Þjóðviljinn - 16.02.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. febrúar 1983
Sigurlaugur Brynleifsson skrifar um bækur
The Agrarian History
of England and Wales.
Volume I. Prehistory.
Edited by Stuart Piggott.
Cambridge University Prcss. 1981.
Hér segir frá búnaðarháttum
þrjúþúsund ára tímabils fyrir land-
göngu Caesars og rómverskra yfir-
ráða á Englandi. Heimildirnar að
þessari löngu sögu eru hvergi
skráðarábókfell, heldurfornminj-
ar og fornminjarannsóknir. Bókin
er sett saman á áttunda áratugnum,
sem ekki var heppilegasti tíminn til
samantektarinnar, vegna mikilla
rannsókna á leifum þessa tímabils
og nýrra og nýrra funda, svo að
allar loka niðurstöður urðu oft á
hverfanda hveli. En hvað um það,
það breytti litlu um megin niður-
stöður þessa skemmtilega og fróð-
lega rits, sem færir snilli og hug-
kvæmni steinaldarmanna nær okk-
ur í tíma og rúmi.
Fornminjarannsóknir beindust
þar að auki ekki að rannsókn á
búnaðarháttum, sem slíkum, svo
að heimildirnar um búnaðardögu
tímabilsins, sem hér er fjallað um
veröa ærið gloppóttar og tilviljun-
arkenndar. Þótt svo sé þá opnuðu
geislamælingar eða C-14 aðferðin
nýtt tímabil í fornminjarannsókn-
um. Nákvæm tímasetning verður
þó ekki ákveðin með þessari að-
ferð og frávikin geta orðið talsverð
Báru ekki áhyggjur
fyrir morgundeginum
Með aukinni meðvitund um um-
hverfi sitt og aukinni sjálfsmeðvit-
und tóku menn að nýta aukna
kunnáttu til meiri mataröflunar
bæði með fullkomnari veiði-
aðferðum og með húsdýrahatdi.
Þessi þróun tók óratíma, um 5500
f. Kr. var allt Bretland þakið skógi
utan hæstu fjalla, landjð var stjál-
býlt, byggt fólki á safnara og veiði-
manna stigi. Af nógu var að taka,
frá því um 6000-3000, en veiði-
tæknin var þá á frumstæðu stigi og
að því er virðist báru menn ekki
áhyggjur fyrir morgundeginum,
menn virðast hafa notað sem styst-
an tíma til veiða tvo til þrjá tíma og
sinntu öðrum hugðarefnum frem-
ur. Fólk skemmti sér, og sama
virðist hafa átt sér stað þegar
steinaldarmenn komust upp á það
að temja dýr og rækta nytjajurtir.
Hugmyndir manna um frumstæð
samfélög fyrir árþúsundum mót-
uðust af samtíma samfélags-
skoðunum um mikinn afrakstur.
Fyrirbrigðið „homo economicus"
er nýrra fyrirbrigði og „þessir karl-
ar, sem allt vissu“ létu hverjum
degi nægja sína þjáningu.
Höfundur fyrsta kaflans Stuart
Piggott varar menn við því, að telja
að breyttir hættir, hér breytingin
frá safnara og veiðimannastigi hafi
hafi verið einskonar „framför“ í
nútíma mati og skilningi á því hug-
taki. Það má minnast orða Colling-
woods: „er hægt að tala um fram-
farir í hamingju, fullnægju og við-
sættanleika við umhverfi sitt?“ Allt
slíkt tal er meira og minna rugl, og
marklaust blaður. Samanburður á
hamingju fólks í íslenskum torfbæ
fyrir 100-200 árum við samskonar
tilfinningu meðal fólks í blokkum
nú á dögum eða slummum er út í
hött. Matið og meðvitundin var
önnur, viðmiðunin einníg.
Pegar Caesar
sté á land
Og síðan hófst blandaður bú-
skapur á Bretlandi, smátt og smátt
jókst jarðræktin, búsmalanum
fjölgaði og afurðirnar urðu meiri.
Það er ekki vitað hvað olli þessurn
breytingum, sumir tala um
landnám fólks frá meginlandinu
eða nýtt samfélagsform sem komið
hefði verið á án aðfluttra. Það er
tekið að brenna skógana til þess að
auka hagana, samskonar háttur og
tíðkaður var í Rússlandi nokkru
eftir Kristsburð og einnig síðar.
Mýrar voru ræstar fram og með
bronsinu og síðar járninu varð
auðveldara unt veiðar og jarðrækt.
Landið byggðist, veðráttan var
hagstæð og þegar Caesar kemur til
Bretlands 43 e. Kr. „var landið
þéttbýlt, byggðin dreifð um allt
landið, húskosturinn rninnti um
nrargt á húsakost Galla og mikill
fjölda húsdýra... Veðráttan er
mildari en í Gallíu...“
Þegar Caesar stígur þarna á land
átti byggðin í Bretlandi sér að baki
3500 ára sögu. Og líf mannanna var
M IN N I N (A H 5 J O t) II K ÍSI.EN/.KUAK Al.l-S DU
SIGFÚS SIGURFIJARTARSON
Minningarkortin eru tilsölu á
eftirtöldum stöðum:
Bókabúð Máls og menningar
Skrifstofu Alþýðubandalagsins
Skrifstofu Pjóðviljans
Munið söfnunarátak í
Sigfúsarsjóð vegna
flokksmiðstöðvar
Alþýðubandalagsins
fjarri því að vera stöðugur þræl-
dómur og ruddamennska, eins og
ýmsir láta í veðri vaka, fólk virðist
hafa haft nægan tíma. Þessi heimur
er nýr af nálinni, það var ekki fyrr
en með Ijósmyndatækni úr lofti,
sem þessi heimur opnaðist forn-
leifafræðingum.
