Þjóðviljinn - 23.02.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
„Húsaleiga almennt er of lág“, segir í fréttatilkynningu frá stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur, en hana
skipa (frá vinstri): Sigurður Helgi Guðjónsson, frkvstj., dr. Páll Sigurðsson, Sveinn Jónsson, varaform.,
Páll S. Pálsson, form., Alfreð Guðmundsson og dr. Pétur Blöndal.
Húseigendafélag Reykjavíkur 60 ára:
Ibúðaeigendur þurfa
að hafa samstöðu
„Það eru tiltölulega fáir hús-
eigendur í félaginu og það hlýtur að
gegna nokkurri furðu þar sem hér
er um brýnt hagsmunamál að
ræða. í félaginu eru nú um 2.500
manns, en íbúðir í Reykjavík eru
30.000, og 85 prósent þeirra eru í
einkaeign“, sagði Sigurður Helgi
Guðjónsson m.a. í samtali við blað-
ið en hann er framkvæmdastjóri
Húseigendafélags Reykjavíkur sem
er 60 ára gamalt hinn 23. febrúar.
Félagið var stofnað árið 1923 og
hét þá Fasteignaeigendafélag
Reykjavíkur - nafninu var breytt
árið 1951. Framanaf var félagið
fyrst og fremst hagsmunafélag
leigusala í Reykjavík, en á síðustu
áratugum hefur það þróast í þá átt
að verða almenn hagsmunasamtök
íbúðar- og húseigenda í Reykjavík.
Pess misskilnings gætir enn nokk-
uð, segja stjórnarmenn Hús-
eigendafélagsins, að menn álíti fé-
lagið eingöngu vera fyrir þá sem
leigja út húsnæði. Það segja stjórn-
armenn ekki rétt; félagið gyldi hér
e.t.v. sögu sinnar, en nú orðið væri
félagið fyrst og fremst hagsmunafé-
lag sem hefði afskipti af ýmiss kon-
ar löggjöf sem snerti hagsmuni
íbúðar- og húsnæðiseigenda, t.d.
húsaleigulög, lög um fjölbýlishús,
lög um brunatryggingar og skatta-
löggjöf.
I fréttatilkynningu, sem Hús-
eigendafélag Reykjavíkur hefur
sent frá sér í tilefni afmælisins,
segir m.a.:
„Húseigendafélag Reykjavíkur
telur brýnt, að eigendur íbúða til
eigin nota, nú og í næstu framtíð,
þurfi að hafa samstöðu, hvar í
flokki sem þeir standa, um andóf
gegn því að hið opinbera skerði
eigna- og umráðarétt þeirra af
húsnæði, dragi úr lánveitingum til
húsbyggjenda til eigin afnota, í-
þyngi húseigendum með ofsköttun
eða skerði á annan hátt aðstöðu
þessa fólks, svo að ný húsnæðis-
vandræði skapist og leigjendum
fjölgi."
Húseigendafélagsstjórnarmenn
segja einnig í áðurnefndri frétta-
tilkynningu að skattheimta stjórn-
valda íþyngi injög íbúðar- og hús-
eigendum og gera þurfi íbúðar-
húsnæði og arð af því skattfrjálst.
Þá þurfi að breyta lögum um húsa-
leigusamninga þannig að samn-
ingsfrelsi einstaklinga verði virt,
húsaleiga almennt sé of lág (nú get
ég ekki stillt mig um upphrópunar-
merkið, herrar mínir!) og gefi
miklu lélegri arð af því fjármagni
sem bundið er í húsnæði heldur en
verðtryggðir innlánsreikningar og
spariskírteini ríkissjóðs. Þá segja
þeir ennfremur, að nauðsyn beri til
að endurskoða grundvöll og út-
reikning vísitölu húsnæðiskostn-
aðar, sem hafi hækkað miklu
minna en aðrar vísitölur - taka
þurfi upp aðra vísitölu til
viðmiðunar húsaleigu.
