Þjóðviljinn - 18.02.1983, Page 16
DWÐVIUINN
Föstudagur 18. febrúar 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Ulan þcss tíma er hægt að ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285. ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsíml afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakl öll kvöld. 81333 81348
Stríð Sjálfstæðisflokksins
við verðlagsyfirvöld:
Herkostnaðurinn
lagður á farþega
Tillögu um sölu afsláttarfargjalda vísað frá
„Fastafarþegar SVR borga nú
hærra gjald en þeir heföu gert ef
Sjálfstæðisflokkurinn heföi náð
sínu fram og hækkað fargjöldin um
50% án þess að fella niður sölu af-
sláttarfargjalda“, sagði Sigurjón
Pétursson m.a. í borgarstjórn í
gær, þar sem tillögu Alþýðubanda-
lagsins um að taka upp sölu afslátt-
arfargjalda nú þegar 25% hækkun
á fargjöldum er komin til fram-
kvæmda var vísað frá. Sigurjón
sagði að nú væri Sjálfstæðistlokk-
urinn að hefna þess í héraði sem
hallaðist á alþingi og lýsti hann því
yfir að héðan í frá myndi hann
grciða atkvæði gegn öllum hækk-
unarbciðnum í horgarráði uns sala
afsláttarfargjalda yrði tekin upp að
nýju.
Allir fulltrúar minnihlutans
greiddu atkvæöi gegn frávísunartil-
lögu Sjálfstæöisflokksins, en í
henni segir m.a. að með 25%
hækkun fargjalda nú sé ekki náð
því markmiði sem sett var í fjár-
hagsáætlun, en það var aö hækkun-
in 1983 yrði 46,5%. Markús Örn
Samkomulag
í kjördæma-
málinu
Fullt samkomulag mun hafa
náðst milli formanna stjórnmála-
fiokkanna um kjördæmamálið að
því er hcimildir Þjóðviljans herma.
Samkvæmt þessu mun von á
frumvörpum um þaö mál í byrjun
næstu viku.
Full samstaða mun og innan Al-
þýðubandalagsins um þær niður-
stöður sem fengist hafa.
Antonsson sagði að 25% hækkun
þýddi „aðeins" 45% hækkun á
heilu ári og þarna munaði því
miklu! I iann upplýsti einnig að ef
sala afsláttarfargjalda yrði tekin
upp að nýju myndi það spara far-
þegumlt) miljónir króna í ár.Hall-
inn af rekstri SVR yrði þá 45 milj-
ónir í stað 35 án sölu afsláttarkorta,
en Sjálfstæðisflokkurinn hefði allt-
af stefnt að 30 miljón króna halla.
Guðrún Agústsdóttir benti á að
25% hækkun væri meiri hækkun en
menn hefðu átt að venjast í einu
stökki. Hún benti á að 12 krónu
fargjaldið hefði gilt í 13daga í janú-
armánuði og frá 11. febrúar hefði
gjaldið verið 10 krónur. SVR hefði
því fengið verulega hækkun og það
væri sjálfsögð þjónusta að taka nú
upp að nýju sölu afsláttarkortanna.
„Eftir25% hækkun standa fargjöld
undir 68% af rekstri SVR“, sagði
Guðrún. „í fyrra stóðu þau undir
61% en nú, þegar staðan er mun
betri, er ekki rætt um annað en að
skera niður og skerða þjónustu."
Guðrún spurðist fyrir um þær
yfirlýsingar borgarstjóra að ferð-
um á einstaka leiðum SVR yrði
fækkað og upplýsti að stjórn SVR
hefur ekki komið sanran frá í des-
enrber. Borgarstjóri er erlendis og
gat Markús Örn Antonsson ekki
Svarað öðru til en því að embættis-
menn væru að athuga þessi mál.
Sigurjón Pétursson sagðist ekki
undrast þessa afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins, - hans stefna væri að
níðast á þeim senr minna mættu sín
í þjóðfélaginu. „Pað er liins vegar
lítilmannlegt af Sjálfstæðisflokkn-
um, þó hann sé í stríði við verðlags-
yfirvöld, að láta herkostnaðinn
bitna á farþegum SVR“, sagði Sig-
urjón. - Á1
Hver þyrla tekur allt að 20 farþega og hreyflarnir eru tveir með fjögurra
blaða skrúfu. Mynd - eik.
VIIjum sýna
hvaö þær geta
Boð þessa efnis barst samgöngu-
ráðuneytinu skömmu eftir hamfar-
irnar á Patreksfirði í síðasta má.n-
uði. Ráðuneytið þáði boðið og
veitti 300 þús. framlag t.l elds-
neytiskaupa á þyrlurnar sem sam-
svarar 40 flugtímum. Landhelgis-
gæslan, landlæknisembættið, Slysa-
varnafélag íslands, Rauða kross-
inn og Almannavarnir munu
starfa í samráði við frönsku þyrluá-
hafnirnar og verða þyrlurnar til
reiðu til sjúkra- og neyðarflugs
næstu vikurnar.
Ennfrenrur hefur verið ákveðið
að fara kynningar- og þjálfunarflug
um landið og halda björgunar-
æfingar sem víðast.
