Þjóðviljinn - 18.02.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Side 7
Is/<*SHU& 'Einmí ísiensHa lelð J atvlnw - SÍÐA 7 Föstudagur 18. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN „Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa það vel í huga að stefna og starfshættir, baráttumark- mið og skipulag flokksins, eru samtvinnuð og verða ekki sund- urskilin“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður m.a. í erindi á félagsfundi hjá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík í fyrra- kvöld, þar sem hugmyndir laga- og skipulagsnefndar um breytt skipulag bandalagsins og yfirlýs- ing flokksins að því tilefni voru til kynningar. í'ors/* . kal/afr n a Þess ð*r eftir **to£sr?‘V/Spw stJórn. Alþýðubandalagið í Reykjavík fjallar um hugmyndir að nýju skipulagi bandalagsins: NYSKÖPUN I SKIPULAGI OG ÖLLUM STARFSHÁTTUM sagði Olafur Ragnar Grímsson alþingismaður m.a. í erindi sínu Ólafur Ragnar sagöi að það yrði að vera meginregla í störfum sósíalískrar hreyfing- ar að nýsköpun í skipulagi og starfsháttum væri stöðugt í gerð. Saga sósíalískra hreyf- inga sýndi að stirnuð skipulagsform og úr- eltir starfshættir hefðu oft valdið einangrun ogvaldaafsali íhendur borgarastéttarinnar. Sífelld endurskipulagning Sósíalískir flokkar og sósíalískar hreyf- ingar hafa í sífellu verið að endurskipu- leggja sig og starfshætti sína. Sem dæmi urn það tók Ólafur Ragnar þau þrjú tímabil sem greina mætti í þróun þeirra. I fyrsta lagi síðustu áratugi 19.aldarinnar og frarn til áranna fyrir fyrri heimsstyrjöld. Þá mynd- uðust ýmsir sprotar hinna miklu fjöldahreyf- inga launafólks sem síðar komu fram. Laustengd og án mikils samhengis spruttu upp málfundafélög, klúbbar, og verka- mannahópar, samtök sjómanna o.s.frv., en meginátök þjóðfélagsmála snérust enn í kringum baráttu borgarastéttar og aðals. A fyrstu áratugum 20. aldarinnar hefst síðan annað skeiðið þegar margvíslegar fjöldahreyfingar myndast með verkalýðs- hreyfinguna í broddi fylkingar og áhrifaafl í þeim flestum. Póiitískir fjöldaflokkar spruttu upp af þessum grunni en innan þeirra hófust átök, sem kristölluðust á ís- landi í stofnun Kommúnistatlokksins 1930, og síðan í sameiningu gegn fasistahættunni 1938 nreð stofnun Sósíalistaflokksins, sam- einingarflokks Alþýðu. Þriðja tímabilið er síðan eftirstríðsárin, þ.e.a.s. frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram að 1970, þegar þeir flokkar sem spruttu upp úr verkalýðshreyfingunni urðu ráðandi og mótandi afl víða um lönd og fóru að taka þátt í margvíslegum mála- miðlunum. Uppbrot á 8 ára fresti Ólafur Ragnar rakti það að nýir flokkar, ný skipulagsform, samruni flokka og skipu- lagsleg viðbrögð við aðsteðjandi vanda hefðu komið upp að jafnaði á átta ára fresti á íslandi frá 1916 til 1970 í þeirri pólitísku hreyfingu sem tengd væri baráttusögu verkalýðshreyfingarinnar. 1916 var Al- þýðuflokkurinn stofnaður, 1930 Kommún- istaflokkurinn, 1938 Sósíalistaflokkurinn, 1942 var skilið á milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambands íslands, 1956 stofna Málfundafélag Jafnaðarmanna og Sósíal- istaflokkurinn til Alþýðubandalagsins, sem var kosningabandalag þeirra, 1963 rennur Þjóðvarnarflokkurinn inn í þetta kosninga- bandalag, 1967 klofnar Alþýðubandalagið og drög eru lögð að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, og 1968 er Alþýðubanda- lagið stofnað sem sérstakur stjórnmála- flokkur með að ýmsu leyti nýstárlegum skipulagshugmy ndum. Fjórða tímabilið Ólafur Ragnar minnti á það að í yfirlýs- ingu þeirri sem kynnt var á fundinum væri í rauninni reifað að fjórða tímabilið væri runnið upp með nýjurn veruleika sem bandalagið þyrfti að laga sig að. í fyrsta lagi bentu öll líkindi til þess að það mikla hagvaxtarskeið sem gerði stjórn- málaöflum verkalýðshreyfingarinnar