Þjóðviljinn - 09.03.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Miðvikudagur 9. mars 1983
Afhverjuþarf rafmagnstaxtinn tilsvissneska álversins að hœkka?
Islenskir orkunotendur borga 2/3 en;
1/3 af kostnaðarverði orkunnar til áh
Landsvirkjun — meðalheildsöluverð á raforku
Samanburður á þróun á raforkuverði til Islenska álfélagsins og almenningsveitna
Hvert erverðiðsem ísal,
álbræðsla svissneska
álhringsins Alusuisse í
Straumsvík, greiðir
Landsvirkjun fyrir raforku?
Orkuverðið er nú 6,45 mill á
kílóvattstund eða 0.645 úr
bandarísku senti. Við
núverandi gengi dollarans
gagnvart íslenskri krónu
(sölugengi 3. mars = 20,16 kr)
fær Landsvirkjun því andvirði
nákvæmlega 13 aura fyrir
kílóvattstundina. Þettaverð
hefir staðið óbreytt í dollurum
undanfarin 3 ár eða síðan á
árinu 1980. Á sama tíma hefir
dollarinn rýrnað verulega að
verðgildi, svo að kaupmáttur
raforkuteknanna á
Bandaríkjamarkaði er nú 20-
30% lakari nú en var fyrir
þremur árum. Þetta þýðir um
leið, að nú með hverju árinu
sem líður greiðir hinn erlendi
aðili íslendingumminnafyrir
orkuna.
ísal-taxtinn er nú
50% af 1969-taxta
Þegar álbræðslan í Staumsvík
tók til starfa, 1969, og næstu 7 árin,
var rafmagnsverðið óbreytt og
óhagganlegt samkvæmt samning-
um sem gerðir voru við Svisslend-
inga árið 1966 fyrir forgöngu Jó-
hannesar Nordal og viðreisnar-
stjórnarinnar sálugu. Verðið var
þá 3 bandarísk mill á kílóvattstund.
Núverandi rafmagnsverð, 6,45
mill, sýnist vissulega vera hærra, en
það er þó tóm missýning, því að
alþjóðleg verðrýrnun peninga gerir
6,45 mill að mun minna verðmæti
nú en 3 mill voru fyrir 14 árum. Sé
miðað við byggingarvísitölu hér
heima (góður mælikvarði á til-
kostnað við byggingu raforkuvera)
er rafmagnstaxtinn til fsal nú rétt
um helmingur af upphaflegu raun-
virði hans, þó að dollurunum hafi
fjölgað!
Fyrst 2-faldur munur,
nú 5-faIdur munur,
bráðum 7-faldur munur
Frá upphafi rekstrar ál-
bræðslunnar í Straumsvík, þegar
orkuverðið var 3 mill á kílóvatt-
stund, og fram til 1980 þegar verðið
varð 6,45 mill sem það enn er,
hækkaði gjaldskrá Landsvirkjunar
til almennirtgsveitna (heildsölu-
verð) úr sem svarar 5,47 mill í 23,64
mill. Af þessum sökum hefir orku-
sala til almenningsveitna staðið
undir vaxandi hlutfalli af heildar-
tekjum Landsvirkjunar, enda þótt
ísal fái yfir helming framleiddrar
orku.
Á undanförnum árum hefir bilið
á milli ísal-taxtans og taxtans til
almenningsveitna gleikkað
hröðum skrefum. 1969-70 var
verðið til almenningsveitna rétt um
2-falt hærra en til álsins. Árið 1978
var það um 3-falt hærra, árið 1981
um 4-falt hærra og sem stendur er
það um 5-falt hærra. Að óbreyttum
rafmagnssamningi vjð Svisslend-
inga verður munurinn að líkindum
7-faldur í lok þessa árs.
Það sem hér gerist er einfaldlega
það, að rekstrar- og fjár-
magns kostnaður Landsvirkjunar
eykst miklu meir en sem nemur
dollara- og gengishækkun ál-
bræðslutaxtans, og til að hafa upp í
kostnaðinn þarf Landsvirkjun að
margfalda þann mun sem upphaf-
lega var á orkuverðinu til áls og
orkuverðinu til almennings.
Landsvirkjun þarf sínar tekjur, og
þeir fjármunir eru teknir með
hreinni gjaldskrárhækkun af al-
mennum orkunotendum í landinu.
Því samkvæmt samningum þeirra
Ingólfs Hellujarls, Nordals seðla-
stjóra og Steingríms Strandagoða
leyfist ekki að láta Svisslendinga
sitja við sama borð og íslenska ork-
unotendur.
