Þjóðviljinn - 08.03.1983, Qupperneq 15
Þriðjudagur 8. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar
frá kvöldinu áður.
9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn
hennar Karlottu“ eftir E.B. White
Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug
Þorvaldsdóttir les (13).
, 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Áður fyrr á árunum“ Ágústa
Björnsdóttir sér um þáttinn. Brynhildur
Bjarnadóttir les „Erfitt ferðalag" eftir
Jón Stefánsson.
11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
11.30 Vinnuvernd Umsjón: Vigfús
Geirdal.
11.45 Ferðamál Umsjón: Birna Bjarn-
leifsdóttir.
14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán
Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (17).
15.00 Miðdegistónleikar Christa Ludwig
syngur ljóðalög eftir Franz Schubert.
Irwin Gage leikur á píanó / Wilhelm
Kempff leikur á píanó Sinfónískar et-
ýður op. 13 eftir Robert Schumann.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Lagið mitt Helga Stephensen kynnir
óskalög barna.
17.00 „SPÚTNIK”. Sitthvað úr heimi vís-
indanna Dr. Þór Jakobsson sér um
þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjórtar-
maður: Ólafur Torfason (RÚVAK).
19.45 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Lífs-
háski“ eftir Leif Hamre 2. þáttur -
„Neyðarástand“ Þýðandi: Olga Guðrún
Árnadóttir. Leikstjóri: Jón Júlíusson.
Leikendur: Gunnar Rafn Guðmunds-
son, Ellert Ingimundarson, Guðbjörg
Thoroddsen, Gísli Alfreðsson, Bene-
dikt Árnason, Þorsteinn Gunnarsson,
Andrés Sigurvinsson, Baldvin Halldórs-
son, Karl Ágúst Úlfsson og Evert Ing-
ólfsson.
20.40 Kvöldtónleikar a. Mandólínkonsert í
G-dúr eftir Johann Nepomuk Hummel.
André Saint-Clivier og Kammersveit
Jean-Francois Paillards leika. b. Munn-
hörpukonsert eftir Arthur Benjamin.
Larry Adler og Konunglega hljóm-
sveitin í Lundúnum leika; Morton Go-
uld stj. Collegium con Basso hljóðfær-
aflokkurinn leikur. d. Rómantísk fant-
asía fyrir fiðlu, víólu og hljómsveit eftir
Arthur Benjamin. Jascha Heifetz, Wil-
liam Primrose og RCA Victor-
hljómsveitin leika; Izler Solomon stj.
21.40 Útvarpssagan: „Márus á Valshamri
og meistari Jón“ eftir Guðmund G. Hag-
alín Höfundur les (2).
22.40 Áttu barn? 5. þáttur umuppeldismál
í umsjá Andrésar Ragnarssonar.
23.20 Kimi. Þáttur um götuna, drauminn
og sólina. Þriðji kafli: „Kallið“ Umsjón-
armenn: Guðni Rúnar og Haraldur
Flosi.
RUV
O
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sögur úr Snæfjöllum Barnamynd frá
Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnars-
son. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson.
20.45 Endatafl (Smiley’s People) Nýr
bresk-bandarískur framhaldsflokkur í
sex þáttum, gerður eftir samnefndri
njósnasögu Johns le Carrés um George
Smiley. Smiley er íslenskum sjónvarpsá-
horfendum kunnur úr þáttunum
„Blindskák" sem sýndir voru í vetrar-
byrjun 1980. Leikstjóri er Simon Lang-
ton en með hlutverk George Smileys fer
Alec Guinnes. Rússnesk ekkja í París
fær undarlegt tilboð. Landflótta,
eistneskur hershöfðingi er myrtur í
London. Sendiráðsstarfsmaður talar af
sér í gleðihúsi í Hamborg. Georg Smiley
er kallaður til starfa á ný vegna þessara
atburða. Rannsóknin beinir honum á
slóð erkióvinar síns frá fornu fari, so-
véska njósnaransKarla. Þýðandi Jón O.
Edwald.
21.40 Á hraðbergi Viðræðuþáttur í umsjón'
Halldórs Halldórssonar og Ingva Hrafns
Jónssonar. Fyrir svörum situr Sverrir
Hermannsson, forstjóri Framkvæmda-
stofnunar ríkisins.
22.40 Dagskrárlok
Undarlegt fólk ávarpar
vitræna konu á ný
Kæra Auður. Það er góðra
gjalda vert, að hinir vitrænu
reyni að hafa vit fyrir undar-
legum mönnum. Hinir síðar-
nefndu eru þó enn við sama
heygarðshornið og þráast við
að koma auga á Ijósið milda,
sem lýsir af hæðum vitring-
anna og varpar geislum sínum
á hreysi smælingjanna.
Við höldum að misskilning-.
ur þinn felist í því, að þú telur
að starfsheiti, sem eru mál-
fræðilega karlkyns, sé ekki
hægt að nota um konur, sem
gegna þessum störfum. Þú
segir meðal annars í vitrænu
svari þínu, að þú viljir ekki
'láta bjóða fólki upp á að segja
„hann“ um þig, ef þú kallaðir
þig blaðamann. Þarna held ég
að komið sé að kjarna máls-
ins. Það þykir nefnilega fæst-
um neitt undaflegt við að
segja: Hún er blaðamaður,
eða: Hún, blaðamaðurinn, -
enda er þetta venjuleg mál-
notkun. Þú vilt kenna þig við
venjulega málnotkun, en ég.
held að flestir hljóti að vera
mér sammála um að málnotk-
un þín varðandi starfsheiti er
alls ekki venjuleg, heldur -
þvert á móti óvenjuleg á okk-
ar dögum, - hvaða skoðun
sem menn kunna svo að hafa á
’henni. Ég gæti þess vegna
kallað þetta „undarlegheit",
eins og þú gerir um athuga-
semd mína, ef ég kærði mig
um glannaskap í málnotkun.
