Þjóðviljinn - 18.02.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Side 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. febrúar 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Akureyri: Fundur í bæjarmálaráði AB Fundur verður í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akureyri mánu- daginn 21.febrúar nk. kl. 20.30 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. - Alþýðubandaiagsmenn í nefndum og ráðum bæjarins eru hvattir til að mæta. - Alþýðubandalagið á Akureyri. Alþýðubandalagið í Hafnarflrði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsfélaganna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Sel- tjarnarnesi verður haldin á Garðaholti laugardaginn 26. febrúar n.k. Matur, skemmtiatriði, dans. Hafið samband við einhver eftirtalinna: Brynja Grétarsdóttir s: 53642, Helga Gestsdóttir s: 53703, Jón Backmann s: 45914, Sæunn Eiríksdóttir s: 21859. Nánar auglýst síðar. Arshátíðarnefndin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist - lokakvöld Þriðjudagskvöldið 22. febrúar verður spiluð síð- asta lota þriggja kvölda keppninnar í Sóknarsal, Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu). Munið að þeir sem ekki hafa komið fyrri kvöldin eru velkomnir að koma og keppa um sérstök verð- laun kvöldsins. Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður kcmur í kaffihléinu og segir nýjustu fréttir úr þinginu. Spilahópurinn Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur verður haldinn í Rein, mánudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 1983. Félagar fjölmennið. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi7, nk. miðvikudag 23. febrúar kl. 20.30 Dagskrá: 1. Kosningastjórn. 2. Fréttir af flokksstarfi. . 3. Önnur mál. St-'orn,n Ólafur Ragnar Grímsson Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins Opið hús í kvöld Ásmundur Jónsson og Einar Örn kynna róttækt rokk í Opnu húsi Æskul- ýðsnefndar Alþýðubandalagsins í kvöld 18. febrúar. Hefst samkoman kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Allir velkomnir. - Æskulýðsnefnd Alþýðubanda- lagsins. Skúli Alexanders- son, alþingismaður, Hellissandi 56 ára. Þátttakendur í síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi Kristrún Óskars- dóttir, sjómaður, Stykkishólmi 35 ára. Gunnar Gunnars- son, skipstjóri, Ol afsvík 42 ára. / i Sigurður Helgason, bóndi, Hraunholt- um, Kolbeinsstaða- hreppi 42 ára. Jóhannes I. Ragn- arsson, sjómaður, Ólafsvík 28 ára. Jóhann Ársælsson, skipasmiður Akra- nesi 39 ára. Ríkharð Brynjólfs- son, búnaðarskól- akennari, Hvann- eyri 37 ára. Jóhanna Leópólds- dóttir, verslunar- stjóri, Vegamótum, Miklaholtshreppi 25 ára. - Einar Karlsson, formaður Verka- lýðsfélags Stykkis- hólms, Stykkis- hólmi. Ragnar Elbcrgsson, verkstjóri, Grund- arfirði 36 ára. Iðnemasamband íslands: Nemendum meinað- ur aðgangur að iðn- fræðs Iðnnemasamband íslands hcfur sent frá sér greinargerð vegna ák- vörðunar borgarstjórnar Reykja- víkur um námsvistargjöld cn hún fclst í því að þeim nemcndum sem eru búsettir utan Stór-Reykja- víkursvæðisins verði meinað að hefja nám í Reykjavík nema að því tilskildu að greitt hafí verið fyrir þá námsvistargjöld, sem um cr getið í iðnfræðslulögunum. Mótmælir INSÍ því harðlcga að ráðist skuli á einstaklinginn og hann krafínn greiðslna ef hans eigið sveitarfélag hefur ekki staðið í skilum. Síðan segir í greinargerð INSÍ: „Ákvöröun borgarstjórnar mun fyrst og fremst bitna á nemendum í Iðnskólanum í Reykjavík. í þessu sambandi bendir Iðnnemasam- bandið á að I.R. er skóli allra lands- manna. Reykvíkingar sitja ekki fyrir um námsvist, þannig að nem- endur sækja iðnnám í I.R. allsstað- ar af landinu. Á Stór- Reykjavíkursvæðinu er meiri en helmingur allra iðnnema á landinu, enda býður I.R. upp á mun fjöl- breyttara iðnnám heldur en annars staðar á landinu. INSÍ leggur áherslu á, að ófært sé að láta þessa Reglur um uppgjör sauðfjár- afurða Á fundi Framieiðsluráðs land- búnaðarins 25. nóv. sl. voru sam- þykktar ákveðnar uppgjörsreglur fyrir sauðfjárafurðir. Voru öllum sláturleyfíshöfum sendar þessar reglur, með breytingum, sem land- búnaðarráðherra óskaði eftir að gerðar væru, ásamt upplýsingum um verðskerðingu hjá fram- leiðendum, sem lagt höfðu inn sauðfé til slátrunar hjá þeim. Þessar uppgjörsreglur hafa enn ekki verið birtar í fjölmiðluni. Má því ætla að ýmsum bændum sé ekki um þær kunnugt. Þykir því rétt að birta þær hér í blaðinu. 