Var ísland byggt?
Byggðin náði einnig til Skot-
lands og eyjanna. Þéttbýlar Bret-
landseyjar, byggð norður í landi og
að því er virðist greiðar samgöngur
bæði á sjó og landi samkvæmt
þeirra tíma mati, hlýtur að vekja
spurningu um mannabyggð norðar
í hafinu. Ef rómversk galeiða hefur
tekið land hér á 4. öld, því gátu þá
ekki aðrir hrakist hingað. Dicuil er
fyrsta skjalfesta heimildin um
byggð manna hér á landi, dvöl
írskra munka, tækni þeirra í sigl-
ingum var á svipuðu stigi og þess
fólks, sem byggði Bretlandseyjar á
tímabilinu 3000-43 e. Kr. Er ekki
fremur líklegt að hér á landi hafi
einnig staðið byggð einhvern
tímann á þessu tímabili? Dicuil get-
ur aðeins munka og Ari fróði
sömuleiðis. Þeir skrifa um sitt fólk
og sama er að segja um heimildir
um byggð norrænna manna á
Orkneyj um, þar fer lítið fyrir frum-
byggjum (Orkneyingasaga). Get-
gátur hafa komið upp um byggð
hér á landi fyrir landnám norrænna
manna m.a. Einar Benediktsson,
Benedikt frá Hofteigi, Árni Óla og
Einar Pedersen á Kleif hafa allir
talið víst að byggð hafi verið hér á
landi fyrir norrænt landnám. Það
virðist í rauninni eðlilegra nú, að
álíta að svo hafi verið en að svo hafi
ekki verið. Því væri mjög forvitni-
legt að athuga með loftljósmynd-
um hvort rústir byggða væri að
finna undir grunnum sverðinum
eða þá að rannsaka nánar þær
minjar og rústir, sem fundist hafa
og beita nútíma aðferðum við þær
rannsóknir.
P. J. Fowler skrifar annan höf-
uðkafla ritsins um síðari forsögu
búskaparhátta á Bretlandseyjum.
Höfundur fjallar um ræktunar-
tæknina, skiptingu landsins í akur-
reinar og um það á hvern hátt frjó-
semi landsins var haldið í jafnvægi.
Einnig er lýst þeim verkfærum sem
notuð voru. Byggingartækninni
eru gerð góð skil, það mátti segja
að hvert hérað hefði sinn hátt á um
byggingar og fór það eftir því
hvaða byggingarefni var nærtækast
og hæfði best veðurfari og öðrum
aðstæðum.
Þriðji höfuðkaflinn er eftir M. L.
Ryder og skrifar hann um búsmal-
ann og þær tegundir sem haldnar
voru, geitur, sauðkindur, nautgrip-
ir, svín, hestar, asnar, fiðurfé og
býflugur.
Búskaparhættir Englendinga
mótuðust í fast form á þessu langa
tímabili. Engilsaxar og Rómverjar
breyttu nokkru, en í höfuðatriðum
varaði frumgerðin allt fram á 17. og
18. öld.
Þetta var mjög fróðlegt rit og
skemmtilegt, eins og áður segir og
opnar nýja heima, þar sem jafn-
vægi var milli manna og náttúru og
fagurt mannlíf blómgaðist.
Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri óskar eftir að ráða sérfræðing í augnlækn- ingum (3’/3 eyktir) við augnlækningadeild sjúkrahússins. Upplýsingar um stöðuna veitir Loftur Magn- ússon, sérfræðingur á augnlækningadeild, sími 96-22100. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra eigi síðar en 30.04.1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri .
Ö ST. JÓSEFSSPÍTALI W LANDAK0TI Hjúkrunarfræðingar Lausar stöður DEILDARSTJÓRI á handlækningadeild l-B. Umsóknarfrestur til 15. mars n.k. Lausar stöður hjúkrunarfræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi: Lyflækningadeild ll-A Barnadeild Gjörgæsludeild Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkr- unarforstjóra í síma 19600, kl. 11-12 og 13- 15.
Starf
veitustjóra
Starf veitustjóra Selfossbæjar er laust til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 7. mars n.k.
í starfinu felst framkvæmdastjórn rafveitu,
hitaveitu og vatnsveitu Selfossbæjar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi tækni- eða
verkfræðikunnáttu.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs, sem jafn-
framt veitir nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn á Selfossi
14. febrúar 1983.
Skjásýn sf.
Myndbanda- og tækjaleiga, Hólm-
garöi 34, sími 34666.
Opið virka daga kl. 17-23.30
Um helgar 14-23.30
Einungis VHS í þokkalegu úrvali.