Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Allra veðra er von. - Myndin er tekin hátt í hlíðum Öræfajökuls. Ljósm.: J.B. Niðurstöður borunar í Flatey IVIikil setlög - engin olía Þarf að bora niður fyrir 2 km til að komast í olíumyndunarsvæðið Fyrstu niðurstööur kjarnaborholunnar sem gerð var í Flatey á Skjálfanda sl. haust staðfesta þá tilgátu að undir eynni séu allþykk setlög, en borholan er hins vegar langt frá því nægilega djúp til þess að hægt sé að ganga úr skugga um heildarþykkt þeirra. Þau virðast ekki vera líkleg til myndunar eða geymslu olíu, en Orkustofnun sem hafði umsjón með boruninni bendir á, að þörf sé frekari rannsókna á þessum setlögum. Samræma þarf skipulag á leitar- og björgunar málum Nýlega var haldinn í Reykja- vík fulltrúaráðsfundur Lands- sambands hjálparsveita skáta. Landsþing eru haldin annað hvert ár en á milli þeirra fer fulitrúaráðið með æðsta vald í máiefnum sambandsins. í því eiga sæti, auk stjórnar L.H.S., tveir stjórnarmenn frá hverri hinna 16 aðildarsveita. Helstu mál, sem til umræðu voru á fundinum, voru: Fjárhagsáætlun fyrir árið 1983, nefndarálit um drög að stefnuskrá fyrir L.H.S., fjallað var um starfsemi og áætlanir Björg- unarskóla L.H.S. og starfsáætlun ársins 1983 ákveðin. í fundarlok var eftirfarandi á- lyktun samþ. samhljóða: Fundur- inn....“beinir þeim eindregnu til- mælum til Almannavarnarráðs ríkisins að áfram verið haldið vinnu við gerð leitar- og björgunarskipu- lags íslands. - Fundurinn telur að samræmt skipulag á leitar- og björgunarmálum, þar sem farið sé eftir gildandi lögum og reglugerð- um, svo og þeim samstarfssamn- ingum, sem Almannavarnir hafa þegar gert við björgunaraðila í landinu, muni verða til góðs og gera öli viðbrögð við slysum og áföllum öruggari“. -mhg í bráðabirgðaskýrsiu um niður- stöður borunarinnar í haust, sem er nýlega komin út, er talið líklegast að setlagastaflinn undir eynni sé frá ísöld, gróft áætlað 1-2 miljóna ára gamall. í staflanum skiptast, ofan á fín- og grófkornótt setlög, slit- steinn og sandsteinn, en það bendir til þess að sjávarmál hafi verið ó- stöðugt a myndunartímanum. Lífræn efni safnast helst í leirstein, en eiginlegur olíuleir- steinn finnst ekki í kjarnanum frá Flatey. Þau Karl Gunnarsson og Margrét Kjartansdóttir hjá Orku- stofnun sem höfðu umsjón með rannsókninni í Flatey, benda hins 'vegar á, að myndun olíu verður aðeins á ákveðnu dýptarbili, sem ræðst af hitastigi í jarðlögunum og samsöfnun olíu er algengust þar í nánd. Ef marka má hitastigulinn eins og hann er í dag, þarf að þeirra áliti að bora vel niður fyrir tvo km til að komast í olíumyndunarbilið. Holan sem boruð var í Flatey í fyrrahaust var hins vegar ekki nema rúmur hálfur km á dýpt. Ig. „Það má aldrei verða markmið að ríghalda í ítök í flokknum ef breytinga er þörf til að efla samstöðu vinstri manna í landinu. Nú er slíkra breytinga ekki bara þörf ;þœr eru nauðsyn.“ Órói í flokkakerfinu Að undanförnu hefur gætt þró- unar í íslenskum stjórnmálum sem gjarnan hefur verið kölluð upplausn flokkakerfisins. Þau dæmi sem nefnd hafa verið um þessa þróun eru flest til komin vegna áhuga ýmissa hópa um ný framboð til kosninga - og þá væntanlega til þess að tryggja sín- um sérstöku áhugamálum fram- gang. Þannig hafa konur boðið sér- staklega fram til sveitarstjórna; Bandalag jafnaðarmanna mun bjóða fram til þings, og heyrst hefur að rædd hafi verið sérstök framboð umhverfisverndarsinna, fatlaðra, „verkamanna" ogfleiri. Einnig hefur verið nefnt þessu til stuðnings,að í skoðanakönnun- um hefur stór hluti væntaniegra kjósenda neitað að gefa upp af- stöðu sína eða sagst vera ó- ákveðinn. Það er hins vegar ekkert nýtt að órói sé í flokkakerfinu, því svo lengi sem höfundur þessara lína man, hefur það gerst að menn kljúfi flokka og bjóði fram, m.a. vegna þess að ekki hefur tekist að jafna ágreining um menn og mál- efni. Þetta stafar af því, að í stjórnmálaflokkunum hljóta allt- af að vera uppi mismunandi skoðanir, áherslur, og jafnvei koma upp andstæðar fylkingar í ákveðnum málum. Það er því bara rökrétt afleiðing að úr flokk- unum brjótist öðru hverju óá- nægðir hópar