Þjóðviljinn - 16.02.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 1 Miðvikudagur 16. febrúar 1983
Miðvikudagur 16. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra skipaði
hinn 24. júlí á árinu 1981 sjö
manna nefnd, sem faiið var
tvíþætt hlutverk. Annars vegar
var henni falið að gera tillögur
til ráðherra um samræmingu á
skipulagi í heilbrigðisþjónustu
fyrir aldraða með tilliti til
félagslegra og heilsufarslegra
sjónarmiða. Hins vegar var
henni falið að annast
undirbúning og þátttöku af
íslands hálfu í heimsráðstefnu
um öldrun, sem Sameinuðu
þjóðirnar héldu í Vínarborg í
fyrra.
Nefndin hefur nú skilað skýrslu
til ráðherra og lítur svo á, að störf-
um hennar sé lokið. Hér á eftir fara
nokkur efnisatriði úr skýrslunni.
En rétt er að geta nefndarfólksins:
formaður hennar var Páll Sigurðs-
son, ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis, en Almar
Grímsson, deildarstjóri gegndi for-
mennskunni frá 1. septemberífjar-
veru Páls. Annað nefndarfólk var:
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for-
maður Sóknar, Adda Bára Sigfús-
dóttir, borgarfulltrúi, Gunnhildur
Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri,
Hrafn Sæmundsson, prentari, Pét-
ur Sigurðsson, alþingismaður, og
Pórarinn V. Þórarinsson, lög-
fræðingur VSÍ. Starfskona nefnd-
arinnar var Dögg Pálsdóttir, lög-
fræðingur.
Frumvarp í gildi
1.janúar
Fyrsta verkefni nefndarinnar var
að semja frumvarp til laga um mál-
efni aldraðra, sem hún sendi heil-
brigðisráðherra ásamt greinargerð
og fylgiskjölum þann 25. janúar
1982. Frumvarpið var samþykkt
sem lög frá Alþingi á síðustu dög-
unum fyrir jólaleyfi að gerðum
breytingum, sem nefndin hafði
gert að tillögu sinni. Lögin, sem
bera heitið „Lög um málefni aldr-
aðra nr. 91/1982“ gengu í gildi hinn
1. janúar 1982.
Viðhald húsa
og erfðaréttur
Nefndin hefur gert tillögur til
breytinga á lögum, og mun mörg-
um finnast tillögurnar ansi merkar.
Skulu þær því raktar nokkuð hér.
Nefndin ræddi nokkuð þann
vanda margra aldraðra íbúðar-
eigenda að standa straum af nauð-
synlegum viðhaldskostnaði íbúðar-
húsnæðis. í framhaldi af þeirri um-
fjöllun samdi hún tillögur til breyt-
inga á lögum nr. 51 frá 1980 um
Húsnæðisstofnun ríkisins þess efn-
Stjórnskipaða nefndin um málefni aldraðra gekkst fyrir tveimur ráðstefnum: um aðlögun starfsloka og ellina og undirbúning hennar, þar sem
þessi mynd var tekin.
Stjórnskipuð nefnd um málefni aldraðra:
Frumvarp um viðhald
húsa og erfðaréttur
meðal merkustu gjörða nefndarinnar
is, að heimilt yrði að veita lán
vegna viðhaldskostnaðar og að í
þeim tilvikum er hinn aldraði fær
ekki staðið undir afborgunum megi
fresta þeim þar til eigendaskipti
yrðu á fasteigninni. Myndi lánið þá
falla í gjalddaga og greiðast upp að
fullu.
Nefndin ræddi einnig þann
vanda sem oft blasti við langlífari
maka vegna kröfu erfingja um
skipti. Á þetta einkum við ef einu
eignir búsins eru fasteign sú, sem
makinn býr í, því í þeim tilvikum
hefur iðulega komið til þess að
langlífari makinn hefur orðið að
selja fasteignina til þess að geta
skipt búinu.
Dómsmálaráðherra var sent bréf
með þeim tilmælum að hann beitti
sér fyrir endurskoðun ákvæða
erfðalaga um óskipt bú. í umræddu
bréfi varpaði nefndin fram þeirri
tillögu að sett yrði heimildará-
kvæði í erfðalögin þannig að í þeim
tilvikum, sem skipta er krafist, að
aðaleign búsins er íbúðarhúsnæði
þá geti skiptaráðandi skilið íbúðina
undan skiptunum. Endanleg skipti
á þeim hluta búsins færu þá fyrst
fram við lát hins langlífari maka
eða fyrr ef aðstæður breyttust.
