Þjóðviljinn - 18.02.1983, Page 5
Föstudagur 18. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Er þetta það sem koma skal? Skipulagstillaga að miðsvæði Háskólans, þar sem m.a. er gert ráð fyrir stórri tjörn, þar sem aðalvarplendi tjarnarfuglanna er.
Vatnsmýrinni drekkt?
Fríðlýsingu varplendisins stefnt í voða, segir í bókun Alþýðubandalagsins
Fylgirit
með
Keldna-
samningnum
„Ég tel tæpa tvo mánuði allt ol
skamman tíma til þess að koma
fram viðunandi breytingum á
þessari skipulagstillögu og prjög
óeðlilegt að undanskilja ekki
friðland fugla í Vatnsmýrinni
þegar Háskólanum er mörkuð
endanlega lóð“, sagði Álfheiður
Ingadóttir m.a. í umræðum í
borgarstjórn s.l. fimmtudag um
Keldnasamninginn.
í fylgiriti með samningnum er
yfirlýsing um lóðamál Háskólans
sem borgarstjóri og menntamála-
ráðherra undirrita og er þar m.a.
að finna ákvæði um að Háskólinn
fái 39 hektara lóð í Vesturbænum
og nær hún með Hringbraut
austur að Njarðargötu og suður
eftir henni að Skildinganeshól-
um. Þá er ákvæði um að skipu-
lagstillaga að miðsvæði Há-
skólans verði afgreidd fyrir 1.
apríl n.k.
„Þessi tillaga hefur legið óaf-
greidd í tæp tvö ár og það er ljóst
að það hefur ekki verið ríkjandi
nein ánægja með hana og enginn
haft áhuga á að santþykkja
hana“, sagði Álfheiður. „Henni
þarf að breyta en slíkar breyting-
ar eru seinunnar, enda er það
arkitektastofa úti í Finnlandi sent
við er að eiga og allar breytingar
þarf auðvitað að staðfesta í Há-
skólaráði.
Ég tel einnig að Náttúruvernd-
arráð og umhverfismálaráð
verði að fjalla um tillöguna, þar
sem hún gerir m.a. ráð fyrir því
að 4 hektara skák í Vatnsmýri,
sem er mikilvægt varplendi tjarn-
arfuglanna verði drekkt í stórri
tjörn. í yfirlýsingunni segir
aðeins að í þessu sambandi „at-
hugist afmörkun friðlands fugla í
Vatnsmýri", og það tel ég alger-
lega ófullnægjandi. Umhverfis-
málaráð og borgarráð eru fyrir sitt
leyti búin að ákveða að friðlýsa
þessa skák og hún er kornin á
Náttúruminjaskrá. Það er því
óskiljanlegt að nú eigi að fara að
afsala þessu landi til Háskólans,
ekki síst ef litið er til skipulagstil-
lögunnar."
I borgarstjórn lögðu fulltrúar
Alþýðubandalagsins til að frestur
til að afgreiða skipulagstillöguna
að miðsvæði Háskólans yrði til 1.
júní n.k. og að umrædd 4ra hekt-
ara skák í Vatnsmýri yrði undan-
skilin í lóðafyrirheiti til Háskóla
íslands. Þessar tillögur hlutu ekki
stuðning. í bókun Alþýðubanda-
lagsins kentur nt.a. fram að
íriðlýsingu varplendisins sé stefnt
í voða með því að borgin afsali sér
þessu landi.
sjónarhorn
„Um skjáleiki sagði yfírherlæknir
Bandaríkjanna, að þeir orsökuðu
afbrigðileika í hegðan barna, enda
snérust þessir ieikir um að einangra,
drepa og eyðileggja“
Skjáleikir
Leikið við dauðann
Mjög var tónninn í málinu
brúðar sár:
Hefurdu gengið þeim á hönd
sem fara med fals og dár
- til hvers var þá að þrauka
í þúsund ár?
Þjóðunn mœlti: í öll þessi ár
ég sal að bragasjóði
og var þó kúguð í friði
- tiú veit ég að stríð er gróði
og frelsið arður af auði
en ekki Ijóði.
Þessi tvö erindi úr Sóleyjar-
kvæði Jóhannesar konta í hugann
þegar fréttir berast af frantgangi
nútímahernaðaráætlunar heims-
valdsstefnúnnar bandarísku.
Hún geysist nú enn eina ferðina
um heimsbyggðina og boðar okk-
ur aflausn. Þeir sem ekki hafa
tekið trúna geta nú öðlast eilífan
sannleika. Þeir sem þjakaðir eru
af þrotlausri ágengni kapitalism-
ans öðlast nú eilífan frið. Með
skjávæðinguna (videovæðing-
una) að vopni skal nú fagnaðarer-
indið boðað á grundvelli smá-
skammtakenningarinnar, sem nú
fyrst rneð þessari nýju tækni rnun
sanna ágæti sitt.
Þótt sjónvarp og útvarp hafi
leikið þýðingarmikið hlutverk í
útbreiðslu upplýsinga hvers kon-
ar, þá hefur nauðsynleg fjár-
festing í tækjum og búnaði þeim
tilheyrandi verið það rnikil að
eðlilegt hefur þótt að forusta hins
opinbera komi til. Og þótt margir
hafi réttlætt opinbert frumkvæði
á menningarlegum forsendum,
þá er nú ljóst, að nú þegar skjá-
tæki ýmiskonar fást orðið fyrir til-
tölulega lítið fé, að forsendan
hefur í raun verið fjárhagslegs eðl-
is, þvílík er nú orðin útbreiðsla
skjátækja. En hvert stefnir í þess-
urn efnum veit enginn enn, því
stjórnvöld standa ráðþrota
framrni fyrir boðberum ótak-
markaðs einstaklingsfrelsis og
þora ekki að grípa til samræmdra
aðgerða gegn þeim.
