Þjóðviljinn - 18.02.1983, Qupperneq 11
Föstudagur 18. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÖA 15
Umsjón:
Viðir Sigurðsspn
Hangikjötsát —
leyndardómur-
inn hjá Atla!
Atli Eðvaldsson, landsliðsmaður
í knattspyrnu sem leikur mcð Fort-
una Dússeldorf í vestur-þýsku
„Bundesligunni”, var í fréttum hjá
enska knattspyrnutímaritinu Shoot
í þessari viku. Það er af all óvenju-
lcgum orsökum; Atli er sagður hafa
fundið réttu leiðina til að skora
mörk reglulega í Bundesligunni;
éta hangikjöt!
Helgina eftir að Atli hafðlleikið
með íslenska landsliðinu á Spáni í
Evrópukeppni landsliða í október,
skoraði hann mark fyrir Dússeld-
orf gegn Núrnberg. Eftir leikinn
rifjaðist upp fyrir honum að hann
hefði alltaí skorað mark fyrir félag
sitt helgina eftir leiki með íslenska
landsliðinu.
Atli sagði blaðamönnum að
hann teldi ástæðuna þá að félagar
hans frá íslandi færðu honum alltaf
þjóðarréttinn, hangikjöt. Hann
var beðinn að sanna kenninguna og
fékk þá lostætið sent frá Reykjavík
og snæddi það á föstudagskvöldi,
daginn fyrir leik á útivelli gegn
Werder Bremen, einu af efstu
liðum deildarinnar. Árangurinn?
Jú, Atli skoraði jöfnunarmark
Dússeldorf, 2-2, á síðustu mínútu
leiksins! -VS
Enn fjölgar liðum í
defldakeppninni
Þátttökuliðum í deildakeppni
karla á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu hefur fjölgað um fjögur frá
því í fyrra. Þá léku 32 lið í sex riðl-
um 4. deildar en í sumar verða þau
36 talsins. Tíu lið leika í 1. deild, tíu
í 2. deild, 16 í þeirri þriðju svo sam-
tals leika í ár 72 lið í deildunum
fjórum sem er metþátttaka frá upp-
hafi.
Dregið hefur verið í riðla í 4.
deildinni og líta þeir þannig út:
A-riðili
Afturelding, Mosfellssveit
Óðinn, Reykjavík
Hrafna-Flóki, Patreksfirði
Bolungarvík
Stefnir, Suðureyri
Haukar, Hafnarfirði
Reynir, Hnífsdal
B-riðill
Grótta, Seltjarnarnesi
Léttir, Reykjavík
Hafnir
ÍR, Reykjavík
Augnablik, Kópavogi
Stjarnan, Garðabæ
Grundarfjörður
C-riðill
Þór, Þorlákshöfn
Stokkseyri
Hveragerði
Árvakur, Reykjavík
Eyfeli'ngur
Drangur, Vík
Víkverji, Reykjavík
D-riðill
HSS, Ströndum
Hvöt, Blönduósi
Glóðafeykir, Skagafirði
Skytturnar, Siglufirði
E-riðill
Reynir, Árskógsströnd
Vorboðinn, Eyjafirði
Árroðinn. Eyjafirði
Leiftur, Ólafsfirði
Svarfdælir, Dalvík
F-riðill
Hrafnkell Freysgoði, Breiðdal
UMFB, Borgarfirði eystra
Súlan, Stöðvarfirði
Leiknir, Fáskrúðsfirði
Höttur, Egilsstöðum
Egill rauði, Norðfirði
Fimm þessara liða hafa aldrei
leikið í deildakeppninni áður,
Hafnir, Árvakur, Víkverji,
Hrafna-Flóki og Skytturnar.
Óðinn, Stefnir, ÍR og HSS koma
inn aftur eftir mislanga fjarveru en
nokkur lið sem voru með í fyrra
sendu ekki þátttökutilkynningu að
þessu sinni. Þau eru Dalamenn,
Reynir Hellissandi, Hekla Hellu,
Vaskur Akureyri og Dagsbrún
Eyjafirði. Keppni í 4. deildinni
hefst um mánaðamótin maí/júní.
UM HELGINA
Handknattleikir
Fyrstu landsleikir íslands á
heimavelli í handknattleik kvenna í
tvö ár fara fram nú um helgina.
Enska landsliðið kemur í heimsókn
og leikur tvo leiki við íslensku
stúlkurnar, þann fyrri á Akranesi í
kvöld kl. 20.30, en þann síðari í
Laugardalshöllinni á morgun,
laugardag, kl. 13.30.
