Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.01.1983, Blaðsíða 11
íþróttir Föstudagur 7. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsspn Torfi Magnússon er fyrirliði Enski blkarmn um helgina 3. umferð ensku bikarkeppn- innar fer fram um þessa helgi, og koma nú 1. deildar og 2. deildar liðin inn í keppnina. Eftir- farandi lið leika saman: Tranmere - Wolves Gillingham - Aston Villa Leicester - Notts Co. Tottenham - Southampton C. Palace - York Swindon - Aldershot Leeds - Preston Oldham - Fulham Norwich - Swansea Brighton - Newcastle Huddersfield - Chelsea Newport - Everton Southend - Sheffield Wed. Man. Utd. - West Ham Arsenal - Bolton Scunthorpe - Grimsby Cambridge - Weymouth Sheffield U. - Stoke West Brom - QPR Mansfield - Barnsley Blackburn - Liverpool Charlton - Ipswich Sunderland - Man. City Carlisle - Burnley Derby - Notthingham Coventry - Worcester Oxford - Torquay Middlesbro - Storford Luton - Peterbro VS/hól. Eder og Isidoro léku án leyfis Brasilísku knattspyrnustjörn- urnar Eder og Isidoro eiga nú yfir höfði sér harða refsingu frá hendi hrasilíska knattspyrnusambands- ins. Þeir fóru nýverið í keppnis- ferðalag mcð brasilísku úrvalsliði til Suður-Asíu, og kom í Ijós þcgar farið var að kanna ferðalag þeirra, að þeir höfðu ekki tilskilin leyfi frá brasilíska knattspyrnu- Kinverjar harðir í blaki Nú stendur yfir alþjóðlegt blak- mót kvenna í V-Þýskalandi, og í gær var leikin fyrsta umferð í móti þessu. Kínverjar unnu Frakka 3:0 (15:7, 15:11 og 15:10), Kúbanir unnu V-Pjóðverja 3:1, og Banda- ríkjamenn unnu Pólverja 3:2. VS/ hól. sambandinu til að fara þessa ferð. Er talið líklegt að knattspyrnu- sambandið brasilíska höfði mál á hendur þcim félögum. VS/ hól. BObao á topplnn Atletico Bilbao hefur nú náð forystunni í spænsku dcildarkcppninni. Bilbao vann Osasuna 4:0 í gærkvöldi og komst þar með einu stigi framúr Real Madrid sem hafði forystuna, Real Madrid á þó einn leik til góða. Þá sigraði lið Maradona Barcelona Val- encia 1:0 og er í námunda við toppinn. Maradona lék ekki með, en Victor skoraði fyrir Barcelona. Landsleikirnir við Dani um helgina: T veir nýliðar í íslenska liðinu „Við vitum ekki mikið um þetta danska lið og geri ég ráð fyrir að það sé nokkuð svipað að styrkleik og hið íslenska. Hitt er athyglisvert, að það hefur að gcyma alveg sér- staklcga hávaxna leikmcnn. Meðal- hæðin er 1,94, á meðan meðalhæð okkar manna er 1,93 og höfum við þó Pétur Guðmundsson innan okk- ar vébanda," sagði Sveinn Sveins- son landsliðsnefndarmaður hjá Körfuknattlcikssambandinu um fyrirhugaða landsleiki íslands og Danmerkur. Þeir verða þrír talsins og sá fyrsti fer fram í Keflavík í kvöld. Islenska liöið sem leikur í kvöld hefur verið valið, og eins og fram kom í blaðinu í gær mun hávaxnasti maður liðsins, Pétur Guðmunds- son, sem er 2,17 metrar að hæð, ekki leika með. í þeim hóp sem landsliðsnefndin hefur valið er að finna tvo nýliða, þá Björn V. Skúlason Keflavík og Hrein Por- kelsson ÍR. Liðið verður þannig skipað: Torfi Magnússon, Val fyrirliði. Kristján Agústsson, Val Hreinn Þorkelsson, ÍR Valur Ingiinundarson, Njarðvík. Axel Nikulásson, Keflavík. Björn V. Skúlason, Keflavík. Jón Kr. Gíslason, Kellavík. Símon Ólafsson, Fram. Þorvaldur Geirsson, Fram. Pálmar Sigurðsson, Haukum. Annar leikur liðanna verður í Laugardalshöll á morgun, og síðasti leikurinn verður svo í Borg- arnesi á sunnudaginn. í þessum tveim síðustu leikjum mun Pétur Guðmundsson koma til móts við liðið. Torfi Magnússon sem leikur í kvöld sinn 80. landsleik veður fyrir- liði liðsins, en Jón Sigurðsson hefur undanfarið haft það hlutverk meö höndum. Hann er hinsvegar á ferðalagi með landsliðinu 17 ára og yngri sem tekur þátt í Polar Cup- keppni unglinga, og hefst sú keppni í dag. - hól Hrcinn Þorkelsson ÍR. Hann lcikur sinn fyrsta landslcik í kvöld. 