Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 16
Kærðir fyrir nauðgun Ung stúlka kærði í fyrri- nótt tvo menn fyrir nauðgun og voru þeir handteknir skömmu síðar eftir tilvísun hennar. Arnar Guðmundsson, rannsóknalögreglumaður sagðist í gær engar frekari upplýsingar geta gefið um málið þar sem mennirnir tveir væru enn í yfir- heyrslum.Þeir eru innan við tvítugt. _ÁI Skipun stjómamefndar um umhverfismál: Fyrsta skrefið að ráðuneyti umhverfismála, — segir Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra „Frumvarp (il laga um stjórn umhvcrllsmála hefur verið tii at- hugunar hjá ríkisstjórninni og ýms- um umsagnaraðilum frá því s.l. haust, en ekki hlotið afgreiðslu enn“, sagði Svavar Gestsson félags- maiaráðherra í saintali við blaðið í gær. „Það sem vitað er að þing gæti staðið mjög stuttan tíina enn, og að erfitt gæti reynst að ná afgreiðslu frumvarpsins fyrir þinglok, tel ég rétt að gera þá tilraun að koma á fót stjórnarnefnd. (Sjá forsíðufrétt). Hér væri um bráðabirgðafyrir- komulag að ræða, þar til Alþingi hefði tekið ákvörðun um hvernig stjórnun þessara mála á að vera í framtíðinni. Það myndi hinsvegar bæta heildarstöðu umhverfismála í stjórnkerfmu, þar sem þau hafa ekki haft ncinn sérstakan scss.“ - Kemur þetta í sama stað niður og ef frumvarpið helði verið lagt fyrir alþingi og hlotið þar af- greiðslu? Ef alþingi samþykkti frumvarpiö væri vilji löggjafans ljós, sagði Svavar. Ef ráöuneytin sex hins veg- ar og viðkomandi ráðherrar fallast á þá skipan mála, sem tillagan gerir ráð fyrir, kemur það að ýinsu leyti í sama staö niður. Þó má nefna að t.d. er í frumvarpinu ákvæði um þátttöku ríkisins í kostnaði við hol- ræsi sveitarfélaganna, en ekki í til- lögunni. En holræsin eru nú að verða eitt alvarlegasta umhverfis- vandamál sveitarfélaganna vegna mikils kostnaðar, t.d. Reykja- víkur. - Nú hafa ýmsir talið að frum- varpið gengi of skammt þó aðrir hafi verið jákvæðir. Já,-meðeinfaldri skipun stjórn- arnefndar eins og tillagan gerir ráð fyrir er hægt að vinna tíma til að koma þessum málum í varanlegan farveg, sagði Svavar. Ég tel það best gert með endurskoðun á stjórnarráðsreglugerðinni og lögunr um Stjórnarráð íslands þannig að stofnað verði sérstakt umhverfismálaráðuneyti. Laga- frumvarpið var öðrum þræði hugs- að sem fyrsta skref í þá átt og að því leyti kernur þessi tillaga í sama stað niður, sagði Svavar Gestsson að lokum. - AI' Alþýðubandalagið Suðurlandi: Tolur ur fym umferð forvals Fyrri umferð forvals vegna skip- unar framboðslista Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi í komandi al- þingiskosningum fór fram um síð- ustu helgi. Þetta var tilnefningar- umferð, en röðun í sæti fer fram í síðari umferð. Kjörnefnd hefur ekki látið fjölmiðlum í té upplýsinar um tölu- legar niðurstöður. í Tímanum í gær er frásögn af fyrri umferð forvals- ins og tölur birtar, en þær tölur eru allar rangar. Flestar tilnefningar í fyrri um- ferð forvalsins hlutu: Margrét Frímannsdóttir, oddviti Stokkseyri 100, Garðar Sigurðsson, alþingis- maður, Vestmannaeyjum 98 og Baldur Óskarsson, framkvæmda- stjóri, Reykjavík 90. Fasteignamat ríkisins: Litlar íbúðir hækka mest íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að jafnaði um 90% í fyrra Fastcignamat ríkisins hefur gengið frá nýju fastcignamati og verða tilkynningascðlar þess efnis scndir út á næstunni. Alls verða bornir út 96 þús. seðlar til 75 þús- und eigenda. Við fasteignamat er að sjálfsögðu tekið tillit til verð- hækkana á fasteignum og kemur í Ijós nú að frá 1. okt. 1981 til 1. okt. 1982 hækkaði íbúðarhúsnæði að jafnaði um 90%. Þó er þetta nokk- uð misjafnt eftir stærð íbúða og hækkuðu 2ja herbergja íbúðir mest, eða um 100%. í skýrslu FMR kemur fram, að verðlag fasteigna hefur hækkað svipað og byggingarkostnaður á fyrrnefndu