Þjóðviljinn - 09.03.1983, Side 7
Miðvikudagur 9. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
bes sýndi umtalsverðan árangur
fyrstu árin, og var hagvöxturinn
14% 1980,12% 1981 en ekki nema
2-3% 1982. Horfurnar fyrir yfir-
standandi ár eru taldar dökkar, og
er ekki búist við hagvexti á árinu.
Ástæðurnar eru sjálfsagt margar
og flóknar, en hinn alþjóðlegi sam-
dráttur, lágt verð á hráefnum og
landbúnaðarafurðum og háir vext-
ir eiga þar drjúgan þátt. Einnig má
geta þess tangarhalds sem Suður-
Afríka hefur enn á efnahag flestra
nágrannaríkja sinna.
Þáttur
S-Afríku
Eftir fall minnihlutastjórnar
hvítra í Rhodesíu flúðu margir
land. Á árinu 1982 yfirgáfu um
20.000 manns landið, margir þeirra
sérmenntaðir á sviði tækni, stjórn-
unar og vísinda. Flestir þeirra fóru
til S-Afríku. Ríkisstjórn Zimba-
bwe hefur ásakað S-Afríku fyrir að
þjálfa menn til skemmdarverka í
Zimbabwe og tiltekið 4 slíkar þjálf-
unarbúðir innan landamæra S-
Afríku. S-Afríka styður einnig
slíka skemmdarverkastarfsemi í
Zimbabwe - höfuðborgin Harare
hét áður Salisbury. Buiawayo, þar
sem handtökur hafa farið fram er
höfuðborgin í Matabelandi þar sem
þjóðflokkur Nkomos er ríkjandi.
nágrannaríkinu Mósambík. 1 des-
ember s.l. tókst hryðjuverkasam-
tökum S-Afríkumanna í Mó-
sambík að sprengja í loft upp olíu-
birgðastöð Zimbabwe í hafnar-
borginni Beira í Mosambík með
þeim afleiðingum að Zimbabwe
hefur verið nánast olíulaust síðan.
Zimbabwe, sem er landlukt ríki, á
utanríkisviðskipti sín á sjó undir
nágrannaríkjunum.
Olíuleiðslan sem liggur frá Beira
um Mósambík til Zimbabwe hefur
hvað eftir annað verið eyðilögð af
hryðjuverkamönnum, enda þótt
Zimbabwe hafi sent liðsauka til
þess að gæta þessara mannvirkja.
Afleiðing þessara atburða varð sú
að, flytja varð bensín inn land-
leiðina í gegnum S-Afríku jafn-
framt því sem bensínverð var
hækkað um 25% og skömmtun
tekin upp.
Að deila
og drottna
Suður-Afríka leikur tveim
skjöldum í sínum heimshluta og
leitast við að deila og drottna.
Vegna ótryggs ástands í Mósambík
hefur Zimbabwe neyðst til að láta
2/i hluta inn- og útflutnings fara um
s-afrískar hafnir. Eftir síðustu
skentmdarverkin í Mósímbík hefur
S-Afríkustjórn boðið Zimbabwe
upp á 3 ára samning um olíu frá
s-afrískum olíuhreinsunarstöðv-
um. Aðeins eitt skilyrði fylgir: að
santningurinn verði gerður á milli
ráðherra. Augljóst er að með þess-
um hætti er S-Afríka að niðurlægja
nágrannaríki sín í krafti hernaðar-
legra og efnahagslegra yfirburða.
Er tímaritið Spiegel spurði
Nkomo, hver væri orsök olíu-
kreppunnar í landinu, sagði hann
að kenna mætti hana stefnu Muga-
bes. Hann sagði að hann myndi
sjálfur íhuga tilboð S-Afríku um
olíuviðskipti.
Mugabe hefur ásakað „upp-
reisnarmenn" Nkomos fyrir að
þiggja stuðning frá S-Afríku.
Nkomo hefur sjálfur lýst þessu sem
fjarstæðu, enda hefur hann sjálfur
verið talinn hallari undir Sovétrík-
in en t.d. Mugabe. Hins vegar er
ekki ólíklegt að S-Afríka reyni að
notfæra sér ástandið og kynda
undir eldana sem brenna í landinu.
Fjölda-
handtökur
Síðustu fregnir herma að svo-
kölluð „fimmta herdeild" í stjórn-
arher Mugabes, sem er þjálfuð af
n-kóreönskum hernaðarráðgjöf-
um, hafi framið fjöldahandtökur
og jafnvel fjöldamorð á up-
preisnarmönnum Nkomos í Bul-
awayoborg í Matabelandi, en sjálf-
ur fari Nkomo huldu höfði. Hefur
hann lýst því yfir að Mugabe hafi
gefið Fimmtu herdeildinni fyrir-
skipun um að taka sig af lífi. Ráð-
herrar í stjórn Mugabes hafa hins
vegar lýst því yfir, að þeir hyggist
uppræta starfsemi „uppreisnar-
manna“ í landinu með góðu eða
illu. Svo virðist sem framtíð þessa
yngsta lýðveldis blökkumanna í
Afríku geti oltið á því að frið-
samleg lausn finnist á þessari deilu.
