Þjóðviljinn - 23.02.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 23.02.1983, Side 7
Miðvikudagur 23. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Aðhaldsaðgeröa segir formaður verkalýðs- sambandsins CFDT Um leið og efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar Mitterrands hafa að mörgu leyti bætt stöðu launþega og þeirra lægst settu verulega, þá eru nú ýmsar blikur í frönsku efna- hagslífi og raddir heyrast um nauð- syn nýrra aðhaldsaðgerða til þess að halda aftur af verðbólgunni, rétta viðskiptajöfnuðinn við útlönd og styrkja stöðu frankans. Óvænt hafa slíkar raddir nú einnig komið úr röðum verkalýðsforystunnar. Frá því Mitterrand komsi tii valda í maí 1981 hefur kaupmáttur lögbundinna lágmarkslaunaaukist í Frakklandi um 14%. Þá hafa eftir- launagreiðslur stóraukist og gagn- stætt þvísem gerst hefur t.d. í Bret- landi, þá hefur ríkisstjórninni tek- ist að halda atvinnuleysinu í skefjum (8-9%). Orlof hefur verið aukið í 4 vikur og vinnutíminn styttur í 39 klst. á viku án kaupskerðingar. Þá hafa verið sett ýmis lög er takmarka það alræðisvald sem atvinnurekendur hafa til þessa haft á frönskum vinnustöðum. Launamisrétti gagnvart konum hefur verið bannað með lögum og umbætur gerðar í menntun 16-18 ára aldurshópsins. Þá eru fóstur- eyðingar nú kostaðar af heilbrigðisþjónustunni. Aðhaldsaðgerðir Síðastliðið sumar framkvæmdi stjórnin aðhaldsaðgerðir er áttu að styrkja gengi frankans og rétta við óhagstæðan viðskiptajöfnuð. Þær fólu meðal annars í sér bindingu launa og verðlags og niðurskurð fjárlaga ríkisins. Á hálfu ári höfðu þessar aðgerðir í för með sér að verðbólgan á árinu 1982 varð rétt innan við 10%. Á árinu 1982 var Viðskiptahallinn og atvinnuleysið gera styttingu vinnuvikunnar með skertum launum og þak á launa- hækkanir nauðsynleg, segir Ed- mond Maire formaður verka- lýðssambandsins CFDT. vöxtur þjóðartekna í Frakklandi um 1% og kaupmáttur launa jókst að jafnaði um 2%. Á árunum 1981-82 jókst neysla almennings í Frakklandi um 5,3% á meðan sam- dráttur varð í Efnahagsbanda- laginu um sem samsvarar 1,3% að meðaltali. Aukinn kaupmáttur og aukin neysla hafa svo leitt til þess að viðskiptahallinn við útlönd hef- ur tvöfaldast á einu ári og nemur nú 70 miljörðum franka. Og það er fyrst og fremst þessi þróun sem veldur því að kröfur um aðhalds- aðgerðir verða nú háværar enn á ný. Verkalýðs- forystan vill aðhald Það hefur hins vegar vakið furðu margra að nú á síðustu tímum hafa þessar kröfur komið úr ólíklegustu átt, það er að segja frá verka- lýðssambandi sósíalista, CFDT, og formanni þess, Edmond Maire. í nýlegri grein í Information segir fréttaskýrandi að löngum hafi verið deilt um það innan raða franskra vinstrimanna, hvort gripið skyldi til verndaraðgerða til efling- ar frönsku atvinnulífi. Formaður verkalýðssambands franskra sósí- alista er einarður andstæðingur slíkra aðgerða, og segir þær ekki annað en ávísun upp á atvinnuleysi í framtíðinni. í stað þess að grípa til slíkra aðgerða, m.a. til að rétta viðskiptahallann, hefur hann ný- lega vakið úlfaþyt innan verkalýðs- hreyfingarinnar með því að lýsa því yfir að menn verði nú að búa sig undir enn nýjar aðhaldsaðgerðir. Hefur CFDT lýst því yfir að Frakkar geti ekki búist við neinum verulegum hagvexti í nánustu framtíð. Því þurfi að leggja megin- áherslu á sem réttlátasta skiptingu þess fyrir hendi er með sér- stöku tilliti til hinna verst settu. Þar sem litlar líkur séu á að hægt verði að skapa fleiri atvinnutækifæri á næstunni þurfi að skipta þeirri atvinnu sem fyrir hendi er með réttlátari hætti. Þannig eigi að stytta vinnuvikuna enn meira en þegar hefur verið gert (39 klst. vinnuvika), og eigi aðeins þeir lægst launuðu að halda óbreyttum launum, því án slíks sparnaðar í launum myndu aðgerðirnar ekki skapa meiri atvinnu. Þá vilja þeir að settar verði hömlur á kauphækkanir, en í staðinn verði tekin upp launamálastefna er taki mið af þeim lægst launuðu auk þess sem skattalögunum verði beitt í sama tilgangi. Andstaða gegn þessum hug- myndum