Þjóðviljinn - 08.03.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Qupperneq 16
MOOVIUINN Þriðjudagur 8. mars 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Fimbulvetur á Grænlandi Samgöngur á milli íslands og Grænlands verða bættar segja landsstjórnarmenn - Grænland lítur nú út eins og gaddfreðinn ísklumpur og þessi vetur er með þeim harðari sem við höfum haft í langan tíma, - sögðu þeir Jonathan Motzfeldt, Lars Emil Johansson og Moses Olsen á blaðamanna- fundi í gær, sem boðað var til af samgönguráðuneytinu í tilefni viðræðna sem farið hafa fram undanfarið um bættar samgöngur á milli landanna. Jonathan Motzfeldt, formaður heimastjórnarinnar á Grænlandi, sagði að hann hefði þurft að greiða 4000 danskar krónur á mánuði í vetur fyrir að kynda embættisbúst- að sinn, sem væri þó ekki ýkja stór. Lars Emil Johansson sjávarút- vegsráðherra sagði að vetrarkuld- arnir hefðu gert það að verkum að olían yrði of þykk til þess að hægt væri að láta hana á kynditækin óupphitaða. Þá sagði hann að haf- ísinn við Grænland væri nú óvenju- mikill og hefði hann tafið fyrir veiðum, einkum rækjuveiðum. Hefði það gerst í fyrsta skiptið í vetur að Grænlendingar hefðu leitað á fjarlægari mið við Sval- barða til rækjuveiða. Aðspurður um hvernig kuldarn- ir hefðu komið við fjárbúskapinn sagði Lars Eniil að fjárbændur væru nú betur í stakk búnir að mæta kuldum en áður. Fyrir nokkrum árum hefðu kuldar sem þessir höggvið stórt skarð í fjár- stofninn, en á síðustu árum höfum við gert átak í byggingu fjárhúsa og fóðuröflun og stöndum því mun betur að vígi. Jonathan Motzfeldt sagði að Grænlendingar flyttu nú inn lamba- kjöt frá íslandi og Nýja Sjálandi, en markmiðið væri að þeir yrðu sjálfum sér nógir með lambakjöt. - Rannsóknir þærsem Rannsóknast- ofnun Landbúnaðarins á Keldna- holti hefur gert á grænlenskum beitilöndum hafa sýnt að við ættum að geta tvöfaldað fjárstofninn og fjölgað upp í 50 þúsund fjár. Er stefnt að þeirri fjölgun á næstu árum. - Þeir Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Jonathan Motzfeldt sögðu að þeir hefðu ræðst við um bættar samgöngur á milli landanna með tilliti til þess að SAS hefði nú hætt að millilenda á íslandi. Sögðust þeir ætla að leysa þessi mál með samningi fyrir árs- lok, og yrði annað hvort Flug- leiðum eða Grænlandsflugfélaginu falið að sjá um þessar samgöngur. Þá töldu þeir koma til greina að halda uppi ferðum með minni vél- Frá fundi samgönguráðherra með grænlensku sendinefndinni í gær. Jonathan Mosfeldt formaður græn- lensku landsstjórnarinnar er lcngst til hægri á myndinni. Ljósm. Atli. um til Kulusuk á veturna, en Kul- usuk er í flúgsambandi við Nuuk og Nassarsuaq. Aðspurðir um Evrópuferð sína til að kynna selaskinn Grænlend- inga sögðu þeir félagar að hún hefði gengið vel, og væntu þeir að hún myndi bera árangur. - Það eru um 10.000 manns eða fimmtungur þjóðarinnar sem á af- komu sína undir sölu á sela- skinnum, sagði Lars Emil Johans- son, og margir Evrópubúar gera sér ekki grein fyrir eðli þessa máls. Við veiðum ekki kópa, heldur ein- göngu fullorðinn sel, og notum kjötið til manneldis. Þeir félagar voru klæddir jökkum úr silfurgljá- andi selskinni eins og til að undir- strika málstað grænlenskra selveiði- manna. Aðspurður um þá áætlun Kan- adamanna að flytja gas og olíu með risatankskipum um Norður- skautshafísinn sögðu þeir að flutn- ingar þessir gætu haft alvarlegar af- leiðingar fyrir dýralíf