Þjóðviljinn - 16.02.1983, Blaðsíða 16
y/úmi/ml Aðalsími Þjóðviljans cr 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess 'tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527. umbrot 81285, I jósmyndir 81257. Aðalsími Kvölcisími Helgarsími afgreiðslu 81663
Miðvikudagur 16. febrúar 1983 • Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Stjórnarandstaðan
um vísitölufrumvarpið
Fái
vandlega
meðferð
Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla
að því að vísitölufrumvarpið fái ýt-
arlega og vandlega meðferð á
alþingi, sagði Friðrik Sophusson
varaformaður Sjálfstæðisflokksins
í umræðum um vísitölufrumvarp
forsætisráðherra á alþingi í gær.
Sighvatur Björgvinsson, þing-
flokksformaður Alþýðuflokksins,
talaði í svipuðum dúr um þetta at-
riði en ekki kom fram skýlaus af-
staða þessara flokka til frumvarps-
ins. Þó virðist ljóst af þessum
orðum, að meðferð ntálsins þyrfti
að taka langan tíma í þinginu ef
þeir ráða. Vert er að benda á að
ríkisstjórnin hefur boðað að kosn-
ingar verði eigi síðar en 23. apríl,
sem þýðir að þingrof verði tæpast
síþar en í byrjun ntars.
-óg
Bráðabirgðalögin:
Sjálfstæðis-
flokkurinn
sat
aftur hjá!
Með dyggilegri hjálp Sjálfstæðis-
flokksins í stjórnarandstöðu voru
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
spmþykkt frá neðri dcild alþingis
f'ið þriðju umræðu í gær. Lögin
voru samþykkt með 19 atkvæðum
stjórnarsinna gegn atkvæðum A|-
þýðuflokksþingmanna og Vilmund-
ar Gylfasonar. Sjálfstæðismenn í
stjórnarandstöðu sátu hjá við af-
grciðsluna einsog við aðra um-
ræðu.
Vegna breytinga sem gerðar
hafa verið á frumvarpinu verður
það að fara til einnar umræðu í efri
deild áður en það verður að lögum.
Breytingartillaga frá sjávarútvegs-
ráðherra um að tekin yrðu 5'h%
gengismunur af skreið féll á jöfn-
um atkvæðum 19:19. Mikla athygli
hefur vakið að stjórnarandstaða
Sjálfstæðisflokksins hefur haft mis-
munandi afstöðu til bráðabirgða-
laganna og þegar þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins lýsti í
fyrrakvöld yfir hinni nýju afstöðu
Sjálfstæðisflokksins, hjásetu við
afgreiðslu bráðabirgðalaganna,
var hlegið í þingsölum.
-óg
Framtíðin, málfundafélag Menntaskólans í Reykjavík, varð 100 ára í gær og af því tilefni er margt til gamans
gert. í gær var loftbelgur einn sendur út í geiminn væntanlega með boðskap til framtíðarinnar. Ljósm. eik.
Yísitölufrumvarp forsætisráðherra
Megmmntak þess
er kjaraskerðing
✓ ^
segir Asmundur Stefánsson forseti ASI
„Þetta frumvarp sem nú hefur verið lagt fram á alþingi um
vísitöluna áréttar mjög greinilega það úrræðaleysi þessara
pólitísku forystumanna sem að því standa. Þegar bráðabirgðalögin
voru gefin út í ágúst er leið fylgdu yfirlýsingar um víðtækar
efnahagsaðgerðir sem ekkert hefur bólað á síðan. Það eina sem allt
sýnist snúast um er kaupið og viðbrögð þessara manna eru kröfur
um ítrekaðar kaupskerðingar“, sagði Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ í samtali við Þjóðviljann í gær er hann var spurður álits
á framlögðu vísitölufrumvarpi Gunnars Thoroddsen forsætisráð-
herra.
„Að vísu má segja að út frá sam-
henginu sýnist þetta frumvarp
frekar vera pólitískt sjónarspil
kosningatrúða en tilraun til efna-
hagsaðgerða því það virðist ekki
nokkur reikna með því að frum-
varpið verði afgreitt á þessu þingi
og það gerir málið ekki síður alvar-
legt“, sagði Ásmundurennfremur.