tímabili. Atvinnuhús- næði hækkaði svipað og vísitala byggingarkostnaðar en íbúðar- húsnæði utan höfuðborgarsvæðis- ins hækkaði um 67%. Þá er þess að geta að fasteignamat er yfirleitt 15% lægra, en fengist fyrir viðkom- andi fasteign við staðgreiðslu. Sú nýjung verður á nýju fast- eignamatsseðlunum að þar er dálk- ur með endurstofnverði, en það er mat FMR á byggingarkostnaði mannvirkja að frádregnum gatna- gerðargjöldum og fjármagns- kostnaði á byggingartíma. S.dór. Guttormur Sigurbjörnsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, á blaða- mannafundi í gær (Ijósm. -Atli-). Atvinnuleysi vex í Kópavogi: Um 100 manns atvinmdausir Óþekkt í Kópavogi til þessa, segir Hrafn Sæmundsson „Hér í Kópavogi eru um það bil 100 manns scm fá atvinnuleysis- bætur og því miður hefur orðið mikil aukning síðustu vikurnar“, sagði Hrafn Sæmundsson atvinnu- málafulltrúi í Kópavogi í gær. „Langstærstur hluti þeirra sem hafa misst atvinnuna eru iðnaðar- menn og bygginjgrverkamenn en síðustu daga hafa bæst við allmarg- ir sem vinna við verslun og þjón- ustu. Auðvitað er lægð í byggingar- iðnaðinum á þessurn árstíma og það á vonandi eftir að Iagast en ég hef meiri áhyggjur af þjónustu- greinunum og óttst að þar kunni að vera langvinnari vandi á ferðinni", sagði Hrafn ennfremur. Hrafn kvað ekkert teljandi at- vinnuleysi hafa verið í Kópavogi hin síðari ár og því kæmi þetta ástand nokkuð á óvart. „Ég hef orðað þetta svo að hér væri verið að brjóta grundvallar mannréttindi á 100 manns og þess vegna tel ég að grípa verði til róttækra ráðstafana til að rétta hlut þessa fólks hið Hrafn Sæmundsson atvinnumála- fulltrúi: verið að brjóta mannrétt- indi á þessu fólki. bráðasta. Þess má og geta að áður en menn ntissa atvinnuna eru þeir iðulega langan tíma búnir að vera í dagvinnu einni saman og þess vegna tel ég að hér sé oft á tíðum um enn stærri vanda að ræða en atvinnuleysistölurnar einar gefa til kynna“, sagði Hrafn Sæmundsson, atvinnumálafulltrúi í Kópavogi, að síðustu. . Við förum fram á að íhlutun Bandaríkjanna í málefni El Salva- dor verði fordæmd, að lýst verði stuðningi við kröfur þjóðfrelsisafl- anna um pólitíska lausn á borgara- styrjöldinni og að brot á almennum mannréttindum í El Salvador verði fordæmd, sagði Raul Florez Ayala, fulltrúi þjóðfrelsisaflanna í El Salv- ador á blaðamannafundi í gær, en hann er hér staddur í boði El Salva- dor-nefndarinnar í tilefni þess að fyrirhugaðir eru tveir fundir til stuðnings ofangreindra markmiða. Eru þeir liður í alþjóðlegum aðgerðum sem fara fram í öllum stærri borgurn Evrópu og í Banda- ríl.junum í kringum 22. janúar, en þá er 51 ár líðíð frá bændaupp- reisninni í El Salvador sem kost- aöi 30 þúsund bændur lífiö. Fyrri fundurinn verður í Félags- stofnun stúdenta í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20.00, og mun Raul Florez Ayala flytja erindi, sýnd verður kvikmynd, Bubbi Morthens syngur og Jón Gunnar Grjétarson flytur ávarp. A föstudaginn kl. 17.30 verður stuttur fundur í Bakarabrekkunni þar sem þau Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, Ólafur Ragnar Gríms- son, Guðmundur Arni Stefánsson og Magnús E. Sigurðsson flytja ávörp. Síðan verður gengið að bandaríska sendiráðinu þar sem Raul Florez Ayala mun flytja stutt ávarp og afhent verður mótmæla- yfirlýsing. Þjóðviljinn hvetur sem flesta til að mæta á fundi þessa og sýna stuðning við þjóðfrelsisbaráttuna í E1 Salvador. ólg. UÚDVIUINN Fimmtudagur 20. janúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöltisími Helgarsími sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir81257. afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Raul Florez Ayala ásamt túlki og félögum El Saivadorncfndarinnar á blaðamannafundinum í gær. * * / 1 tyðium Eí Salvador

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.