Þjóðviljinn - 01.02.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 01.02.1983, Page 11
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Rœtt við Stefán Kristjánsson framkvœmdastjóra Bláfjallanefndar og fyrrum skíðakappa veg ljóst að bæta verður úr brýnni þörf fyrir nýjar göngubrautir og koma upp fleiri flóðlýstum braut- um, en á síðustu árum hefur hlut- fallsleg fjölgun skíðamanna verið mest meðal göngufólks. - En hvað er Bláfjallasvæðið eiginlega stórt og hvaða möguleika býður það uppá? - Eins og málum er fyrir komið í dag þá er Kóngsgilið fullnýtt. Þar fyrir sunnan er Suðurgil ónumið að mestu, en ef stólalyfta verður sett þar upp eins og við áætlum þá er það svæði fullnýtt. Að vísu er hægt að koma þar fyrir minni lyftu fyrir kennslu. Fyrir norðan Kóngsgil er Drottn- ingargil sem Breiðablik fullnýtir nú með sinni nýju lyftu. Þar fyrir norðan er Eldborgargil, geysigott skíðasvæði, þar sem Framarar hafa komið upp ágætri aðstöðu. Þeir hafa uppi hugmyndir um að reisa þar mikla lyftu og fullnýta þá aðstöðu sem þar er fyrir hendi. Svæðið þar fyrir norðan er ekki fullkannað, en það er alveg ljóst að þar er ágætis skíðaland, sem þyrfti þá að leggja vegi upp að. Eins og ég sagði áðan, þá er mikill áhugi fyrir því að koma upp stökkpalli eða reyndar tveimur pöllum misstórum og reyna að vekja upp áhuga á skíðastökki. Það hafa verið uppi tvær hugmyndir um staðsetningu þessara palla, en ekkert verið á- kveðið í þeim efnum. Opnunartími og kostnaður - Hvenær eru skíðalöndin opin í Bláfjöllum? - Svo framarlega að fært sé upp- eftir, eru lyfturnar í Bláfjöllum opnar á laugardögum, sunnudög- um og aðra helgidaga frá kl. 10-18. Á mánudögum og föstudögum frá kl. 10.30 til 18 og á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 10.30 til 22.00. Þá er rétt að minna á símsvara Bláfjallasvæðisins sem gefur allar upplýsingar um opnunartíma og færð uppeftir, en símanúmerið er 80111. - Hvað kostar að fara í lyfturnar? - Það eru seld kort með 8 miðum hvert sem kosta 40 krónur og 20 krónur fyrir börn. Ein ferð í hverja lyftu kostar 1 miða nema tvo miða í stólalyftu. Á virkum dögum er einnig hægt að kaupa dagskort sem kostar 100 kr. og 50 kr. fyrir börn. Þeir sem skíða á kvöldin geta keypt sérstakt kvöldkort fyrir hvert skipti, en það kostar 75 kr. og 35 kr. fyrir börn. Einnig er hægt að kaupa árskort sem kosta 1500 kr. og 750 kr. fyrir börn. Það er rétt að taka það fram, að miðarnir og kortin gilda í allar lyft- ur á svæðinu, hvort sem Bláfjalla- nefndin rekur þær eða eitthvert í- þróttafélag. Aðsóknin margfaldast - Hver heldur þú að aðsóknin LYFTA FRAM LYFTA4 LYFTA BREIÐABLIKS SIOLALYFIA I Æ BLÁFJÖLLIN Það er ekki amalegt útsýnið ofan af hæstu leitum í Bláfjöllunum. Stólalyftan liðast upp hlíðum Kóngsgilsins, og beint framundan sér á Stóra-Kóngsfell. Skíðamiðstöðin í Bláfjöllum er hið veglegasta hús, og til mikils öryggis ef veður versnar skyndilega. hafí verið að Bláfjöllum á síðustu árum? - Það er erfitt að geta sér til um það og finna út nákvæmar tölur. Það eina sem við höfum í höndun- um eru seldar lyftuferðir, sem gefa kannski nokkra mynd af aðsókn- inni. Árið 1974 voru seldar 117.820 lyftuferðir. 