Þjóðviljinn - 18.02.1983, Page 3
Föstudagur 18. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Fljótshverfingum bætist í bú
70 fjár af fjalli
frá því í desember
Þeim hefur heldur betur bæst á
fóðrin í Fijótshverfinu í vetur. Síð-
an í desember hafa þeir heimt af
fjalli 70 fjár og mun það allt vera
frá tveimur bæjum.
Þessa fregn, sem flögraði hér inn
á blaðið, staðfesti Kristinn Sig-
geirsson, bóndi á Hörgslandi á
Síðu, í samtali við blaðamann í
gær.
- Þetta fé var í Eystra-Fjalli og
Hvítárodda, sem eru fram af
Grænalóni, sagði Kristinn. Við
vissurn að þarna voru kindur og
síðan í desember erum við búnir að
fara sex ferðir þarna inneftir og
höfum gómað 70 fjár. Teljum við
að nú sé búið að ná því öllu. Sumt
af þessu fé hefur gengið þarna af í
nokkur ár, annað skemmri tíma.
Og þó að það sé ómarkað er ekki
að efa að það er aðeins frá tvemur
bæjum, Rauðabergi og Núpsstað í
Fljótshverfi. Fé frá öðrunt bæjum
er naumast á þessum slóðurn.
Til þess að komast á þessar
stöðvar þarf að fara yfir ána Súlu.
Hún er mjög oft ófær vegna vatna-
vaxta á þeim tíina, sem göngur fara
fram og því verða þessi svæði út-
undan þegar smalað er. Hins vegar
tekur þarna ekki fyrir jörð í venju-
legum vetrum, sagði Kristinn, - en
í vetur mun þá hafa verið jarðlaust
um tíma vegna svella og snjóa.
Féð var ekkert á því að afsala sér
frelsinu fyrir hús og hey og var
harðsótt að handsama það af því,
sem viiltast var, þótt með í förinni
væru sæmilegir fjárhundar. Það lét
sig ekki fyrr en það blátt áfram
uppgafst í fönninni.
En þegar húsvistinni sleppir með
vorinu verða Eystra-fjall og Hvít-
ároddi á sínum stað.
-mhg
Kristín Guðbjörnsdóttir, Elfsabet Þorgeirsdóttir og Guðrún Hannesdóttir
hvetja alla sem vilja finna sér starfsvettvang innan Alþýðubandalagsins í
Reykjavík og kynnast félögum þess að láta skrá sig á féiagsmálanám-
skeiðið, sem hefst þann 23. febrúar. (Ljósm. -Atli)
Vlnnum saman
segja skipuleggjendur félags-
málanámskeiðs ABR
Alþýðubandalagið I Reykjavík hefur auglýst félags-
málanámskeið og hefur það göngu sína í næstu viku.
Þær sem undirbúið hafa námskeiðið eru Elísabet Þor-
geirsdóttir og Guðrún Hannesdóttir og við fengum þær í
stutt spjall.
- Hvers vegna félagsmálanám-
skeið?
„Lítil þátttaka fólks í starfi
stjórnmálaflokka er oft talin vera
vegna þess að innan þeirra er ekki
boðið upp á margt sem höfðar til
venjulegs fólks. Fámennur hópur
tekur ákvarðanir, sem gerir það að
verkum að lýðræöið er óvirkt.
Þjálfun í framsögn og ræðu-
mennsku er nauðsynleg- fólk þarf
aö hafa nógu mikið sjálfstraust til
að geta sagt skoðanir sínar og kom-
ið fyrir sig orði þannig að eftir sé
tekið.”
- Hvernig fer þetta fram?
„Námskeiðið nú verður meö
svipuöu sniöi og það sem konur
efndu til-í fyrra. Það tókst prýðisvel
og góður andi náðist innan þess
hóps. Kristín Olafsdóttir kenndi þá
framsögn og raddbeitingu og hristi
Flugmálastjóri:
Mælt er með
Leifi Magnúss.
Flugmálaráð hefur einróma
rnælt með því, að Leifur
Magnússon hljóti embætti
flugmálastjóra. Leifur hefur
verið formaður flugráðs og
framkvæmdastjóri Fjármála-
sviðs Flugleiða.
fólk saman og Steinunn Jóhannes-
dóttir kenndi raddþjálfun og
spennuslökun og þær verða með
svipaða kennslu nú. Kristín
Guðbjörnsdóttir mun leiðbeina við
ræðumennsku og Vilborg Harðar-
dóttir mun fara yfir undirstöðuatr-
iöi í samningu blaðagreina.
Einnig er ætlunin að fá Einar
Olgeirsson í heimsókn eitt kvöld til
að segja frá sögulegum aðdraganda
að stofnun Ab og einhvern kunn-
ugan til að kynna skiplag og starfs-
hætti flbkksins eins og það er nú."
- Einhver hvatningarorð að
lokum?
„Eins og allt félagsstarf er til-
gangur félagsmálanámskeiða ekki
síst sá að fólk kynnist innbyrðis og
ef það tekst er mikium árangri náð
strax.
Við viljum hvetja flokksfólk sem
hefur ekki fundið sér starfsvett-
vang í flokknum að koma og hrista
af sér sleniö og hræösluna við
ræðupúltið meö því að næla sér í
þjálfun í að standa upp og tala.
Einnig er óflokksbundið fólk, sent
hefur áhuga á starfi Ab velkomið á
námskeiðið,”
Skráning þátttakenda fer fram á
skrifstofu ABR Grettisgötu 3, og
eru væntanlegir þátttakendur
beðnir að skrá sig sem fyrst í síma
17500. Fyrirhugað er að byrja
miðvd. 23. febr. og vera I sinni í
viku næstu 6 vikur.
ast
Samtök herstöðvaandstæðinga
Frabær skemmtiatriði - engin ávörp.
