Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Föstudagur 7. janúar 1983 Leitað eftir Humor and Irony in the New Testa- ment Dr. Jakob Jónsson vill gjarnan eignast 1-2 eintök af doktorsrit- gerö sinni: Humour and Irony in the New Testament sem Menn- ingarsjóður gaf út en er nú upp- seld. Þeir sem kynnu að eiga ein- tök aflögu eru beönir aö tala viö höfundinn. Gætum tungunnar Oft er sagt og ritað: aö skrifa niö- ur. Þaö þykir ýmsum útlenskulegt aö þarflausu. Oftast nægir: að skrifa. (Stund- um er jafnvel íslenskulegra: aö skrifa upp.) Skák Karpov að tafli - 77 Eftir 11 umferðirá millisvæðamótinu í Len- inqrad hafði Kortsnoj náð vinningsforskoti á rtæsfu menn, var með 9 vinninga, og því næst komu Karpov, Byrne, Larsen og Smejkal með 8 vinninga. Smejkal komst á toppinn meö þvi aö vinna 7 skákir i röð! Á sama tima þegar biðskákum var ólokið var sfaða mála þannig hjá aumingja Tal, að hann var meö 1 vinnig og 6 biðskákir! í 12. umferð komst Karpov upp viö hliöina á Kortsnoj. Hann vann Ulhmann glæsilega á meðan Kortsnoj tapaöi fyrir Rukavina. Lok skákar Karpovs og Uhlmanns voru athyglisverð, því Karpov þótti tefla meistar- alega: Uhlmann - Karpov 37. ..Bc6! (Það er eftirtektarvert hverníg þessi biskup fer að því að hafa áhrif á gang mála. 37. - Bxe4 er hættulegt vegna 38. Hel! Hd4 39. Rc3 o.s.frv.) 38. Df3 Be8! 39. b4 Bg6 40. Rf2 Dd4 a^bcdefgh 41. Rh3 e5 42. Rf2 Hb2 43. Kh2 Dc4 44. Hd1 Hb3 45. Rd3 Dxe4 - Hvítur gafst upp, Staöa efstu manna eftir þessa umferð: 1.-2. Karpov og Kort- snoj 9 v. 3. Byrne 8V2 v. 4.- 5. Larsen og Smejkal 8 v. Peir siðast nefndu töpuðu fyrir Tal og Hubner Þeir vísu sögðu „Vandamál laganna, eru lög- fræðingarnir.“ „Á hverjum degi drepa hermennirnir saklaust fólk í mínu landi“, skrifar Hilda Chávez 12 ára gömul með þessari mynd sinni. „Ég hef koniið upp á vegkantinn. Ég hef séð þá skjóta fólk“, segir Rigoberto 9 ára um þessa mynd sem hann teiknaði. 360 þúsund böm hafa flúið frá E1 Salvador Kúmlega 360 þús. börn frá El Salvador hafa tlúið land, vegna þeirrar ógnarstjórnar og óaldar sem ríkt hel'ur í landinu á síðustu árum. Hér er um að ræða tjölda sem samsvarar hátfri annarri ís- lensku þjóðinni, ef slík viðmiðun skýrir ástand mála eitthvað fyrir lcsendum. Stór hluti þessara salvadorsku flóttabarna búa á Norðurlönd- um, einkanlega í Svíþjóð. Nýlega kom út þar í landi lítiil bæklingur sem hefur aö innihaldtt teikning- ar, kvæöi og frásagnir eftir flótta- börnin frá E1 Salvador. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að efnisinnihaldiö er sem sé'st á myndunum hér á síðunni. Hel- reið dauðasveitanna uni landið hefur markað djúp spor í endur- niinningum barnanna um föður- landið. Til frekari fróðleiks niá geta þess, að af 5 miljónum íbúa í E1 Salvador eru börn innan við 14 ára aldur rúmur 40% íbúanna. Um 60% þeirra barna sem fæðast ná ekki eins árs aldri og meðal- aldur er aðeins 59 ár. í þessu gróðursæla landbún- aðarlandi á fámenn yfirstétt studd dyggum ráðum og vopna- búnaöi frá Bandaríkjum Norður Ameríku, langstærsta hluta alls ræktanlegs lands. Aðeins 2% íbú- anna á yfir 64% af ræktanlegu landi. Slíkt segir meira urn arðrán og kúgun á alþýðu þessa lands en löng orðræða. Fleiri sérkennileg frímerki Við birtum á dögunum hér á síðunni myndir af öðru vísi frím- erkjum, sem við rákumst á í tírrta- riti alþjóða íþróttasambandsins. Þessi uröu útundan og við Iátum þau því fljóta hér nieð. Það undarlegasta er, að minnsta frí- merkið er verðmest. Snjólausar skíða- brekkur Snjólausar skíðabrekkur ryðja sér víða til rúms bæði vestan og austan megin Atlantsála. Það er stórt efnafyrirtæki í Wa- les á Bretlandi sem er helsti fram- Ieiðandi slíkra gerviskíðabrauta. Undirstaðan er járngrind, húðuð sérstakri plastkvoðu. Þessa renn- inga er síðan hægt að Ieggja.líkt og teppi í fjallshlíðar og þá er ekkert eftir nema spenna á sig skíðin. Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin í einni slíkri skíðabraut í Snowslope í Wales. Ekkert réttlæti Mark Twain sagði eitt sinn: „Það er ekkert réttlæti í himna- ríki. Ef svo væri, þá yrðir þú látin standa fyrir utan, en hundinum þínum yröi hleypt inn." Bænaskrá í stað kosn- ingalaga Það bar til tíðinda á árinú 1839 að embættisinannanefndin, sem til varð samkvæmt konunglegri tilskipun frá árinu áður, kom saman í Reykjavík til þess að ræða „ein og önnur Island snet- andi má!efni“. Tvö voru þau mál, sem hæst bar hjá embættismannanefn- dinni. Ánnað var að semja kosn- ingalög fyrir kjör fulltrúa íslend- inga á stéttaþingið í Hróarskeldu. Hitt var hvort flytja ætti skólann frá Bessastöðum til Reykjavíkur og verður að því vikið síðar. Ekkert varð úr því að nefndin semdi kosningalög. Aftur á móti sömdu þeir Þórður Sveinbjörns- son dómstjóri, Bjarni Thorarens- en amtmaður og Páll Þórðarson Melsted bænarskrá til konungs og var efni hennar það, að íslend- ingar þyrftu engan fulltrúa að senda til Hróarskeldu heldur fengju þeir sitt eigið stéttaþing hér í landinu sjálfu. Þeim þremenningum hefur sjálfsagt veist auövelt að semja bænarskrána. Hinsvegar gekk í brösum með að fá einhvern til þess að skrifa fyrstur undir hana. Ástæðan var sú, að menn ótt- uðust að konungur kynni að snúa reiði sinni gegn þeim, sem fyrstur skrifaði undir svo frekt plagg og teldi hann vera upphafsmann þessa tiltækis. Þetta vandamál leystist þó með því að Þórður dómstjóri varð fyrstur til þess að undirrita bænarskrána, enda málið ekki óskylt þar sem hann var einn af höfundum hennar. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.