Þjóðviljinn - 08.03.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Síða 3
Þriðjudagur 8. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN —■ SÍÐA £ Stjórnir félaga allra stjórnmálaflokka í Önundarfirði: Frumvarpi til stjómskipun- arlaga Stjórnir félaga aiira stjórnmála- flokka í Önundarfirði hafa gert á- lyktun þar sem skorað er á alia þingmenn að fella það frumvarp sem iagt hefur verið fram til stjórn- skipunarlaga. I ályktuninni, sem er undirrituð af stjórnum Framsóknarfélags Ön- firðinga, Alþýðubandalags Ön- undarfjarðar, Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar og Alþýðuflokks- félags Önundarfjarðar, er sam- þykkt að 1. Hafna framlögðu frum- varpi til stjómskipunarlaga, sem nú liggur fyrir alþingi, í núverandi formi. 2. Mótmæla hugmyndum um jafnt vægi atkvæða, þar sem ennfremur ber að líta á jafnt vægi byggða. 3. Benda á að misvægi at- kvæða réttlætist m.a. af því að stefnumörkun og undirbúningur lagasetningar fer iðulega fram innan þingsala, þar sem áhrifavald hafnað I | íbúanna í nágrenni Alþingis er sterkur þáttur. 4. Telja forsendur fyrir aukinni valddreifingu óundir- búna og ómótaða og aðeins sett fram til að reyna að sætta dreifbýl- isfólk við réttindaskerðingu. 5. Fallast á breyttar reglur við úthlut- un þingsæta í kjördæmum, en telja höfuðatriði að hvert kjördæmi ráði að fullu kjöri sinna fulltrúa. 6. Vara við því að frekari samþjöppun valds á suðvesturhorninu leiði til óeiningar, sem valda mun óbætan- legum skaða. 7. Skora á Vest- firðinga og dreifbýlisfólk víða umi land að snúast til varnar frekari réttindaskerðingu með fundarsam- þykktum og fleiri aðgerðum. 8. Skora á alla þingmenn að fella frumvarpið. Stöndum vörð um þjóðríkið ísland“, segir að lokum í ályktun stjórna flokksfélaga í Ön- undarfirði. _ekh Frá Búnaðarþingi Búnaðarþingi Búnaðarþingi var slitið fyrir há- degi í gær. I þingsiitaræðu sinni gat þingforseti, Ásgeir Bjarnason þess m.a., að þingið hefði að þessu sinni staðið í 15 daga og trúlega verið hið styttsta um áratuga skeið. Ásgeir Bjarnason sagði að 70 mál hefðu borist þinginu, 69 af þeim vísað til nefnda og 64 verið afgreidd. Þ.ingskjöl voru alls 136. Haldnir voru 18 þingfundir auk daglegra nefndarfunda. Unnið var alla daga, helga jafnt sem virka, „enda fulltrúar vanir vinnu og gjörþekkja málefni landbúnaðar- ins“, sagði Ásgeir. Þá þakkaði Ásgeir Bjarnason þingfulltrúum ágæt störf, svo og öllum öðrum, sem komið hefðu við sögu þinghaldsins með einum eða öðrum hætti og sagði þir.gi síðan slitið. slltið Teitur Björnsson bóndi á Brún færði forseta þakkjr þingfulltrúa fyrir ágæta verkstjóm. Sagðist Teitur hafa setið 21 búnaðarþing og minntist þess ekki að betur hefði öðru sinni verið unnið á þingunum. Óskaði hann þess að Búnaðarfé- lag íslands og Búnaðarþing mættu jafnan njóta svo góðrar forystu sem nú. -mhg —I li íT>Íniílli ___!■■■■■■■■ Giscard d’Estaing, sem hér er á atkvæðaveiðum, varð fyrir svipuðu áfalli 1977. Bæjarstjórnarkosningar í Frakklandi: St j órnarf lokkarnir hlutu drjúgan skell Unglingar Kópavogs skipuleggja unglingastarfið: „Vart verið haldin þarfari ráðstefna” París 7 mars. Frá Einari Má Jónssyni. Vinstri flokkarnir frönsku hlutu vondan skeli í fyrri umferð bæjarstjórnarskosninga í landinu á sunnudag, þótt tapið sé ekki eins mikið og spáð hafði verið fyrir nokkrum vikum. Borgaraflokkarnir fengu samtals 51,5% atkvæða en vinstriflokkarn- ir 46,5%. í síðustu bæjarstjórnark- osningum árið 1977 voru hlutföllin milli fylkinga svipuð, nema hvað þá höfðu vinstrisinnar betur. Hins- vegar brá svo undarlega við ári síðar, 1978, að þá gátu hægriflokk- arnir unnið sigur í þingkosningum. Af þessu sprettur m.a. sú kenning, að stjórnarflokkar hljóti alltaf að tapa í bæjarstjórnarkosningum á miðju kjörtímabili þingsins - þá -virði