ólg. tók saman
Sovéskir andófsmenn á geðsjúkrahúsum:
200 dæmi á
átta árum
Amnesty International, alþjóða-
samtök sem berjast fyrir frelsi sam-
viskufangá um víða veröld, kveðst
vita um ca. 200 manns sem hafa
undanfarin átta ár verið lokaðir
inni á geðveikrahælum í Sovétríkj-
unum af pólitískum ástæðum.
Samtökin telja að raunveruleg tala
sé hærri.
í fréttatilkynningu frá samtök-
unum segir, að meðal þeirra sem
hafa verið lokaðir inni mánuðum
eða árum saman og stundum refsað
með sterkum lyfjum, séu menn
sem hafa sjálfir verið handteknir
fyrir að vekja athygli á því að aðrir
sættu þessari meðferð.
Amnesty segir, að samtökin hafi
frétt urn 193 ný tilfelli síðan 1975.
Hér er aðeins um að ræða tilfelli
sem Amnesty hefur getað rannsak-
að í smáatriðum eða telja sig hafa
nægar upplýsingar um.
Þrátt fyrir andmæli geðlækna
innan og utan Sovétríkjanna hafa
nýleg dæmi sýnt að innilokun á
geðveikrahæli er enn notuð til að
refsa fyrir andóf og gagnrýni. Með-
al þeirra sem settir voru á
geðveikrahæli í fyrra og hittéðfyrra
eru JúríTernopolskí, andófsmaður
sent refsað var fyrir að ræða við
sænskan blaðamann; Algirdas
Statkevicius, litháiskur sálfræðing-
ur, sem gekk í óopinberan starfs-
hóp sem fylgdist með mannréttind-
amálum og Vello Salum, eistnesk-
ur prestur sem var lokaður inni
eftir að hafa flutt predikanir um
þjóðlega hefð hinnar eistnesku
kirkju.
Sovéskir og erlendir geðlæknar
hafa átt persónulegt frumkvæði að
því að rannsaka fólk sem hefur sætt
slíkri meðferð og ekki fundið neina
læknisfræðilega réttlætingu á því
að setja þessa menn á geðsjúkra-
hús. Ámnesty vekur og athygli á
því, að samkvæmt sovéskum
lögum má því aðeins loka fólk
nauðugt á geðsjúkrastofnunum ef
það er sjálfu sér eða öðrum hættu-
legt. í þeim mörgu dæmum sem
Amnesty skilgreinir sem samvisku-
fanga, hefur ekki einu sinni verið
um að ræða tilraunir opinberra so-
véskra geðlækna til að halda slíku
fram.
Þrumuveður
yngsta bamsins
Þjóðleikhúsið - Gestaleikur
Bread and Puppet Theatre
Thunderstorm of the Youngest Child
Flytjendur: 13 leikarar.
Það var óneitanlega stórt stökk
frá sýningu „Óresteiu" á mið-
vikudagskvöld, þarsem andríki
og skáldlegt hugarflug hins forn-
gríska snillings sveif yfir vötnun-
um, til sýningar bandaríska
leikflokksins Bread and Puppet
Theater á „Þrumuveðri yngsta
barnsins" kvöldið eftir, en þar
var orðsins list að heita mátti út-
skúfað, og þeim mun meir
höfðað til myndskyns og tilfinn-
inga ogleikhúsgesta. Annarsveg-
ar var um að ræða óendanlegan
fjölbreytileik máls og hugmynda,
hinsvegar einfalda myndræna
túlkun fábrotinna hugmynda.
Sýning leikflokksins hófst
reyndar á þremur stuttum dæmi-
sögum í uppfræðslustíl þarsem
myndmáli og einföldum textum
ásamt hljómlist var beitt til að
koma á framfæri „sjálfsögðum"
boðskap um nauðsyn þess að
menn haldi vöku sinni gagnvart
þeim sundrunar- og tortímingar-
öflum sem ógna mannheimi.
Voru þessir örstuttu leikþættir
fluttir í mjög svo frjálslegu formi
og með vænum skammti af skopi
sem enganveginn dró úr alvöru
boðskaparins.
Síðan hófst sýning aðalverks-
ins sem nefnt er á íslensku
„Þrumuveður yngsta barnins"
(hluti textans var raunar fluttur á
íslensku). Var það nýstárleg og
að ýmsu leyti einkar fróðleg sýn-
ing, þarsem brúður og tröll-
auknar grímur komu mjög við
sögu í bland við leikara og hljóm-
listarmenn, en texti var í algeru
lágmarki. Áhorfendur urðu
nauðugir viljugir að ráða í mímu-
leikinn og táknmálið sem fyrir
augu bar á leiksviðinu og var
stundum nokkuð torrætt, en sýn-
ingin bjó.yfir sterkum skynræn-
um áhrifum, þannig að maður
skynjaði fremur en beinlínis
skildi boðskapinn sent í verkinu
fólst.
Fyrir þessum rúmlega tvítuga
bandaríska leikflokki vakir að
skapa nokkurskonar allsherjar-
leikhús með tónlist, söng, sam-
tölum, sögum, látbragði,
brúðum, grímum og öðrum þeim
hjálparmeðulum sem tiltæk eru.