á þessum slóðum. Hefði Kanadastjórn stundið þessum áætlunum undir stól í bili, en þeir væntu þess að málið yrði viðrað á ný innan eins eða tveggja ára. Jonathan Motzfeldt sagði að Grænlendingar gerðu sér vonir um að finna olíu á grænlensku landi og hefðu þeir gert samning við erlend fyrirtæki um slíka leit. Grænlensku heimastjómarmenn- irnir lögðu áherslu á mikilvægi góðra samskipta Grænlands og Is- lands bæði í menningarlegu og atvinnulegu tilliti. Sögðu þeir að í maí n.k. yrði haldin á Grænlandi ráðstefna um nýtingu auðlinda hafsins og yrði hún með þátttöku íslendinga. Þeir Jonathan Motzfeld, Lars Emil Johansson og Moses Ols- en héldu heim til Grænlands í gær. Kvennaathvarf hefur starfað 1 3 mánuði: í gær voru þrír mánuðir liðnir frá því að Kvennaathvarf tók til starfa í Reykjavík. I tilcfni þess boðuðu forráðamenn athvarfsins blaðamenn á sinn fund og kynntu starfsemina og hve mikið væri leitað í athvarfið. Kom fram í máli þeirra sem stóðu að fundinum að aðsóknin virðist heldur meiri en upphaflega var ráð fyrir gcrt. AIIs hafa 34 konur dvalið í Kvennaat- hvarfinu og 31 barn. Þá hafa 42 konur lcitað aðstoðar Kvennaat- hvarfsins símleiðis eða alls 107 ein- staklingar. Meðaldvalartími kvenna er ein vika, en iengstur dvalartími eru þrjár vikur og alls hafa dvalardag- Talsmenn Kvennaathvarfs á blaðamannafundinum í gær: Frá vinstri: Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur, Elísabet Gunnarsdóttir, kennari, Anna Magnea Hreinsdóttir og Steinunn Bjarnadóttir, starfsmenn athvarfsins og Ásdís J. Rafnar, lögfræðingur. Ljósm. - eik. 107 leituðu athvarfs Langvarandi ofbeldi á heimilum er aðalorsökin ar kvenna verið 255 og barna 348. Þá kom einnig fram að meirihluti þeirra kvenna sem i athvarfið leita eru yfir 35 ára. Þær koma vegna langvarandi ofbeldis á heimilum sínum. Það kom fram á fundinum að langflest þau tilvik sem verða til þess að konur leita til athvarfsins má rekja til drykkjuvandamála eiginmanns eða sambýlismanns, þó það sé ekki algild regla. „Flestar þær konur sem til okkar leita eru mjög illa á vegi staddar eftir langvarandi ofbeldi", sagði Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrota- fræðingur, sem tók saman tölu- legar upplýsingar um starfemi Kvennaathvarfsins þessa fyrstu þrjá mánuði. „Þegar þær fara aftur, hverfa þær ýmist til síns heima, skilja við eiginmann sinn eða eru alls óráðnar í hvað gera skuli. t mörgum tilvikum veitum við þeim lögfræðilega ráðgjöf, enda hefur komið í ljós að þær vita margar hverjar lítið um réttarstöðu sína. Hvort aðstæður þeirra breytist svo mjög til batnaðar, snúi þær heim aftur, er ekki gott að segja, en ætla má að það sé visst áfall fyrir eiginmann/sambýling að þær skuli hafa stigið þetta skref,“ sagði Hildigunnur ennfremur. Hildigunnur sagði að athvarfið tæki einnig á móti konum sem hefði verið nauðgað og starfsmenn athvarfsins, sem eru tveir í fullu starfi og aðstandendur þess, fylgdu þeim til að gefa skýrslur o.