menn óánægju, vonbrigði og refsi stjórninni fyrir klaufaskap og skyssur. Þótt atkvæðatölur hafi nú snúist við frá 1977 er ekki þar með sagt að umskiptin verði eins mikil og þá. Árið 1977 unnu vinstriflokkarnir meirihiuta í sextíu borgum sem hafa þrjátíu þúsundir íbúa eða meir. En nú hafa þeir ekki tapað nema 15 stórum borgum. Reyndar er það svo, að í bæjum sem eru smærri og hafa minna en 30 þús. íbúa standa vinstriflokk- arnir sig allvel. En eftir því sem borgirnar stækka verða kosning- arnar síður um frammistöðu í bæjarmálum en eftir því landspóli- tískari. Til dæmis er tap vinstri- manna mest í París, þar sem Gull- istaforinginn Chirac borgarstjóri er nálægt því að ná stóru slemmunni - þ.e. vinna meirihluta í öllum 20 hverfum borgarinnar. Hann hefur þegar unnið 18 í fyrri umferð. Og Gaston Deterre innanríkisráð- herra stendur höllum fæti í Mars- eille. Foringjar hægriflokkanna hafa verið fremur hógværir eftir sigur- inn og ekki heimtað nýjar þing- kosningar. Um framhaldið ræður svo miklu, hvort þær spár rætist, að Frakkar fari að rétta úr kreppuk- útnum um næstu áramót - en ein skýringin á tapi stjórnarflokkanna nú er sú, að traust manna á hæfni þeirra til að „stjórna kreppunni“ stóráfallalaust, hafi minnkað. Ekki er gott að sjá af úrslitunum stöðu einstakra flokka, því að mjög víða eru boðnir fram sameiginlegir listar tveggja flokka eða fleiri. Þó sýnast Sósíalistar standa sig betur en Kommúnistar, sem halda áfram að tapa fylgi. Og Gaullistar Chiracs finna betri hljómgrun en liðsmenn Giscards. _áb. „Ráðstefnan tókst í alla staði ein- staklcga vel og ég held að mér sé óhætt að segja, að það hafi verið samdóma álit allra sem hana sóttu, að þarfari ráðstefna hafi vart verið haldin,“ sagði Ásdís Skúladóttir er við spurðum hana um unglinga- ráðstefnuna, sem haldin var í Kópavogi si. laugardag. Eftir að ungíingar Kópavogs höfðu fundað nær daglangt kusu þeir 9 manna framhaldsnefnd til að vinna fastmótaðar tillögur úr þeim hugmyndum, sem fram komu á ráðstefnunni. Nefndin mun síðan halda með tillögurnar á fund bæjaryfirvalda, og sagðist Ásdís eiga von á því að félagsmálaráð Kópavogs ynni að þessu með krökkunum. Á ráðstefnunni kom m.a. fram, að unglingunum finnst Fagra- brekka ekki ieysa úr þörfinni fyrir félagsmiðstöðvarnar - önnur yrði að koma þar samhliða. Þá vilja krakkarnir fá að taka þátt í upp- byggingu félagsmiðstöðva, vera með í ráðum varðandi innréttingar og hvernig þær yrðu notaðar. Einn- ig hafa þau áhuga á að nýta skipti- stöðina í Kópavogi, t.d. með uppá- komum um helgar, listasýningum, hljómsveitarupptroðslum og fleiru í þeim dúr. Meðal þeirra sem mættu á ráðstefnuna var Laufey Jakobs- dóttir, „amma“ reykvískrar æsku, og sagði frá starfi sínu og reynslu, en hún starfrækir salerni í Grjótagötunni á kvöldin og um helgar og voru unglingarnir í Kópa- vogi sammála um að afstýra þyrfti vandræðum af því tagi, sem Laufey lýsti, og það yrði best gert með uppbyggjandi starfi. ast Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Fundur hjá SHA Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er yfirskrift þriðjudagsfundar Her- stöðvaandstæðinga á Hótel Heklu kl. 20.30 í kvöld. Keneva Kunz hefur framsögu á fundinum og ræðir um kröfuna um kjarnorkuvopnaiaus Norðurlönd. Afstöðu stjórnmálaflokka og samtaka og kynning á kröfunni. FELAGSFUNDUR Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund um skipulags- mál verkalýðshreyfingarinnar þriðjudaginn 8. mars n.k. að Hótel Esju 2. hæð kl. 20:30. Framsögumenn: Hannes Þ. Sigurðsson varaform. VR Ásmundur Stefánsson forsteti ASÍ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, form. Sóknar. Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt í umræðúm um þetta þýðingarmikla mál.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.