Heimsráðstefna
og aðrar ráðstefnur
Annað aðalverkefni nefndarinn-
ar var að annast undirbúning og
þátttöku af íslands hálfu í
heimsráðstefnu um öldrun, sem
Sameinuðu þjóðirnar héldu í Vín-
arborg 26. júlí-7. ágúst 1982.
Undirbúningur fólst aðallega í
samantekt skýrslu um ástand öldr-
Mikil hreyfing á
málum aldraðra
unarmála á íslandi sem starfskona
nefndarinnar annaðist. Af íslands
hálfu fóru þessi á ráðstefnuna:
Svavar Gestsson, ráðherra, Páll
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Pétur
Sigurðsson, Gunnhildur Sigurðar-
dóttir, SigurðurH. Guðmundsson,
sóknarprestur og formaður þing-
kjörinnar nefndar vegna árs aldr-
aðra, og Dögg Pálsdóttir.
Nefndin skipulagði 2 ráðstefnur í
tilefni af ári aldraðra. Hin fyrri var
haldin 14. maí og fjallaði um að-
lögun starfsloka. Framsögu höfðu
fulltrúar ýmissa aldurshópa, full-
trúar atvinnurekenda og verka-
lýðshreyfingarinnar skýrðu frá sín-
um sjónarmiðum og fjallað var um
starfslok frá félagsfræðilegu sjón-
arhorni.
Síðari ráðstefnan var haldin 3.
september og var hún um ellina og
undirbúning hennar. Var þar ann-
ars vegar fjallað um nýtingu frítím-
ans og hins vegar um heilsurækt og
áhrif hennar.
Munu erindi og umræður á þess-
um tveimur ráðstefnum verða gef-
in út von bráðar.
Önnur störf
Nefndin hefur látið ýmis önnur
mál til sín taka. Þar má nefna að í
tilefni alþjóðaheilbrigðisdags Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar,
sem tileinkaður var ellinni að þessu
sinni, boðaði nefndin til blaða-
mannafundar til að kynna málefni
aldraðra, skipulagði opið hús fyrir
almenning á ýmsum dvalarstofn-
unum fyrir aldraða á Reykjavíkur-
svæðinu og gaf út veggspjald með
einkennismynd alþjóðaheilbrigðis-
dagsins. Þá ritaði nefndin Sam-
bandi slysatryggjenda og mæltist til
þess að reglur þess um ferðatrygg-
ingu yrðu endurskoðaðar þannig,
að tekin yrði upp ferðasjúkra-
trygging.
Af öðrum málum má nefna styrk
á útgáfu ritsins „Þegar ég eldist“
sem Þórir S. Guðbergsson, félágs-
ráðgjafi tók saman, en nefndin
keypti 300 eintök af ritinu og
dreifði á allar heilsugæslustöðvar.
Þá gerði nefndin tillögu til ráðherra
um styrk til þjóðháttadeildar Þjóð-
minjasafnsins til að safna upplýs-
ingum á dvalarheimilum aldraðra
og veitti ráðherra til þessa verkefn-
is upphæð er jafngilti hálfs árs
launum. Þótti vel til takast og hefur
nefndin nú til umfjöllunar beiðni
þjóðháttadeildar um styrk á árinu
1983.
Á fundi nefndarinnar þann 23.
mars 1982 var samþykkt áskorun
til sveitarfélaga þess efnis, að þau
byðu ellilífeyrisþegum aðstoð við
garðhreinsun og vakti í því sam-
bandi athygli á fyrirkomulagi Kóp-
avogskaupstaðar á þessari þjón-
ustu sem er til mikillar fyrir-
myndar.
-ast
Þann 18. desember 1981 var
samþykkt á Alþingi
þingsályktunartillaga um ár
aldraðra þar sem gert var ráð
fyrir, að Alþingi kysi 7 manna
nefnd til að vinna að framgangi
málefna aldraðra. Skyldi henni
ætlað að marka
frambúðarstefnu í heilbrigðis-
og vistunarþjónustu fyrir
aldraða í samvinnu við
stjórnskipuðu nefndina, og
meta þá þörf, sem væri á
brýnum úrbótum í einstökum
byggðarlögum eða fyrir landið í
heild og vinna að undirbúningi
fjáröflunar á þessu sviði.
