Þjóðviljinn - 01.02.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Gengið um á bæjarmörkum
Jón Bjarnason göngugarpurog
leiösögumaöurvarekki lengi
aö finna rök fyrir að menn ættu
aðferðast. „Mannskepnan er
gerö til þess aö hreyfa sig. Best
er að ganga í misjöfnu
landslagi. Þáreyniráalla
vöðvalíkamans. Gönguferöir
eru nauðsynlegar fyrir alla og
ekki er þaö verra aö ferðast í
góöra vina hóp“. Undir þessi
orðgetasjálfsagtallirtekið. Þá
erbaraaðkomasérí
föðurlandið og halda út á vit
náttúrunnar.
En hvert skal halda? Fyrir þá
sem búa á höfuðborgarsvæðinu og
næsta nágrenni er úr ógrynni að
velja. Við viljum benda á örfáa fal-
lega staði, suma alveg á þröskuldi
borgarmarkanna og aðra spölkorn
frá þéttbýlinu. Staði sem allt of fáir
láta leið sína liggja um, staði sem
kannski margir vita ekki að eru til.
1.
Esjuna hafa höfuðborgarbúar
fyrir augum sér alla daga, en hvað
skyldu margir hafa gengið á Esju,
eða að rótum hennar? Er ekki
kominn tími til að láta af því verða?
2.
Hengilssvæðið er skemmtilegt
göngusvæði. Þar er m.a. hægt að
skella sér í bað í heitum læk í innan-
verðum Innstadal. Sérstaklega
skemmtilegt svæði fyrir skíðagöng-
ufólk.
3.
Bláfjöllin eru töfrandi staður
fyrir alla sem vilja njóta útivistar.
Ef þið hafið ekki áhuga á skíðaí-
þróttinni, þá getið þið samt sem
áður tekið stólalyftuna upp á efstu
leiti og notið útsýnisins yfir allt
Faxaflóasvæði og austur um allar
sveitir.
4.
Heiðmörkin er paradís á sumrin,
en það er ekki síðra að ganga um í
mörkinni á veturna.
5.
Búrfellsgjá er náttúrundur sem
allt of fáir þekkja til. Stutt göngu-
ferð en ógleymanleg frá Heið-
merkurafleggj aranum.
6.
Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð
er létt til uppgöngu. Þaðan er stutt
að bregða sér yfir í Valaból, sér-
kennilegan hellisskúta.
Allir landsmenn
Garðskagi
^ Búrfellsgjá
Bláfjöll
Hengill
borða Lindusúkkulaði
Framleiðum:
Snjóþotur
úr
mjög sterku
plasti
PLASTIÐJAN
BJARG
HVANNAVELUR 10
SlMI(96) 2-26-72
POSTHOLF 610
AKUREYRI — ISLAND
Skíðahótelið Skíðastaðir
Frá Reykjavík alla föstudaga
Heimkoma sunnudaa
Verft:
Akureyri - Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, um 7km
frá Akureyri, er 1500-1000 m. hæð yfir sjó. Allar
brautirnar eru véltroðnar og flestar flóðlýstar á
kvöldin, 4 skíðalyftur, samtals 2.2 km flytja um
3000 manns á klst.
Fullorðinn I tveggja manna herbergi.............kr. 2.281
Fulloröinn I svefnpokaplássi....................kr. 2.091,-
Barn I herbergi (2-11 ára)......................kr. 1.536,-
Barn I svefnpokaplássi (2-9 ára)................kr. 1.046,-
Barnísvefnpokaplássi (10—11 ára)................kr. 1.346,-
Barn 0-1 árs greiðir kr. 130,-
Innifalið er I verði: Flug, flugvallarskaftur, tveir morgunverðir og
einn kvöldverður (laugardagskvöld).
Hér er nægur snjór og gott skíðafæri frá miðjum
desember og stundum fyrr til maíloka. Fastar
bílferðir, sem taka um 20 mín., eru þrisvar á dag
úr bænum. í skíðahótelinu Skíðastaðir er seldur
matur og veitingar allan daginn. í hótelinu fæst
gisting I herbergjum og svefnpokaplássi, hér er
gufubað og einnig setustofa fyrir gesti. Hér býðst
skíðaleiga og skíðakennsla I hóp- og einka-
tímum.
URVAL
sími 26900