í yngri flokkunum verður ntikið
um að vera en þar verður leikin
þriðja og síðasta untferð. Leikstað-
ir eru: Keflavík, Breiðholtsskóli,
Borgarnes, Varmá, Álftamýrar-
skóli, Vestmannaeyjar, Vogaskóli,
Seltjarnarnes, Selfoss, Réttar-
holtsskóli, Sandgerði, Fellaskóli
og Kópavogur.
Borðtennis
Víkingsmótið í borðtennis verð-
ur haldið í Laugardalshöll, aðalsal,
sunnudaginn 20. febrúar og hefst
kl. 14. Mótið er opið punktamót í
öllum flokkum karla og kvenna.
Keppt er um hina veglegu keram-
ikbikara frá Glit, en auk þeirra
gjafir frá Dunlop umboðinu
Austurbakka hf, spaðar og fleira,
fyrir 1. sætið í hverjum flokki. Auk
þess verða verðlaunapeningar fyrir
þrjú efstu sætin.
Körfuknattleikur
Heil umferð er á dagskrá í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik um
helgina. Njarðvík mætir Fram í
Njarðvík í kvöld kl. 20, KR og
Keflavík leika í Hagaskólanum á
sunnudag kl. 14 og samdægurs á
samástað eigast við ÍRog Valur kl.
19.
Frjálsar íþróttir
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum innanhúss fyrir 15-18 ára
fer fram í Baldurshaga og íþrótta-
húsi Ármanns um helgina, laugar-
dag og sunnudag. Dagskráin er
þannig:
Baldurshagi 19. febrúar kl. 14:
50 m hlaup, 50 m grindahlaup og
langstökk hjá drengjum, sveinum,
stúlkum og meyjum.
íþróttahús Ármanns 20. febrúar
kl. 11.20: Drengir: hástökk, stang-
arstökk, kúluvarp, þrístökk án at-
rennu, langstökk án atrennu og há-
stökk án atrennu. Sveinar: há-
stökk, langstökk án atrennu, þrí-
stökk án atrennu og hástökk án at-
rennu. Stúlkur: hástökk, langstökk
án atrennu. Meyjar: hástökk og
langstökk án atrennu. -VS
Bjarni Guðmundsson skorar eitt átta marka sinna í prcssuleiknum í gærkvöldi. Mynd.:-eik
Landsliðið náði naumlega
jöfnu gegn sterkri pressu
Islenska landsliðinu í handknatt-
leik tókst mjög svo naumlega að ná
jafntefli gegn baráttuglöðu pressu-
liði í Laugardalshöllinni í gær-
kvöldi. Landsliðinu tókst að skora
þrjú síðustu mörkin í leiknum sem
þar með endaði 25-25.
Landsliðið komst í 4-1 og 5-2 í
byrjun en leikurinn jafnaðist og
staðan í hálfleik var 13-12, lands-
liðinu í vil. Pressuliðið, undir
stjórn Þórarins Ragnarssonar og
Hermanns Gunnarssonar, skoraði
fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks,
13-16, og eftir það var alltaf á
brattann að sækja hjá landsliðinu.
Staðan var 22-25 nokkrum mínút-
um fyrir leikslok en þá misnotuðu
pressuliðsmenn gullið færi til að ná
fjögurra stiga forystu og landsliðið
náði aö jafna.
Markvarslan var mest í sviðsljós-
inu, þrátt fyrir rnikið skor, og var
það einkum Jens Einarssön í marki
Thompson
ttt WBA
Enska l.dcildarliðið í knatt-
spyrnu, West Bromwich Alhion,
keypti í gær miðhcrjann Garry
Thompson frá Coventry á 225.000
pund. Hann getur ekki leikið með
WBA gegn Nottingham Forest á
laugardag þar sem hann þarf að
taka út leikbann. ....
pressuliðsins sem stal algerlega
senunni í síðari hálfleiknum. Lok-
aði þá markinu gersamlega unr
tíma. Varnarleikur pressunnar var
sterkur og lentu sóknarmenn
landsliðsins oft í miklum vandræð-
um. Bjarni Guðmundsson var yfir-
burðamaður á vellinum, ásamt
Jens, og skoraði 8 marka landsliðs-
ins, Kristján skoraði 6, Alfreð og
Þorgils Óttar 4, Guðmundur, Páll
og Hans eitt hver. Anders Dahl
skoraði 6 rnarka pressunnar, Sig-
urður Gunnarsson 5, Guðmundur
Albertsson 3, Ingimar Haraldsson
3, Viggó Sigurðsson 2, Gunnar
Gíslason 2, Stefán Halldórsson 2,
Hilmar Sigurgíslason og Steinar
Birgisson eitt hvor.
