Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Framtíðin í okkar sjávarútvegi hlýtur að byggjast á fískirækt og cldi. er framundan? Nú í byrjun þessa herrans árs 1983 er eðlilegt að menn spyrji: Hvað er framundan? „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“, eins og Jónas spurði forðum í kvæði sínu. Að sjálfsögðu höfum við stigið ýmis spor fram á við á liðnu ári. En að mínu viti höfunt við líka stigið mörg víxlspor og á ýmsum sviðum getað gert betur en gert var. Þetta er mönnum hollt að hugleiða þegar árið 1982 er að baki. Við lifum í heimi sem er þjak- aður af viðskiptakreppu og offram- leiðslu á ýmsunt sviðum, sérstak- lega á sviði málntiðnar, þegar mið- að er við ríkjandi heimsástand og þá staðreynd að mörg hundruð miljónir manna búa við sárustu fá- tækt og vanþróun, þegar miðað er við framleiðslu hinna iðnvæddu þjóða. Sérstaða okkar íslendinga er sú, að við erum lítið tengdir málmmarkaði heimsins í útflutn- ingi afurða eins og er. þar er aðeins um að ræða Alverksmiðjuna í Straumsvík og járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga og allir vita hvernig kreppan þrengir að slíkum rekstri nú. Við Islendingar erum fyrst og fremst matvælafr- amleiðendur og útflutningur okkar að stærsta hluta fiskafurðir, þetta er fyrst og fremst ástæðan sem veldur því, að heimskreppan hefur fram að þessu farið mildari hönd- um um okkur heldur en nágrann- aþjóðir okkar. Það er hins vegar sannfæring mín og vissa, að á sviði fiskiðnaðar sé hægt að gera meira en gert hefur verið til þessa. Og það er meiri nauðsyn nú en nokkru sinni áður, að við fullvinnum sem mest fiskaf- urðir okkar til útflutnings og aukum þanniggjaldeyristekjurnar. Áætlanir í þjóðarbúskap má aidrei miða við algjöran hámarksafla heldur meðalafla. Meðalafli getur verið verðmætari sem unnin út- flutningsvara sé til hans vandað við veiðar og vinnslu, heldur en há- marksafli. Á þessu sviði eigum við íslendingar mikið ólært en sem við þurfum að læra og það strax. Gengisfellingar eru okkar mesta böl Gengisfelling íslensku krónunn- ar nú um ný afstaðin áramót ásamt uppihaldslausu gengissigi allt sl. ár, er beint framhald þeirrar vitleysu sem hér hefur ríkt á sviði peninga- Hvað ntála um nokkra áratugi. Hér er langstærsta orsök þeirrar stjórn- lausu verðbólgu sem lengi hefur riðið húsum í íslensku þjóðfélagi, og getur orðið sjálfstæði þjóðar- innar hættulegra en allt annað, verði mikið lengur haldið áfram á sömu braut. Gengisfellingar eins og hér hafa verið stundaðar. eru ekki lausn á neinurn vanda, heldur endalaus flótti, án viðnáms. Við hverja gengisfellingu hækka er- lendar skuldir í íslenskum krónunt og fyrir útgerð sem standa þarf skil á erlendum lánum er þetta svipuð lækning og ef göngumaður rnígur í skó sína í frosti, til að halda á sér hita. Með gengisfellingum er erfið- leikum í rekstri velt yfir á launþega með því að þeir greiða þeim verð- minni krónur í kaup, sem svo verða að standa undir hækkuðu vöru- verði. Ef íslenska þjóðfélagið ætlar sér að standa á eigin fótum í fram- tíðinni þá verður þessi gengislækk- unar loddaraleikur að hætta. Við þurfum að leggja rekstrargrund- völl fyrir vel rekin fyrirtæki svo þau geti bjargað sér án sífelldrar opinberrar hjálpar. En amlóðirnar verða að liverfa úr rekstrinum svo aðrir hæfari geti tekið við. íslensk gengisskráningarstefna sent notuð hefur verið sem stjórn- tæki peningamála hér á landi í nokkra áratugi, á sér hvergi hliðstæðu nerna í ríkjum Suður- Ameríku, og þar hefur hún ekki leitt til neinnar blessunar, svo fyrir- myndin var engan veginn góð. Sí- felldar gengislækkanir leiða óhjá- kvæmilega til