1. deild handboltans byrjar aftur í kvöld: Víkingur og Fram leíka í Hölliiim íslandsmótið í handknattleik hefst að fullum krafti aftur nú í kvöld og um hclgina. í Laugardals- höllinni munu íslandsmeistarar Víkings mæta Fram í kvöld, og hefst leikur liðanna kl. 20. Þá fara einnig fram í kvöld nokkrir leikir í 2. og 3. deild og einn leikur í 1. deild kvenna, leikur KR og Þórs Akur- eyrar. Á morgun verður enginn leikur í 1. deild karla, en á sunnudags- kvöldið leikur Stjarnan við Prótt í Hafnarfirði. Er það næsta þýðing- armikill leikur fyrir Próttara sem verða að sigra, ætli þeir sér sæti í úrslitakeppninni. í 2. deild karla er einn leikur í kvöld, leikur KA og Gróttu á Ak- ureyri; á laugardaginn leika Breiðabliksmenn kl. 14viðUMFA að Varmá, og Pór Vestmanna- eyjum leikur við Ármann í Eyjum Körfuboltinn: í dag hefst í Árósum í Danmörku Norðurlandamót unglingaliða sem skipuð eru leikmönnum 17 ára og yngri. I fyrsta lciknum leika íslend- ingar við Dani og á morgun verða tveir leikir á dagskrá. Fyrst verður lcikið við Svía og síðan við Norð- menn. Síðasti leikur íslands í keppnninni verður á sunnudaginn, en þá leikur ísland við Finna. Islenska liðið sem hélt í þessa ferð er skipað Páli Kolbeinssyni kl. 13.30. Ásunnudaginn erenginn leikur í 2. deild karla. í 3. deild karla leika Reynir og Fylkir í Sandgerði í kvöld kl. 20. Pá leika á Akranesi IA og Skallagrím- ur og hefst leikurinn kl. 20.30 í kvöld. í 2. deild kvenna fara nokkrir leikir fram bæði í kvöld og um helg- ina. í kvöld leika Þróttur og ÍA kl. 19 í Laugardalshöll og á laugardag leika Stjarnan og HK kl. 14 að Ás- garði. í Keflavík leika svo ÍBK og Selfoss kl. 14 þennan sama dag og í Eyjum ÍBV og Fylkir kl. 14.45. Staðan í 1. deild karla og kvenna er nú þessi: I. deild karla: KR .......11 7 0 4 264-210 14 FH........ 10 7 0 3 262-218 14 Víkingur ...10 6 2 2 205-194 14 Stjarnan.... 11 7 0 4 230-223 14 KR, Ólafi Guðmundssyni KR Matthíasi Einarssyni KR, Jóhanni Bjarnasyni, Fram, Þorkeli And- réssyni Fram, Tómasi Holton Val, Birni Zöega Val, Birni Steffensen ÍR og Ástþóri Ingasyni UMFN. Pjálfarar eru þeir Einar Bollason og Jón Sigurðsson, en fararstjóri er Helgi Helgason framkvæmdastjóri KKI - hól. Valur....11 5 1 5 227-208 11 Þróttur ... 11 5 0 6 225-233 10 Fram.... 11 4 1 6 239-251 9 ÍR.......11 0 0 11 194-309 0 1. dcild kvenna: Valur..........8 6 1 I 132-100 13 Fram...........8 6 1 1 118-92 13 ÍR.............8 6 0 2 136-116 12 FH.............7 4 2 1 111-86 10 Víkingur.... 8 3 1 4 103-109 7 KR.............8 2 0 6 91-103 4 Haukar.........7 0 1 6 75-116 1 ÞórAk..........6 0 0 6 80-124 0 Brasilíumenn gegn Skotum? íþróttablaðið er ný-útkomið og er þctta síðasta blaðið sem tilhcyrir liðnu ári. í blaðinu kennir að venju margra grasa, en það efni sem mest pláss fær er viðtal við Bjarna Guð- mundsson landsliðsmann í hand- knattleik. Þá er viðtal við Pétur Sveinbjarnarson um málefni knatt- spyrnuliðanna, og velt er upp þeirri spurningu hvort æskilegt sé að Reykjavíkurfélögin leiki heimaleiki sína. Þarna er að finna grein um ís- lenska atvinnumenn í belgísku knattspyrnunni, sundgrein eftir Guðmund Harðarson sem fjallar þar um sundkonur frá Ástralíu, grein um rannsóknarstarfsemi í þágu íþróttanna eftir Hermann Ní- elsson íþróttakennara. Þá er at- hyglisverð grein um fyrsta Norðurlandabúann sem verður heimsmeistari í kappakstri, Finnann Keke Rosberg og auk þess fjöldi smá- greina s.s. umsögn Símons Tahamata um Ásgeir Sig- urvinsson. Finnst Tahamata Ás- geir vera frábær knattspyrnu- maður, en sá ókostur fylgir honum hversu lítið hann lætur til sín heyra á knattspyrnuvellinum. _ N or ðurlandamót unglingaliðanna hefst í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.