í nefndina voru kosin: Bragi
Guðmundsson, læknir, Hafn-
arfirði, Guðjón Stefánsson,
verslunarmaður, Keflavík,
Margrét S. Einarsdóttir,
sjúkraliði, Reykjavík, Sigurður
H. Guðmundsson, sóknarprest-
ur, Hafnarfírði, Snorri Jóns-
son, fyrrv. forseti ASÍ, Reykja-
vík, Steinunn Finnbogadóttir,
ljósmóðir, Reykjavík, og Sturla
Böðvarsson, sveitarstjóri,
Stykkishólmi.
Framkvæmdir vegna
árs aldraðra
Á fyrsta fundi nefndarinnar var
Sigurður H. Guðmundsson, sókn-
arprestur kjörinn formaður henn-
ar. Hinn 5. febrúar 1982 héldu
þingkjörna nefndin og stjorn-
skipaða nefndin með sér sameigin-
legan fund og var þar ákveðið, að
hvor nefnd tilnefndi 3 fulltrúa í
undirnefnd sem gera myndi til-
lögur um hvernig verkaskiptingu
nefndanna yrði hagað. Þá var á-
kveðið, að Dögg Pálsdóttir, lög-
fræðingur, yrði einnig starrfskona
þingkjörnu nefndarinnar.
Niðurstaða umræðu um verka-
skiptingu nefndanna var sú, að
þingkjörna nefndin skyldi annast
að mestu leyti framkvæmdir vegna
árs aldraðra innanlands, en sú
stjórnskipaða annast undirbúning
og þátttöku íslands í heimsráð-
stefnu um öldrun í Vínarborg - en
við greinum frá störfum þeirrar
nefndar á öðrum stað í blaðinu.
Ráðstefnur um öldrun
Nefndin undirbjó tvær ráðstefn-
ur - annars vegar kynningar-
ráðstefnu um öldrunarmál fyrir
fjölmiðlafólk og stóð til að halda
hana 29. apríl 1982, en af henni
varð ekki vegna dræmrar þátttöku
fjölmiðlafólks.
í byrjun október var hins vegar
haldin haustráðstefna í samvinnu
við Öldrunarráð og var hún um
öldrunarmál almennt. Á ráðstefn-
una voru fengnir tveir erlendir
fyrirlesarar, þeir Poul Berthold,
ráðgjafi danskra stjórnenda í öldr-
unarþjónustu og Jan Helander,
prófessor. í undirbúningi er útgáfa
erinda þeirra, sem flutt voru á ráð-
stefnunni.
Sýning
á Kjarvalsstöðum
Nefndin stóð fyrir sýningu á
Kjarvalsstöðum í samráði við Óldr-
unarráð í ágúst á sl. ári, þar sem
kynnt var listsköpun aldraðra.
Einkum var þar lögð áhersla á ís-
lenska alþýðulist og listaverk ís-
leifs Konráðssonar kynnt þar sér-
staklega. Um sýningartímann var
einnig haldið málþing þar sem til
umræðu voru málefni aldraðra, og
munu erindi þau sem þar voru flutt
verða gefin út innan tíðar. Undir-
búning sýningarinnar af nefndar-
innar hálfu önnuðust þeir Eggert
Ásgeirsson, Sverrir Kristinsson og
Finnur Fróðason auk Sigurðar H.
Guðmundssonar.
Sýningin þótti takast með af-
brigðum vel og má geta þess að í
undirbúningi er samnorræn sýning
af svipuðum toga og er Sigurður H.
Guðmundsson í undirbúnings-
nefnd þeirrar sýningar.
Kjördæmafundir
Eitt af þeim verkefnum sem
nefndinni voru falin var að koma á
fót undirnefndum til starfa innan
landshluta, kjördæma, heilsugæsl-
usvæða eða einstakra sveitarfé-
laga. Nefndin ritaði bréf til allra
fjórðungsambanda á landinu auk
nokkurra sveitarfélaga þar sem
óskað var eftir að undirnefndir
yrðu kosnar.
Undirtektir fjórðungssamband-
anna voru mjög góðar og víða um
land hafa verið kosnar nefndir til
að sinna málefnum aldraðra.
Kjördæmafundir hafa verið
haldnir á eftirtöldum stöðum: á
Akureyri með sveitarstjórnarfólki
á Norðurlandi, á Egilsstöðum með
fulltrúum sveitarstjórna á Austur-
landi, á Hellu með Sunnlending-
um, í Keflavík með fulltrúum frá
sveitarfélögunum á Suðurnesjum
og á Akranesi með fólki af Vestur-
landi. Enn á eftir að halda fundi á
Sauðárkróki, í Borgarnesi og í
Stykkishólmi. Á fundum þessum
hefur nefndarfólk mætt með kynn-
ingarefni um málefni aldraðra, auk
þess sem heimamenn hafa gert
grein fyrir stöðu mála í umdæminu.