Þótt mikið sé nú rætt og ritað
um „misnotkun" skjábandatækja
hér á landi, og sérstaklega bent á
neikvæð áhrif þeirra á börn og
unglinga, þá komast þau vart í
samjöfnuð við fjöldaframleidd
skjáleiktæki. Hér er um að ræða
tæki sem veita fólki nokkurra
mínútna afþreyingu fyrir ákveðna
upphæð. Tækin eru m.a. að
finna á sérstökum leiktækjastof-
um og endurspegla mörg þeirra
svo óhugnanlegt lífsviðhorf að
stjórnvöld ríkja sem hafa orðið
fyrir barðinu á áróðri leiktækj-
anna hafa gripið til þess ráðs að
banna þau alfarið. Meðal þessara
landa eru Singapore, Philipseyj-
ar, Indónesía og Malasía.
Þegar gripið var til banns í Mai-
asíu voru talin í landinu 1.614
skjáleiktæki af því tagi sern að
ofan greinir. Þetta samsvarar því
að um 8.300 ntanns hafi verið um
hvert tæki. Þótt hæpið sé að bera
saman ísland og Malasíu, þá
rnyndi sami hlutfallslegi fjöldi
slíkra leiktækja hér á landi vera
um 28 tæki. Ekki kæmi á óvart
þótt þau væru þetta mörg í
landinu, og því þarf engan að
undra þótt áhrif þeirra gætu verið
mikil. Ef marka má sjónvarpsvið-
tal sem Stundin okkar hafði við
ungling frá Keflavík á leiktækja-
stofu í höfuðborginni, þá er á-
stæða til að stjórnvöld uggi nú að
sér í þessu máli.
f Malasíu, þessu landi 13,5
miljóna manna, var gripið til
aðgerða gegn skjáleiktækjum
eftir að stærstu neytendasamtök
landsins settu fram kröfu um
bann. f rökstuðningi með bann-
kröfunni kom m.a. frant:
• Fjöldi skólafólks og jafnvel
fullorðinna hefur gerst svo
háður skjáleikjum að áhrifa
gætir við nám og vinnu.
• Leikir þessir hefja til skýjanna
ofbeldi, eyðileggingu, geim-
stríð, dráp og kappkeyrslu. Og
þessi fyrirbæri hafa slæm áhrif
á andlegan télagslegan og
menningarlegan þroska barna
jafnt sent fullorðinna. Sem
dænii má taka leik sem býður
manni að aka hratt eftir vegi
sem á er fjöldi fótgangandi
vegfarenda. Markmiðið er að
aka niður sem flesta vegfar-
endur. Fyrir hvern dauðan
birtist kross á skjánum.
• Algengt er að einn leikur á
skjátæki kosti 40 cent hverju
Ásmundur
Ásmunds-
son skrifar
sinni. Þar sem leikir þessir eru
vanabindandi þá tapast oft allt
að 10 dollurunt á nokkrum
klukkustundum.
• Börn geyma matarpeninga
sína, sem þau hafa með sér í
skóla á degi hverjum, til að
geta leikið skjáleiki. Þau
svelta því til að safna fé í skjá-
leikiahítina.
• Skjáleikjaæðið hefur valdið
því aö þeir sem háðir eru
leikjunum stela fé til að geta
leikið sér. Á árinu 1979 voru
1.656 Hong Kong-búar sent
voru yngri en 19 ára teknir
fastir fyrir að stela til að geta
svalað skjáleikjafýsn sinni. Þá
hafa leikirnir örvað veðntál
meðal unglinga, með þeim
hætti að veðjað er meðan
aurar endast.
• Með vaxandi tilkomu skjá-
leikja má reikna með að ýmsir
leikir sem eiga- sér fótfestu í
menningararfleifð þjóðar víki
fyrir þessum nýja vágesti.
Um skjáleiki sagði yfirher-
læknir Bandaríkjanna, að þeir
orsökuðu afbrigöileika í hegðan
barntt enda snérust þessir leikir
um að einangra, drepa og eyði-
leggja. Hann taldi að leikirnir
gætu örvað viðbrögð sem síðar
ættu eftir að gerast í raunveru-
legu lífi. - En vegna mikilla hags-
ntuna framleiðenda í Bandaríkj-
unum vttr ntanni þessum, sem
heitir Everett Koop, gert að bera
allt til baka, enda leikur sterkur
grunur á að bandaríski herinn
noti skjáleiki til að örva hermenn
til dáða. Leikir eins og PAC-
MAN og Battle Zone eru taldir
krefjast allra hinna kórréttu
viðbragða, sent þarf til að eyða
andstæðingi svo vitnað sé í opin-
bert málgagn bandaríska fót-
gönguliðsins, Soldier. Þar segir
að leikir þessir fylli í alvarlegar
eyður þjálfunaráætlana, og að
skjáleikir eigi sér framtíð í fót-
gönguliöinu („video games have
a future in the Army“). - Það er
verðugt umhugsunarefni að
drengurinn sem Stundin okkar
tók tali hafði mest dálæti á
leiknum PAC-MAN og nefndi
háar upphæðir sem hann eyddi til
að eiga stefnumót við þennan vin
sinn. Hann gæti e.t.v. einhvern
tíma mælt sent Þjóðunn: „nú veit
ég að stríð er gróði og frelsið
arður af auði eri ekki ljóði“.
Byggt aðallega á
Multinational Monitor des. 1982
Ásmundur Ásmundson.
Ásmundur Ásmundsson verk-
fræðingur í Kópavogi. Hann hefur
tekið lifandi þátt í félagsstarfi
hvers konar og oftsinnis skrifað
greinar í Þjóðviljann.