Þjóðviljinn - 08.03.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Qupperneq 9
Þriðjudagur 8. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 segir Jóhannes Briem sem stjórnaði „björgunaraðgerðunum”. Það voru snör handtök, öryggi og hraði sem einkenndu fyrst og fremst björgunaraðgerðir á þessari viðamikiu björgunaræfingu sl. laugardag. - Myndir -eik. ,Mikil lífsreynsla’ Viðamikil og vel heppnuð stórslysaœfmg björgunar- sveita með þyrlum fyrir ofan Hafnarfjörð Farþegarnir voru misvel á sig komnir eftir slysið. Þessi stúlka hafði hlotið skrámur á andiiti og hendi en var komin í góðar og traustar hendur björgunarmanna. „Menn eru mjög ánægðir með þessa æfingu. Þyrlurnar skapa alveg nýtt viðhorf í skipulagningu björgunarstarfsins og þetta var óney tanlega mikil lífsreynsla fyrir okkur að fá tækifæri til að prófa þenna áður óþekkta möguleika“, sagði Jóhannes Briem félagi í Slysavarnafélaginu, en hann var yfirmaður leitarstjórnar á víðtækri hópslysaæfingu sem björgunarsveitirnar á Suð- vesturhorninu stóðu að si. laugardag sunnan við Hafnar- fjörð. Hraði og mikil afköst Fjórar þyrlur, tvær frá landhelg- isgæslunni, TF-GRÓ og TF-RÁN auk frönsku þrylanna tveggja sem verið hafa hérlendis undanfarnar vikur. „Hraðinn við að komast á slys- stað, afköst og flýtirinn að koma hinum slösuðu undir læknishendur eru meginkostir þyrlunotkunar við björgunaraðgerðir og þessir eigin- leikar komu ótvírætt í ljós á æfing- unni á laugardag", sagði Jóhannes. Það var kl. 9 á laugardagsmorg- un að tilkynnt var til Slysavarna- félagsins að flugvél hefði hlekkst á í hlíðum Helgafells fyrir ofan Hafo- arfjörð en 53 voru um borð í vél- inni. Sigið niður í fjallshlíðina Þyrla lagði þegar af stað og tók tvo lækna á Borgarspítalanum og voru komnir á slysstað tæpum tutt- ugu mínútum eftir að tilkynnt var um slysið. Brátt dreif að fleiri björgunarmenn með þyrlum auk þess sem félagar úr flugbjörgunar- sveitinni stukku í fallhlíf við slys- staðinn. Björgunarsveitarmenn sigu flestir niður úr þyrlunum í fjallshlíðinni og voru hinir slösuðu fluttir beint um borð í þyrlunar auk þess sem þær fundu lendingarstað fyrir neðan fjallið skammt frá slys- staðnum. Kl. 11.10 var búið að flytja alla slasaða burt af slysstað, en flogið var með þá í greiningarstöð við Óbrynnishóla við Krísuvíkurveg, þaðan sem þeir voru fluttir í Víði- staðaskóla í Hafnarfirði þar sem Rauði krossinn hafði komið upp fjöldahjálparstöð. Alls tóku 11 björgunarsveitir þátt í æfingunni, frá Slysavarna- félaginu, skátum og Flugbjörgun- arsveitinni auk Almannavarna ríkisins, lögreglu og slökkviliðs i Hafnaríirðifélaga í Rauða krossin- um og þyrluflugmanna, alls um 400 manns. Jóhannes Briem sagði að helsti gallinn sem kom upp hafi verið smátafir í byrjun, en síðan hefði allt gengið eins og í sögu. „Það er geysilegur kostur að geta notað þyrlur við björgunarstörf sem þessi. Við höfum aldrei getað prófað þennan möguleika áðui; en greinilegt er að innlendir þyrluflug- menn og björgunarsveitarmenn eru ágætlega í stakk búnir til að vinna saman. Þessi æfing opnaði ekki síst augu manna fyrir því hve mikið gagn hafa má af þessum tækjum og þetta rekur á eftir því að þyrlukostur Landhelgisgæslunnar verði styrktur og notaður í auknum mæli við björgunaraðgerðir. Stjórnvöld þurfa að sýna þessu máli aukinn skilning. Það hefur margsannast núna í vetur að þyrlur geta leyst ýmsan vanda við erfiðar aðstæður þar sem aðrar björgunar- aðferðir koma ekki að gagni. -Ig. Margir farþeganna fengu sjokk, og einn þeirra gekk berseksgang á slysstað. Greiningarstöð björgunarmanna var f Óbrynnishólum skammt norðan við Krísuvíkurveg. Hér bíða björgunarmenn þess að fyrstu slösuðu farþegarnir komi með þyrlum frá slysstað f Helgafelli. Myndir — eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.