Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 1
UOmiUINN
Hægriflokkur
Kristilegra
demókrata vann
drjúgan sigur í v-
þýsku
þingkosningunum
Sjá 8
mars 1983
þriðjudagur
53. tölublað
48. árgangur
Þingsályktunartillaga Alusuisse-manna
Framsókn
ósamstíga
Ekki liggur enn fyrir hvenær til-
laga meirihluta atvinnumálanefndar
sameinaðs þings, um að taka álmál-
ið úr höndum iðnaðarráðherra,
kemur til umræðu. Mörg mál bíða
afgreiðslu á þeim dögum sem eftir
eru af þinginu og óvíst að allir þing-
menn flokkanna, sem standa að til-
lögunni taki því með gleði, að þetta
mál verði fært fram fyrir ýmis af
þeirra óskamálum.
Vitað er, að ýmsir af þing-
mönnum Framsóknar, einkum úr
dreifbýli, eru ekkert áfjáðir í að
þurfa að taka tillögu af þessu tagi til
umræðu. Og ljóst er, að áherslu-
munur er verulegur milli manna
hjá Framsókn.
Þannig stendur Halldór Ás-
grímsson að tillögu með Sjálfstæð-
ismönnum, um að taka álmálið úr
höndum iðnaðarráðherra, Tómas
Árnason virðist á sömu buxum.
Samtímis stendur formaður
flokksins, Steingrímur Hermanns-
son, að tillögu í ríkisstjórn, um
samninga við Alusuisse, undir for-
ystu iðnaðarráðherra. Formaður
Framsóknarflokksins stendur
þannig að tillögu, sem gengur í
kjarnaatriði málsins, þvert á tillögu
S j álfstæðismanna.
Eftir að tillagan sem Steingrímur
stendur að var felld í þingflokki
Framsóknar, hefur Steingrímur
lýst því yfir, að hann geti einnig
stutt tillöguna, sem Halldór Ás-
grímsson stendur að. Sá málflutn-
ingur er glöggt merki um það, hve
tvístígandi Framsóknarmenn eru í
málinu. Enda hlýtur það að vera
kvíðvænlegt fyrir þingmenn Fram-
sóknar af rafhitunarsvæðum, að
þurfa að horfa framan í kjósendur
sína, hafandi skrifað upp á upp-
gjafartillögu íhaldsins. _ eng
Samhljóða álit stjórnarskrárnefndar
neðri deildar:
Breytingin er
málamiðlun
Frá því 1959 er síðast var fjölgað
þingmönnum hefur kjósendum
fjölgað um helming, sagði Matthías
Bjarnason er hann gerði grein fyrir
áliti stjórnarskrárnefndar neðri
deildar í gær. Lagði hann áherslu
á, að ekki mætti efna til ófriðar á
milli landshluta, þéttbýlis og
strjálbýlis vegna þessa máls.
Benti hann á að opinberum
starfsmönnum hefði fjölgað um
meir en helming frá því 1959 og að
fjölgun þingmanna væri alls ekki
mikii ef tekíð væri tillit til þessara
atriða. Nefndin var einnig sam-
mála um að flytja breytingartil-
lögu, þar sem kveðið er á um að
kosningarétt eigi þeir sem orðnir
eru 18 ára eða eldri þegar kosning
fer fram og að lögheimili á íslandi
sé einnig skilyrði kosningaréttar,
nema undantekningar séu ákveðn-
ar í kosningalögum. Mælir
stjórnarskrárnefndin öll með sam-
þykki stjórnarskrárbreytingar-
innar.
Þyrlur sönnuðu ótvírætt gildi sitt á sameiginlegri stórslysaæfingu björgunarsveitanna á Suð-vesturhorninu.
sem haldinn var fyrir ofan Hafnarfjörð sl. laugardag, en alls tóku um 400 manns þátt í æflngunni.
- Mynd - eik,
Furðuleg framkoma SUS á ráðstefnu ÆSÍ um
atvinnumál ungs fólks í Ölfusborgum:
Beittu neitunar
valdinu óspart!
m. a. gegn ályktun um jafnrétti fatlaðra til atvinnu
Alþjóðlegur
baráttudagur kvenna
er í dag:
Fundur um
friðar-
hreyfingu
kvenna
í dag, 8. mars, er alþjóðlegur
baráttudagur kvenna. Konur víða
um heim hafa helgað daginn bar-
áttu fyrir friði og afvopnun og í
kvöld gangast Bandalag kvenna,
Kvenfélagasamband íslands og
Kvenréttindafélag íslands fyrir
ráðstefnu að Hallveigarstöðum þar
sem kanna á áhuga fyrir því að
stofna íslenska friðarhreyfingu
kvenna. Á fundinum, sem hefst kl.
20.30 verður kynnt erindi frá
Friðarhópi kvenna sem stofnaður
var s.l. haust og framsögu hafa þær
Elín Pálmadóttir, blaðamaður og
Kristín Ástgeirsdóttir, sagn-
fræðingur.
Reynsla fyrstu
þriggja mánaðanna
sýnirað það er
meira en full þörf
fyrir Kvennaatvarf á
höfuðborgarsvæðinu.
Frá 7. desember
leituðu 107
einstaklingar til
athvarfsins, 34
konur hafa dvalið
þarog31 barn.
Hörð pólitísk átök urðu á
ráðstefnu Æskulýðssambands ís-
lands um atvinnumál ungs fólks,
sem haldin var í Ölfusborgum um
helgina. Fulltrúar Sambands ungra
sjálfstæðismanna beittu neitunar-
valdi gegn fjölda tillagna sem full-
trúar átta annarra aðildarfélaga
ÆSÍ höfðu borið fram eða studdu.
Meðal þeirra ályktana sem
Samband ungra sjálfstæðismanna
beitti neitunarvaldi sínu gegn, en
fullt samkomulag annarra æsku-
lýðsfélaga var um, fjallaði um jafn-
rétti fólks til atvinnu, óháð búsetu,
kynferði eða líkamlegri fötlun.
Þá urðu rniklar deilur um iðnaðar-
mál á ráðstefnunni. Tillögur Sjálf-
stæðisflokksins, sem fyrst og
fremst voru ákall um aukna er-
Ienda stóriðju, áttu ekki nema at-
kvæði þeirra einna, en tillaga
meirihluta ráðstefnufélaga um al-
hliða uppbyggingu almenns
iðnaðar, var drepin með neitunar-
valdi SUS. Sama gegndi um áskorun
á stjórnvöld að tryggja með fullri
hörku amk. tvöföldun raforkuverðs
til Alversins í Straumsvík. Dæmið
snerist hins vegar við varðandi til-
lögu SUS um fordæmingu á
iðnaðarráðherra og aðgerðir hans í
álmálinu. Sú fordæming fékk ein-
ungis atkvæði fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins á ráðstefnunni.
í lok ráðstefnunnar vítti íneiri-
hluti þingfulltrúa Sambands ungra
sjálfstæðismanna fyrir þá hegðan
fulltrúa þess að beita neitunarvaldi
gegn flestum þeim tillögum þing-
fulltrúa sem til umræðu voru.
- v.
Sjá 5