Þjóðviljinn - 08.03.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. mars 1983
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladótfir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kosningarnar í
Vestur-Þýskalandi
• Bera úrslit kosninganna í Vestur-Pýskaiandi vott um
mikla hægrisveiflu? Varla - að minnsta kosti er þar ekki
um að ræða veruiegan flutning fyigis frá vinstri til
hægri. Sósíaldemókratar, sem til skamms tíma fóru
með stjórnartauma í Bonn í samvinnu við borgaralegan
miðflokk, Frjálsa demókrata, töpuðu reyndar allmiklu
fylgi. En það fylgi sýnist allt hafa farið til nýs pólitísks
afls, sem nú hefur brotið upp flokkakerfið í landinu,
Græningjanna. Græningjarnir ná meira en þeim fimm
prósentum atkvæða sem þarf til komast á þing og er það
góður sigur að því leyti, að það hefur engum smáflokki
tekist áður. En sigur þeirra er með því beiskjubragði,
að það mun ekki reyna á það, hvort þeir gætu komið
einhverju af baráttumálum sínum fram í samvinnu við
SósíaldemQkrata - baráttumálum eins og fráhvarfi frá
notkun kjarnorku, frá niðurskurði útgjalda til félags-
legrar þjónustu og andófi gegn staðsetningu nýrra eld-
flaugakerfa Nató í Evrópu. Ósigur Sósíaldemókrata
tengist því reyndar, að þeir höfðu svo mjög hugann við
að reyna að stöðva flóttann úr sínum röðum til Græn-
ingjanna, að þeir gátu ekki krækt í það óráðna miðju-
fylgi sem flosnaði upp eftir að Frjálsir demókratar
sögðu upp stjórnarsamstarfi við þá í fyrra.
• Hinn tvíhöfða kristilega samsteypa þeirra Kohls
kanslara og Franz-Josefs Strauss, vann drjúgan sigur -
en hann hefur allur orðið á kostnað Frjálsra demó-
krata, sem höfðu reyndar lagt sig mjög fram um það að
undanförnu, að þeir væru borgaralegur markaðs-
hyggjuflokkur.
• Vafalaust hefst nú þegar túlkunarstríð um það, hve
miklu eða litlu vígbúnaðarmálin hafi ráðið um úrslit
kosninganna. Reagan Bandaríkjaforseti, sem hafði
beint og óbeint lýst yfir stuðningi við Kohl kanslara í
kosningarbaráttunni, mun hafa túlkað úrslit kosning-
anna á þann veg að þau væru sönnun þess að almenn-
ingur í Vestur-Evrópu styddi vígbúnaðarstefnu Nato og
Bandaríkjanna. Þetta kemur ekki rétt vel heim við þær
upplýsingar úr skoðanakönnunum, að um 60% Vestur-
Þjóðverja séu andvígir áformum um að koma nýjum
meðaidrægum kjarnaoddaeldflaugum fyrir í iandinu.
Miklu líklegra þykir mönnum, að efnahagsmálin hafi
ráðið mestu um úrslit kosninganna. Almennar kosning-
ar sem eru ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um eidflaugar,
segir breska blaðið Guardian.
• í efnahags- og atvinnumálum sátu talsmenn Sósíal-
demókrata með þann þunga bagga á herðum, að hafa
stjórnað lengi og við versnandi ástand, sem hefur m.a.
gert hálfa þriðju miljón manna atvinnulausa. í fram-
haldi af því reyndist það flokknum erfitt, að eiga það
víst að verða mjög háður Græningjum á þingi ef þeir
flokkar tveir réðu meirihluta: Borgaraiegu flokkunum
tókst að skapa allalmennan ótta við það, að hugmyndir
Græningja um fráhvarf frá mengunarvaldandi iðnaði
og umferð, mundu gera efnahagssástandið enn verra og
auka á atvinnuleysið.
• En þó eldflaugakerfin nýju og afstaða til þeirra hafi
ekki ráðið úrslitum er því ekki að neita, að kosning-
aúrslitin eru visst áfall fyrir friðarhreyfinguna í Vestur-
Þýskalandi og í álfunni allri. Þau leggja reyndar enn
þyngri kvaðir á hana en áður um að hún skapi sér skýra
og marksækna stefnu í friðarmálum, sem sé hafin yfir
allan grun um tillitssemi við hvorn sem væri af þeim
risum tveim sem halda áfram að þétta eldflaugaskóginn
í hinni þröngsetnu Evrópu.
klippt
Tilgangurinn
helgi
meðalið
Fyrir skömmu komst í
heimsfréttirnar að Vogel kansl-
araefni sósíaldemókrata í Vestur-
Þýskalandi hefði verið foringi í
Hitlersæskunni - ungliðasamtök-
um nasista á stríðsárunum. Það
var eitt blaðanna úr fjölmiðla-
veldi Springers, eins illræmdasta
„blaðakóngs" seinni tíma, sem
var aðalheimildin fyrir þessum
rógi um Vogel. Frétt þessi átti
greiðan aðgang á fréttasíður
hægri blaða innan Þýskalands og
utan (líka á íslandi). Nú skal
ósagt látið hvaða áhrif þessi rógur
kann að hafa haft á kosningarnar
í V-Þýskalandi. En hitt er víst að
hinn vestræni heimur fékk gjörla
að vita af þeim tortryggilega póli-
tíska uppruna Vogels.
Hins vegar fór minna fyrir því,
að blaðamenn hjá Springer-
pressunni báðust opinberlega"
afsökunar á þessum söguburði og
lýstu ábyrgð á hendur „æðri mátt-
arvöldum“ í blöðunum.