Þetta leikhús eY nær athöfn en
orðræðu, einsog frumkvöðull
þess, Peter Schumann, segir. At-
hafnir eru einfaldaðar og taka að
líkjast dansi og táknmálsbend-
ingum.
I „Þrumuveðri yngsta barns-
ins“ er hreyfingin hið ráðandi afl.
í upphafi leiks liggja innantómir
búkar á sviðinu og skjálfa af ótta
við örlög mannskepnunnar, rísa
síðan smátt og smátt upp og birta
áhorfendum samanhnipraðrar og
þungbúnar mannverur (grímur)
sem lýsa vonleysi og uppgjöf.
Yngsta barnið er yngsta barn
þeirrar siðmenningar sent státar
af stórfenglegum tækniafrekum og
hefur knúið mannkyn framá helj-
arþröm. Barnið elst upp meðal
dæmdra búka yfirvofandi enda-
loka. Sterkir vindar feykja því til
og frá, þartil það verður sjálft að
Sigurður A. Magnússon
skrifar um
leikhús
sterkum vindi. Við erum öll
dæmd einsog hinir dæmdu búkar
nema yngsta barnið stöðvi fram-
rás siðmenningar á helvegi. Storm-
ur skellur á. Þessi stormur kem-
ur frá öllum manneskjum sem
blása af krafti, blása allar í sam-
einingu uns úr verður þrumu-
veður. Og það er einmitt þrumu-
veður yngsta barnsins.
Þetta er í stuttu máli inntak
leiksins samkvæmt leikskrá, en
áhorfendur fylgjast nteð svipótt-
um ferli yngsta barnsins af einu
stigi á annað og verða sjálfir að
túlka hin margvíslegu tákn og
bendingar sem fyrir þá ber. Sem
fyrr segir er það fyrst og fremst
tilfinningin sem virkjuð er hjá
áhorfendum, skynjun tóms, öm-
urleika og vonieysis sem yngsta
barnið leitast við að vinna bug á.
Vissulega þörf og tímabær hug-
vekja.
Það var ferskur og eggjandi
blær yfir frjálslegri og látlausri
sýningu leikflokksins, sem hvergi
fer troðnar slóðir heldur gerir sér
far um að færa út kvíar hins hefð-
bundna og staðnaða leikhúss með
ýmsum gömlum og nýjum að-
ferðum, til dæmis með því að
flytja leiklistina og leikgleðina
útá torg og stræti, gera hana virka
í dægurmálabaráttunni, finna hin
einföldu og algildu form sem
höfða til allra manna jafnt, boða
hinn óttalega sannleik um yfirvof-
andi ragnarök verði ekki spyrnt
við fæti. Að þessu leyti var mikill
fengur að heimsókn hins banda-
ríska leikflokks sent farið hefur
siguríör víða um heirn og sett á
svið um hundrað leikverk. Hann
flutti með sér frísklegan gust og
leiddi okkur fyrir sjónir að
leikhúsið getur aldrei tekið á sig
eitt endanlegt fornt, heldur er í
stöðugri endurnýjun sem því
aðeins verður til leiðar komið að
gerðar séu látlausar tilraunir með
fornt og tjáningarmáta og fyrir
hendi sé dirfska til að fara órudd-
ar brautir.
Það var skaði hve fásótt fyrri
sýning leikflokksins á fimmtu-
dagskvöld var, en þeir sem hana
sáu hafa vísast fundið hve ríkan
þátt leikgleðin getur átt í farsæld
sýningar og þá um leið gert sér
Ijósara en áður að einföldustu og
„barnalegustu“ leiðir til að túlka
veruleikann geta verið fullgildar
og skilað árangri, að því tilskildu
að leikhúsgestir fari að fyrirmæl-
um Krists og verði einsog börn
þegar þeir meðtaka þann tæra
boðskap sem felst í helgiathöfn-
unt leiklistarinnar í öllum sínum
margbreytilegu myndum, þegar
hún er innblásin af ástríðufullri
sannfæringu.
Aðsýningulokinnikomu nokkr
ir leikenda niðrí salinn til áhorf-
enda og útdeildu brauði til
marks um að helgiathöfninni væri
lokið og kannski líka til að árétta
orð Peter Schumanns í leik-
skránni:
„Við gefum ykkur stundum
brauð með brúðusýningum okk-
ar, afþví brauð og leiklist eiga
saman. Lengi hefur leiklistin ver-
ið maganum óviðkoinandi.
Leiklistin var skemmtun.
Skemmtun var eitthvað fyrir hör-
undið. Brauð var eitthvað fyrir
magann. Gömlu athafnirnar að
baka, borða og bjóða brauð
gleymdust. Brauðið myglaði og
molnaði. Við vildum helst að þið
færuð úr skónum þegar þið kom-
ið á brúðusýninguna okkar og við
vildum helst blessa ykkur með
fiðluboganum. Brauðið á að
minna ykkur á helgiathöfn
átsins."
Þau orð túlki hver eftir sínum
þörfum.
Sigurður A. Magnússon