Þjóðviljinn - 16.02.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Byltmgln étur börnin sín í lran Stjórnarandstæðingar teknir af lífi í íran. íranskt réttarfar er byggt á trúarlegum kennisetningum klerkavaldsins. - Við viljum skapa þjóðfélag án fangelsa. Hvers vegna skyldi heiðarlegum og guðhræddum mús- limum vera gert að þurfa að fæða glæpamenn, sem ekki eiga annað skilið en að verða sendir til helvítis? - Ofangreind setning er höfð eftir ajatolla Abdel-Karim Mussawi Ardabili, æðstadómara í réttarríki Kohmeinis í fran. í því skyni að létta á hinum yfirfullu fangelsum í landinu hefur klerkavaldið í íran nú látið 1200 guðfræðinga ganga í gegnum skyndinámskeið í hinni guðdómlegu réttvísi, og er þeim síðan gefið dómstólavald hverjum fyrir sig og verður ekki hægt að áfrýja dómum þeirra. Samkvæmt nýlegri skýrslu Amn- esty International um réttarfar, dauðarefsingar og aðbúð fanga í ír- an gáfu írönsk yfirvöld upp að 2444 dauðarefsingum hefði verið fram- fylgt í landinu á seinni helmingi árs- ins 1981. Þeir sem til þekkja í landinu telja að hin raunverulega tala hafi verið um það bil tífalt hærri. Talið er að í írönskum fangelsum séu geymdir um 120.000 fangar, og af þeim sé um það bil þriðjungur í haldi fyrir pólitískar sakir. Afmeyjun í þágu Allah Aðbúnaður í fangelsum landsins er sagður nánast ólýsanlegur, og grimmd sú sem þar viðgengst er talin taka fólskuverkum hinnar hötuðu Savak-lögreglu keisaratím- ans langt fram. Kohmeini æðstiklerkur er kominn á níræðisaldurinn og kunnugir segja að hann hafi ekki lengur yfirsýn yfir það semerað gerast í landinu. Meðal tilgreindra pyntingarað- ferða er þar viðgangast er að brenna menn með straubolta á ilj- arnar og rasskinnarnar. Svipu- höggum er útdeilt í hundruðum eftir duttlungum dómara og eðli meintra afbrota og ekki óalgengt að menn og konur séu dæmd til að líða allt að 700 slík vandarhögg. Séu mæður dæmdar eru börn þeirra gjarnan dæmd til að vera viðstödd refsinguna. Það er refsi- vert að biðja sakborningum griða og yfirlýst samúð með stjórnarand- stöðunni getur kostað líflát. Heim- ildarmenn Amnesty segjast vita til þess að ungum stúlkum hafi verið nauðgað fyrir aftöku þar sem hin íslamska guðfræði leyfi ekki að hreinar meyjar séu teknar af lífi. Ein helsta orsök slæms aðbún- aðar í fangelsum Kohmeinis er hversu yfirfull þau eru. Þannig eru færð dæmi þess að í Salehabad- fangelsinu, sem er fyrrverandi kúa- bú sem breytt var í fangabúðir, er einn bás notaður fyrir 5 fanga. Sagt er frá menntamanni að nafni Ali Attai, en hann sagði í „London Times“ frá því að honum var haldið í 82 daga í 6x6 metra klefa ásamt með 60-80 öðrum föngum eða 2 á fermetra. Sakar- giftin var að hjá honum fundust dreifiblöð stjórnarandstæðinga. Attai sagði að þrengslin í einangr- unarklefunum hefðu verið enn meiri, en þar er mönnum haldið í gluggalausum og salernislausum klefum stundum vikum saman. Þá sagði hann að kvalaópin úr pynt- ingaklefunum hefðu verið algeng, en pyntingatækin hefðu verið svip- ur, rafvírar og vatnsrör. Sjálfur fékk Attai að kenna á svipunni fyrir að hafa leyst augnbindið sem sett var fyrir augu hans. Aftökur fara ýmist þannig fram að menn eru skotnir