr. Árni Sigurðsson unt Steingrím Davíðs- son. Loks eru fréttir af störfum Skógræktarfélags íslands og hinna ýntsu skógræktarfélaga á landinu. -mhg Elsku mamma min, tengdamamma og amma okkar Una D. Sæmundsdóttir Öldugötu 52 lést á kvennadeild Landsspítalans þann 27. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Vilborg R. Sólbergsdóttir Eiríkur Kolbeinsson Kolbeinn Jakobsson Ólafur Kolbeinsson Bróðir okkar Sakarías Daníelsson frá Bjargshóli lést 30. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. janúar kl. 10.30. Systkini hins látna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.