Þá telur Húseigendafélag
Reykjavíkur nauðsynlegt að borg-
arstjórn Reykjavíkur bjóði hið
allra fyrsta út lögboðnar tryggingar
fasteigna í Reykjavík, svo sem
mælt er fyrir í lögum. Jafnframt því
ættu borgaryfirvöld að stilla ið-
gjaldi slíkra trygginga svo í hóf, að
ekki safnist upp digrir sjóðir í
vörslu borgarinnar, langt umfram
eðlilega áhættusjóði, á kostnað
húseigenda, en Húseigendafélags-
stjórnin telur að svo hafi verið
undanfarið.
ast.
Finnsk
listiðnaðarsýning
i Norrœnahúsinu
,, Artisaani”
Félagar úr samtökum hand-
iðnaðarmanna í .Helsinki, Artisa-
ani, standa fyrir mikilli list-
iðnaðarsýningu sem var opnuð
í Norræna húsinu nýlega. Á sýn-
ingunni eru leirvörur ýmiss konar,
skartgripir úr silfri og bronsi,
þrykktir og ofnir textílar, prjóna-
vörur og glermunir.
Samtökin Artisaani voru stofn-
uð 1974 af 13 félögum í Ornamo,
félagi finnskra hönnuða. Félags-
menn eru nú um 80, hvaðanæva úr
Finnlandi. Flestir þeirra eru textíl-
hönnuðir og leirlistamenn. Sam-
tökin settu á stofn verslun í Hels-
inki árið 1975. Þar er á boðstólum
fjölbreytt úrval listiðnaðar:
leirvörur, skartgripir úr silfri og
bronsi, leður- og trévörur, textílar,
föt, prjónavörur og glermunir.
Stjórn Artisaam velur nýja fé-
laga úr hópi umsækjenda, sem
verða að hafa atvinnu af listiðn
sinni og verða verk þeirra einnig að
standast kröfur Artisaani um list-
rænt gildi. Sl. ár sóttu 6 listamenn
um inngöngu, en aöeins 3 voru
valdir út. Sífellt bætast nýir félags-
menn í hópinn, en einnig eru alltaf
einhverjir sem hætta, t.d. ef þeir
hefja störf við hönnun fyrir
iðnaðarframleiðslu.
Sýningin í Norræna húsinu verð-
ur opin daglega kl. 14 - 19 til 1.
mars nk.
\\\ „Hvort maóistanna bíður frami
Vxy í Alþýðubandalaginu eða öðrum
/// flokkum borgarastéttarinnar skal
* ósagt látið.“
Kreddufesta
og hentistefna
Það hefur vakið athygli margra
að Verkalýðsblaðið, málgagn
maóistanna á íslandi kom út í síð-
asta sinn í síðustu viku, ef til vill
fleiri en vissu'að blaðið væri til
eða mundu eftir því, þar sem það
hefur ekki sést á götunum í mörg
ár. Það, sem þó er athygli verðast
í þessu sambandi eru útskýringar
maóistanna sjálfra í þessu útfar-
artölublaði, á hruni samtaka
sinna og örlögum blaðsins. Þar
ber auðvitað hæst hinar venju-
legu klisjur borgarastéttarinnai
um „kreddufestu og trúarlega af-
stöðu“.
Það er auðvitað hárrétt að
„Kommúnistasamtökin" hafa frá
uphafi verið fram úr hófi kreddu-
föst og flest bendir til að svo hafi
einnig verið um fyrirrennara
þeirra. Það var þó ekki, eins og
borgarastéttin hefur haldið fram
og maóistarnir jarma undir núna,
vegna fylgni við byltingarsinnaða
pólitík, þvert á móti jókst
kreddufesta þeirra í sama hlut-
falli og byltingarstefnan var gefin
upp á bátinn, enda haldast kredd-
ufesta og hentistefna ævinlega í
hendur því hentistefnumennirnir
hafa engar hugsjónir til að berjast
fyrir og grípa því til þeirrar
kreddu, sem hentar þeim hverju
sinni og reyna með „útskýring-
um“ að laga raunveruleikann að
sínum eigin kreddum.