eða hengdir. Þær eru nú ekki auglýstar eins og áður, og þær eru ekki lengur sýnd- ar í sjónvarpinu eins og átti sér stað skömmu eftir byltinguna. Auk hefðbundinna líflátsdóma fara einnig fram táknrænar aftökur mönnum til hrellingar. Þeir eru þá dæmdir til dauða, látnir þvo sér hinum hinsta þvotti samkvæmt trú- arsiðum og síðan bundnir upp við staur fyrir framan afstökusveit sem skýtur að viðkomandi án þess að hæfa. Amnesty International hefur rakið dæmi um dauðasakir eins og þá sem háskólaborgarinn Omid Gharib var borinn, en hann var tekinn af lífi fyrir að vera „vestrænt sinnaður og reykja Winston síga- rettur". Þá er einnig rakið dænri at' 11 ára dreng sem tekinn var gísl fyrir föður sinn og síðan tekinn af lífi fyrir að vera ókurteis við dóma- rann. Satanískar tilhneigingar Dómar sem þessir eru byggðir á æfafornri guðfræði sem kennd er við „Kisas“ og er réttarbálkurinn frá því fyrir daga Múhameðs. Með- al 109 dauðasynda samkvæmt þess- u,m réttarbálki eru nefndar sakir eins og þær „að sýna satanískar til- hneigingar", „að bera út ósannar fullyrðingar" um stjórnvöld, að sýna merki kynvillu og hvað konur varðar að sýna ótryggð í hjóna- bandi. Á sama hátt og guðfræðin helgar hið sjúka réttarfar í íran helgar hún einnig það „heilaga stríð“ sem Ko- hmeini heyr nú gegn nágrönnum sínum í írak; þar sem börn og gam- almenni eru þúsundum saman send út í opinn dauðann með uppáskrif- uð loforð um eilífa himnavist að launum. Það hefur stundum verið haft að orði að byltingin éti börnin sín. Á fáum stöðum virðist það hafa sannast jafn áþreifanlega og í íran. ólg./Spiegel HöfuS MX-eldfiaugar, sem inniheldur 10 kjarnorkusprengjur. Söguleg stefnu- breyting jafnaðarmanna Vigbúnaðar- kapphlaupið: Ný eldflaug bjargar MX-áætlun Reagans Nefnd sú sem Reagan Banda- ríkjaforseti skipaði til þess að bj arga MX-eldflaugaáætluninni eftir að Bandaríkjaþing hafði hafn- að ’ienni í desember s.l. hefur að sögn New York Tintes komist að þeirri niðurstöðu, að Bandaríkin eigi að koma sér upp nýrri lang- drægri eldflaug, sem sé um helm- ingi minni en MX og beri aðeins eina sprengju í stað 10. Eldflaug þessi á að vera átta sinnum léttari og auðveld í flutningum. Sérstakt farartæki á auðveldlega að geta flutt eldflaug þessa á milli staða, og hefur farartæki þetta hlotið nafnið „Armadillo". Segir blaðið að tæki þetta sé tæknilegt furðuverk sem eigi að geta flutt eldflaugarnar í mikilli skyndingu frá einum stað til annars þannig að illmögulegt verði fyrir Sovétríkin að eyða öllum eld- flaugunum í einu nema með því að ganga svo á vopnaforða sinn að lít- iðeinnig komið fyrir í þeim neðan- jarðarsílóum sem fyrir hendi eru. „dense-pack“ hugmyndin um eld- flaugagarðinn í Wyoming lögð í salt. Reagan segir að þessi aukning kjarnorkueldflauga á landi sé Bandaríkjunum nauðsynleg til þess aðþess að koma á jafnvægi í eld- flaugaforða á landi. Sem kunnugt er vegar 72% af sínum 8800 kjarn- orkusprengjum á landi. Eigi slíkur jöfnuður að nást á landi þýðir það umtalsverða fjölgun kjarnorku- vopna í heild. Síðan kæmi þá vænt- anlega að Sovétríkjunum að fjölga í kjarnorkuvopnaflota sínum á sjó og í lofti í samræmi við birgðir Bandaríkjanna. - ólg. Miklar umræður hafa farið fram í Noregi um afstöðu Norðmanna til hinnar svokölluðu tvíhliða ákvörð- unar Nato um uppsetningu nýrra kjarnorkueldflauga í Evrópu. