Þjóðviljinn - 16.02.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. febrúar 1983
Mjólk og
mjólkurafurðir
Vaxandi
sala
Sala á mjólk og mjólkuraf-
urðum gekk mjög vel á sl. ári.
Samanlögð sala á nýmjólk, létt-
mjólk og súrmjólk jókst um 1,6%
miðað við árið 1981. Varð hún
rétt um 46,01 milj. Itr., þar af
39,2 milj. ltr. nýmjólk.
Sala á rjóma jókst um 2,6%
Lítilsháttar minnkun varð á jóg-
úrtsölunni en mikil aukning í
skyrsölu. Nam heildarsala þess
1793 lestum og er 10,6% aukning
frá fyrra ári.
Af smjöri og smjörva voru
samtals seldar 1435 lestir,
aukning frá fyrra ári 22,8%. Ost-
asalan jókst um 10%. Innan-
landssala á föstum mjólkurostum
var 1636 lestir. Seldar voru um 70
lestir af mysuosti og tæpar 82 lest-
ir af Kotasælu. Um áramótin
voru birgðir af smjöri tæpar 193
lestir og ostum 740 lestir af
ostum.
- mhg
Skák
Karpov aö tafli — 97
Eftir þrjár skákir i einvígi Karpovs og
Polu var staðan jöfn, allar skákirnar höfðu
endað með jafntefli. Karpov átti dágóða
vinningsmöguleika í 2. einvígisskák, en í
hinum var fremur litið um tilþrif. I 4. einvíg-
isskákinni hafði Karpov hvítt. Þetta var i
raun hin gagnmerkasta skák því skákdálk-
ahöfundar um allan heim töldu Polu hafa
yfirburðastöðu langt fram eftir tafli. Karpov
gaf þó hvergi höggstaö á sér og hafði að
auki ýmislegt í pokahorninu sem hann lum-
aði á, undir lok setunnar. Enn í dag spyrja
menn: stóð Polu virkilega betur eða var
staðan jöfn? Eitt var þó Ijóst: þegar skákin
fór í bið vargreinilegtað Polugajevskí hafði
misst niður þráðinn:
§É§ ®
Éil
§§§§
ÉL íéé
iiax**
b mnm m
ðátaai
abcdefgh
Karpov - Polugajevski
41. b5!
(Biðleikur Karpovs. Rannsóknir sýndu að
stöðu Polugajevskí yrði ekki bjargað.)
41. .. axb5
(41. - Hc5 gengur ekki vegna 42. b6+ Kc6
43. Bd1!! Hxd5 44. Hxd5 og hvítur vinnur
vegna hótunarinnar 45. 3a4 mát. Fram-
haldið gæti orðið 44. - Kd7 45. Ba4+ Ke7
46. c5! o.s.frv.)
42. cxb5 Hc2
43. b6+ Kd7
44. Hd2! Hxd2
45. Hxd2 He5
(Ef 45. - Hxe4 þá 46. Bb5+ Kc8 47. Hc2+
Kb8 48. a6 bxa6 49. Bxa6 He8 50. b7 Re7
51. He2! og vinnur)
46. a6 Kc6
(Eða 46. - bxa6 47. Bxa6 ásamt 48. Hb2
o.s.frv.)
47. Hb2 Rf4
48. a7 Ha5
49. Bc4!
- Laglegur lokahnykkur á frábærlega
tefldu endatafli. Hvítur hótar 50. Ha2 og við
þeirri hótun á Polugajevskí ekkert svar.
Hann gafst því upp. Reglur [ fyrstu hrinu
einvígjanna voru á þá leiö að sá keppandi
sem fyrr ynni þrjár skákir teldist sigurveg-
ari. Staðan: Karpov 1 - Polugajevskí 0.
Ljósmyndarinn í hópnum, Arnar Ólafur Kristinsson með Þjóðviljann.
Hartman.