Annað hvort borgar
ísal eða almenningur
Samkvæmt rekstraráætlunum
Landsvirkjunar og horfum um
verðlag og gengi erlends gjaldeyris
á yfirstandandi ári, verður orku-
verð til almenningsveitna að
hækka um 125,9% í ársbyrjun til
ársloka 1983. Ef hins vegar orku-
verð til ísal hefði hækkað upp í 12,5
mill á kílóvattstund frá og með 1.
janúar 1983, hefðu tekjur Lands-
virkjunar aukist við það eitt um 180
miljónir króna á árinu. Slík tekju-
aukning mundi draga verulega úr
áætluðum greiðsluhalla Lands-
virkjunar. Þar með mundi áætiuð
þörf á hækkun orkuverðs til al-
menningsveitna á árinu 1983 lækka
úr 125,9% í 51,3%. Nú hækkaði
taxti Landsvirkjunar gagnvart ís-
lenskum notendum um 29% 1. fe-
brúar síðast liðinn, og mundi þá
viðbótarhækkun um 17,3% 1. maí í
vor jafna og tryggja greiðslustöðu
Landsvirkjunar út þetta ár.
Höfum safnað skuldum
erlendis vegna ísal
Hlutdeild Landsvirkjunar í er-
lendum skuldum og greiðslubyrði
þjóðarinnar út á við er mikil. I árs^
lok 1981 námu erlendar skuldir
Landsvirkjunar til langs tíma um
28% allra slíkra skulda lands-
manna, og er hlutfallið að líkindum
eitthvað svipað í árslok 1982. Mik-
inn hluta þessara erlendu skulda
má rekja til hins lága orkuverðs
sem fsal hefir fengið að njóta.
Ef nú raforkuverðið til Isal hefði
hækkað um 12,5 mill frá og með 1.
mars í ár og upp í 20 mill frá næstu
áramótum, mundi það nægja til að
lækka erlendar skuldir Landsvirkj-
unar til langs tíma um 40% á tíma-
bilinu fram til ársloka 1986. Við
það mundu erlendar skuldir þjóð-
arinnar í heild hækka um 11%.
Framleiðslu-
kostnaður 19,4
en ísal borgar 6,45
Hrein rekstrargjöld Landsvirkj-
unar á árinu 1982 námu 295 miljón-
um króna (fjármagnsgreiðslur ekki
meðtaldar). Hrein meðaleign írek-
stri var 3.800 miljónir króna, þann-
ig að 8 prósent arðgjöf af eignum í
rekstri (8% er viðmiðun Alþjóða-
bankans) jafngildir 304 miljónum
króna. Heildarframleiðslukostn-
aður í samræmi við arðgjafarkröfur
Alþjóðabankans nam því á árinu
um 600 miljónum króna. Heildar-
orkusala á árinu nam 3.020 miljón-
um króna, þannig að meðalfram-
leiðslukostnaður á seldri orku nam
við þessa arðgjöf 19,8 aurum á kíl-
óvattstund, en það eru 16,2 mill
(miðað við meðalgengi 1982: doll-
arinn á 12,22 kr). Þetta meðalverð
er hins vegar ekki nóg til að koma á
jafnvægi í greiðslustöðu Lands -
virkjunar á árinu:til að rekstur
Landsvirkjunar hefði orðið halla-
laus á árinu 1982 hefði arðgjöf af
eignum í rekstri orðið að vera
11,2%. Samkvæmt því var raun-
verulegur framleiðslukostnaður á
seldri orku 23,7 aurar á kílóvatt-
stund á árinu 1982 eða 19,4 mill.
Þetta skulu menn svo bera saman
við orkuverðið til ísal, 6,45 mill, og
hafa þá um leið í huga, að í flestum
löndum greiðir stóriðja raforku-
verð sem nær a.m.k. meðalfram-
leiðslukostnaði raforku hjá við-
komandi orkuveitu.
Þessi viðhorf eru raunar dálítið
öðru vísi þegar vatnsorkuver eiga í
hlut og fjármagnskostnaður er
meirihluti framleiðslukostnaðar.
Þá er talið viðunandi að lágmarks-
verð til stórneýtenda sé nokkuð
undir meðalkostnaði. Rökin fyrir
þessu eru þau, að stóriðjan hefir
allt að 60% lengri nýtingartíma á
ári en almenningsveitur, að
stóðiðjan tekur yfirleitt við fullri
orku frá byrjun (í staðinn fyrir að
almenningsveitur eru mörg ár að
fullnýta hverja stórvirkjun) og að
stóriðjan tekur að jafnaði við raf-
orku með hærri spennu en almenn-
ingsveitur. Við þessar aðstæður -
segja sérfróðir aðiljar - er eðlilegt
að stóriðja fái rafmagn við verði
sem nemur 65% af því sem alm-
enningsveitur greiða.