Öldrunarfræðsla
Nefndin fór þess á leit við
heilbrigðisráðherra að hann ritaði
menntamálaráðherra bréf um
möguleika á víðtækari fræðslu um
öldrun en nú er innan skólakerfis-
ins. Eru nú að hefjast könnunar-
viðræður milli fulltrúa skólarann-
sóknadeildar menntaráðuneytisins
og formanns nefndarinnar um
hvernig anda skuii að þessu máli.
Önnur verkefni
Nefndin stóð fyrir útgáfu barm-
merkis í tilefni árs aldraðra. 17.
júní nefndum víðs vegar um landið
var falin merkjasalan og tókst hún
yfirleitt ágætlega. Merkinu var
einnig dreift á heimsráðstefnu um
öldrun í Vínarborg sl. sumar og
vakti þar mikla athygli.
Nefndin vill vekja athygli á því
að um land allt er nú mikil hreyfing
í málefnum aldraðra og áhugi mik-
ill á þessum málaflokki. Má vænta
þess að svo verði áfram, þótt ár
aldraðra sé liðið.
- ast
Þingkjörna nefndin um málefni aldraöra stóð m.a. fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem kynnt var listsköpun
aldraðra. Þar voru listaverk ísleifs Konráðssonar kynnt sérstaklega.
Ritari Alþjóöa leigjendasamtakanna:
Eins og martröð hægri
Af því sem ég veit um húsnæðismál ykkar á íslandi
dreg ég þá ályktun, að hér ríki martröð hægri
stefnunnar. Það hefur alla tíð verið baráttumál
íhaldsflokksins í Svíþjóð að koma öllum í eigið
húsnæði, en þeirri stefnu fylgja mikil félagsleg
vandamál. Ég fer héðan reynslunni ríkari um þessa
martröð og get hugsanlega notað mér hana í
samskiptum mínum við ýmsa hægri aðila í Svíþjóð.“
Sá sem fellir þennan harða dóm
um húsnæðismál íslendinga heitir
Björn Eklund og hann er ritari
Alþjóða leigjendasamtakanna
jafnframt því að vera upplýsinga-
fulltrúi leigjendasamtakanna í Sví-
þjóð. Hann hefur verið ritari al-
þjóðasamtakanna frá 1979 og hafði
áður starfað að ýmsum málum fyrir
þau samtök. Hann hefur því orðið
viðamikla reynslu af málefnum
leigjenda - og húsnæðismálum
mannanna almennt.
Björn Eklund var staddur hér á
landi í vikunni í boði Leigjenda-
samtakanna á íslandi. Leigjenda-
samtökin eru ekki aðilar að Al-
þjóða leigjendasamtökunum, en
Björn sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann, að hann vonaðist til þess að
samtökin yrðu einhvern tíma svo
voldugt afl í íslensku þjóðlífi og
það rík að geta gengið í Alþjóða-
samtökin.
- Hvenær voru Alþjóðasam-
tökin stofnuð?
„Það voru til samtök á öðrum
áatugnum," sagði Björn, „en þau
lognuðust út af í fyrri heimsstyrj-
öldinni. Alþjóðasamtökin voru í
rauninni stofnuð árið 1955 og hafa
starfað óslitið síðan. Samtökin
halda þing sitt þriðja hvert ár og
stjórnarþing á hverju ári. Þar er
skipst á upplýsingum um stöðuna í
hverju landi fyrir sig, aðgerðir og
málefnin framundan.
Nú eiga 9 Evrópulönd aðild að
samtökunum: Danmörk, Finn-
land, Frakkland, Grikkland, ítal-
ía, Noregur, Sviss, Svíþjóð og V-
Þýskaland. Auk þessa höfum við
sterkt samband við Bretland og ír-
land og nú er meiningin að koma á
sambandi við ísland. Þetta eru lítil
alþjóðasamtök og bolmagn því
ekki mikið, og þar sem Svíþjóð er
sterkasta landið í samtökunum er
stjórn samtakanna með sitt aðsetur
þar og blað samtakanna er gefið út
í Svíþjóð. Það kemur út árs-
fjórðungslega. Samtökin reyna
eftir megni að hafa áhrif á stefnu
stjórnvalda í húsnæðismálum og
gera það þá fyrst og fremst í gegn-
um leigjendasamtök í hverju iandi
fyrir sig, eins og gefur að skilja."
