Þjóðviljinn - 16.02.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 16. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi
8.00 Fréttir. Veðurfregnir. Morgunorð:
Rósa Baldursdóttir talar.
9.00 Morgunstund barnanna: „Barna-
heimilið“ eftir Rögnu Steinunni Eyjólfs-
dóttur Dagný Kristjánsdóttir les (8).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón:
Ingólfur Arnarson.
10.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur Mar-
grétar Jónsdóttur frá laugardeginum.
11.05 Létt tónlist Billy Joel, Pointer-
systur, Ramsey Lewis og félagar, John
Martin og Grace Jones syngja og leika.
11.45 Úr byggðum Umsjónarmaður: Rafn
Jónsson.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.30 í fullu Qöri Jón Gröndal kynnir létta
tónlist.
14.30 Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán
Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (3).
15.00 Miðdegistónleikar: íslensk tónlist
Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykja-
vík leikur „Rent“ eftir Leif Þórarinsson;
Mark Reedman stj. / Magnús Blöndal
Jóhannsson leikur eigið verk „Athmos
1“ á hljóðgervil / Nýja strengjasveitin
leikur „Hymna“ eftir Snorra Sigfús
Birgisson / Sinfóníuhljómsveit íslands
leikur „Notes“ eftir Karólínu Eiríks-
dóttur; Jean-Pierre Jacquillat stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Útvarpssaga barnanna: „Ráðgátan
rannsökuð“ eftir Töger Birkeland Sig-
urður Helgason les þýðingu sína (6).
16.40 Litli barnatíminn Stjórnendur: Sess-
elja Hauksdóttir og Selma Dóra Þor-
steinsdóttir.
17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna
Harðardóttir.
17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra
og sjónskertra í umsjá Gísla og Arnþórs
Helgasona.
19.45 Tilkynningar. Daglegt mál. Árni
Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar.
20.00 „Vefkonan“ smásaga eftir Guri To-
dal Þýðandinn, Jón Daníelsson, les.
20.20 „Myrkir músíkdagar 1983“ Tón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Langholtskirkju 27. janúar. Stjórnandi:
Páll P. Pálsson Einleikarar: Bernard
Wilkinsson og Kristján Þ. Stephensen a.
„Octo november" eftir Áskel Másson.
b. Tileinkum eftir Jón Nordal. c. Helg-
istef eftir Hallgrím Helgason. d. „At-
hmos 11“ eftir Magnús Blöndal Jóhanns-
son. e. Óbókonsert eftir Leif Þórar-
insson.
21.40 Útvarpssagan: „Sonur himins og
jarðar“ eftir Káre Holt Sigurður Gunn-
arsson les þýðingu sína (19).
22.40 Iþróttaþáttur Hermanns Gunnars-
sonar
23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson
kynnir.
RUV
18.00 Söguhornið. Umsjónarmaður
Guðbjörg Þórisdóttir.
18.10 Stikilsberja-Finnur og vinir hans.
Erjurnar enda. Framhaldsflokkur
gerður eftir sögum Marks Twains. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.35 Hildur. Fjórði þáttur. Endursýning.
Dönskukennsla í tíu þáttum.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Alsjáandi auga. Áströlsk heimildar-
mynd. Rakin er saga njósna og eftirlits
úr lofti og gerð grein fyrir því hvernig nú
er unnt að fylgjast með hverri hræringu
á jörðu niðri úr flugvélum og gervihnött-
um. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
21.30 Dallas. Bandarískur framhaldsflokk-
ur. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.15 Landnám á Vesturbakkanum. Bresk
fréttamynd um umsvif ísraelsmanna á
vesturbakka Jórdanar og áhrif þeirra á
friðarhorfur og framtíðarvonir Palest-
ínumanna. Þýðandi og þulur Bogi Arn-
ar Finnbogason.
22.45 Dagskrárlok.
Dagsbrúnarverkamaður
skrifar:
Vegna skrifa Gísla Gunn-
arssonar sagnfræðings í
blaðinu okkar Þjóðviljanum,
25/1,1983, vil ég koma nokkr-
um orðum á framfæri.
Það er þá fyrst til að taka að
ég sagði aldrei að Gísli G.
hefði verið að selja sprengi-
blað Hannibals Valdimars- ■
sonar, bónda í Selárdal
vestra, niður í Austurstræti
andspænis Morgunblaðshöll-
inni, með syni hans Ólafi,
fyrrum skrifstofustjóra ASI
og nú bónda í Selárdal í Arn-
Hannibal
Ólafur
Jón Baldvin
Stöndum saman og látum ekki
klofningsframboð villa okkur sýn
arfirði. Hinsvegar var það
bróðir hans, Jón Baldvin
Hannibalsson, margfaldur
flokkaflækingur og uppflosn-
aður skólameistari af ísafirði
við Skutulsfjörð vestra, nú í
fyrsta sæti á lista kratabrodd-
anna hér í Reykjavík. Þið
ruddust þarna fram á vegfar-
endur, þú og Jón kratabrodd-
ur, eins og hvítir storm-
sveipar, við að selja þennan
sprengisnepil þeirra Selár-
dalsfeðga, Hannibals og Co.
Svo það hefur verið í eitthvert
annað skipti, sem þú hefur
verið að selja þennan marg-
nefnda blaðsnepil hans
Hannibals með Ólafi bónda
og varðst frá að hverfa þessari
þokkalegu iðju og fara á fund
Vietnam-nefndarinnar, sem
þú nefnir, og var það ólíkt betra
og þarfara verk fyrir sagn-
fræðinginn að helga sig
óskiptan baráttunni fyrir friði
í Vietnam en að standa í að
sundra íslenskri alþýðu með
sprengiframboði gegn Al-
þýðubandalaginu, flokki, sem
stofnaður var af verkalýðsfé-
lögum innan ASÍ á sínum
tíma. Þetta þokkaverk þeirra
Selárdalsfeðga átti eftir að
hafa alvarlegar afleiðingar
fyrir alþýðu þessa lands á póli-
tíska sviðinu með framhalds-
lífi svokallaðrar viðreisnar-
stjórnar íhalds Og krata, sem
varð þess valdandi, að hér
skapaðist gífurlegt atvinnu-
leysi um land allt og landflótti
þúsunda íslendinga.
Það væri ærið verk fyrii
sagnfræðinginn Gísla Gunn-
arsson að skrifa heila bók eða
bækur um þetta timabil í ís-
landssögunni og það ætti að ,
vera hverjum manni til ævar-'
andi umhugsunar, og ekki síst
sósíalistum, hvað klofningur í
röðum vinstri manna getur
kostað íslenska alþýðu.
Því segi ég enn og nú:
Stöndum saman sem einn
maður með Alþýðubandalag-
inu í væntanlegum þingkosn-
ingum og láturn engin klofn-
ingsframboð villa okkur sýn.
Með félagskveðju.
Þrjár
húsamyndir
í dag birtum við þrjár myndir eftir
jafnmargar stúlkur úr Hafnarfirði og
Reykjavík. Þetta eru allt húsamynd-
ir, Lísa Ólafsdóttir sem er níu ára og á
heima að Flyðrugranda 14 í Reykja-
vík er með mynd af háu húsi og jafn-
háu tréi. Freyja sem er fimm ára og á
heima að Tjarnarbraut 11 í Hafnar-
firði teiknar og litar líka voða fínt hús.
Og svo er það Tinna sem er 7 ára og á
líkaheimaaðTjarnarbraut 11 íHafn-
arfirði. Tinna litar fallega mynd af
gömlum bóndabæ.
T,
' H/xí^a