Fram koma m.a.:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ásamt nokkrum félögum úr Vísnavinum.
Bergþóra Árnadóttir og Bakkabræður.
Tóms Einarsson, Eyþór Gunnarsson og féiagar sjá um jassS^cX
Svavar: þá tíma viljum við ekki sjá aftur.... A innfelldu myndinni er verið að glugga í yfirlýsingu frá
Alþýðubandalaginu sem Svavar dreifði á fundinum. Myndir -eik.
efna til ÁRSHÁTÍÐAR föstudaginn
18. febrúar kl. 22 í Hreyfilshúsinu.
Bergþóra Vísnavinir
Tómas
Hættan á atvinnu
leysl alvarlegust
sagði Svavar Gestsson á vinnu-
staðafundi í Landssmiðjunni í gær
- Alvarlegasta hættan sem
steðjar nú að íslcnsku þjóðinni cr
hættan á að atvinnuleysi það sem
fer sívaxandi í nágrannalöndum
okkar nái einnig til Islands, sagði
Svavar Gestsson félagsmála-
ráðherra á vel heppnuðum vinnu-
staðafundi í Landssmiðjunni í gær.
Sagði Svavar að á síðustu 10
árum hefðu 17000 ný atvinnu-
tækifæri verið sköpuð hér á iandi,
• þar af 3000 í frystiiðnaðinum. Sam-
dráttur í veiðum og þjóðarfram-
leiðslu síðastliðið ár og á þessu ári
hefði hins vegar í för með sér að
framboð á nýjum atvinnutækifæ-
rum mundi dragast mjög saman ef
ekki væri að gert.
Sköpun nýrra atvinnutækifæri
gerist ekki af sjálfu sér, til þess þarf
skipulagningu og markvissa stefnu,
ekki síst í aðsteðjandi efnahag-
svanda.
Nefndi Svavar sem dæmi, að það
hefði verið stefna Sjálfstæðis-
manna að láta leggja niður ríkisfyr-
irtæki eins og Landssmiðjuna.
Stefnu þeirra hefðu menn séð í
framkvæmd í Bretlandi, þar sem
vaxandi atvinnuleysi mætti meðal
annars rekja. til þess að ríkisfyrir-
tækjum hefði verið lokað á undan-
förnum árum í stórum stíl.
- Hvað ætla Sjálfstæðismenn að
gera við það fólk, sem rnissir
atvinnuna þegar hin svokölluðu
„frjálsu markaöslögmál” fá að ráða
óheft í íslensku atvinnulífi?, spurði
Svavar.
- Jú, þeir hafa eitt svar við því.
Þeir ætla sér að veita leyfi fyrir stór-
auknum umsvifum bandaríska
hersins á Keflavíkurflugvelli og í
Helguvík. Hver man ekki þá tíma
þegar bíóminn af íslenskum vinnu-
krafti sótti atvinnu til Ameríkana í
Keflavík af því að ekki var aðra
vinnu að hafa hér á landi? Þá tíma
viljum við ekki sjá aftur. Því er
vinstrimönnum og verkalýðs-
sinnum brýn nauðsyn að snúa nú
bökum saman gegn þeirri sókn sem
nú væri hafin gegn íslenskri félags-
hyggju og íslenskri atvinnustefnu.
I framhaldi þessa var Svavar
m.a. spurður, hvers vegna svo
Rauði kross íslands
Rauði kross íslands stendur fyrir
málþingi á morgun laugardag um
mannréttindi og mannúðarlög. Þar
munu verða flutt framsöguerindi
um efnið en að þeim loknum verða
umræður sem Friðrik Páll Jónsson
fréttamaður stýrir.
Málþingið hefst kl. 13.15 með
ávarpi Benedikts Blöndal for-
manns RKÍ. Þá mun Guðmundur
Eiríksson þjóðréttarfræðingur
ræða um Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna og Þór Vil-
hjálmsson mun spjalla um Mann-
miklar væringar væru nú á niilli Al-
þýðubandalagsins og Framsóknar-
flokksins. Nefndi Svavar þar til
málefnalegan ágreining, og þá
einkum að Alþýðubandalagið gæti
ekki staðið þegjandi undir þeim fá-
heyrða áróðri, sem nú væri hafður
uppi hvarvetna og ekki síst í mál-
gögnum Framsóknarflokksins,
þess efnis að hið háa raforkuverð
hér á landi væri sök Alþýðu-
bandalagsins, þar sem það vildi
ekki semja um hærra verð til ál-
versins í Straumsvík.
Fleiri mál bar á góma, svo sem
endurnýjun á húsakosti Lands-
smiðjunnar, fyrirhugaða skipa-
viðgerðarþjónustu í Reykjavík,
kjördæmamálið, vísitölumálið og
fleira. Fékk ráðherrann góðar
undirtektir í fundarlok.
- ólg.
réttindasáttmála Evrópuráðsins.
Gunnar G. Schram mun því næst
kynna tillögur stjórnarskrárnefnd-
ar um mannréttindaákvæði og Páll
Sigurðsson ræðir um Genfarsátt-
málana.
Að loknu kaffihléi mun Ólafur
Mixa ræða um stöðu heilbrigðis-
stétta á ófriðartímum, Hrafn
Bragason ræðir um Amnesty Int-
ernational en að hans erindi loknu
munu fyrirlesarar sitja fyrir
svörum.
-v.
Málþing um mann-
réttmdi og lög