Þjóðviljinn - 01.02.1983, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 01.02.1983, Qupperneq 19
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 veitirylinn OFNASMIÐJA NORÐURLANDS KALDBAKSGÖTU 5, SÍMI (96)-21860 AKUREYRI Nægur snjór og góðar skíðabrekkur á ísafirði. Ferðafélag íslands Feröafélagiö gefur út árbók, sem er innifalin í árgjaldinu. Árbækurnareru ítarlegasta lýsing á Islandi, sem til er. Feröafélagiö gefur út kort af íslandi í mæli- kvaröa 1:750.000. Ferðafélagið skipuleggur feröir um ísland. Ferðafélagið og deildir þess eiga nú 20 sælu- hús í óbyggðum. Feröafélag íslands er félag allra lands- manna. Gangið í Ferðaféiagið og takið virkan þátt í störfum þess. Of fáir koma hingað vestur r segir Reynir Adolfsson á Isaflröi „Viö höfum áhuga á að kynna landsmönnum þá þjónustu og þá aðstöðu sem fyrir hendi er hér á ísafirði. Ferðamenn hafa verið fremur fáséðir hér að vetri til, en við vonum að nú verði breyting þar á“, sagði Reynir Adolfsson, forstöðu- maður Ferðaskrifstofu Vest- fjarða, í samtali við blaðið. Ferðafrömuðir og bæjaryfirvöld á staðnum hafa tekið höndum saman um að samhæfa þjónustu á staðnum og bjóða skíðamönnum og öðrum áhugamönnum um úti- vist uppá hagkvæm ferðatilboð til ísafjarðar í vetur. Enginn ætti að efast um þá ágætu aðstöðu sem er til staðar í Seljalandsdal, en þar verður ein- mitt Skíðamót íslands haldið um nk. páska. Skíðasvæðið er aðeins 3 km frá hótelum bæjarins. Tvær lyftur eru þar auk sérstakrar bamatoglyftu, auk göngubrauta. Einnig er góð göngubraut í bænum sjálfum sem er að stórum hluta upplýst. í ferðapökkunum, sem ísfirð- ingar bjóða uppá, er innifalin gist- ing, flugfargjöld, ferðir til skíða- svæðisins, aðgangur að skíðalyft- um og morgunverður. ,,Eg held að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af að verða veður- tepptir á Isafirði", sagði Reynir. Það er ekki furða þótt spurt sé, þvf að í einu skiptin, sem sagðar eru fréttir frá ísafirði, er það vegna ófærðar. Staðreyndin er hins vegar sú, að það er oftast nær hægt að komast til og frá kaupstaðnum með flugi. Ef stóru vélamar kom- ast ekki, þá er yfirleitt hægt að komast með minni vélum ef mikið liggur við. Nei, menn þurfa ekki að vera hræddir um að teppast hjá okkur. Hitt geta menn líka bókað, að öll þjónusta og aðstaða er hér með mestu ágætum, og það er til- valið fyrir fólk að drífa sig vestur. Hér er ýmislegt skemmtilegt að skoða, landslagið er nýtt fyrir flest- um, því það er langt í frá að allir landsmenn hafi komið hingað vestur á firði, segir Reynir. O.N.A. ofn, rennslismynd ísfirdingar bjóða fyrsta flokks útivistaraðstöðu STEINOLÍUOFNAR • RUNTAL-ofnar eru fram- leiddir úr þykkasta stáli og með lokum, sem jafna hitagjöf og langa endingu. FYRIRLIGGJANDI AFAR HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin SiÖumúla33 simar 81722 og 38125 • Vinna og efniskaup við lagningu RUNTAL-ofna er hagkvæmari. • RUNTAL-ofna er hægt að staðsetja hvar sem er. • Viðurkennd gæðafram- leiðsla • Fljót og góð afgreiðsla. Loka

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.