Ég hef tekið eftir, að þú
tekur þennan sérstæða skiln-
ing þinn á málfræðinni svo
alvarlega, að þú talar ekki um
menn, þegar átt er við karl-
menn og kvenmenn, heldur
alltaf fólk, líklega vegna þess
að síðarnefnda orðið er hvor-
ugkyns. Þannig man ég eftir
því að þú nefndir einhverju
sinni biaðafólk, þegar átt var
við blaðamenn (líklega af
báðum kynjum), sem voru
samankomnir af einhverju til-
efni. í grein í Þjóðviljanum 1.
mars skrifar þú þingfóik, þar
sem átt er við þingmenn.
Þetta má kallast aðdáunar-
verð viðleitni til jafnvægis í
byggð málsins, ef svo má að
orði komast, en hefur þú hug-
leitt hvar þetta endar?
Ég held að við verðum að
reyna að forðast að rugla
starfsheitum saman við
óskylda hluti. Útúrsnúningur,
eins og að ég efist um að þú
sért kona, er þér ekki sam-
boðinn. Blaðamaðurerdæmi-
gert starfsheiti, líklega til-
komið sem þýðing á erlendu
heiti. „She is a journalist,“
segja enskir, rétt eins og við:
„Hún er blaðamaður." Þarna
er eingöngu skýrt frá starfs-
heiti viðkomandi, ogáhyggjur
þínar af því að þú verðir karl-
kennd og nefnd „hann“, þótt
þú gegnir þessu ákveðna
starfi, eru óþarfar. Það má
skjóta því hér að, að fyrir
nokkrum árum var nafni
Starfsstúlknafélagsins Sóknar
breytt í Starfsmannafélagið
Sókn, einmitt á jafnréttisfor-
sendum. Allir geta kallast
starfsmenn, jafnt konur sem
karlar, en hið gamla nafn fé-
lagsins vísaði aðeins til kven-
kynsins.
Það er því algjörimis-
skilningur, aö ekki sé hægt að
segja hún, blaðamaðurinn.
Við segjum það rétt eins og
við segjum hún ráðherrann,
hún hásetinn, hún forsetinn,
hún skólastjórinn, hún stræt-
isvagnastjórinn, hún frétta -
stjórinn,hún ritstjórinn. Þú
hlýtur hins vegar, ef þú vilt
vera sjálfri þér samkvæm, að
nota þessi fallegu (?) orð:
Ráðfrú, háseta, íorseta,
skólastýra, strætisvagnastýra.
fréttastýra, ritstýra. En meðal
annarra orða: í grein um
ráðstefnu jafnréttisráðs í gær
(1. mars), talar þú um konu
sem þingflokksformann.
Hefði ekki verið eðlilegt, mið-
að við þinn hugsunarhátt, að
kalla konuna heldur þing-
flokksforkonu? Ef til vill
sérðu af þessum dæmum, hví-
líkar ógöngur þú kemst í, ef
þú ætlar að halda uppteknum
hætti, - og vera jafnframt
sjálfri þér samkvæm í skrifum.
Og svo ég haldi áfram hug-
leiðingum út frá afstöðu
þinni: Hvernig í ósköpunum
getur þú unað því, að vera titl-
uð blaðamaður í „haus“
blaðsins á hverjum degi? Og
hvernig geturðu, sóma þíns
vegna, verið í Blaðamannafé-
lagi íslands? Nafn félagsins
hlýtur að teljast gróf móðgun
við kynferði þitt, Samkvæmt
þínum skilningi gildir starfs-
heitið blaðamaður aðeins um
karlkyns bláða-„fólk“. Stéttin
heitir blaðafólk á þínu máli,
og væri því ekki úr vegi að þú
tækir upp baráttu fyrir því að
skipta um nafn á þessu gamla
félagi. Blaðafólksfélag ís-
lands kæmi vel til greina, eða
Blaðamanna og -kvennafélag
íslands. Hvað finnst þér?
n Með bestu kveðju,
Einar Örn Stefánsson.
PS: Mér þætti gaman að fá að
vita meira um þennan nýstár-
lega stjórnmálaflokk í Sví-
> þjóð, „Modernistaflokkinn“,
sem þú minntist á í frásögn af
eigin ræðuhöldum og annarra
á bls. 6 og 7 í Þjv. 1. mars.
horn
minja-
safni Óla
og
Halldórs
Þessar tvær myndir senda vinirn-
ir Ólafur og Halldór (Óli og
Dóri). Þeir eru báðir 8 ára. Óli er
í Fossvogsskóla og Dóri er heima
hjá honum, þegar hann er búinn í
sicólanum, af því að mamma Óla
er dagmamma Dóra. En mynd-
irnar þeirra sýna alls kyns hluti á
minjasafni.
I4ó K S OúYd/