1977 hafði þeim fjölgað í 314,779 og tveimur árum síðar, 1979 voru seldar lyftuferðir alls 1.197,259 eða rúmlega tífalt fleiri en fimm árum áður. Á síðustu árum hefur aðsóknin aukist enn frekar. Það segir meira en lítið um Ný stóla lyfta bráðlega sett upp í Suðurgili hversu áhuginn á íþróttinni hefur stóraukist. Þar fyrir utan eru allir þeir sem koma í Bláfjöll til að ganga sér til heilsubótar annað- hvort á skíðum eða bara á tveimur jafnfljótum, og það er alveg ljóst að á síðustu árum hefur orðið stór- aukning í skíðagöngunni. Fólk skilur að það þarf að... - Hvað með þig sjálfan, ferð þú ennþá á skíðin? - Já, ég fer mikið á skíði og öll mín fjölskylda. Starfs míns vegna sæki ég bæði í Bláfjöllin og í Hvera- dali. Það er ekkert efamál að áhugi á íþróttinni hefur alveg stóraukist. Ég gæti best trúað að nú væri þeir færri sem ekki fara á skíði en hinir. Skýringin? Ég held að hún sé trimmherferð sem landsmenn hafa tekið almennt mjög mikinn þátt í. Fólk skilur, að það þarf nauðsyn- lega að hreyfa sig, og þá helst úti við. Hitt held ég að sé ekki síður skýring á auknum áhuga fyrir skíðaíþróttinni, að hún er ein þeirra íþróttagreina, sem allir geta stundað saman, jafnt ungir sem aldnir. Þetta er líkt og með sundið, öll fjölskyldan getur tekið þátt í þessu. - Þú ert fyrrum íslandsmeistari í bruni. Hvað kom til að sú keppnis- grein lagðist af hérlendis? - Það er alveg óskaplegt fyrir- tæki og um leið dýrt að halda út keppni í bruni. Nú orðið er skylda að brunbraut sé opin í fjóra daga fyrir keppni, til æfinga. Þá er einnig búið að setja mjög ákveðnar örygg- isreglur um aðbúnað brautarinnar og um varnargarða umhverfis hana. Brautir sem uppfylla þessi skilyrði eru ekki til nema á örfáum stöðum í heiminum í dag. Brun var œvintýramennska í gamla daga þegar við stóðum í Hugmyndir um tvo stökkpallaá teikiborðinu þessu, var þetta meira og minna hrein ævintýramennska. Það var ekkert vit í þessu. Við tróðum brautina þegar við gengum upp fjallið og brunuðum síðan beinustu leið niður. Jú, þetta voru nokkuð misjafn- lega langar brautir, en ég man þó eftir að einhverju sinni var ég 2 mín. og 30 sek. niður eina brautina. Við leituðum að brautum uppi um öll fjöll, langt úr alfaraleið. Það var ekkert verið að hugsa út í hvað skyldi til bragðs taka, ef eitthvað brygði útaf keppninni. Nei, þetta var hrein ævintýramennska, enda lagðist brunið af. Menn eru heldur ekkert of spenntir fyrir þessu í dag. Ingemar Stenmark tók þátt í einni keppni og ákvað að koma ekki ná- lægt þessu aftur. - Þú kepptir í bruni á olympíu- leikum? - Jú, það er rétt, í Osló 1952, það gekk stórslysalaust, ætli ég hafi ekki verið í miðri röð. - Nú læturðu þér duga að fara hægar yfir á gönguskíðunum? - Já, þegar ég sé að langar biðraðir eru við lyfturnar þá set ég gjarnan upp gönguskíðin og tek einhvern góðan hring. -lg- fjölsóttasti útivistarstaður landsins an veg í Bláfjöll. Um haustið sama ár var síðan komið fyrir bráða- birgðaskála fyrir neðan Kóngsgil og hann stendur þar enn. 1973 var Iögð raflína þarna uppeftir og reist spennistöð og árið eftir voru settar upp tvær 300 m. langar diskalyftur. 