Þjóðviljinn - 02.02.1983, Síða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1983, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN . Miðvikudagur 2. febrúar 1983 Gætum tungunnar Sagt var: Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar ásaka hverjir aðra um óheilindi. Rétt væri: Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar saka hvorir aðra um óheilindi. (Ath.: Þarna er aðeins um tvenna að ræða.) Kf. Rangæinga: Kynning- arheim- sóknir Fyrir síðustu jól skipulagði Kaupfélag Rangæinga kynning- arheimsóknir fyrir félagsmenn á Hvolsvelli. Stóðu þær í þrjá daga og voru gestir rúmlega 150. Heimsóknirnar voru með sama hætti alla dagana. Komið var saman í aðalbúðinni á Hvolsvelli og þaðan gerðar útrásir í aðrar deildir, svo sem í prjóna- og saumastofuna Sunnu, húsgagna- iðjuna og vélsmiðjuna. Endað var svo með kaffidrykkju í versl- unarhúsi félagsins. Þar fluttu ávörp Pálmi Eyjólfsson,- formað- ur félagsstjórnar og Ólafur Ólafs- son, kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Rangæinga er nú langstærsta atvinnufyrirtæki í Rangárvalla- sýslu og eru starfsmenn þess 170. í tilefni þessara heimsókna var efnt tii vörukynningar í matvöru- búðinni á Hvolsvelli. Þar kynnti Kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ framleiðslu sína, Osta- og smör- salan ýmsar ostategundir og Slát- urfélag Suðurlands kjötrétti. Al- menn ánægja var meðal þátt- takenda með þessa kynningu. - mhg Skák Karpov að tafli - 88 „Litlu leikirnir" hans Karpovs eru frægir. Líkt og Petrosian hugar hann sífellt að því sem sumum finnst smáatriði, s.s. sjónar- mun betri kóngsstöðu, örlitið hagstæðari staðsetningu léttu mannanna, „rétti peðastöðu". Hafið þetta I huga þegar eftir- farandi dæmi frá Sovétmeistaramótinu 1973 er skoðað: Karpov - Kusmin 31. Re2! Rc6 32. Hd6 Df5 33. Rg3 Dd3 34. Hxd5 He6 35. Df4 He7 36. Kh2!Kg8 37. Dxh6 Dc4 38. Re4! - Svartur gafst upp. Slysa- gildra Þjóðviljamenn hafa fengið allmargar kvartanir vegna sætaskipunar í hinum nýju Volvo-vögnum Strætisvagna Reykjavíkur. Þannig hefur verið staðið að yfirbyggingu og innréttingu sæta í vagninn að eitt sætanna virðist vera hrein og klár slysagildra. Er þannig búið um hnútana, að við smávegis hristing, svo ekki sé talað um árekstur, getur farþegi í sætinu oltið framyfír sig með hinum alvarlegustu afleiðingum. Forstjóri Strætisvagna Reykja- víkur, Eirfkur Ásgeirsson, sagði að undanfarið hefði verið tekið á móti 18 vögnum af 20 vagna pöntun til Volvo-verksmiðjanna. Vagnarnir væru yfirbyggðir hjá Bílasmiðjunni í samvinnu við norskt fyrirtæki, VBK, en það er staðsett í Hortén í Noregi. Eiríkur kvaðst ekki vera kunnugur þessu atriði og ekki hafa fengið kvartanir vegna þessa atrið- is. Hann sagði, að þeir aðilar sem byggðu yfir Volvo-vagnana hefðu til þess mikla reynslu, svo það kæmi sér spánskt fyrir sjónir ef í vögnunum væru tilbúnar slysa- gildrur. Allar innréttingar háðar samþykki Bifreiðaeftirlitsins Guðni Jónsson fulltrúi hjáBif- reiðaeftirliti ríkisins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að allar inn- réttingar á almenningsvögnum og langferðabílum, sem ætlaðir væru til flutninga á meira en 10 farþeg- um, væru háðar