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Þjóð- viljanum gerði landsstjórn norska verkamannaflokksins sögulega samþykkt um afvopnunarmálin í byrjun þessa mánaðar, þar sem fiokkurinn tók afstöðu gegn stefnu Nato í afvopnunarmálum og boðaði „frystingu“ á framleiðslu kjarn- orkuvopna og að ekki skyldi hafinn undirbúningur að uppsetningu nýrra eldflauga í Evrópu á meðan viðræður um takmörkun kjarn- orkuvopna færu fram í Genf. Þessi ákvörðun er að því leyti söguleg að þetta er í fyrsta skipti sem Verkamannaflokkurinn gerir formlega samþykkt er gengur gegn yfirlýstri stefnu Nato. Norski verkamannaflokkurinn hefur átt mestan þátt í að móta norska utan- ríkisstefnu undanfarna áratugi og hann átti m.a. hlut að því að móta hina svokölluðu tvíhliða ákvörðun Nato frá því í desember 1979. Þessi stefnubreyting flokksins hefur valdið miklum úlfaþyt innan Hægri-flokksins og meðal ráðandi afla innan Nato. Bandaríski sendi- herrann í Noregi lýsti áhyggjunt sínum vegna þessarar stefnu- breytingar, og sama gerði erind- reki Bandaríkjastjórnar, Robert K. German, á blaðamannafundi í bandarísku menningarmiðstöðinni í Reykjavík í síðustu viku. Gro Harlem Brundtland for- maður flokksins lýsti því yfir af þessu tilefni, að Ronald Reagan væri ekki treystandi í samninga- viðræðunum í Genf. Enn meiri átti úlfaþyturinn þó eftir að verða í Noregi þegar utan- ríkisnefnd norska stórþingsins lagði fram skýrslu sína urn af- stöðuna til trfvopnunarviðræðn- anna í Genf og hinna nýju „Evröp- ueldflauga". Þetta gerðist fáum dögum eftir að landsstjórn Verka- mannaflokksins hafði gert sam- þykkt sína. í yfirlýsingu utanríkisn- efndar þingsins, sem m.a. var undirrituð af Gro Harlem Brundt- land og fleiri forystumönnum Verkamannaflokksins, er lýst yfir þveröfugri stefnu. Þar segir meðal annars að „nauðsynlegt sé fyrir bandalagið (Nato) að standa fast við samþykktina sem þá var gerð“ (þ.e. samþykkt Nato frá 12/12 1979). Þegar skýrsla þessi var lögð fram skapaðist algjört öngþveiti á norska stórþinginu og var Gro Harlem Brundtland krafin svara af flokksmönnum sínum um það, hver væri stefna flokksins í þessu máli. Gro Harlem Brundtland gaf þá skýringu, að skýrsla utanríkis- nefndarinnar væri gömul (frá 15. desember) og þau sjónarmið sem þar kæmu fram væru ekki lengur í samræmi við stefnu flokksins. Sagði hún að hér hefði verið um „vinnuslys“ að ræða, og að tilviljun hefði ráðið að skýrslan kom fyrst fram daginn eftir samþykkt lands- stjórnar Verkamannaflokksins. Fagnaðarefni Vinstrimenn í Noregi hafa gagn- rýnt Verkamannaflokkinn fyrirtví- ræðni í eldflaugamálinu, en í nýj- asta tölublaði Ny tid, sem er mál- gagn SV í Noregi, segir Fin Gust- avsen formaður flokksins að sósíal- istum beri að fagna þessari stefnu- breytingu Verkamannaflokksins. „Við eigum ekki að kalla samþykkt landsstjórnar flokksins bómullar- hnoðra, þegar það kann að sýna sig að hún jafngildi anti-kjarnorku- sprengingu", segir formaðurinn. - ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.