Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Noregur: 200 manns á dag missir atvinnuna Allt þar til í haust hefur Noregur verið ásamt íslandi það land Evr- ópu sem minnst atvinnuleysi hefur ríkt. Undanfarið hefur hins vegar sigið mjög á ógæfuhliðina í Noregi og eru afleiðingar hægri stjórnar að koma í Ijós. Að sögn Matthíasar Garðarssonar, sem starfar í Bodö í Noregi ríður þessa dagana hol- skefla atvinnuleysis yfir Noreg. Um 200 manns missa atvinnuna nú dag- lcga og tala atvinnulausra í Noregi er komin upp í um 70 þúsund manns. Matthías sagði að þessa dagana lýstu fyrirtæki sig gjaldþrota svo tugum skipti í hinum ýmsu atvinnu- greinum. Menn eru mjög uggandi og svartsýnir á framtíðina, því ekk- ert bendir til þess að bata sé að vænta í norsku atvinnulífi, sem snúi þróuninni við. Það virðist því ljóst að Noregur komist í hóp þeirra Evrópulanda þar sem atvinnu- leysið er orðið að einhverju mesta böli þjóðanna. -S.dór „Innflutningurinn er að kollsteypa íslcnskum iðnaði - það er á hreinu,** Magnús Ólafsson, húsgagnasmiður. „Dýrt að flytja Inn stóla tll að henda” (Ljósm. Atli). „Það er óhætt að segja, að við höfum hátt á annað þúsund manns í vinnu fyrir okkur er- lcndis við að smíða húsgögn sem hingað eru flutt inn. Það er dá- góður hópur**, sagði Magnús Ól- afsson, húsgagnasmiður hjá Ný- virki í Reykjavík. Hann sat ásamt fclögum sínum Ragnari og Einari í kaffistofunni þegar okkur bar að garði, og okkur var umsvifalaust boðið upp á katti og spjall með. Þeir félagar voru sammála um, að innflutningurinn væri að koll- steypa íslenskum húsgagna- iðnaði, „Betri vara? Það þarf alls ekki að vera. Oftast er um hreint rusl að ræða, eins og gengur. Ef þessi vara er vel unnin, þá er verðið auðvitað hærra, og jafn- hátt verði á innlendum húsgögn- um, sem standa fyllilega fyrir sínu.“ Þeir félagar voru einnig sam- mála um, að fólk væri dálítið sof- andi fyrir vöruvöndun - það skoðaði oft og tíðum húsgögnin lítið, heldur færi bara eftir veröinu. „En það er ansi dýrt að flytja hér inn stóla til þess að fleygja á haugana eftir árið“, sögðu þeir að lokum. ast Magnús Ólafsson, Ragnar Thoroddsen og Einar Guðmundsson á stofunni, sem skreytt er gömlunt verkfærum. Magnús hefur þeirra drýgstur við að draga fram gamla muni. (Ljósm. Atli) kaffi- verið „Staðan vissulega erfið” Hilmar Oskarsson, cigandi Nývirkis, bendir hér á myndir af barnakojunum og eldhúsbekkj unum og -borðunum, sent gengið hafa ntjög vel. (Ljósm. Atli). „Staðan í þessum iðnaði er vissulega injög erlíð. Santkeppn- in er mikil erlendis frá og við eig- uin undir högg að sækja. Við get- um unað sæmilega við síðasta ár, en útlitið er óneitanlega svart." Sá sem þetta mælir heitir I lilm- ar Óskarsson og hann er eigandi Nývirkis h/f við Selmúlann, en þar eru framleidd furuhúsgögn, sem seld eru í versluninni Furu- húsiö viö Suðurlandsbraut. Hjá Nývirki eru framleiddir eldhús- bekkir og borð, sem notið hafa mikilla vinsælda. Einnig smíða þeir barnakojur úr furu, sem landanum hefur sömuleiðis líkað vel. - Heldurðu að húsgagna- iðnaðurinn hér sc til útflutnings? „Tvímælalaust ekki,“ segir Hilmar. „Þeir á Norðurlöndun- um eru þegar komnir í vandræði með sinn útflutning vegna sölu- tregðu og eiga því nóg með sig. Til þess að hafa næg verkefni hérna verðum við aö vera í mörgu - markaðurinn þolir ekki sérhæf- ingu; hann er ekki það stór. Þetta er vissulega óhentugt, en það eina sem hægt er að gera.“ Fyririækið Nývirki hefur þurft að draga saman seglin; áður unnu þarna 7 menn en eru nú 4-5. „Við höfurn ennþá sloppið fyrir horn - það þýðir ekkert ann- að en vera bjartsýnn," segir Hilmar. „Ég geymi mér svartsýn- israusið fram eftir ári.