samþykki Bif- reiðaeftirlit ríkisins. Hann sagði, að það væri því augljóst að sæta- skipan í þeim vagni sem hér greinir hefði verið samþykkt. Guðni sagði, að reglurnar sem giltu yfir almenningsvagnana væru dálítið lausar í reipunum, en það helsta úr þeim sem mætti nefna væri, að ekki mættu vera meira en 5 farþegar á hvern fermetra, farþegasæti mættu ekki í neinum tilvikum vera framar bílstjórasæti og gangvegur milli sæta yrði að vera a.m.k. 30 cm. Ekki væri að finna neinar reglur um sæti sem sköguðu fram á gang- Sætin í Volvovögnunum frá tveim sjónarhólum. Eins og sjá má skaga veginn, eins og myndin sýnir. þau út á gangveginn og farþegi hefur ekkert til að styðja sig við. - -hól. Ljósm.: - Atli. Varnaráætlanir hér tengdar hem- aðaráætlunum — sagði Guðmundur Georgsson í erindi sem hann hélt á fundi SHA síðastliðið þriðjudagskvöld Nokkur undanfarin þriðju- dagskvöld hafa Samtök her- stöðvaandstæðinga gengist fyrir fræðslufundaröð þar sem fengnir hafa verið til að flytja erindi um hinar ýmsu hliðar vígbúnaðar- kapphlaupsins og styrjaldahættu í kjölfar þess, nokkrir valinkunn- ir menn sem mjög hafa látið þessi mál til sín taka. Fræðslufundaröð þessi endaði síðastliðið þriðju- dagskvöld með erindi Guðmund- ar Georgssonar og í erindi sínu, fjallaði hann um kjarnorkustríð,| ekki síst frá sjónarhóli Islend- inga, afleiðingar þess á lífið á jörðinni og hugsanlegar varnir gegn stríðinu. Erindið var haldið að Hótel Heklu. Þeir sem einnig hafa haldið fyrirlestra um þessi mál eru Þorvaldur Ö. Arnason sem fjallaði um hernaðarhyggju, öfl á bak við vopnaframleiðslu, Erlingur Ólafsson og Rósa Steingrímsdóttir sem fjölluðu um vopnaframleiðslu eins og henni er háttað í dag. Hlutfall vopnafram- leiðslu hinna stóru iðnríkja mið- að við framlög þeirra til þróunar- hjálpar. Garðar Mýrdal fjallaði um geislunaráhrif vegna kjarn- orkustyrjaldar. Erindi Guðmunar var eins og áður sagði hið síðast í röð tengd- um kjarnorkuvígbúnaðarmálum og hann var spurður um innihald þess: „Ég fjallaði á breiðum grund- velli um afleiðingar kjarn- orkustyrjaldar og áhrif hennar á mannlífið, ekki síst með tilliti til stöðu íslands. Hugsanleg skot- mörk hér á landi fléttuðust inn í erindi mitt og þá einnig sjónarmi- ð þeirra sem fara með varnir al- mennings hér á landi, þ.e. Al- mannavarna ríkisins. Almanna- varnir hafa uppi ákveðnar áætl- anir ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi, og það er dálítið kyndugt 1 að þessum áætlunum hefur ekki verið dreift til aðmennings. Af þeim spurnum sem ég hef haft af þessum áætlunum, þá munu þær vera mjög í svipuðum dúr og ger- ist í Bandaríkjunum og innihalda að mínu mati visst siðleysi og hernaðarhyggju. Bandarískar áætlanir eru tengdar þeim hug- myndum sem nú eru mjög til um- ræðu, þ.e. bollaleggingum um að háð sé það sem kallað er „árang- ursríkt kjarnorkustríð“. f slíku stríði er allt eins gert ráð fyrir, að í Bandaríkjunum einum muni falla um 20 miljón manns. Sjúk- . lingum og gamalmennum á spít- ölum yrði fórnað ef kjarnorku- stríð brytist skyndilega út, auk þess ýmsum hópum fólks.