verkalýðsleiðtogans Ed- mond Maire mun vera allsterk í röðum vinstri manna og þá ekki síst innan kommúnistaflokksins. Hins vegar munu margir af ráðherrum sósíalista hafa svipaðar hugmynd- ir, þótt ríkisstjórn Mitterrands hafi ekki haft hátt um slík áform að undanförnu, þar sem mikilvægar sveitastjórnakosningar eru nú í að- sigi. Afstaða Mitterránds, sem skiptir sköpum, er ekki ljóst í þessum efn- um. En margir telja hann hlynntan enn frekari niðurskurði og aðhalds- aðgerðum. Fréttaskýrandi In- formation segir að endanlega standi umræðan um það, hversu lengi Frakkland geti haldið sjálfu sér uppi á hárinu í heimi, sem ein- kennist af efnahagslegri stöðnun og samdráttaraðgerðum. ólg. Lisa Hugoson, Siguröur Sigurjónsson og Kim Anderzon í hlutvcrkum sínum í „Andra dansen“ eftir Lárus Ými Óskarsson. Andra Dansen — „frelsandi ferðalag í tvennum skilningi” segir gagnrýnandi Dagens Nyheter Kvikmyndin „Andra dansen", sem Lárus Ýmir Óskarson leikstýrði í Svíþjóð eftir handriti Svíans Lars Lundholm, hefur verið frumsýnd í Svíþjóð. Kvikmyndagagnrýnandi Dagens Nyheter, Eva af Gejerstam, segir í grein um myndina, að þessi lýsing á ferðalagi Önnu og Jo hafi til að bera stórar gloppur, en einnig „kafla sem tilheyri því besta og markvissasta sem sést hafi í sænskri kvikmyndalist um langan tíma“. Gagnrýnandinn segir að þrátt fyrir að finna megi ýmsar hliðstæð- ur við bandaríska kvikmyndgerð frá Suðurríkjunum sviðsetta í sænsku sveitaumhverfi, og þótt hlið stæður megi einnig finna við mynd- ir Wim Wenders þess þýska og Antonioni þess ítalska, þá hafi myndin til að bera sérstæð og upp- runaleg áhrif. Nefnir hún í því sambandi náttúrumyndirnar sem séu blessunarlega lausar við þá rómantísku norrænu sumargrænku sem lengi hafi fylgt sænskum kvik- myndum. Landslagið býður ekki bara upp á myndrænar andstæður og grafíska áferð, það verður að meðleikara í þeirri sálrænu aðferð sem Anna og Jo hafa tekist á hend- ur: burt frá hinni kæfandi innilok- un til hins víða sjóndeildarhrings norðursins. Kosti myndarinnar sér gagnrýn- andinn ennfremur í leik þeirra Kim Anderzon og Lisu Hugoson, sem leika Önnu og Jo, ferðafélaga hennar. „Þetta hvort tveggja ber áhuga áhorfandans og ljóðrænan styrk myndarinnar yfir þær gloppur sem á myndinni eru, og gera hana að frelsandi ferðalagi í tvennum skiln- ingi,“ segir kvikmyndagagnrýn- andi Dagens Nyheter að lokum. - ólg. Gunnar Kvaran Hádegistónleikar í dag Þrettándu hádegistónleikar Há- skólans sem haldnir eru í Norræna húsinu, eru í dag og hefjast þeir kl. 12.30. Gunnar Kvaran mun leika á knéfiðlu verk eftir Johan Sebastian Bach. Eru það knéfiðlusamstæður nr. 1 í G-dúr og nr. 2 í d-moll. Gunnar Kvaran er Reykvíking- ur. Hann stundaði nám við Tónlist- arskólann hjá Einari Vigfússyni, síðan framhaldsnám í Kaupmanna- höfn hjá Erling Blöndal Bengtson. Að loknu námi dvaldist Gunnar um árabil í Kaupmannahöfn en settist aftur að á íslandi fyrir um það bil tveimur árum Mér hefur alltaf fundist óþarflega bindandi að míða við fastar mánaðargreiðslur þegar ég er að safna fyrir sumarferðínní. Ég vil bara leggja fyrír þann pening sem ég á aflögu hvetju sínni. Þess vegna ákvað ég hiklaust að nýta mér FerðalánAIþýðubankans. Ég legg bara inn pening þegar ég á hann til og fjárhæðin er færð jafnóðum ínn á sérstakt orlofsskírteíní. Þegar svo líður að brottfarardegi fæ ég lán frá bankanum sem nemur tvöfaldrí spamaðarupphæð minni, en hún stendur áfram óhögguð inni á orlofsreikníngnum. Þá er allt klappað og klárt fyrir ferðína. Lánið þarf ég svo ekki að borga fyrr en þremur mánuðum eftír lántökudag, aðeins með venjulegum bankavöxtum en ínnistæða mín er híns vegar verðtryggð allan tlmann og gengur með hærri vöxtum en Iánið beint upp í greiðsluna. Ferðalánið gerir svo sannarlega gæfumuninn Þú ættír að kynna þér ferðalán Alþýðubankans. Það er ekkí aðeíns fijálslegra en þú átt að venjast, - það er Iíka hagstæðara. Alþýðubankinn hf. Laugavegi 3f-sími 28700 — Útibú Suðurlandsbraut 30 -sími 82911 It

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.