sem finnst að þeir hafi orðið undir í baráttunni og að til sjónarmiða þeirra hafi ekki verið tekið nægilegt tillit. Tímabundin afglöp flokksmanna Það er hins vegar í engu sam- hengi við þetta þegar Gunnar Thoroddsen klýfur Sjálfstæðis- flokkinn til að mynda núverandi ríkisstjórn (eða klýfur hann ekki). Þar er gengið í berhögg við vilja allra stofnana þess flokks á óheiðarlegan hátt og það er erfitt að ímynda sér nokkur samtök þar sem ekki yrði litið á slíkt sem formlega úrsagnarbeiðni úr viðkomandi samtökum. En þetta sýnir kannski hve Sjálfstæðisflokkurinn er öflugt borgaralegt bandalag sem setur heildarhgsmuni sína ofar svona tímabundnum afglöpum hóps flokksmanna. Greiðari aðgangur að upplýsingum Sú breyting hefur einnig al- mennt orðið í þjóðfélaginu undanfarna áratugi, að það hefur orðið opnara, þannig að fólk hef- ur greiðari aðgang að upplýsing- um og skoðanaskipti og á- greiningur er gerður opinber. Slíkt er af hinu góða, því það gef- ur fólki meiri möguleika á að mynda sér sjálfstæða skoðun á málefnum en taka ekki eingöngu afstöðu vegna þess að séra Jón heldur henni fram. Hér er um að ræða þróun í lýðræðisátt. / Agreining upp á yfirborðið Stjórnmálaflokkarnir hafa að ýmsu leyti átt erfitt með að laga sig að þessum breytingum. Þar hefur yfirleitt gilt sú regla að á- greiningur fái ekki að koma upp á yfirborðið nema í undantekning- artilvikum. Meira að segja hafa flokkarnir tíðkað þessi vinnu- brögð þegar þeir eru í samstarfi hver við annan hvort sem um hef- ur verið að ræða samstarf í ríkis- stjórn eða sveitarstjórnum. Það hefur þá litið út sem allt sé í góðu lagi og samstarfið ágætt og á- greiningur lítill. Þannig hafa flokkarnir svikist um að skýra það út fyrir stuðningsmönnum sínum hvaða málamiðlanir hafa verið gerðar, hvernig og til hvers. Þess vegna fá flokkarnir það orð á sig að þeir séu allir eins, að það sé sami rassinn undir þeim öllum og þeir svíki allt sem þeir lofa. Opnari flokkur - lifandi hreyfing Nú má segja að tilhneigingar sé farið að gæta í þá átt að opna (Stjórnmálaflokkana meira en Rétur Reim arsson skrifar áður, og verður áhugavert að fylgjast með því hvernig slíkar til- raunir ganga. Alþýðuflokkurinn hafði fyrir ekki löngu forystu um að gera breytingu á lögum flokks- ins, þannig að unnt átti m.a. að vera að mynda sérstök félög innan flokksins og þau gætu þá beitt sér sérstaklega fyrir á- kveðnum málum eða mála- flokkum. Hins vegar hefur ekki orðið breyting á starfi þess flokks, og eftir því sem greinarhöfundur veit best þá hefur ekkert nýtt fé- lag verið stofnað. Það er þess vegna ljóst að breytingar á skipu- lagi eða lögum flokks eða hreyf- ingar er engin trygging fyrir því, að hópar með ákveðnar skoðanir gangi til liðs við þennan sama flokk. Þar verða að koma til á- kveðnar breytingar í skipulagi og ekki síður starfsháttum flokksins. Takist þær breytingar vel, fjölgi því fólki sem kemur til liðs við flokkinn, þá kunna ýmis stefnu- mál hans og áherslur að breytast. Þannig verður stöðug víxlverkun milli nýrra og eldri viðhorfa sem endurspeglast bæði út á við og inn á við í flokknum. Hreyfingin verður lifandi. Slakað á klónni - valddreifing Alþýðubandalagið hefur á- kveðið að reyna að stefna inn á þá braut sem hefur verið lýst hér að ofan. Það fer líka mun gæfulegar af stað en Alþýðuflokkurinn á sínum tíma með því að ræða við hugsanlega áhugamenn áður en til breytinganna er efnt. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir því, hvaða kröfur hinir ótalmörgu vinstri menn sem nú standa til hliðar við bandalagið gera til stefnu þess, skipulags og starfs- hátta áður en nauðsynlegar lag- færingar og breytingar eru gerðar. Þetta er í anda þess lýðræðis sem stefnt er að. Um leið verða þær breytingar sem gerðar verða óhjákvæmilega að leiða til þess að það dragi úr ítökum einhverra stofnana eða einstaklinga í flokknum. Það getur aldrei og má aldrei verða markmið að ríghalda í slík ítök ef breytinga er þörf til að efla samstöðu vinstri manna í landinu. Nú er slíkra breytinga ekki bara þörf; þær eru nauðsyn. 1. febrúar 1983 Pétur Reimarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.