Einn fór á sjóinn, annar í lögguna
sá þriðji í flugið
...við fórum
á Þjóðviljann
Rætt við fjóra nemendur æfingadeildar
KHÍ sem voru í starfskynningu
á ritstjórn i eina viku
Fjórir piltar úr 9. bekk Æfingadeildar Kennaraháskóla ís-
lands, þeir Olafur Kristinsson, Helgi Hjörvar, Arnar Hartman
og Rögnvaldur J. Sæmundsson, dvöldu alla síðustu viku á Þjóð-
viljanum og kynntu sér vinnubrögð á blaðinu. Starfskynning-
arvikur eru gengnar í garð í grunnskólum á höfuðborgarsvæð-
inu og nemendur fá kærkomið tækifæri til að hvíla sig á námi og
skóla, halda á önnur mið.
Rögnvaldur J. Sæmundsson með Prövdu.
Þjóðviljinn hefur um alllangt
skeið tekið við nemendum úr hin-
um ýmsu skólum og hafa þeir nær
undantekningalaust reynst hinir
prýðilegustu í öllu viðmóti. Þeir
fjórir sem komu frá Æfingadeild
Kennaraháskólans mynduðu
óvenjulega skemmtilega grúppu,
opnir fyrir því sem var að gerast
og sérstaklega léttir í lund. Þeir
voru og athafnasamir í bestu
merkingu þess orðs, fóru á fjöl-
marga staði og tóku efni og
myndir. Einn daginn þegar færi
gafst króuðum við þá af uppi á
kaffistofu blaðsins og tókum við
þá stutt viðtal:
- Samræmdu prófin eru nýaf-
staðin hjá ykkur. Var ekki hcil-
mikil taugatitringur í kringum
þau?
Olafur: „Nei, áreiðanlega
minni spenna en verið hefur.
Menn tóku þessu létt, a.m.k. ég
og sennilega flestir þeir sem
hérna eru. Við vorum prófaðir í
ensku, dönsku, íslensku og
stærðfræði, en þyngri hluti þess-
ara prófa er eftir, vorprófin og
vetrareinkunnagjöfin.“
- Mestum tímanum hefur því
verið varið í að undirbúa nem-
endur undir prófin nú, ekki satt?
Helgi: „Janúarmánuður fór
mestan part í prófundirbúning en
að öðru leyti var ekki gerður
neinn greinarmunur á próffögun-
um og öðrum fögum.“
- Nú er oft talað um að Æfing-
adeildin sé skemmtilegur skóli,
létt yfir henni og frjálslegt. Hvað
getið þið sagt um það?
Helgi Hjörvar. Hann hélt sig mest
við ritvélina. - Ljósmyndir: -
Atli.
Helgi: „Létt? Ég held að Æf-
ingadeildin sé síst af öllu góður
skóli. Nemendur virðast koma
illa undirbúnir í framhalds-
skólana og kunna illa að vinna."
Ólafur: „Ég vil taka það fram
aö Helgi er einn á báti með þessa
skoðun sína. Hann kemur úr
„gamla skólanum".
Arnar og Rögnvaldur taka
undir, Helgi gefur sig ekki og úr
verða snörp orðaskipti...
- Hversvegna völduð þið að
fara á Þjóðviljann?
Rögnvaldur og Arnar: „Til að
kynnast blaðamennsku. Ætli það
hafi ekki verið meginástæöan."
Hclgi: „Úr Æfingadeildinni
ímynda ég mer að flestir hafi farið
á sjóinn, kynnt sér Landhelgis-
gæsluna, einhverjir fóru á togara,
aðrir á bát o.s.frv. Nú, svo vildu
menn kynna sér flugið og hafa
fylgst með störfum manna í flug-
turninum."
Ólafur: „Og nokkrir fóru á
Esjuberg og fengu sér að borða.
Varðandi starfskynningu vil ég
taka fram að ég hefði frekar kosið
að kynna mér starfshætti á Pröv-
du ellegar Washington Post.“
- Hvað hafið þið svo haft fyrir
stafni þessa viku?
Helgi: „Arnar og Ólafur kynnt
u sér ljósmyndun...'1
Rögnvaldur: „En í henni kunn-
um við nú flest fyrir...
