Þjóðviljinn - 25.01.1983, Síða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. janúar 1983
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Neskaupsstað
- þorrablót
Hið árlega þorrablót Alþýðu-
bandalagsins í Neskaupsstað, verð-
ur haldið í Egilsbúð laugardaginn
29. janúar og hefst kl. 20.00.
Heiðursgestur verður Stefán Jóns-
son alþingismaður. Blótsstjóri
verður Stefán Þorleifsson.
Að afloknu borðhaldi leikur
hljómsveit fyrir dansi. Miðasala
verður fimmtudaginn 27. janúar
frá kl. 18.00 - 21.00 að Egilsbraut Stefán Jónsson Stefán Þorleifsson
11-
Hver skuldlaus félagi á rétt á fjór-
um miðum. Stjórnin.
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
Forval 22. - 30. janúar
Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins
á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum fer fram dagana 22. - 30.
janúar.
I síðari umferð forvalsins á að velja í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra
sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með viðeigandi tölustaf
við nöfn þeirra þriggja, sem hann vill að skipi 1., 2. og 3. sæti framboðslist-
ans. Sé merkt við fleiri eða færri en þrjá telst seðill ógildur.
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem taka vilja þátt íforvalinu
geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra:
Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS.
Ástþór Ágústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N-ÍS.
Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS.
Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík.
Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði.
Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík.
Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði.
Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum önundarfirði.
Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri.
Halidór G. Jónsson, Lönghlíð 22, Bfldudal.
Lúðvig Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði.
Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði.
Gisella Halldórsdóttir, Hrfshóli, Reykhólasveit.
Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu.
Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík.
Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu.
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem dvelja í Reykjavík eða
grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis-
götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu.
Alþýðubandalagið á Húsavík
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Húsavík verður haldin laugardaginn 29.
janúar n.k. í Félagsheimili Húsavíkur og hefst með borðhaldi kl. 20.
Húsið opnað kl. 19.30
Dagskrá:
Ávarp, samkoman sett: Freyr Bjarnason.
Kvöldverður.
Fjqldasöngur.
Blandað efni: Sigurður Hallmarsson
Helgi og Villi.
Dans, hljómsveit Illuga leikur.
Veislustjóri: Freyr Bjarnason, fjöldasöngur: Sigurður Hallmarsson.
Miðapantanir í sínum 41761 og 41882 kl. 20-22 alla daga Sala aðgöngu-
miða frá kl. 17 laugardaginn 29. í Félagsheimilinu. Miðaverð kr. 350.
Undirbúningsnefndin. ________________
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Konur í ABR
Fundur um forvalið verður haldinn í Sóknarsalnum, Freyjugötu 27
miðvikudagskvöldið 26. janúar kl. 20.30.
Kvennamiðstöð
Alþýðubandaiagið
Fjölmiðlahópur.
Fjölmiðlahópurinn er aftur tekinn til starfa. Þeir sem vilja vera með hafi
samband við: Einar Karl Haraldsson, Tryggva Þór Aðalsteinsson, Vil-
borgu Harðardóttur, Þorbjörn Broddason. Næsti fundur verður haldinn
miðvikudagskvöldið 26. jan. kl. 20.30, að Grettisgötu 3.
Umræðuefni: Rás nr. 2 hjá Ríkisútvarpinu. - Fjölmiðlahópurinn.
Akranes - nærsveitir
Árshátíð AB á Akranesi verður haldin í Rein
laugardaginn 29. janúar næstkomandi og hefst
með borðhaldi kl. 20.30. Húsið verður opnað kl.
20. Helgi Seljan verður gestur okkar.
Skemmtiatriði:
Fjöldasöngur
Dans
Miðasala og borðapantanir í Rein fimmtudaginn
27. janúar kl. 19.30 til 21, s. 1630.
Mætum öll stundvíslega.