“ Hvernig getur fólk búið um sig ef til átaka kæmi? Samkvæmt þeim upplýsingum sem Almannavarnir hafa útbúið en ekki dreift, eins og ég gat um, þá er fólki ráðlagt að gera sér skýli, helst í kjallara. Það á að draga að sér vistir til 3-4 vikna, byrgja glugga og sjá til þess að ferskt loft leiki um lungu, og loft- síum verði komið fyrir glugga, hurðir og öll hugsanleg op. Að loknum þrem vikum hið minnsta getur fólk svo aftur farið á stjá, en tekur þó á sig talsverða áhættu. Þessar aðgerðir eru auðvitað góðra gjalda verðar, en þó mjög svo áþreifanlega tengdar þeirri hernaðarhyggju sem ég gat um. I stað þess að taka höndum saman Guðmundur Georgsson: Undarlegt, að áætlanir Almanna- varna komi til kjarnorkustríðs, hafa ekki verið kynntar al- menningi. með þeim öflum sem stefna að raunverulegum árangri í barátt- unni gegn kjarnorkustríði, friðar- hreyfingum þeim sem sprottið hafa upp um allan heim, eru þetta ráðleggingar þeirra sem með almannavarnir fara. Við getum skoðað kjarnorkustríð frá þeim sjónarhóli, að ef varpað sé sprengjum á skotmörk hér á landi, Keflavík og Stokksnes, þá er ekkert sem kemur manni til þess að segja að um aðeins eina tiltekna sprenju sé að ræða; þá má gera ráð fyrir að átök í hafi brytust út, sem hugsanlega gætu skilað flóðbylgjum hingað á land, geislavirk efni bærust hingað með loftstraumum, auk þess sem hí- býli eru þannig úr garði gerð mörg hver að ekki nokkur leið er að búa til úr þeim skýli sem not væri af. Fólki er sagt í ráðleg- gingum að moka til sín jarðefnum upp við glugga. Á móti má spyrja hvernig hægt væri að nálgast þau jarðefni hér á landi þegar allt er gaddfreðið að meira eða minna leyti. M.ö.o. það er mín skoðun og þá er ég kominn að innihaldi er- indis míns, að ekki sé raunhæft að gera því skóna að veið sleppum ef átök brytust út. Mikilvægasta vörnin við kjarnorkustríði er sem fyrr sú, að fólk láti skoðun sína í Ijós og tengist friðarhreyfingun- um, enda hefur það sýnt sig þó oft í smáu sé, að það hefur áhrif.“ -hól. Þrír nýir Goða- réttir Nýkomnir eru á markaðinn þrír nýir Goða-réttir úr lamba- kjöti til viðbótar þeim fimm, sem fýrir voru. Samkvæmt upplýsing- um Steinþórs Þórðarsonar, deildarstjóra, eru hinir nýju réttir kjötbollur, lambasteik og lamba- smásteik. Réttirnir fást bæði í eins manns og þriggja til fjögurra manna skömmtum. Smásöluverð á eins manns skömmtunum er kr. 35.60 fyrir kjötbollurnar, 56,00 kr. fyrir lambasteikina og 43,45 fyrir lambasmásteikina. Eins og þeir réttir sem fyrir voru er kjötið til- búið til neyslu að hitun lokinni. Með fylgja kartöflur, grænmeti og sósa svo sem við á. Steinþór Þorsteinsson sagði að lögð væri á það áhersla að nota aðeins úrvals kjöt í réttina og fyrir fjölskyldur, sem hefðu lítinn tíma til matseldar, t.d. vegna úti- vinnu væri ósennilegt að á mark- aði fyndust ódýrari kjötmáltíðir með sambærilegu matarinni- haldi. Sala á tilbúnum réttum í neytendaumbúðum hefur gengið allvel að undanförnu. Kjöt- iðnaðarstöðin framleiðir einnig tilbúna rétti fyrir mötuneyti og eru þar nú framleiddir hátt í þrjú þús. matarskammtar daglega. - mhg Þeir vísu sögðu Á þeim stundum sem ég óska þess að ég sé ríkur, þá veit ég um leið að ég er orðinn veikur. David Lawrence (1885-1930)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.