“ ast ER SIÓSLYSUM LEYNT? Landsvirkjun skipar nefnd um orkufrekan iðnað: Fjallarum orkuverð Stjórn Landsvirkjunar skipaði nýlega nefnd til að fjalla um verð- lagningu og söluskilmála til orku- freks iðnaðar. í nefndinni ciga sæti stjórnarmcnnirnir Jóhanncs Nor- dal, Baldvin Jónsson, Birgir Isl. Gunnarsson og Böðvar Bragason og yfirverkfræðingur Landsvirkj- unar, Jóhann Már Maríusson. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsvirkjun verða hclstu verkefni nefndarinnar þessi: 1. að kanna verðlagningu og aðra skilmála í orkusölusamningum Landsvirkjunar við íslenska álfé- lagið, Aburöarverksmiðju ríkisins og íslenska járnblendifélagið. Lagt verði mat á æskilegar breytingar á þessurn samningum með tilliti til kostnaðarverðs raforku hér á landi, raforkuverðs í samkeppnis- löndum og samkeppnisstöðu við- komandi fyrirtækja. 2. að meta hvaða orkuverð og söluskilmála verði hægt að bjóða nýjum orkufrekum iðnaði hér á landi á næstu árunt með tilliti til viðbótarkostnaðar Landsvirkjunar vegna nýrrar orkusölu. Reynt verði að bera þetta saman við orku- verð og skilmála í samkeppnis- löndum. 3. að eiga fyrir hönd Landsvirkj- unar aðild að samningum um endurskoðun orkusölusamninga við fyrrgreind fyrirtæki í samráði við iðnaðarráðuneytið og önnur stjórnvöld eftir því sent við getur átt. Leyfílegur fjöldi þorskaneta 4 • / 1 sjo Sjávarútvcgsráðuneytið helur að gefnu tilcfni sent frá sér tilkynn- ingu unt lcyfilegan fjölda þorska- neta í sjó. Áhöfn 12 menn eða fleiri 150 net. Áhöfn 11 menn .138 net og fækkar síðan netunt um 12 miðað við hvern mann sem fækkar í áhöfn. Það frávik ergert á þessari reglu, að sé sjálfvirkur netaafdráttarbún- aður um borð í veiðiskipum er slík- ur útbúnaður lagður að jöfnu við einn mann og rnega því bátar sem slíkan búnað nota hafa 12 netuni í sjó meira, en gert er ráð fyrir hér að ofan. I síðasta hefti Sjómannablaðsins Víkings er viðtal við fyrrverandi sjómann, Ólaf Þór Ragnarsson, sem slasaðist um borð í togara og hlaut af 100% örorku. í viðtalinu fyllyrðir hann að sjóslysum sé hald- ið lcyndum og nefnir í því sambandi að sitt slys hafi aldrci komið til Sjóslysanefndar og að um borð í þeim togara scm hann Var á, hafi átt sér stað 7 slys, sem hann vissi um, sem aldrci komu fram í skrá Sjóslysanefndar. Segir hann að skipstjórnar- mönnum þyki ekki taka því að geta Það fullyrðir sjómaður sem hlaut 100% örorku eftir sjóslys um minniháttar slys um borö í skipum og því engin skýrsla gefin. Þjóðviljinn snéri sér til Þórhalls Hálfdánarsonar, starfsmanns Sjóslysanefndar og innti hann álits á þessum ummælum. Þórhallur sagði að hann áliti ekki að reynt væri að halda sjóslysum leyndum, en aftur á nióti væru margir sýslu- menn, sem framkvæma sjópróf vegna slysa, hinir mestu trassar að skila skýrslum um sjóprófin. Hann sagði að ef sjómaður verð- ur lengur en 10 daga frá vinnu vegna slyss, kæmi til kasta Trygg- ingastofnunar rtkisins og þaðan fengi Sjóslysanefnd allar skýrslur. Ef viðkomandi er frá vinnu minna en 10 daga greiðir útgerðin honum laun og þá er ekki víst að frá slysinu verði greint. Því rnætti það vel vera að frá minniháttar slysum eða óhöppunr sé ekki greint sem skyldi. Undanfarin ár hafa átt sér stað 270 til 340 sjóslys á ári sem skýrt hefur verið frá í skýrslum Sjóslys- anefndar. Loks má geta þess að Þórhallur sagðist ætla að hafa tal af Ólafi vegna þessara ummæla, enda alvarlegt mál ef satt reynist að reynt sé að leyna sjóslysum, eður að frá þeim er ekki greint vegna kæruleysis. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.