Skemmtinefndin
Árshátíð og þorrablót hjá ABR
„Hopp og hí og trallalla", verður eflaust mörgu fólkinu að orði við að
lesa þessa auglýsingu. Alþýðubandalagið í Reykajvík ætlar „nebbnilega"
að halda árshátíð og þorrablót alveg á næstunni.
Blótið er fyrirhugað að halda föstudgainn 4. febrúar - en hvar, það veit
nú bara enginn ennþá, því miður (það er að minnsta kostið ekki gefið
upp). Þarna verða að sjálfsögðu fjölbreytt og glæsileg skemmtiatriði.
Vegna húsrýmis kemst takmarkaður fjöldi gesta á blótið. Því skal því
fólki, sem áhuga hefur,bent á að demba sér oná skrifstofuna hið bráðasta
og panta sér miða. Eða hella sér í síma 17500.
Þetta verður svo allt auglýst nánar í Blaðinu okkar síðar.
75 ára í dag
Gréta Björnsson
Gréta Björnsson listmálari er 75
ára í dag. Það er ekki löng bæjar-
leið milli Laugarness og Lauga-
tungu, en þar bjuggu hjónin Gréta
listakona og Jón Björnsson málar-
ameistari, þegar ég var að alast upp
í Laugarnesi. Ég hafði heyrt mikið
talað um þessa sænsku, glæsilegu,
ljóshærðu listakonu, sem skreytti
kirkjur og ræktaði garðinn sinn af
álíka eljusemi og smekkvísi. Samt
liðu allmörg ár þar til ég hafði upp-
burði til að líta inn í Laugatungu,
koma í garðinn, sem líktist útlendri
paradís með íslenskum gróðri, og í
lága húsið, sem var svo þrungið
persónuleika og framandi smekk-
vísi, að yfir mann þyrmdi í fyrstu.
Eftir þessa fyrstu heimsókn var
ísinn brotinn! Ég kynntist dætrun-
um og tengdasyninum, og síðan
lágu leiðir okkar Grétu ö'ft saman.
Gréta Björnsson hefur mest
fengist við skreytilist undir sterk-
um áhrifum frá átthögum sínum.
Ég óska Grétu hjartanlega til
hamingju með afmælið og vona að
þessi kveðja berist henni þar sem
hún dvelur í dag, kát og hress með-
al fjölskyldu og vina á Akranesi.
Gestur Þorgrímsson
frá Laugarnesi.
Hún kann verk sitt til hlítar og hef-
ur til að bera auðmýkt og sam-
viskusemi hins sanna listamanns.
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Norður-
landskjördæmi eystra
og Suðurlandskjör-
dæmi
Semiotik og
bókmenntir
Keld Jörgensen heldur
fyrirlestur í húsnæði Alliance
Francaise að Laufásvegi 12,2.
hæð, í kvöld kl. 20.30. Fyrir-
lesturinn, sem haldinn er á ís-
lensku, nefnist: Jacques Lac-
an - semiotik og bókmenntir -
túlkun hans á Freud.
Jacques Lacan, sem lést ár-
ið 1981, var einn fremsti sál-
greinandi Frakka. Hann er
einna þekktastur fyrir að hafa
sameinað málvísindi og sál-
greiningu. Fyrirlesturinn mun
einkum fjalla um hvernig
hægt er að hagnýta sér túlkun
hans á Freud í bókmennta-
greiningu.
Keld Jörgensen er danskur
bókmenntafræðingur. Hann
hefur búið hér á landi í eitt og
hálft ár. Keld hefur einkum
áhuga á þeirri greín bók-
menntafræði sem nefnist
semiotik. _ ekj,.
Þegar blaðið fór í prentun laust
eftir miðnætti voru tölur frá próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra og Suður-
landskjördæmi sem hér segir:
í Norðurlandskjördæmi:
1. sæti Lárus Jónsson með 597 at-
kvæði.
2. sæti Halldór Blöndal með 641
atkvæði.