Samkvæmt þessari kostnaðar-
skiptingu hefði orkuverð Lands-
virkjunar átt að vera 21,04 mill á
kílóvattstund til almenningsveitna
og 13,25 mill til stóriðju að meðal-
tali árið 1982. Raunverulegt
meðalorkuverð á árinu 1982 var
aftur á móti 29,8 mill til almenning-
sveitna og 6,45 mill til ísal. Þetta er
langt undir 65% viðmiðunarreglu,
og þá er dómur sérfræðinganna sá,
að almenningur greiði niður ork-
una til stóriðju með óeðlilega háu
rafmagnsverði til annarra nota.
Langt undir kostnaði
við öflun viðbótarorku
Búrfellsvirkjun er hagstæðasta
virkjun sem ráðist hefir verið í.
Næsta stórvirkjun á eftir, Sigöldu-
virkjun, er á sambærilegu verðlagi
með meira en tvöfaldan kostnað á
orkueiningu. Aðrar og síðari virkj-
anir eru svo hlutfallslega enn dýrar i
en Sigalda. Það er því hrein
glópska af íslendingum að selja
þeim auðugu Svisslendingum raf-
prku á verði sem skyldi miðast við
hagstæðasta virkjunarkostinn.
Hvað þá þegar nu verðið reyndist
verða enn lægra en framleiðslu-
kostnaðurinn á þeim góða stað.
Orkustofnun, Landsvirkjun og
Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd-
sen telja framleiðslukostnað raf-
orku fyrir stóriðju í nýjum virkjun-
um á Islandi vera 18-22 mill á kíló-
vattstund. Er þá miðað við 6-8%
ávöxtunarkröfu og verðlag í júní
1982. Orkuverð til almennings-
veitna hér á landi var sumarið 1982
um 50% hærra en sem nam áætl-
uðum kostnaði við öflun viðbótar-
orku vegna þeirra. Aftur á móti
greiðir ísal raforkuverð sem er um
65% undir áætluðum kostnaði við
öflun viðbótarorku til stóriðju.
Rafmagnstaxtinn
til Isal er einsdæmi
í heiminum
Verðið á raforku til fsal ér það
lægsta sem heimildir greina frá að
viðgangist nokkurs staðar í heimin-
um í viðskiptum óskyldra aðilja
(þ.e. þegar álframleiðandinn á
ekki, sjálfur orkuverið). Meðal-
orkuverð í öllum álbræðslum Alu-
suisse í júlí 1982 (að meðtöldu úti-
búinu á íslandi) nam 20,0 mill.
Meðalverð til álbræðslu í öllum
löndum Evrópu í desember 1981
var 20,3 mill. Meðalverð til álvera í
Bandaríkjunum á seinni hluta árs
1981 var 22.0 mill. Jafnframt er
ljóst að orkuverðið fer alls staðar
hækkandi.
Á sama tíma sem rafmagn var
6,5% af heildarkostnaði við ál-
bræðslu hér á landi (1980), var talið
að hlutfall rafmagnskostnaðar í
álíka gömlu álveri væri eðlilega
áætlaður vera 23,6% heildarkostn-
aðar, eða nær 4-falt hærri.
Rafmagnssamningurinn frá 1975 milli ísal og Landsvirkjunar:
• engin haldbær verðtryggingarákvæði eru í samn-
ingnum
• nú, 1983, er raunverð á orkueiningu lægra en það
var 1969
• á föstu verðlagi reiknað lækkar rafmagnstaxti ísal
ár frá ári
ísal fær rafmagn á verði sem er lítið brot af fram-
leiðslukostnaði þess
ísal-taxtinn er langt undir kostnaði við öflun við-
bótarorku til stóriðju
afhending rafmagns á undirverði til ísal orsakar
greiðsluerfiðleika hjá Landsvirkjun
Landsvirkjun þarf í sífellu að hækka rafmagns-
verðið til almenningsveitna
íslendingar greiða niður verð á raforku til Svis-
slendinga
Svisslendingar greiða 2- falt til 5-falt meira fyrir
rafmagn til álbræðslu erlendis en hér á landi.
Þetta eru afleiðingar
samningatækninnar
sem þeir Jóhannes
Nordal og
Steingrímur
Hermannsson
beittu á Svisslendinga
árið 1975.
Hvað fáum við
næst frá þeim
félögum?