Þjóðviljinn - 08.03.1983, Page 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. mars 1983
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
- Félagsfundur
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar, þriðjudag-
inn 15. mars kl. 20:30 í Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklu-
brautar.
Dagskrá:
Ákvörðun framboðslista við komandi alþingiskosningar.
Félagar fjölmennið. - Stjórn ABR.
Landbúnaðarráðstefna á Akureyri
Alþýðubandalagið heldur landbúnaðarráðstefnu á Akureyri, dagana 18. -
20. mars.
Þátttakendur eru beðnir að láta vita af sér í síma 17500.
ABR - Félagsvist
Ný 3ja kvölda keppni
Ný 3ja kvölda keppni í félagsvist hefst
þriðjudaginn8. marskl. 20.00 íSóknarsaln-
um, Freyjugötu 27 (gengið inn frá
Njarðargötu). - Auk heildarverðlauna eftir
3 kvöld eru veitt sérstök verðlaun fyrir
hvert kvöld og geta þeir sem vilja komið í
eitt og eitt skipti. - Adda Bára Sigfúsdóttir
borgarfulltrúi kemur í kaffihléi og segir nýj-
ustu fréttir úr borgarstjórn.
Adda Bára
Blaðamennskunámskeið
í Keflavík
Alþýðubandalagið í Keflavík gengst fyrir blaðamennskunámskeiði fyrri
hluta marsmánaðar. Hefst það laugardaginn 12. mars kl. 10 árdegis og
seinni hluti þess verður fimmtudaginn 17. mars og hefst kl. 20.00. -
Leiðbeinendur verða Vilborg Harðardóttir og Jón Asgeir Sigurðsson. -
Þátttökugjald er kr. 200.-. - Námskeiðið er öllum opið en menn eru
beðnir um að tilkynna þátttöku sem fyrst því fjöldi þátttakenda verður
takmarkaður. - Skráning fer fram hjá Jóhanni Geirdal (s. 1054), Ásgeiri
Árnasyni (s. 2349).
Ritnefnd og stjórn
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Fulltrúaráðsfundur
Alþýðubandalagið í Reykjavík boðar til fulltrúaráðsfundar fimmtudaginn
10. mars kl. 20:30 í Sóknarsalnum við Freyjugötu.
Fundarefni: Tillaga kjörnefndar um framboðslista félagsins við komandi
alþingiskosningar. Fulltrúaráðsmenn fjölmennið - Stjórn ABR.
Alþýðubandalagsfélagar
Greiðið félagsgjöldin
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík minnir þá sem enn skulda gjald-
fallin félagsgjöld á útsenda gíróseðla. Stöndum í skilum með félagsgjöldin
og eflum þannig starf félagsins. - Stjórn ABR
Kjördæmisráð AB á Vestfjörðum
Fundur verður haldinn í kjördæmaráði Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum á ísafirði laugardaginn 12. mars nk. Fundurinn hefst kl. 10
árdegis. Dagskrá: 1. Skipan framboðslista til næstu alþingiskosninga, 2.
Kjördæmamálið, 3.'Önnur mál. Stjórnin.
Kjördæmisráð AB á Vestfjörðum
Fundur verður haldinn í kjördæmaráði Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum á ísafirði laugardaginn 12. mars nk. Fundurinn hefst kl. 10
árdegis. Dagskrá: 1. Skipan framboðslista til næstu alþingiskosninga, 2.
Kjördæmamálið, 3. Önnur mál. Stjórnin.
Alþýðubandalag Keflavíkur
Félagsfundur verður haldinn í Stangveiðifélagshúsinu við Suðurgötu,
fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30.
Rætt verður um fyrirhugaðar kosningar o.fl.
Félagar fjölmennið!
Stjórnin
Alþýðubandalag sunnan heiða
Aðalfundur Alþýðubaftdalagsins sunnan heiða á Snæfellsnesi verður
haldinn fimmtudaginn 10. mars kl. 21.00 á Vegamótum. Félagar fjöl-
mennið!
Inntaka nýrra félaga. Stjórnin.
Alþýðubandalagið á Akranesi
í hvað fara útsvörin?
Almennur fundur í Rein, sunnudaginn 13. mars kl. 14.
Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir
árið 1983.
Gestir fundarins: Daníel Árnason, bæjartæknifræðingur, Elís Þór Sig-
urðsson, æskulýðsfulltrúi, Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Guðgeir
Ingvarsson, félagsmálastjóri. Grímur Bjarndal, skólastjóri, Ingimundur
Sigurpálsson, bæjarstjóri og Oddgeir Þór Árnason, garðyrkjustjóri.