kleift að ná fram umbótum án stórátaka væri á enda runnið. í öðru lagi væri nú svo komið að óendur- nýjanlegar orkulindir yrðu senn á þrotum og Ólafur Ragnar Grímsson og Arthur Mort- hens formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík á félagsfundinum í fyrrakvöld. Ljósm -eik. svo nærri væri höggvið tilvistarskilyrðum mannsins á jörðunni með sóun náttúruauð- linda og mengun umhverfis að hlekkir í líf- keðju jarðarinnar kynnu að bresta yrði haldið áfram á sömu braut. Þetta væri sá efnahagslegi rammi senr baráttunni væri settur. I þriðja lagi væru börn verkalýösstéttar- innar, sem þegar litið væri til íslands nutu góðs af skólalöggjöf Brynjólfs Bjarnasonar er opnaði þeim braut til skólagöngu og sérþjálfunar, orðin að skólakynslóöum, sem rektu stéttarlegan uppruna sinn til verkalýðshreyfingarinnar og vildu tengjast henni, en gerðu nýjar kröfur um skipulag, starfshætti og innihald stjórnmalabaráttu. Þetta væri skeið hinna menntuðu launastétta. í fjórða lagi væri margt í framleiðsluhátt- um samtímans að taka breytingum frá hefð- bundnu iðnvæðingarmynstri. í stað miðstýrðrar og staðlaðrar fjöldaframleiðslu ryddu sér nú til rúnts valddreifðari, fjöl- breyttari og sérhæfðari framleiðsluþættir. Þetta kæmi glöggt fram í fjölmiðlabylting- unni miklu sem í upphafi hefði þróast í staðlaða fjöldaframleiðslu en beindist nú í æ sérhæfðari og sértækari farvegi sem gerði ekki aðeins ráð fyrir óvirkri móttöku, held- ur einnig þátttöku almennings í fjölmiðiun- inni. 1 nmmta lagi væri það einkenni á samtím- anum og mjög í samræmi við vísi að breyttum framleiðsluháttum að upp spryttu hópar sem litu á þjóðfélagið út frá einu ákveðnu sjónarhorni, svo sem umhverfis- menn, kvennahópar og friðarsinnar. Stjórnmálaflokkarnir hefðu í auguni þess- arar fjölbreyttu sveitar reynst lokaðir og innhverfir og ekki aðgengilegir. Hættuleg innilokun Ólafur Ragnar rakti það síðan að Al- þýðubandalagið byggi að arfi frá liðnum tíma, sem væri bæði kostur og iöstur. í þess- um arfi væri leninískt flokksskipuiag, sam- fylkingarskipulag, kosningabandalag sem samningaborð nokkurra fylkinga, og loks flokksskipulag sem mótaðist af lýðræðis- legri nýskipun. í skipulag Alþýðubanda- lagsins frá 1968 hefði verið gert ráð fyrir samspili ólíkra hópa með sérstökum vemd- arreglum fyrir minnihluta, punktakerfi, við kosningar og endurnýjunarreglu í trún- aðarstörfum. Hinsvegar væri því ekki að leyna að Alþýðubandalaginu hefði mistek- ist að vera sú virka fjöldasveit sem það stefndi að. Flokksfélög væru flest of lítil og hættuleg innilokun gæti átt sér stað í tiltölu- lega lokuðum hópum af því tagi, og rofið að lokum tengslin milli flokks og fjölda. Fjölvíddar skipulag Ólafur Ragnar sagði að þær hugmyndir sem laga- og skipulagsnefnd setti fram miðuðu að því að flokkurinn yrði ekki þröngur stakkur heldur sveigjanlegur rammi. í stað þess að binda skipulagið við eina vídd, félagsaðild eftir búsetu, væri ætl- unin að taka upp fjölvíddarskipulag, þar sem menn gætu skipast í aðildarfélög eftir áhugamálum og hagsmunum. í slíku skipu- lagi ætti flokkslína eða einstefna ekki við, heldur yrði flokkurinn niðurstaða af sam- spili hinnar virku fulltrúasveitar sjálfstæðra aðildarfélaga - og hópa. Að loknu erindi Ólafs Ragnars skiptu fundarmenn sér í starfshópa og fjölluðu ásamt nefndarmönnum í laga- og skipulags- nefnd um efni þeirra rita senr kynnt voru á fundinum. -ckh Það var greinilegt á félagsfundi ABR í fyrrakvöld að hugmyndirnar Hugmyndasafn laga- og skipulagsnefndar verður viðfangsefni á um skipulagsbreytingar þóttu róttækar og spennandi, en ljóst er að fleiri félagsfundum Alþýðubandalagsins í Reykjavík á næstu mán- um ýmis atriði kunna að verða skiptar skoðanir. Ljósm. -eik. uðum. Ljósm. -eik.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.