3. sæti Björn Dagbjartsson með
396 atkvæði.
4. sæti Júlíus Sólnes með 441 at-
kvæði.
Suðurlandskjördæmi:
1. sæti Þorsteinn Pálsson 756 at-
kvæði.
2. sæti Árni Johnsen 746 atkvæði.
3. sæti Eggert Haukdal 884 at-
kvæði.
4. sæti Siggeir Björnsson 513 at-
kvæði.
Fundur um
breytingar
á reisilög-
gjöfinni
í dag, þriðjudaginn 25. janúar,
verður haldinn fræðafundur á veg-
um Félags áhugamanna um réttar-
sögu í Lögbergi, húsi Lagadeildar
Háskólans. Hefst fundurinn kl.
20.15 (stundvíslega) í stofu 103.
Davíð Þór Björgvinsson sagn-
fræðingur mun þar flytja erindi
sem hann nefnir: Um breytingar á
refsilöggjöf á upplýsingaöld á ís-
landi.
Á eftir erindi Davíðs Þórs verða
almennar umræður og eru félags-
menn og aðrir áhugamenn um
sagnfræðileg efni, lögfræði og
þjóðleg fræði hvattir til að fjöl-
menna.
J,
Bflbeltin
hafa bjargað Ux*""
öllum þeim sem heiðruðu mig með gjöfum, skeytum
og símtölum á 70 ára afmæli mínu þann 30. desember
1982.
Öllu þessu góða fólki sendi ég hjartanlegar þakkar-
kveðjur. Lifið heil.
Guömundur V. Sigurösson
Þórólfsgötu 8, Borgarnesi
Herstöðvaandstæðingar
Samtök herstöðvaandstæðinga
í kvöld kl. 20.30 er þriðji þriðjudagsfundur samtaka herstöðvaandstæð-
inga. Garðar Mýrdal heldur erindi um afleiðingar kjarnorkusprenginga
og áhrif geislavirkni á mannslíkamann. Fundir þessir eru haldnir í Hótel
Heklu á hverjum þriðjudegi.
ALÞYÐUBANDALAGIO
Umræðufundur
Alþýðubandalagið í Kópavogi
heldur umræðufund mánudaginn
31. janúar kl. 20.30 í Þinghóli,
Hamraborg 11.
Fundarefni: Vinstri stjórn,
hægri stjórn - núverandi stjórn.
Frummælendur eru Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra og Óskar
Guðmundsson blaðamaður.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Ragnar
Óskar
Alþýðubandalagið Suðurlandskjördæmi
Forval 22.-27. janúar
Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi vegna
skipunar á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar fer
fram 27. janúar nk. Félagsmenn sem staddir eru utan heimabyggðar geta
kosið hjá næsta félagsformanni í kjördæminu.
í kjöri eru 22 félagar sem tilnefndir voru í fyrri umferð forvalsins. Kjósa
á 6 félaga með því að setja tölustafina 1-6 fyrir framan nafn við komandi.
Kosning fer fram á Selfossi að Kirkjuvegi 7. í Vestmannaeyjum í Kreml,
Hellu að Geitasandi 3, Hveragerði í gamla leikskólanum.
Félagar eru hvattir til að taka þátt í forvalinu.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Félagsvist - þriggja kvöld keppni
Spilin verða tekin upp að nýju þriðjudagskvöldið 25. janúar n.k. í Sóknar-
salnum, Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu) og byrjað kl. 20.
Gestur kvöldsins í kaffihléi verður Guðrún Helgadóttir alþingismaður og
segir fréttir úr pólitíkinni.
Efnt er til þriggja kvölda keppni, annan hvern þriðjudag,25. janúar, 8.
febrúar og 22. febrúar, og veitt heildarðverðlaun í lokin.
Þeir sem ekki komast öll kvöldin geta þó líka komið eitt og eitt skipti, hitt
félagana og keppt um sérstök verðlaun kvöldsins.