Kreppa maóismans
Það er einnig eftirtektarvert að
í þessu útfarartölublaði var því
sleppt að geta um raunverulega
grundvallarorsök fyrir uplausn
maóistahreyfingarinnar og ör-
lögum blaðsins. Kreppa maóism-
ans á sér aðrar og dýpri rætur.
Það er auðvitað ekki hægt að
fjalla ýtarlega um maóismann hér
(í því sambandi verð ég að vísa til
Raddar byltingarinnar 1. tbl. 83
og næstu þriggja tölublaða) en
hins vegar er rétt að geta nokk-
urra atriða varðandi það hvernig
maóisminn hefur þróast.
í kjölfar baráttunnar gegn
krútséffendurskoðunarstefnunni
efldist kommúnistahreyfingin
verulega og margir nýir komm-
únistaflokkar voru myndaðir þar
sem þeir gömlu gengu til liðs við
hentistefnuna. Mörgum þessara
nýju flokka tókst þó ekki til fulls
að losa sig úr viðjum hentistefn-
unnar vegna áhrifa frá Maó Ze-
dong og Kommúnistaflokki
Kína. Þessi áhrif komu oftast
fram í tilhneigingum til stétta-
samvinnustefnu og undansláttar
gagnvart endurskoðunarstefn-
unni, einnig í formi upplausnar,
sundrungar og klofningsstarf-
semi. Semsagt, að flestu leyti
dæmigerð hentistefnuáhrif. Þeg-
ar leið á áttunda áratuginn ágerð-
ust þessi einkenni í mörgum
flokkum og eftir að þriggja-
heima-kenningin kom fram á
sjónarsviðið og hafin var alhliða
barátta gegn þessum hentistefnu-
áhrifum í kommúnistahreyfing-
unni þróaðist maóisminn frá því
að vera veikleiki í kommúnista-
hreyfingunni yfir í að vera sér-
stakt afbrigði nútíma endur-
skoðunarstefnunnar.
Mörgum flokkum hefur tekist
að hreinsa sig af maóismanum,
sumir klofnuðu en aðrir gerðu
maóismann að sinni grundvallar-
stefnu. Þar á meðal voru maóist-
arnir hér á íslandi. í kjölfar þessa
uppgjörs hefurkommúnistahreyf-
ingin styrkst mjög í mörgum
löndum, en maóistahreyfingin
hefur nánast hrunið til grunna. I
mörgum löndum hafa helstu ma-
óistahópar verið lagðir niður eða
klofnað í smáa trúhópa, hvern
með sína kredduna til að „fílósóf-
era“ í kringum.
Það er því ekkert einsdæmi
þótt maóistarnir hér á íslandi séu
eins og þorskar á þurru landi þeg-
ar hafsjó maóismans hefur skolað
burt.
En hvað verður um þorska,
sem skolar upp á land eins og
gerst hefur með maóistana?
Maður skyldi ætla að þeir köfn-
uðu hið snarasta, en þó virðist
sem svo að nokkrir hafi lifað af
ósköpin og náð næsta þróunar-
stigi, semsagt orðið að skriðdýr-
um. Það er nefnilega svo að þó að
maóistarnir belgi sig út yfir því
hvað þeir hafi lært mikið á þess-
um áratug maóismans hafa þeir
fyrst of fremst lært að skríða fyrir
borgarastéttinni.
Árásir á BSK
Auðvitað notar Verkalýðs-
blaðið tækifærið í andarslitrunum
til að ráðast á Baráttusamtökin
fyrir stofnun Kommúnistaflokks
(BSK), sem virðist vera það eina
sem sameinar maóistana í seinni
tíð.