Helgi: „Ég og Ólafur fórum á
barnaheimili og spjölluðum við
starfsfólk og börn, létum þá fé-
laga taka myndir o.s.frv.. Þá hitt-
um við að máli Bjarka Elíasson
og áttum spjall við krakka sem
lentu í útistöðum við lögregluna.
Mynd var tekin af Óla með bollu
og Rögnvaldur og ég skrifuðum
myndatexta. M.ö.o., við höfðum
nóg fyrir stafni og þegar stund
gafst spiluðum við bridge og
kana.“
Og þessi orð látum við verða
þau síðustu. Þeir félagar voru svo
drifnir í myndatöku og birtast
þær myndir með þessu viðtali.
- hól.
Franska
visna-
söngkonan
Andréa
syngur
Franska vísnasöngkonan And-
réa hcldur tónleika í Norræna
húsinu á morgun fimmtudag, og
hefjast þeir kl. 20.30. Píanóleik-
arinn Claude Vence leikur undir.
Tónleikarnir eru haldnir á vegum
menningardeildar franska send-
iráðsins og eru miðar til sölu þar
og í Norræna húsinu.
„Andréa, sem bæði semur tón-
list og túlkar, er listamaður sem
ekki fylgir tískustraumum; hún
heldur tryggð við hefðbundna
franska sönglagatónlist og sækir
efni sitt í atburði hversdagsins, í
sannar og einfaldar tilfinningar
eins og ást og umhyggju, í hraðan
flótta tímans. Á næman og kímni-
fullan hátt bregða textar hennar
og tónlist upp myndum úr dag-
lega lífinu.
Píanóleikarinn Claude Vence
er einnig tónskáld og túlkandi.
Hann semur líka eigin Jög og
leikur sjálfur undir á píanó, en
hann er menntaður í sígildum pí-
anóleik."
Bridge
Spil no 1
Þá hefur göngu sína á ný Spil dagsins í
Þjóðviljanum. Lesendum er velkomiö aö
senda inn efni til birtingar í þessum dálki,
sem verður framvegis á virkum dögum í
blaðinu. Leitast verður við að hafa ein-
göngu innlend viöfangsefni, þvi að af nógu
er að taka.
Fyrsta spilið kom fyrir í Flugleiðamótinu,
i undanúrslitunum í leik milli sveita Ólafs
Lárussonar og Alans Sontag USA. Sveit
Ólafs vann 10 stig á spilinu en Sontag sigr-
aði leikinn 25:22 í 16 spilum, þannig að
þetta eina spil gaf tæplega 5% af skor-
uðum stigum sveitar Ólafs:
K8
ÁKD85
ÁK10765
109
D43
G10742
G82
Áttum breytt. Austur opnaði á 1 spaða,
Suður pass, Vestur 4 spaða, Norður
(Olafur) 4 grönd (láglitir), Austur pass,
Suður 5 tíglar, Vestur pass, Norður 6 tíglar.
Allir pass.
Útspil Vesturs var smátt hjarta. Sagnhafi
(Hermann) bað um lítið, tían frá Mittel-
mann, drottning. Tekinn tvisvar tigull,
laufás lagður niður, inn á Suðurhöndina á
smáum tigli, laufgosi út og drottningin kom.
6 tiglar unnir, með einum yfirslag. Noröri
leið ekki allt of vel eftir hækkunina í 6 tígla,
vitandi um hjartaútspilið, en hvað þarf ekki
til á móti svona andstæðinga?
Á hinu borðinu gengu sagnir eins, nema
Sontag sagði 5 grönd (ekki 4 grönd einsog
Olafur) og þarmeð tilkynnti hann Sigtryggi
og Ola Má, að slemman stæði á sín spil,
enda fórnuöu þeir í 6 spaða, sem voru
dobblaðir 500 niður, uppí 940 á hinu borð-
inu.
Gætum
tungunnar
Heyrst hefur: Þessi mál báru
á góma.
Rétt væri: Þessi mál bar á
góma.