1976 var keyptur snjótroðari og komið fyrir flóðlýsingu en árið eftir var farið út í meiriháttar fram- kvæmdir við að bæta veginn og út- búa bílastæði. 1978 var síðan stóla- lyftan sett upp sem er um 700 metra löng og getur flutt 1200 manns á klukkustund, en lyftan var ekki fullfrágengin fyrr en árið 1979. Það ár var byrjað að undirbúa byggingu skíðamiðstöðvar, aukið við bíla- stæðum og tvær brekkur til viðbót- ar flóðlýstar. Þá var einnig útbúin 3 km. löng göngubraut og hún flóð- Iýst. Á síðustu tveimur árum hefur aðalkrafturinn verið lagður í gerð skíðamiðstöðvarinnar sem hefur miðað mjög vel og verður væntan- lega fullbúin og tekin í notkun nú í mars á þessu ári. Hringvegurinn Önnur aðalframkvæmdin er í sambandi við vegamálin en vorið 1981 hófst Vegagerðin handa við að leggja veg frá Óbrynnishólum við Krísuvíkurveg í Bláfjöll og opna þar með hringveg um Blá- fjallasvæðið. Það sumar var lokið við '/} vegarins, en í fyrrasumar var ekkert hreyft við þessum vegi, en þess í stað farið út í miklar endur- bætur á veginum frá Sandskeiði. Hann var hækkaður á mörgum stöðum og versti farartálminn á leiðinni, brekkan við Rauðu- hnjúka, var tekinn af. Þessar fram- kvæmdir hafa stórbætt aðkomuna inn á skíðasvæðið. Ég veit ekki 1000fm, glæsileg skíðamiðstöð fullkláruð ir um skíðasvæðið í Bláfjöllum? - Bláfjallanefnd hefur látið vinna áætlun um framtíðarnýtingu á svæðinu. Búið er að merkja út lyftustæði fyrir næstu framtíð, en það er einlægur vilji nefndarinnar að koma upp annarri stólalyftu í svonefndu Suðurgili. Sveitarfé- lögin hafa nú samþykkt að ráðast í þessar framkvæmdir og það má telja fullvíst að lyftan verði komin í gagnið fyrir næstu vertíð. Hún verður jafnlöng stólalyftunni í Kóngsgili en líklega eitthvað af- kastameiri. Skíðasvæðið í Suður- gili er ekki eins bratt og í Kóngsgili og því kjörið fyrir þá sem ekki hafa náð fyllstu leikni í skíðaíþróttinni. Með því að koma upp stólalyftu í Suðurgili verður komið á ágætri tengingu milli skíðasvæðanna, en þegar er ágætis tenging við svæðið norðan megin við Kóngsgil, en Kóngsgil er hugsað sem miðpunkt- ur svæðisins, og skíðamiðstöðin því reist þar. Þá er einnig ljóst, að byggja verður betur upp Bláfjallaveginn, og fjölga við bílastæðum. Einnig er stefnt að því að flóðlýsa fleiri brekkur og laga þær til. Hins vegar verður Bláfjallasvæðið aldrei full- komið skíðasvæði fyrr en búið er að koma þar upp stökkpöllum, en þeir eru ofarlega á blaði hjá nefnd- inni. Brýnast er þó að bæta sem fyrst við nýjum lyftum og létta á biðröðum. Göngubrautir Þegar rætt er um skíðaaðstöðu í Bláfjöllum, þá megum við alls ekki gleyma göngufólkinu, en sjálfsagt er hvergi að finna eins ákjósan- legar og fallegar göngubrautir eins og einmitt í Bláfjöllum. Það er al- Hringvegur opnaður á næstu árum Óumdeilanlegaeru Bláfjöllin orðineittstærsta útivistarsvæði landsins. Talið er að um hverja góðviðrishelgi í góðu skíðafæri komi