þ.h. Hyggjast kaupa eigið húsnæði Rekstur Kvennaathvarfsins er æði kostnaðarsamur og lætur nærri að kostnaður hvern mánuð sé um 60 þúsund krónur. Athvarfið er nú í leiguhúsnæði og rennur leigu- samningurinn út 14. maí, nk. Hyggj- ast SAmtök um kvennaathvarf efna til fjársöfnunar til að standa straum af kaupum á eigin húsnæði og verða þau með merkjasölu dag- ana 8. og 9. apríl. Á fundinum kom fram að þá tvo daga þurfa að safn- ast 1,5 miljón króna svo unnt sé að kaupa nógu stórt húsnæði. Kvenna- athvarfinu hafa borist allmargir styrkir vegna starfsemi sinnar. Ríki og borg veita á þessu ári samtals 900 þúsundum króna og er ætlunin að sú upphæð fari beint í húsnæðis- sjóð. Þá hafa fjölmargir einstak- lingar og félög stutt starfssemina. Gírónúmer Samtaka um Kvenna- athvarf er 44442-1 en skrifstofa samtakanna er að Gnoðarvogi 44- 46, sími 31575. Deilan um félagsmálastjórann á Selfossi Til ráðuneytis Á aukafundi bæjarstjórnar Sel- Að sögn Sigurjóns Erlingssonar foss fyrir helgi, var samþykkt með bæjarfulltrúa vill bæjarráðið ekki 5 atkvæðum að vísa dcilumáli þvf sættast á það að vald bæjarstjórnar sem upp er risið milli bæjarfulltrúa gangi lengra í þessu máli en bæjar- á Sclfossi um ráðningu í stöðu fé- ráðs og óskaði eftir fresti málsins lagsmálastjóra til félagsmála- þar til félagsmáiaráðuneyti hefði ráðuneytisins. kveðið upp sinn úrskurð. -Ig. Albert og félagar ___ I vaxandi mdi farið að lögum Segir í greinargerð með tillögu á þingi „I trausti þess að almcnnur skiln- ingur væri til staðar og viðurkennt að þróun kapalkerfa og notkun þeirra yrði ekki stöðvuð, hafa ein- staklingar, félög og fyrirtæki lagt í verulegar fjárfestingar og gert sér far um að bæta þjónustu og gæði þess efnis sem sýnt er. Til dæmis hefur í vaxandi mæli verið gætt þess, að efni sé sýnt án þess að rétt- ur sé brotinn á höfundum, fram- leiðendum eða eigendum“. Þetta eru staðhæfingar úr greinargerð með þingsályktunartillögu Alberts Guðmundssonar og fleiri um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að „kapalkerfi“ fái leyfi til áframhald- andi starfsemi. Auk Alberts Guðmundssonar leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skrifa ellefu flokks- bræður hans upp á tillöguna, einn framsóknarmaður (Guðmundur G. Þórarinsson) og Alþýðuflokks- maðurinn Karl Steinar Guðnason. Valdið umróti í greinargerð segir m.a. frá starf- semi fyrirtækisins Videoson. Segir að fyrirtækið hafi „verið rekið í þeirri góðu trú, að þjónusta þess væri virt og metin“. Þá segir að fyrirtækið hafi stöðvað útsendingar vegna kæru ríkissaksóknara á dög- unum. „Videoson hf. stöðvaði þeg- ar í stað allar útsendingar þegar kæran var gefin út og hefur það valdið umróti meðal viðskiptavina fyrirtækisins"'. Tillagan var lögð fram á þingi í gær. Fyrirtækið Videoson hf. er í eigu Frjálsrar Fjölmiðlunar, sem gefur einnig út síðdegisblaðið. —óg Samtök blindra mótmæla frávísun Arnþórs Helgasonar: Ráðherra hnekki ákvörðuninni Stjórn Blindrafélagsins hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem harðlega er mótmælt og hörm- uð sú afstaða meirihluta stjórnar Blindrabókasafnsins að hafna Arn- þóri Helgasyni í stöðu deildarstjóra Námsbókadeildar safnsins vegna blindu. Þá hefur stjórn Blindrafélagsins tekið einhuga undir ákvörðun fé- lagsformanns, Halldórs Rafnars, að segja af sér sem formaður Blindrabókasafnsins vegna deilu við meirihluta stjórnar safnstjórn- ar um umrætt mál. Farið er fram á það við mennta- málaráðherra að hann hnekki á- kvörðun meirihluta bókasafns- stjórnarinnar. Þá hefur Starfsmannafélag Blindrafélagsins átalið vinnubrögð áðurnefnds meirihluta og telur að með ákvörðun sinni hafi verið skapað hættulegt fordæmi, þar sem stofnun sem á að stuðla að hags- munamálum blindra hafni blindum einstaklingi til starfa án þess að hafa gert sér nokkra grein fyrir hæfni hans. -•g- - hól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.