Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Leyniskýrsla Pentagon: Bandaríkin slgri í kjamorkustyrjjöld sem háð verði utan úr geimnum Stefna Bandaríkjanna í varnarmálum á að taka nnð af því markmiði að þau geti sigrað í langvinnri kjarn- orkustyrjöld við Sovétríkin. Stefna Bandaríkjanna í hergagnaöflun og afvopnunarviðræðum á að lúta þess- um meginmarkmiðum. Þetta eru aðalatriðin í leynilegu piaggi, sem bandaríska varnarmálaráðuneytið í Pen- tagon hefur gefíð út og heitir „Meginmarkmið hersins á árunum 1984 - 1988“, en bandaríska fréttastofan UPI hefur upplýst um hluta af innihaidi rits þessa. Reyndar hafa upplýsingar um rit þetta komið fram í dagsljósið áður, og var frá því skýrt í Þjóðviljanum 19. ágúst s.l. og í grein í jólablaði Þjóðviljans um stefnu Caspars Weinbergers, þar.sem vitnað var í bandaríska fræðimanninn Michael T. Klare. í plagginu kemur meðal annars fram, að Bandaríkjunum beri að koma nýju jafnvægi sér í hag gagn- vart Sovétríkjunum og skuli þau ef nauðsynlegt reynist leggja allar til- raunir til vígbúnaðareftirlits á hill- una. Það þýðir í raun, að allt það starf sem unnið hefur verið við SALT-samningana og núverandi samningaumleitanir í Genf. Þá segir í skýrslu þessari að Bandaríkin eigi ekki að útiloka möguleikann á að rifta samningi þeim sem gerður var á sínum tíma um að Sovétríkin og Bandaríkin hyrfu frá áformum um smíði varn- arkerfa til að granda árásareldf- laugum, en slíkt kerfi gæti orðið nauðsynlegt til að vernda hið nýja MX-eldflaugakerfi Bandaríkj- anna. Kjarnorkustyrjöld utan úr geymnuni Þá segir í skýrslunni að Banda- ríkjamenn ættu að búa sig undir að stunda hernað utan úr geymnum. Því þurfi að srníða nýtt vopn er grandað geti gervihnöttum. Þá ættu Bandaríkin ekki að undirrita neinn þann samning er takmark- aðu rétt þeirra til að útvíkka hern- aðarumsvif sín út í geyminn. Þá segir í skýrslu þessari að sögn frétt- astofunnar UPI að ef Sovétríkinn gerðu kjarnorkuárás á bandarísk skotmörk á hafinu, þá ættu Banda- ríkjamenn ekii að takmarka gagn- árásir sínar við flotamannvirki So- vétríkjanna, heldur skyldi veitt leyfi til gagnárása á sovéskt iand- svæði. H12L12Gegn slökun og afvopnun Að sögn UPI gengur Pentagon og Hvíta húsið út frá þeirri fors- endu, að ekki sé grundvöllur íyrir samkomulagi við Sovétríkin er byggi á langvarandi slökunar- stefnu. Hins vegar beri Bandaríkj- unum að notfæra sér þá efnahags- örðuleika sem Sovétríkin eigi við að stríða til þess að yfirkeyra þau í vígbúnaðarkapphlaupinu, þannig að vopnabúnaður þeirra verði úr- eltur. Allt er þetta í samræmi við þær niðurstöður, sem m.a. komu fram í grein þeirri, sem endursögð var í jólablaði Þjóðviljans um „Byltingu Caspars Weinbergers" eftir banda- ríska hermálasérfræðinginn Mic- hael T. Klare. -ólg. Upplausn í stjómar- herbúðum Reagans Sú ákvörðun Reagans Banda- ríkjaforseta, að segja aðalsamning- amanni sínum í Genf, Eugene Rost- ow, upp störfum ásamt með Ric- hard Starr, sem var yfir samninga- nefnd Bandaríkjanna um niður- skurð hefðbundinna vopna í samn- ingunum í Vín, hefur vakið gagn- rýni í Bandaríkjunum og víðar og þykir bera vott um að upplausnará- stand ríki innan stjórnarher- búðanna í Washington, þar sem forsetinn sé að einangrast æ meir. Þessar uppsagnir koma í kjölfar þess að tveir ráðherrar í stjórn Reagans hafa sagt af sér störfum, og blaðið Los Angeles Times heldur því fram að margir af samstarfs- mönnum forsetans séu hættir að segja honum hug sinn en taki hins vegar þátt í að framkvæma stefnu er gangi gegn þeirra eigin sannfær- ingu. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Reagan hafi með brottvikningu Eugenes Rostow verið að láta undan kröfum Jesses Helms, sem er úr íhaldssamasta armi Repú- blikana. Paul Tsongas, sem er fulltrúi Demókrata í utanríkisdeild þings- ins, sagði það alvarlegan hlut, þeg- ar stefnu Bandaríkjanna í afvopn- MIN.M.Nt;AHSJÓHLK i.SLE.N/KHAH AI.ÞMH SIGFÚS SIGURllJ ARTARSON Minningarkortin eru til sölu á eftir- töldum stööum: Bókabúö Máls og menningar Skrifstofu Alþýöubandalagsins Skrifstofu Þjóöviljans unarmálum væri stýrt af einum íhaldssömum öldungardeildar- þingmanni, og ekki væri von til þess að Reagan hefði við Rússun- um úr því að hann gæti ekki einu sinni staðið upp í hárinu á Jesse Helms. Larry Pressler, sem er Repu- blikani og formaður undirnefndar öldungadeildarinnar um afvopn- unarmái, sagiði að brottvikning Rostows væri alvarlegt áfall fyrir Bandaríkin í samningunum um eftirlit með vígbúnaði, því það gæfi það til kynna að upplausn ríkti í stjórnarliðinu í Washington. Sovéska fréttastofan Tass sagði að afsögn Rostows væri merki um alvarlegan ágreining innan Reagan-stjórnarinnar, sem kæmi í kjölfar afsagnar ráðherra í heilbrigðis- og samgöngumálum. Auk ágreinings um afvopnun- armálin ríkir mikill ágreiningur innan Repúblikanaflokksins og stjórnarliðsins um stefnuna í efna- hagsmálum, en nú er fyrirsjáan- legur 170 miljarða dollara halli á bandarískum fjárlögum. Þar snú- ast deilur m.a. um fjárframlög til hersins og til félagslegrar þjónustu, auk þess sem deilt er um stefnuna í skattamálum. Það liefur verið stefna Reagans að draga úr ríkisaf- skiptum með lækkun tekjuskatts og annarra skatta jafnframt því sem hann hefur farið fram á hærri fjárveitingar til hersins e‘n nokkru sinni fyrr. Það er í ljósi þessa sem ráðherrar heilsugæslu og sam- gangna segja af sér - efnahags- stefnan gengur út frá því að sam- göngur og heilsugæsla séu í fjár- svelti. „í stað þess að þvinga Sovét- menn til að velja á milli fallbyssna og brauðs þvingar Reagan þessum valkostum upp á Bandaríkja- menn“ segir New York Times. Nýjustu skoðanakannanir sýna nú að þeir Walter Mondale og John Glenn hafa skotið Reagan aftur fyrir sig í vinsældum fyrir næstu forsetakosningar, sem eiga að fara fram 1984. ólg. í Iþróttahöllinni Selfossi föstudaginn 21. janúar kl. 20.30 Nú er kátt í höllinni Skemmtidagskrá: 1. Lúðrasveit Selfoss. Stjórnandi: Ásgeir Sigurðsson. 2. Guðlaugur Tryggvi Karlsson býður gesti velkomna. 3. Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarnason skemmta með gamanmálum 4. Hljómsveitin Lótus Gömlu og nýju lögin. 5. Sigfús Halldórsson leikur 6. Snæbjörg Snæbjarnardóttir • syngur lög Sigfúsar Halldórssonar við undirleik hans. 7. Haukur Morthens og hljómsveit taka lagið 8. Karlakór Selfoss syngur 9. Katla María 10. Bingó: 3 umferðir. Utanlandsferð: Ferðaskirfstofan Útsýn Heimilistæki frá M.M. Selfossi og Hljómbæ. & & o Aiiir veikomnir Sætaferðir frá Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu, Hvolsvelli og Laugarvatni Stuðningsmenn Gudiaugs Tryggwa Harissonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.