jafnvel yfir 10þús. íbúar höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllin til hollrar útivistar og skíðaiðkana. Þrátt fyrir þann sess sem Bláfjöllin hafa skipað í hugum skíðamanna á undanförnum árum, þá er ekki nema rúmur áratugur frá því að menn fóru fyrstaðhugaað landnámií þessari skíðaparadís sunnlendinga. Það var árið 1970, sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að stefnt skyldi að því að byggja upp skíðaaðstöðu í Bláfjöllum. Víðtækt samstarf tókst fljótlega við næstu nágrannasveitarfélög um að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Stofnaö var til fólksvangs á Bláfj- allasvæðinu, sem heyrir undir Náttúruverndarráð, sem síðan setti á fót sérstaka stjórn yfir fólkvang- inn, svokallaða Bláfjallanefnd. í henni eiga sæti 1 fulltrúi hvers sveitarfélags sem að fólkvanginum stendur, en þáð eru auk Reykja- víkurborgar, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Seltjarnarnes, Keflavík og Selvogshreppur. Öllum kostnaði við // framkvæmd- /// ir í Bláfjöllum /// er skipt á þessi /// sveitarfélög í hlutfalli /// við íbúafjölda þeirra. Fólks '// vangsstjóri í Bláfjöllum er /Þorsteinn Hjaltason, sem skíða- menn þekkja að góðu, en fram- kvæmdastjóri Bláfjallanefndar er Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar, gamalþekktur skíðakappi og margfaldur fslands- meistari og olympíuþátttakandi Til að forvitnast nánar um þró- unarsögu Bláfjallasvæðisins og hugmyndir Bláfjallanefndar, um framtíðarskipulag svæðisins, var Stefán tekinn tali. - Ævintýrið hófst ekki fyrir al- vöru, fyrr en um páskana 1972, þegar Vegagerðin lagði skröltfær- hvernig hefði farið í ölíum þessum snjó í vetur ef ekki hefði verið búið að laga þennan vegspotta. - En hvað um framkvæmdir Stefán Kristjánsson var einn fremsti skíðamaður landsins fyrr á tíð. Þessi mynd var tekin árið 1957, skömmu eftir að hann hafði tryggt sér sigur í stórsvigi áíslandsmótinu. annarra aðila en Bláfjallanefndar á þessu svæði? - Það eru þrjú íþróttafélög sem hafa aðstöðu í Bláfjöllum. Ár- menningar fluttu þangað bæki- stöðvar sínar úr Jósepsdal og eru nú að ljúka við að reisa aðra skíða- lyftu sína á svæðinu. Skíðadeild knattspyrnufélagsins Fram hefur aðstöðu í Eldborgargili norðan megin við Kóngsgil, og hefur reist þar ágætis lyftu í skernmtilegu skíðalandi. Þá hafa Breiðabliks- menn úr Kópavogi alveg nýverið tekið í notkun glæsilega lyftu. Að meðtöldum lyftum Bláfjallanefnd- ar eru nú í Bláfjöllum 7 vandaðar lyftur, þar af er stólalyftan lang- stærst. Einn snjótroðari er til og annar væntanlegur innan skamms. Framtíðarskíðamiðstöð fyrir svæðið sem unnið hefur verið að undanfarin ár, er nú tilbúin, glæsi- legt 1000 fermetra húsnæði. Það er alveg óhætt að segja, að Bláfjöllin eru nú langfjölsóttasti útivistarstaður í landinu. Efitt er að segja til um þann fjölda sem sækir í fjöllin, en það er einhvers staðar á bilinu 5—10 þús. manns sem sækja þangað um hverja helgi sem svæðið er opið til skíðaíþrótta. Frekara landnám - Hvað með framtíðarhugmynd-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.