1. Framsögu hefur Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri.
2. Almennar umræður - gestir fundarins svara fyrirspurnum um starf-
semi og fjárhag stofnana bæjarins.
Fundarstjóri: Engilbert Guðmundsson, bæjarfulltrúi.
Bæjarbúar fjölmennii) í Rein og komið skoðunum ykkar á starfsemi og
rekstri bæjarins á framfæri.
Kaffi og meðlæti á boðstólum. - Bæjarmáiaráð Alþýðubandalagsins.
Jón Pálsson, sundkennari
Fæddur 6.6. 1904 — dáinn 212. 1983
Það kom mér óþægilega á óvart
að dagar Jóns frænda væru taldir.
Hann dó eftir stutta legu á Landa-
kotsspítalanum í umfaðmaðri
elsku dóttur sinnar, Amalíu
Svövu, mánudaginn 21. febrúar.
Jón fór í aðgerð vegna sjónarinn-
ar, og síðan var talsverð batavon.
Hann virtist svo hraustur að sjá,
stálminnugur og andlegt atgervi í
stakasta lagi. En þegar ég hringdi
til hans í desember sl., þá sagðist
hann hafa fengið slæma flensu, og
skildi hann ekkert í því hvað hún
væri lengi að fara úr sér. En við
rannsókn kom í ljós að Jón var fár-
sjúkur maður. Ég hafði vonast til að
hann ætti lengra líf fyrir höndum,
en Ritningarorðin standa ætíð fyrir
sínu: „Við mennirnir ráðgerum, en
það er Guð sem ræður“.
Jón byrjaði að kenna sund 16 ára
gamall með föður sínum, Páli Er-
lingssyni, sundkennara. Þá voru
gömlu sundlaugarnar þær einu í
bænum. Ég minnist með hlýhug
góðu daganna í gömlu laugunum
þar sem Jón og Ólafur, bróðir
hans, voru allt í öllu. Þeir kenndu
bæjarbúum að synda og gættu þess
að enginn drukknaði. Einnig
geymdu þeir muni fyrir fólk. Þeir
voru hlýir og vinalegir, traustvekj-
andi persónuleikar og gerðu sér far
um að allt gengi snurðulaust.
Jón stofnaði sundfélagið Ægi
með ungum áhugamönnum, var
þjálfari félagsins um árabil, og
fyrstu árin var öll vinna gefin. Þeg-
ar ég var lítil var félagsandinn mjög
góður, einlægni og áhugi hjá sund-
fólki Jóns, enda bar það virðingu
fyrir þjálfara sínum. Fyrr á árum
leituðu sundkennarar af sjálfs-
dáðum til Jóns, en hann var aldrei
beðinn um að halda sundnámskeið
eða sýnikennslu á endurmenntun-
arnámskeiðum íþróttakennara, en
í starfstíð Jóns voru aðeins teknir
erlendir keppnis-sundþjálfarar,
þar til að íslenskur sundþjálfari
setti smiðshöggið 1979.
Þegar Sundhöll Reykjavíkur tók
til starfa árið 1937, þá var Jón ráð-
inn sundkennari og starfaði þar
þangað til hann komst á eftirlaun.
Eftir það hélt hann áfram að
kenna í sérsundtímum kvenna, og,
eins og Jóni var lagið, að púrra upp
hálfmannlaus sundfélög. Þannig
færðist líf í tuskurnar í kvenna-
tímanum og oft glatt á hjalla.
Jón kenndi sígilt og gott sundlag
fyrir skóla- og heilsuræktarsund.
Taka tækni Jóns og öll meðferð var
borin fram með sérstakri lagni
kunnáttumannsins og rólegri yfir-
vegun, ásamt þægilegu viðmóti við
ndmendur, enda var Jón sérlega
yfirlætislaus maður. Jón fylgdist
ætíð vel með sundmennt og breyti-
legum sundaðferðum annarra
þjóða, enda gafst gott tækifæri þeg-
ar hann fór út með sundlið í keppn-
isferðir, en í því sambandi sagði
Jón við mig: „Ég prófaði allt og
reyndi að halda því besta“. Bæði
Ólafur heitinn og Jón mátu mest
sundþroska Þjóðverja, en þeir
blanda ekki saman meðferð í
keppnisþjálfun og kennslu í skóla-
íþróttum. Aftur á móti höfðu
Þjóðverjarnir þann sið að fara í
skólana og sjá út bestu efnin, og
síðan allt á fullu ef áhugi nemanda
var fyrir hendi.