„Megininntak þessa frumvarps
er kjaraskerðing. Pað að nýr vísi-
tölugrunnur verði tekinn upp hefur
ekki sætt andstöðu af hálfu verka-
lýðssamtakanna og hingað til hefur
það strandað á afstöðu atvinnurek-
enda um nýja og aukna skerðing-
arliði. Petta frumvarp sem nú hefur
verið lagt fram tekur í því efni upp
sjónarmið Vinnuveitendasamb-
andsins. Þar er gert ráð fyrir að
í nýju vísitölukerfi verði skerðingar
verulega auknar frá því sem nú er
auk þess sem svigrúm vérði gefið til
að bæta afkomu orkusölufyrir-
tækja sem á venjulegu orðalagi
þýðir að hækka má hita og rafmagn
án þess að fyrir komi bætur í kaupi
launamanna“.
Þá ræddi Ásmundur um leng-
ingu verðbótatímabila úr 3 mánuð-
um í 4 og kvað það út af fyrir sig
vera alvarlegt skerðingaratriði.
„Verðbólgan er nú nálega 5% á
mánuði og það er hverjum manni
ljóst að það er dýrt fyrir launafólk
að lengja biðtímann eftir verðbó-
tum um einn mánuð“, sagði Ás-
mundur Stefánsson.
„Það er rétt að leggja áherslu á
það að vaxandi verðbólga á þessu
ári mundi trúlega að öllu óbreyttu
leiða til um 8% rýrnunar á kaup-
mætti á milli áranna 1982 og 1983.
Því er ljóst að jafnvel þótt frekari
skerðingar komi ekki til er af
stjórnvalda hálfu stefnt að því að
rýra kaupmáttinn nú, meira en sem
nemur rýrnun þjóðartekna, sem af
þeirra hálfu hefur þó alltaf verið
Mótmæli
frá
BSRB
Stjórn BSRB sendi þingmönnum
í gær mótmæli gegn vísitölufrum-
varpi forsætisráðherra og skorar
stjórnin á þingmenn að fella það.
í bréfinu er m.a. bent á að í
samningum BSRB er heimild til
uppsagnar samninga með mánaðar
fyrirvara, ef lög verða sett sem
breyta verðbótaútreikningi.
ABR-fundur í kvöld
Hugmyndir
um nýtt
skipulag
Á fundi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík Hreyfdshúsinu I kvöld
kl. 20.30 mun laga- og skipulags-
nefnd flokksins kynna yfirlýsingu
Alþýðubandalagsins urn leiðir til
þess að skapa samfylkingu vinstri
manna í landinu og birta hug-
myndaskrá um nýtt skipulag
bandalagsins. Af þessu tilcfni efnir
nefndin cinnig til fréttamannafund-
ar í dag.
Á fundinum í kvöld verður
kynntur bæklingur sem nefnist
„Opin hugmyndaskrá um nýtt
skipulag Alþýðubandalagsins -
Hvað þarf til þess að skapa nýja
samfylkingu í íslenskum stjórnmál-
um?“ Bæklingi þessum er ætlað að
vera handbók í þeirri umræðu sem
laga- og skipulagsnefnd hefur verið
falið að efna til innan Alþýðu-
. bandalagsins og við aðila utan
þess. Á fundinum í kvöld mun
Ólafur Ragnar Grímsson alþingis-
maður flytja erindi og félagar úr
framkvæmdahópi laga- og skipu-
lagsnefndar stýra umræðum í starfs-
hópnum.
-ekh
röksemdin fyrir skerðingar-
kröfum“.
Við spurðum Ásmund að lokum
hvort væri að vænta harkalegra
viðbragða frá verkalýðssamtökun-
um gegn þessu frumvarpi. Hann
minnti á mótmæli miðstjórnar ASf
í fyrri viku en sagði sfðan: „Ég hlýt
auðvitað að treysta því að Alþingi
samþykki ekki þetta frumvarp því
það mundi stefna málum í
hliðstæða stöðu og var fyrir kjara-
samningana áriðl977. Slíkt ástand
gæti aldrei staðið til lengdar án
gagnaðgerða af okkar hálfu. Hins
vegar hafa ekki neinar ákvarðanir
verið teknar á okkar vettvangi í
þeim efnum ennþá“, sagði Ás-
mundur Stefánsson forseti Al-
þýðusambands íslands að lokum.