Frumheimildin var Bild am
Sonntag, slúðurrit og helgarút-
gáfa af því óhugnanlega mann-
drápsblaði, Bild í Þýskalandi.
Þessi óvandaða heimild varnaði
því ekki að hægri pressan annars
staðar héldi áfram með sögu-
burðinn. Það urðu mörg blöð
þátttakendur í rógsherferð þess-
ari og miljónir manna fórnar-
lömb.
Afsökunarbeiðni blaðamann-
anna náði ekki sama uppslætti og
rógurinn áður. Þess vegna m.a.
geta lygifréttir verið mun áhrifa-
meiri heldur en fréttin af því að
þær séu dregnar til baka. Og í
íslensku borgarapressunni má
einmitt sjá þetta saman.
Sopblaða-
mennskan
rœður miklu
Því miður eru líkur til að frétta-
mennska blaða á borð við Bild sé
verulega áhrifarík í pólitískri
skoðanamyndun. Það ereinnig af
þeirri ástæðu, sem veruleg á-
,tæða er tilað fá hroll og gæsahúð,
þegar í Ijós kemur að hægri press-
an, síðdegisblaðið og Morgun-
blaðið, séu í sókn á dagblaða-
markaðinum.
Misbeiting
sögunnar
Ein rót þessa söguburðar um
Vogel, kanslaraefni sósíaldemó-
kratanna þýsku, mun vera sú að
börn og unglingar voru því sem
næst skylduð til að vera í samtök-
um nasista. Þeir Kohl kanslari og
Vogel voru því báðir meðlimir í
þessum samtökum, þá börn að
aldri. Það er svo kaldhæðni nú-
tímans að þeir sem standa nasist-
unum næst, erkihægrið í V-
Þýskalandi, skuli færa mönnum
annað eins og þetta til sektar.
Slík misbeiting sögulegra
staðreynda skyldi þó ekki vera
ástunduð á íslandi?
Morgunblaðið
í sorpblaða-
mennskunni?
Sunnudagsútgáfu Morgun-
blaðsins ber fyrir augu tæplega
90% íbúa höfuðborgarsvæðisins
samkvæmt auglýsingakönnun-
inni nýbirtu. f miðju blaðsins nú
um helgina er Reykjavíkurbréf;
hin ábyrga lína „sjálfstæðisstefn-
unnar“. Þetta er veganestið sem
90 prósentin fá með sér á vit
hinna virku daga. Samkvæmt
hefðinni er vegið að Alþýðu-
bandalaginu - og af því það er svo
erfitt að klína á það óþverra -
svona á helgum degi - úr nútíð-
inni, þá er seilst aftur í söguna og
nú skal henni hampað hressilega
svo þeir finni fyrir því, kommarn-
ir!
Svavar Gestsson
alias
Jósef Stalín
Rússagrýlan kemur inní Mogg-
ann, oftar en ekki fyrir tilverknað
Björns Bjarnasonar, sem verður
ekki svefns auðið fyrir yfirvof-
andi byltingu Alþýðubandalags-
ins og Rauða hersins á íslandi.
Hann hefur greinilega orðið and-
vaka áður en hann reit Reykja-
víkurbréf, því þar er rykið dustað
af gömlum Þjóðvilja og lát stál-
mannsins Jósefs Djúgasvilis Sta-
lins sett í sögulegt samhengi við
nútíðina. Og hvað kemur þetta A1
þýðubandalaginu sem stendur í
kosningabaráttu við Sjálfstæðis-
flokkinn við?
Jú í Reykjavíkurbréfi er kom-
ist að þeirri niðurstöðu að Svavar
Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins hafi mikið með
þetta mál að gera. Hann sé „full-
trúi þeirra afla innan flokksins
sem staðið hafi vörð um baráttu-
mál Kommúnistaflokks íslands
allt frá því hann var stofnaður“.
Svavar var ekki fæddur þegar
Kommúnistaflokkur íslands var
lagður niður. Og þegar andi Jós-
efs Djugasvilis safnaðist til feðra
sinna árið 1953 var Svavar Gests-
son níu ára gamall.
Og í hvaða málaflokkum á
drengsnáðinn frá bernsku til for-
mennsku í Alþýðubandalaginu
að hafa ávaxtað pundið Stalíns?
Þarna er Morgunblaðið komið í
haminn frá Bild Zeitung - og skal
séð hver ávaxtar pund hvers.
-óg
Þríhöfða
ritstjórn
á þing
í þeim prófkjörum íhaldsins
sem haldin hafa verið að undan-
förnu ber nokkuð á nýrri valda-
klíku, Eimreiðarklíkunni, sem
hefur verið að yfirtaka toppstöð-
ur hjá flokknum undanfarin miss-
eri.
En það er fleira sem tengir
menn saman en klíkurnar einar í
Sjálfstæðisflokknum. Þannig
munu trúlega þrír fyrrverandi rit-
stjórar Vísis fara á þing fyrir
íhaldið í næstu kosningum.
Gunnar G. Schram Reyknesing-
ur var eitt sinn ritstjóri Vísis, það Reykvíkingur sem hefur verið rit-
var einnig Þorsteinn Páisson stjóri allt fram á þennan dag.
Sunnlendingur síðar fram- Jamm, það eru litríkir dagar í
kvæmdastjóri Vinnuveitenda- vændurn á þingi fyrir flokk allra
sambandsins og Ellert Schram stétta. - óg
- áb.