Þyrlurnar eru af gerðinni Puma
330 og í eigu landhers Frakka sem á
80 slíkar þyrlur fyrir. Vélarnar eru
mjög fullkomnar, búnar ísvarnar-
búnaði, flugþol er 4 klukkustundir
og auk 3-4 manna áhafnar rúmar
hver þyrla um 20 farþega mest. En
þetta eru dýr tæki og kostar her
þyrla um þrefalt verð Sikorskv
þyrlu Landhelgisgæslunnar. ~ *§•
„Þessar þyrlur eru fyrst og
fremst hér til þjálfunar og upplýs-
ingar fyrir stjórnvöld og okkur
landsmcnn alla. Við ætlum að
reyna að sýna hvcrs fullkominn
þyrluiloti í höndum íslendinga cr
megnugur. Þetta er einstakt tæki-
færi sem okkur hefur boðist ineð
þessu rausnarlega boði franskra
stjórnvalda og vonandi fá nú flestir
svör við spurningum sínum um
hagkvæmni þyrlurcksturs á íslandi
til hinna ýmsu nota“, sagði Pétur
Einarsson hjá Flugmálastjórn, þeg-
ar blaðamönnum voru kynntar
frönsku þyrlurnar sem komnar eru
til landsins.
Eins og skýrt var frá í Þjóðviljan-
um í gær, lána frönsk stjórnvöld
tvær þyrlur sem eru taidar með full-
komnustu þyrlum nútímans ásamt
áhöfn, endurgjaldslaust til þjálfun-
ar og kynningar íslenskum aðilum.
Nú er vcrið að vinna að býggingu sjúkrastöðvar SÁÁ við Grafarvog og
stórátak framundan í fjársöfnun. Framkvæmd hennar er nýstárleg.
Ljósm. Atli.
/ /
Nýstárlegur samningur SAA
Frjálst framtak fær
flmm miljónir króna
til að annast eina umfangsmestu fjársöfnun sem fram hefur farið
Samtök áhugafólks um áfengis-
vandamálið, SAÁ, hyggjast senn
hlcypa af stokkunum einni um-
fangsmestu fjársöfnun sem fram
hefur farið hér á landi og er stefnt
að því að safna 24 miljónum króna
til byggingar sjúkrastöðvar sam-
takanna við Grafarvog. Hefur
fyrirtækinu Frjálsu framtaki verið
falið að skipuleggja og stjórna söfn-
uninni en hún felst í því að skuldabréf
að upphæð 1800 krónum verða boðin
til kaups.
Samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans liefur verið gerður samningur
við Magnús Hreggviðsson í Frjálsu
framtaki eins og áður sagði og fær
fyrirtæki hans fimrn miljónir króna
til ráðstöfunar. Af þeirri upphæð
verður tekinn allur kostnaður við
söfnunina svo sem gerð auglýsinga
o.fl.
^ Bygging sjúkrastöðvar SÁÁ við
Grafarvog er nokkuð á veg komin
og samkvæmt áætlun á hún að
kosta um 32 miljónir króna, fullbú-
in. Árangurafbílahappdrætti SÁÁ
fyrir jól varð allgóður samkvæmt
upplýsingum frá samtökunum en
enn vantar þó um 24 miljónir króna
til að standa straum af kostnaði við
bygginguna. Ætlunin er að senda
gjafabréf til nokkurra tuga þús-
unda karlmanna og þeim gefinn
kostur á að greiða 1800 krónur í
fimrn greiðslum, þ.e. 360 krónur í
hvert sinn.
- v.
Kvennaframboð norðan og
Ákvörðun tekin um helgina, en ekki eining um afstöðu
„Það cina sem rétt er cftir haft er
það, að konur frá Kvennafram-
boðinu að norðan koma suður á
laugardag til að sitja ráðstcfnu
Jafnréttisráðs um konur í stjórn-
málum og við höfum hug á að ræða
framboðsmál við þær,“ sagði
Helga Thorberg í samtali í gær
vegna fréttar á baksíðu DV um að
Kvennaframboðskonur hefðu ák-
veðið að bjóða fram sameiginlegan
kvennalista í Kcykjavík og á Akur-
eyri við komandi þingkosningar.
Helga sagði ennfremur, að kon-
urnar væru að kanna undirtektir og
undirbúa jarðveginn. Þær vildu
einnig, að framboðið næði út fyrir
Reykjavík og því ætluðu þær að
ræða við norðankonurnar. Á-
kvörðun hefur hins vegar engin ver-
ið tekin í málinu, en niðurstaða ætti
að fást unt helgina.
„Eg tel framboð til þings ekki
heppilegustu leiðina í kvennabar-
áttunni þessa stundina," sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir í gær í
samtali við blaðið. „Mín afstaða
grundvallast á því að Kvennafr-
amboðið hafi ábyrgð og skyldunt
að gegna í borgarstjórnarmálum
fyrst og fremst og ég tel að við ætt-
utn að einbeita okkur að þeim og
utanþingsbaráttu. Með því að fara í
þingframboð er í raun vertð að
stofna stjórnmálaflokk, en ég vil
líta á þetta sem hreyfingu. Mér
finnst flokksstofnun einfaldlega
ekki tímabær núna - við verðum að
treysta betur vinnu okkar, en með
þessu er ég hreint ekki að útiloka
kvennaflokk um aldur og ævi. Mér
finnst þetta bara ekki tímabært,"
sagði Ingibjörg Sólrún að lokum.
„Þetta er einmitt tímabært nú,"
sagði Helga Thorberg hinsvegar.
sunnan
Hún sagði þessa aðgerð mjög af-
ntarkaða í tíma og þarna væri hægt
að beita miklum krafti í tiltölulega
stuttan tíma. Hún kvað þær konur
sem vildu kvennafrainboð vilja
þjóðarátak í málefnum kvenna.
„Við verðum að halda dampinum
uppi. Þetta má ekki koðna allt nið-
ur, eins og alltaf hefur gerst þegar
áfangar hafa náðst í ntálum
kvenna," voru lokaorð Helgu
Thorberg. ast