- Segðu okkur frá leigjenda-
samtökunum í Svíþjóð. Nú skilst
manni að þau séu nokkuð sterk í
því landi.
„Já, það má sannarlega segja að
afla
þau hafi fengið miklu áorkað.
Núna er t.d. ekki hægt að segja upp
leigjendum nema þeir hafi brotið
þeim mun meira af sér - við höfum
það sterka löggjöf í þessum efnum.
En í upphafi voru þetta veik
samtök og mætti kannski líkja
þeim við ástandið hjá ykkur nú.
Það kom fram mikill áhugi hjá fé-
lagsmönnum samtakanna fyrir 60
árum að byggja sjálfir íbúðir, en þá
var húsnæði afskaplega dýrt og á-
standið vægast sagt slæmt.
Það var farið út í það þá að
byggja íbúðir á samvinnufélags-
grundvelli og hefur það gefist vel.
En fólk eignast íbúðirnar sjálft í
þessu kerfi - borgar lítið út og
greiðir síðan temmilega húsaleigu
næstu áratugina. Okkur finnst það
mikill galli, að íbúðirnar ganga síð-
an kaupum og sölum og þá á allt
Þurfið að
gera
stórátak
í húsnœðis-
málum,
segir Björn
Eklund
öðrum kjörum. Því finnst okkur
vænlegra nú að byggja leiguíbúðir
og það er framtíðarstefnan. Það
hafa verið byggðar 350.000 íbúðir á
þennan hátt. Verkalýðshreyfingin
- LO - sýnir samtökum leigjenda
áhuga og skilning og sambandið er
gott þarna á milli. Þetta styrkir
samtökin óneitanlega mikið.“
- Þú nefndir áðan, að löggjöf
ykkar varðandi málefni leigjenda
væri mjög sterk. Nú höfum við ís-
lendingar einnig sterka leigjenda-
löggjöf, en hún virkar bara alls
ekki. Hver er þá munurinn á ls-
landi og Svíþjóð í þessum efnum?
„Ég held að fyrsta skrefið sé að
efla leigjendasamtök hér á landi. í
Svíþjóð eru samtökin mjög sterk
og við fylgjumst grannt með öllum
þessum málum. Félagsmenn okkar
eru um 630.000 en það eru rúmlega
40 prósent allra leigjenda. Til okk-
ar geta leigjendur snúið sér og við
erum sterk hagsmunasamtök. Það
þýðir ekki að hafa góða löggjöf -
það sem máli skiptir er að fram-
fylgja henni. Og það gera leigjend-
ur auðvitað best sjálfir.
- Hefur þú einhver ráð til
lausnar húsnæðisvanda íslend-
inga?
„Ég er fyrst og fremst hissa á
eignargleði íslendinga í þessum
efnum. Sú stefna, að byggja fyrst
og fremst til eigna skapar auðvitað
augljóst félagslegt misrétti, eins og
þið vitið nú best sjálf. Þetta er einn-
ig gífurlega kostnaðarsamt fyrir
þjóðfélagið. Ég skil ekki að ís-
lenska þjóðfélagið hafi efni á
þessu; mér er nær að halda að svo
sé auðvitað ekki. En þið hagið ykk-
ur eins og allur veraldarauðurinn
sé ykkar.
Þessi mál verða auðvitað ekki
leyst með stökkbreytingu. Ég held,
að sú stefna sem við höfum tekið
upp í Svíþjóð sé sú rétta, en e.t.v.
er það of mikið stökk fyrir ykkur að
fara allt í einu að byggja leiguí-
búðir. Byggingasamvinnufélög þar
sem fólk eignast sínar íbúðir á
löngum tíma sýnist mér að myndu
henta hér betur - til að byrja með
a.m.k.“
Nú dregur Björn Eklund úr pússi
sínu bækling sem ber heitið „Turen
gár til Island“ - eða Förum til ís-
lands. Hann bendir þar á gullvæga
setningu: Á íslandi eru engin hús-
næðisvandræði (þessir bæklingur
1 er upphaflega saminn á dönsku, en
einhverjar upplýsingar hlýtur höf-
undurinn að hafa fengið hér á
landi. Gaman þætti mér að vita frá
hverjum!).
„Mér sýnist nú ástandið svolítið
öðruvísi en greinir hér frá,“ segir
Björn. „Þið þurfið greinilega að
gera stórátak í þessum málum og
þið hafið svo sannarlega alla samúð
mína í þeim efnum.“
ast