1. Undanskilin verðskerðingu eru 300 ærgildi skipt í hlutfalii við framleiðslu mjólkur og kjöts hjá hverjum framleiðanda. - Réttur félagsbúsaðila verði hlutfallslegur miðað við aðild hvers einstaklings t búinu. 2. Réttur er til að færa 10% á milli búgreina, svo sem verið hefur áður. 3. Reikna skal 2% verðskerðingu á framleiðslu kindakjöts frá 300 ærgildum upp að búmarki og 20% verðskerðing komi á kindakjöts- framleiðslu umfram búmark á lög- býlum. Á mólk komi 10% skerðing á framleiðslu umfram búmark, en fullt verð fyrir mjólk innan bú- marks. Sömu svæði eru undan- skilin skerðingu á mjólkurverði og var á síðasta ári. 4. Leiðrétt skal vegna samdráttar í sauðfjárframleiðslu. Þeir, sem drgið hafa saman um 25% fái enga verðskerðingu en minni samdrátt- ur í framleiðslu gefi hlutfallslega minni verðskerðingu. 5. Þeir, sem skorið hafa niður stofn sauðfjár fái 5% skerðingu á kjöt af stofninum, þótt það fari fram úr búmarki, enda hafi þeir sótt um þá ívilnun. 6. Þéttbýlisbúar með búmark fáí 10% skerðingu á alla framleiðslu innan búmarks en 20% á það, sem umfram búmark.er, og sama gildir um þá, sem ekkert búmark hafa. - mhg ákvörðun bitna á nemendum hvar þeir eru fæddir á landinu. Iðnnemasamband íslands álítur, að þetta sé ekki mál milli skólanna og nemenda, heldur deila vegna kostnaðarskiptingur milli sveitar- félaganna. Það undirstrikar kröfu INSl, að fjármögnun alls fram- haldsskólans verði á hendi eins aðila þ.e.a.s. á hendi ríkisins. Skipting fjármögnunar á milli ríkis og sveitarfélags hefur sýnt það og sannað, að iðnfræðslan hefur borið skertan hlut frá borði miðað við bóknámsskóla. Verði fjármögnun- in ekki á einni hendi er hætta á enn meiri mismunun milli bóknáms og verknámsskóla eru mun dýrari í stofnkostnaði og rekstri en al- mennir bóknámsskólar. INSÍ bendir á það misræmi að ríkið skuli alfarið kosta hliðstæða skóla eins og Vélskólann eða menntaskólana í landinu, en ekki nema hluta af rekstrarkostnaði iðnskólanna. Ein af forsendum fyrir því að sveitarstjórnir hafa neitað að greiða námsvistargjöldin, að boðið er upp á sama nám í heimabyggð nemandans. INSÍ telur að nem- endur eigi að geta valið á milli námsstaða. Allt annað væri átthag- afjötur, sem við þykjumst nú löngu vera lausir við. Ef nemandi sam- þykkir að vera heima í námi er hon- um það auðvitað frjálst, en hans á að vera valið. Það er von Iðnnemasambands , íslands að þaö þurfi ekki að koma til að nemendum verði meinaður aðgangur að iðnfræðsluskólum í Reykjavík, vegna þessarar ákvörð- unar borgarstjórnar. Það er alvarlegur hlutur að hefta ungu fólki möguleika til náms, vegna þess að sveitarfélagið hefur ekki greitt námsvistagjöld. Þetta er auðvitað ekkert annað en brot á mannréttindum í lýðræðislegu þjóöfélagi." 2 ■t- c. ^PASy0 W STARFS- MANNAHÚS í KÓPAVOGI Tilboö óskast í innanhússfrágang í húsi fyrir Vita- og hafnarmálastofnun í Kópavogi. Húsiö er 213 m2 aö grunnfleti, kjallari og 1. hæö. Húsiö er nú tilbúið undir tréverk. Verkinu skal aö fullu lokið 16. júní 1983. Útboösgögn verða afhent í skrifstofu vorri gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuö á sama stað föstudaginn 4. mars 1983 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Laus staða Staða skólastjóra Æfinga- og tilraunaskóla Kennara- háskóla íslands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Æfinga- og tilraunaskóli KHÍ skal samkvæmt reglu- gerð hafa forgöngu um nýbreytni í skólahaldi og starfa sem tilraunaskóli eftir því sem samrýmist skyldum hans sem hverfisskóla. Skal skólastjóri hans hafa lokið háskólaprófi í uppeldisgreinum, hafa kennarap- róf eða kennslureynslu, hafa unnið að rannsóknum í þágu uppeldis og skóla og hafa trausta þekkingu á skóla og uppeldismálum á íslandi og erlendis. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um náms- og starfsferil umsækjenda, vísindastörf og ritsmíðar skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Móðir okkar og tengdamóðir Rósa Kristjánsdóttir frá Vopnafirði Sunnubraut 6 Akranesi sem lést þann 13. þ.m. á sjúkrahúsi Akraness verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30 föstudaginn 18. febrúar. Erna Gunnarsdóttir Knútur Gunnarsson Ragnar Gunnarsson Þórður Asmundur Julíusson Kristín Marinósdóttir Petra Jónsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.