Jón var fjölhæfur og hafði
skemmtilega greind. Hann gat tal-
að blaðlaust hvenær sem var, og
var rökvís og gagnorður. Honum
var létt um vísnasmíði og elskaði
góða tónlist. Hann var mikill nátt-
úruskoðandi og sportmaður á sín-
um yngri árum og einstakur að
meðhöndla og temja dýr.
l En árin líða og fyrr en varir er
tjíminn útrunninn. Óg þegar ég sá
'að hverju stefndi þá tímdi ég ekki
að hann Jón væri að deyja. En Jón
var rólegur og sáttur við alla og
með því síðasta sem hann sagði við
mig voru þessi orð: „Dísa, ég er að
fara heim“.
Jón átti glæsilega og trygga eigin-
konu, Þórunni Sigurðardóttur,
ættaða frá Hörgslandi á Síðu, en
foreldrar hennar fluttu búferlum
að Árnanesi, Höfn Hornafirði.
Þórunn lifir mann sinn.
Jón og Þórunn eignuðust 3 börn:
Páll, elstur, útskr. úr Verslunar-
skóla íslands og er afgreiðslu-
maður. Sigurður, en hann lést af slys-
förum fyrir nokkrum árum, og
Amalía Svala, hjúkrunarfræðing-
ur, og er hún gift Sigurði Sigurkarls-
syni, fjármálastjóra hjá Al-
mennum tryggingum. Jón og Þór-
unn voru heppin með tengdason-
inn, en hann reyndist þeim sem
besti sonur. Svala og Sigurður eiga
3 börn, Sindra Karl 12 ára, Þórunni
11 ára, og Önnu Sigríði 4 ára, öðru
nafni „körfublómið“ hans afa. Jón
var einstakur í viðmóti við börn,
nógur tími, enginn asi til að fá frið.
Afabörnin hans missa mikið. Á
samverustundunum með afa flaut
allt í fróðleik og sögum, umhverfið
gert forvitnilegt og spurningar og
svör á reiðum höndum.
Elsku Þórunn og fjölskylda. Ég
og fjölskylda mín vottum ykkur
finnilega samúð, og ég enda þessar
línur með vísunni sem Jón kenndi
mér eftir föðurbróður sinn, Þor-
stein Erlingsson, skáld.
„Þegar sólin nálgast æginn
þá er gott að hvíla sig.
Vakna ungur einhvern daginn
með eilífð glaða í kringum sig“.
Dísa Erlings.
Búnaðarþing samþykkti
Frekari takmarkanir
á útflutningi hrossa
Fjölmiðlar hafa frá því sagt, að
heitar deilur hafi orðið á Bún-
aðarþingi um útflutning á kynbóta-
brossum. Rétt er að meiningar
voru deiidar um málið en umræður
fóru þó fram af mikilli hófsemd og
ekki gat blaðamaður fundið neina
hitalykt.
Kom og á daginn að allt féll í
ljúfa löð og var málið afgreitt með
einróma samþykkt svohljóðandi
ályktunar frá búfjárræktarnefnd:
„Búnaðarþing lýsir stuðningi sín-
um við nefndarálit milliþinganefnd-
ar, sem kosin var á Búnaðarþingi
1982, til þess að marka stefnu í út-
flutningi á hrossum. Þó telur þingið
rétt að gerð verði sú breyting á
lögum um útflutning hrossa, að
rkki sé leyfilegt að flytja út yngri
hross en fjögurra vetra og ekki
önnur ótamin hross. Ennfremur
verði ákveðið lágmarksverð á út-
flutt kynbótahross á hverju ári“.
Þorkell Bjarnason, hrossarækt-
arráðunautur, sem er andvígur út-
flutningi á kynbótahrossum, tjáði
sig samþykkan þeirri miðlun, sem í
ályktuninni felst, hún væri þó skref
í áttina. -mhg
Reykjaneskjördæmi
Kvennalisti til alþingis
Opnir fundir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
Fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og
Seltjarnarnes, þriðjudaginn 8. mars kl. 20.30 í
Iðnaðarmannahúsinu í Hafnarfirði.
Fyrir Suðurnes miðvikudaginn 9. mars kl. 20.30 í
Safnaðarheimilinu Innri Njarðvík.
Konurfjölmennið!
Áhugahópur um kvennalista
tilalþingis.
Leiklistarskóli
íslands
auglýsir inntöku nýrra nemenda, sem hefja
nám haustið 1983.
Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um
inntökuna og námið í skólanum liggja frammi
á skrifstofu skólans, að Lækjargötu 14b, sími
25020.
Skrifstofan er opin kl. 9-15 alla virka daga.
Hægt er að fá öll gögn send í pósti ef óskað
er.
Umsækjendur komi með umsóknir á skrif-
stofu skólans, eða sendi þær þangað í
ábyrgðarpósti fyrir 20. apríl n.k.
Skólastjóri.