Þjóðviljinn - 01.02.1983, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
„Ef mannvirkin eru ekki fyrir
hendi, þá næst enginn árangur”
• 1200 m skidalyftur
• 500 m upplýst svæði við iyfturnar
• Fullkominn snjótroðari
• Gistiaðstaða fyrir allt að 50 manns
• Auk þess er Hótel Höfn með
14 gistiherbergi
• Stökkbrautir með skíðalyftu
• Göngubrautir fyrir keppnisfólk
og almenning
• Upplýst göngubraut
Æfingastökkpallurinn er inni í miðjum bæ, en annar stærri fyrir utan
bæinn. Báðir pallarnir eru fyrir byrjendur og mikil þörf á „alvöru“
stökkpalli.
Ólafsfirðingar þurfa ekki að bregða sér langt út úr bænum til að komast á skíði, eins og þessi mynd ber með sér.
sklðaiþróttarinnar komið á sið-
ustu árum.
Björn var fyrst spurður að þvi
hvernig búiö væri aö skiðafólki
á ólafsfirði.
— Ég get ekki sagt annað, en
það sé vel búið að þvi i dag. Við
höfum ágæta skíðalyftu, sem er
staösett beint fyrir ofan bæinn.
Lyftan er 550 metra löng, og
getur flutt 350 manns á hverri
klukkustund. Þá höfum við ný-
lega eignast snjótroðara, sem er
geysimikil framför fyrir alla
okkar aöstöðu. Daglega plægj-
um viö göngubrautir, annars
vegar keppnisbraut og hins veg-
ar trimmbraut sem er um
tveggja km. hringur i bæjar-
landinu. Þá erum við með eina
litla stökkbraut i bænum og
aðra stærri fyrir utan bæinn.
Siglufjörður
— Hver er ástæðan til þess, að
Ólafsfiröingar hafa náð svo góð-
um árangri i skiðagöngu og
stökki?
— Ég held að hún sé fyrst og
fremst sú, að við höfum átt
mjög áhugasömu fólki á að
skipa, sem hefur tekið þessar
greinar skiðaiþróttarinnar fram
yfir aðrar. Þessi áhugi byrjar
veturinn 1970, þegar ég fór sjálf-
ur að ganga. Þá hefur Haukur
Sigurðsson verið mjög framar-
lega i greininni. Þaö skiptir oft
miklu, að innanbæjarmenn séu
framarlega i greininni eins og
einmitt i þessu tilfelli. Það hafa
á siðustu árum komið upp stórir
og góðir hópar skiðafólks á
Ólafsfirði og ég get ekki sagt
annað en að þar sé geysilegur
áhugi fyrir hendi.
— Nú ert þú sjálfur iþrótta-
kennari á staðnum. Er skiða-
kennslan kannski að einhverju
leyti tengd skólanáminu hjá
ykkur?
— Ekki er þaö nú beint, en
ósjálfrátt verða þarna mikil
tengsl á milli. Við erum tvö sem
kennum iþróttir á ólafsfirði og
höfum einnig haft mikil afskipti
af skiðaiþróttinni. Þá hafa
skólastjórarnir á staðnum verið
þessari ástundun mjög hliðholl-
ir og örvað menn til þátttöku.
— Þú hefur náð bestum
árangri Islenskra sklðastökkv-
ara. Af hverju er ekki meiri
áhugi á stökki hérlendis?
— Aðstöðuleysið skiptir þar
langmestu. Það er litið sem
ekkert um sómasamlega að-
stöðu i landinu fyrir skiöa-
stökkvara. Það sem til er má
finna á aðeins tveimur stööum,
Björn á fleygiferð í göngukeppni
á islandsmótinu 1979. A hæla
honum kemur Elías Sveinsson
frá ísafirði.
Ólafsfirði og Siglufirði. Ef
mannvirkin eru ekki fyrir hendi
þá næst enginn árangur. Svo
einfalter það. Þetta sama gildir
með gönguiþróttina. Það verður
að troöa og upplýsa brautir, þvi
eini æfingatiminn sem við höf-
um fyrir utan helgar sem oft
fara i keppnir eru kvöldin.
Varðandi stökkiö þá er sú eina
Allar nánari upplýsingar hjá íþróttafulltrúa Sigluf jaröar
í símum 96-71700, 96-71133 og 96-71284.
Rætt við Björn
Þór Ólafsson
stökkmeistara um
árabil og skíðafrömuð
á Ölafsfirði
Það eru ekki margir
landar sem leika það eftir
að státa af fslandsmeti
komnirá f immtugsaldur.
Björn Þór Ölafsson
íþróttakennari á ölafs-
f irði hefur síðasta áratug
verið fremstur í f lokki Is-
lendinga í skíðastökki og
norrænni tvíkeppni.
Björn hefur verið ís-
landsmeistari í norrænni
tvíkeppni frá því árið
1970, að undanteknu árinu
1973. fslandsmeistari í
stökki varð Björn fyrst
árið 1965. Hann endurtók
leikinn, árin 1970, 71, 72,
74, 75, 76, 78, 79, og 80, en
það ár var hann kjörinn
Skíðamaður ársins af
stjórn Skíðasambands fs-
lands.
Enn er Björn á fullu i brekk-
unum, og leggur jafnframt
mikla rækt viö uppbyggingu
skiðaiþróttarinnar I heimabæ
sinum ólafsfiröi, en þaðan hafa
einmitt helstu afreksmenn
Bjóðum
skóla og
vinnuhópa
velkomna
skíði til