vaxandi dýrtíðar og verðþenslu sem svo aftur leiðir af sér hávaxtastefnu í peningamálum sem enn eykur á vandann og gerir alla lausn erfiðari. Fyrir þjóð sem að stórum hluta þarf að styðjast við útflutning á erlenda markaði er þetta hrein Bakkabræðrahagfræði, samsvarandi því þegar þeir vísu bræður báru inn í bæ sinn sólskin í trogum. Aukin hráefnisgæði og verðmeiri fiskaf- urðir og vel skipu- lagt laxeldi er aðkall- andi Það er löngu orðin aðkallandi nauðsyn fyrir okkur íslendinga að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með auknum útflutningi. Viö get- um ekki haldið áfram á þeirri óheillabraut lengur að lifa á lánum. Það vinna of fáir að verðmæta- sköpun hér á landi samanborið við þá sem vinna þjónustustörf. Alla- vega þurfunt við að auka útflutn- ingstekjurnar og það svo fljótt sem nokkur kostur er. Eins og stendur, þá verðum við að afskrifa stóriðju- draum íslenskra stjórnmálamanna til að leysa það mál. Stóriðja heimsins þraukar nú við miklar þrengingar og aukna markaðs- kreppu svo þaðan er lítillar bjarg- ar að vænta. Með hvaða hætti er þá hægt að auka okkar gjaldeyristekj- ur? Það er hægt með því að gera okkar fiskafla verðmeiri sem út- flutningsvöru. Þetta er hægt að gera með tvennu móti. Með því að aukin hráefnisgæðin frá fisk- veiðum okkar sem nú eru ekki nógu góð, svo og með því að vinna fiskaflann í verðmeiri vöru. Það er reiknað rneð að þorskaflinn í ár geti orðið 370 þúsund tonn. Gæði þessa afla væri hægt að auka að ntiklum mun. Tiltækasta og áhrifa- mesta aðferðin til þess eru auknar veiðar með línu. Þetta er sú aðferð sem Norðmenn hafa nú gripið til í stórum mæli til að auka hráefnis- gæðin hjá sér. Fiskveiðileyfi til bátaflotans þarf að binda auknum veiðum rneð línu. Ólafur heitinn Jónsson í Sandgerði sagði mér að hagkvæmasta útgerðin hjá Miðnesi h.f., sem hann veitti forstöðu um fjölda ára, hefði verið línuútgerðin á vetrarvertíð og þó sagðist hann oft hafa þurft að greiða sjó- mönnum aukalega fram yfir gild- andi samninga til að fá þá í skips- rúm í samkeppni við netabáta um góðan niannskap. Ólafur Jónsson var hagsýnn og hygginn útgerðar- maður, sem margt var hægt af aö læra. Framtíðin í okkar sjávarútvegi þarf að byggjast á ræktun og eldi Lax og silungseldi í sjó er nær- tækasta verkefni okkar Islendinga í ræktunar- og fiskeldismálum. Þetta verkefni ef vel og skipulega verður að því staðið, getur aukið gjaldeyristekjur þjóðarinnar svo urn ntunar á næstu árunt. Hefðum við byrjað slíkt fiskeldi á sama tíma og Norðmenn þá heföu útflutnings- tekjur okkar af slíku eldi átt aö geta verið, ekki undir 12 hundruð miljónum ísl. krónur á sl. ári. I lefðum viö átt slíkan útflutning þá heföi verið óþarfi fyrir þjóðina að taka nýtt gjaldeyrislán nú um sl. áramót. Ég miöa þetta viö þann árangur seni Norðmenn liafa náð í sínu lax og silungseldi. En hc:r á íslandi eru skilyrðin til laxfiskaeld- Jóhann E. Kúld skrifar um fiskimál is ekki bara sambærileg og í Nor- egi, heldur tvímælalaust betri vegna lítillar mengunar í sjó, svo ekki sé talað unt yfirburði hér þar sem hægt er að dæla sjó á land þar sem heitt vatn er fyrir hendi og hafa kjörhita í eidisbúum. Vilji er allt sem þarf. Við megum engan tíma missa nú Alþingi það sem nú kemur saman að afstöðnu jólafrú í janúar verður að taka laxfiskaeldismál okkar föstum tökum, setja löggjöf um fiskeldi sem íslenskan atvinnu- veg og standa að skipulagningu þessara mála. Hér eiga stjórnmála- flokkar að geta tekið höndum saman og lyft því Grettistaki setn hér þarf að lyfta, svo við íslending- ar töpum ekki af þeim möguleikum sem tvímælalaust eru fyrir hendi, aðeins ef menn