-VS
Félagaskipti í knattspyrnunni:
Þrettán lelkmenn til
Ifðs við Vflkverjana
Mun minna hefur verið um fé-
lagaskipti í knattspyrnunni það
sem af er vetri cn á svipuðum tíma
undanfarin ár. Þó skipta tugum
þau sem afgrcidd hafa verið af KSÍ
en á það ber að benda að nú þarf að
greiða kr. 200,- fyrir að skipta uni
félög og félagaskipti verða ekki
tekin fyrir fyrr en greiðslan hefur
borist. Af þessum sökum liggur
fyrir fjöldi bciðna um félagaskipti
sem ekki hafa verið afgrciddar og
verða ekki fyrr en greiðsla hefur
borist skrifstofu KSI.
Hér á eftir kentur listi yfir þau
félagaskipti sem samþykkt hafa
verið til þessa í vetur:
Ágúst Hauksson, Þróttur R.-Kopervik
(Nor)
Albert Jónsson, Fram-Víkverji
Andrés Jónsson, Fylkir-HSS
Ásmundur Þóröarson, ÍR-Ármann
Baldur Rafnsson, Fylkir-HSS
Benedikt Einarsson, Víkingur Ól.-opið
Birgir Teitsson, UBK-Augnablik
Björn Svavarsson, Víkingur-Haukar
Dagbjartur Pálsson, FH-IK
Daníel Einarsson, ÍBK-Víðir
Finnur Bergmannsson, Reynir S-
Grindavík
Friðrik Árnason, Snæfell-Austri
Gisli Felix Bjarnason, Giótta-Víkverji
Grétar Sigurbjörnsson, Reynir S-
Grindavík
Guðmundur Albertsson, KR-Víkverji
Guðmundur Er'lingsson, ÍBV-Grindavik
Guðmundur St. Mariusson, KR-Víkverji
Guðmundur B. Ólafsson, Fram-Víkverji
Gunnar Blöndal, HSÞ b-KA
Gunnar Steinn Pálsson, UBK-Augnablik
Gunnar Sigurfinnsson, IBV-IR
Hafþór Aðalsteinsson, Fram-Víkingur
Hákon Hákonarson, ÍR-Fram
Halldór Ólafsson, ÍBÍ-Augnablik
Helgi Sigurbjörnsson, ÍBK-Víðir
Knattspyrnukappinn, liðstjórinn
og framkvæmdastjórinn iitríki,
Gunnar Stcinn Pálsson, hefur yfir-
gefið raðir Breiðabliksmanna og
hyggst reyna fyrir sér hjá Augna-
bliki á komandi knattspyrnuvertíð.
Hlynur Elisson, IBV-IR
Hörður Benónýsson, Völsungur-HSÞ.b
Hörður Rafnsson, Þróttur N.-ÍA
Jóhannes Bárðarson, Vikingur-Þróttur
N.
Jón G. Guðlaugsson, ÍR-Fram
Jón Karl Helgason, Valur-Vikverji
Jón Ólafsson, Grótta-Vikverji
Jónas Guðjónsson, ÍR-Fram
Jónas Hallgrímsson, Völsungur-HSÞ.b
Kristinn Guðmundsson, Fylkir-HSS
Magnús Ingi Sigurðsson, Fram-Vikveri
Magnús Stefánsson, FH-Vikingur Ól.
Ólafur Jensson, ÍR-Ármann
Ólafur Ólafsson, Valur-Þróttur R.
Ómar B. Stefánsson, Tindast.-Stovner
K.(Nor)
Óskar Ásmundsson, Id.Virgo (Sví)-
Ármann
Óttar Ármannsson, Þróttur N.-ÍK
Páll Freysteinsson, Valur-Þróttur N.
Pétur Magnússon, Reynir S.-Grindavik
Ragnar Omarsson, Fram-Vikverji
Sigurður S. Hilmarsson, Grótta-Vikverji
Sigurkarl Aðalsteinsson, Kopervik (Nor>-
opið
Sigurlás Þorleifsson, ÍBV-Selfoss
Svavar Ævarsson, Bolungarvík-opið
Sveinn Ó. Arnórsson, ÍR-Fram
Tómas Örn Sölvason, KR-Vikverji
Vilhjálmur Sigurhjartarson, Fram-
Vikverji
Þorsteinn Ólafsson, Trollhatta (Sví)-Þór.
Ak.
Þorvaldur í. Þorvaldsson, Valur-Þróttur
R.
Þröstur Sigurðsson, Fram-Víkverji
Örn Ólason, Völsungur-Ármann
Þarna vekur helst athygli að einir
þrettán leikmenn hafa að undan-
förnu gengið til liðs við nýtt knatt-
spyrnufélagí Reykjavík, Víkverja.
-VS