í fyrrnefndu tölublaði skrifar
m.a. Ari T. Guðmundsson,
æðstiprestur KS baksíðugrein,
sem á að heita skilgreining á
stöðu svonefndrar vinstri hreyf-
ingar í landinu. Það sem þar er
skrifað um BSK er svipað öðru,
Þorvaldur
Þorvalds-
son
skrifar
sent maóistarnir hafa skrifað um
Baráttusamtökin. Það byggist
alfarið á fordómum borgarastétt-
arinnar og er auk þess fullt af
rangfærslum og hroka. Þar segir
m.a.: BSK neita umræðum til að
grynna á mótsögnum milli þeirra
og marx-lenínista og nýta sam-
eiginlega langa reynslu KS, þó
svo fjölmargt í almennri stefnu
beggja sé eins. Ekki Rafa BSK
krufið mat marx-lenínista á eigin
vegferð eða krufið stefnuskrár
þeirra...“
í fyrsta lagi verður Ari ekki
marx-lenínisti bara af því einu að
kalla sig það. í öðru lagi er sann-
leikurinn sá að BSK gengust inn á
að halda sameiginlegan um-
ræðufund í eina skiptið, sem ma-
óistarnir hafa lagt slíkt til, og hafa
lýst sig reiðubúin til samstarfs um
ákveðin mál, ef málefnaleg sam-
staða næst. Hins vegar höfnuðu
samtökin tilboði maóistanna um
að vinna saman að ýtarlegri skil-
greiningu á íslenska þjóðfé-
laginu. Bæði er vitað mál að þessi
tvenn samtök kæmust aldrei að
sameiginlegri niðurstöðu og því
væri slíkt aðeins tímaeyðsla.
Einnig var það skilyrði af hálfu
maóistanna að BSK legðu á hill-
una baráttuna fyrir nýjum
kommúnistaflokki.
í þriðja lagi hafa BSK skrifað
pólitískar greinar um maóismann
almennt og KS sér í lagi í málgagn
sitt Rödd byltingarinnar og nú
hafið að skrifar ýtarlegan greina-
flokk um maóismann. Stefnu-
skrár maóistanna eru hins vegar
yfirborðsleg og innihaldslaus
slitur, sem ekki er miklum pappír
eða bleki eyðandi á sérstaklega.
Á hinn bóginn gáfu BSK fyrir
meira en ári síðan ýtarlega
stefnuskrá, sem maóistarnir hafa
haft undir höndum síðan. Þeir
hafa samt ekki skrifað staf um
hana né um stefnu BSK yfirleitt.
Allt, sem þeir hafa skrifað um
Baráttusamtökin er skætingur,
sleggjudómar og rangfærslur.
Verðskulduð umbun
Árum saman hafa maóistarnir
keppst við að skrifta fyrir borg-
arastéttinni, skrifað um hve
„samtök þeirra voru slæm þegar
þau voru byltingarsinnuð og þar
af leiðandi þröngsýn og kreddu-
föst“, og nú hafa þeir loksins að
nokkru marki uppskorið laun erf-
iðisins. í „klippt og skorið" Þjóð-
viljans í dag (þriðjudag í sl. viku)
tekur Óskar Guðmundsson ma-
óistana í sinn föðurlega faðm og
fer um þá hlýjum viðurkenning-
arorðum fyrir að hafa snúið frá
villu síns vegar.
Hvort maóistanna bíður frami í
Alþýðubandalaginu eða öðrum
stjórnmálaflokkum borgarastétt-
arinnar skal ósagt látið en svo
virðist sem þeir þyki þar orðið í
húsum hæfir.
Hitt er ljóst að maóistahreyf-
ingin á enga framtíð fyrir sér,
nema ef vera skyldi sem skemmd-
arverkahópur.
Þorvaldur Þorvaldsson er tré-
smiður í Reykjavík. Þorvaldur er
einn helsti talsmaður „Baráttu-
samtaka fyrir stofnun kommún-
istaflokks“, en þau samtök eru
vilhöll Albaníukommum Envers
Hoxa.