geta tekið saman höndunt uin að notfæra sér þá. Nú reynir á giftu alþingismanna hvort þeir eru tilbúnir að.standa sam- einaðir að þjóðarheill. Upplýsingar um fiskeldi Norðmanna Þær fréttir sem ég fékk í sl. des- embermánuði af fiskeldi Norð- manna á árinu 1982 eru þær, að lax frá fiskeldi ntundi fara í það minnsta í 10 þúsund tonn á árinu og urriði og regnbogasilungur í 4 þús. tonn. Eftirspurn eftir silungi hafði vaxið rnikið á erlendum mörkuð- um og var reiknað með rúmlega 2 þúsund tonna útflutningi á árinu. Markaður fyrir norskan eldislax hefur vaxið jafnt og þétt og hafa eldisbúin tæplega haft undan að af- greiða pantanir á sl. hausti. Stærsti markaðurinn er eins og'áður f Frakk- landi og sá næst stærsti í Vestur- Þýskalandi, en auk þess er nokkur markaður fyrir eldislax í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Þá hófst út- flutningur á eldislaxi árið 1981 ti! Japan og Bandaríkjanna og óx eftirspurn eftir norskum eldislaxi í Bandaríkjunúm mikið á sl. ári. En flutningur á þennan markað er nær eingöngu að vetrinum þegar lax- veiðar Bandaríkjamanna liggja niðri og er laxinn fluttur yfir hafið með flugvélum, allt til Vestur- strandarinnar. Til þess að geta ann- að vaxandi eftirspurn eftir norsk- um eldislaxi, þá hefur verið á- kveðið að auka framleiöslu á honum á þessu ári í þaö minnsta upp í 16 þúsund tonn og á árinu 1984 í 30 þúsund tonn. Þær atvinnugreinar sent nú standa sig best í Noregi eru olíuvinnslan og laxeldið og segir það sína sögu þegar laxeldi er nefnt samhliða olíuvinnslu. í Noregi voru skráð á sl. hausti 467 laxfiska- eldisbú og reiknað var með að 400 eldisbú myndu afhenda lax til út- flutnings fyrir sl. áramót. En í okt- óber höfðu 330 bú afhent lax til útflutnings. Við íslendingar höfum rnargt lært af frændum okkar Norð- mönnum. Og nú er okkur mikil nauðsyn á að læra af þeim laxeldi. Nokkrir lslendingar munu nú vera í Noregi við aö kynna sér þetta og þá veröum við að fá heim aö loknu námi. Annars megum viö ekki hika við það að ráöa hingað erlenda fag- menn í þessuni fræðum, ef með þarf, því á miklu veltur að ekki verði töf á því að hér verði stofnað til fiskeldis í stórum mæli (og án tafar.) Þorskur í norskum eldisbuum Nýjustu fréttir af norsku fiskeldi eru þær aö fiskeldismenn í Norður- Noregi eru farnir að ula upp þorsk í eldisbúum. Þetta hófst þannig að mikið af þorsk og ufsa smáfiski sótti að laxeldisbúrunum til að fá æti sem fór í gegnum net eldisbú- anna. Laxeldismonnum hug- kvæn.dist þá að opna hlið í tómu eldisbúi og gefa jafnhliða fóður í búrið. Fiskarnir komu þá strax inn í búrið, sem síðan var lokað. Síðan hefur þorskurinn og ufsinn verið fóðraður og vaxið mjög hratt. Lítil reynsla er komin á þetta eldi enn- þá, en fiskeldismenn láta sér detta í hug, að þetta geti verið leiö til aukinnarframleiðslu á þorski. Þeir sleppa við útgerðarkostnað, en á móti kemur fóðurkostnaður. Þetta dæmi á svo eftir að gera upp. Ann- ars tókst tilraunastöð norska ríkis- ins að klekja út þorskhrognum fyrir tveimur árum, að vísu með nokkuð miklum afföllum. Síðan voru þessi þorskseiði alin upp í göngustærð en síðan sleppt og er sagt að þau hafi þrifist vel. Þá er nú viða unnið að skelfiskræktun sem talið er að geti orðið búgrein í framtíðinni. Á þessu sviði standa Japanir framar- Íega og er ræktun þeirra á hörpu- diski með miklum blóma ásamt annarri fiskræktun. Framtíð sjávarútvegs í heimin- um er ekki lengur bundin eingöngu við veiðimennsku, heldur jafnhliða við ræktun fiskistofna og þá grein þurfurn við íslendingar líka að fara að tileinka okkur. 12. janúar 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.