Þjóðviljinn - 09.03.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. mars 1983
SJÖTUGUR__________________
Jóhannes Stefánsson
Jóhannes Stefánsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri í Neskaupstað
verður 70 ára í dag, 9. marz. Jó-
hannes Stefánsson hefir í 50 ár ver-
ið einn af aðal-forystumönnum só-
síalista í Neskaupstað. Jóhannes
hefir verið í bæjarstjórn Neskaup-
staðar í 36 ár og forsæti hennar í 17
ár.
Jóhannes hefir gegnt mörgum
trúnaðarstörfum í sinni heima-
byggð og haft meiri áhrif á gang
mála í Neskaupstað en flestir aðrir,
á þessu 50 ára tímabili. Hér skulu
nefnd nokkur dæmi um störf Jó-
hannesar og ætla ég að þau sýni
einkar vef hve víða Jóhannes hefir
komið við og hve eindregið félagar
hans hafa beitt honum til forystu á
hinum ýmsu félagsmálasviðum.
Á fyrstu áhrifa-árum sósíalista í
bæjarstjórn Neskaupstaðar var Jó-
hannes valinn sem bæjarritari og í
reynd vara-bæjarstjóri. Þetta var
all-löngu áður en sósíalistar náðu
meirihluta í bæjarstjórn.
Jóhannes var formaður verka-
lýðsfélagsins á Norðfirði í mörg ár.
Hann var einnig formaður íþrótta-
félagsins í bænum í nokkur ár.
Jóhannes var formaður Bygg-
ingafélags alþýðu í Neskaupstað í
19 ár og átti mestan þátt í því að
fyrstu verkamannabústaðirnir á
Áusturlandi voru byggðir í Nes-
kaupstað.
Jóhannes var forstjóri Samvinn-
ufélags útgerðarmanna í Nes-
kaupstað í 28 ár.Sem forstjóri þar
hafði hann með höndum forstjórn
fyrir miklum útgerðarrekstri,
rekstri fiskibáta og rekstri frysti-
húsa.
Jóhannes var forstjóri Pöntun-
arfélags alþýðu í all-mörg ár en þar
var um að ræða rekstur all-
umfangs-mikillar verzlunar.
Enn er Jóhannes stjórnarfor-
maður aðal-atvinnufyrirtækisins í
Neskaupstað, Síldarvinnslunnar h/
f, en það félag er nú talið eitt
stærsta útgerðarfélag í landinu. Jó-
hannes hafði áður en hann tók við
formennsku í því félagi verið
framkvæmdastjóri þess í nokkur
ár.
Ekki er þörf, í þessari litlu af-
mælisgrein, að telja upp fleiri störf
Jóhannesar og væri það þó auðvelt
verk. Þó vil égekki að niður falli að
minnast á það gífurlega mikla starf
sem Jóhannes hefir innt af höndum
í flokks- og félags-málum okkar
Alþýðubandalagsmanna í Nes-
kaupstað og á Austurlandi. Á þeim
vettvangi hefir Jóhannes tekið að
sér hvert verkefnið af öðru og alltaf
skilað þeim af mikilli prýði.
Við Jóhannes Stefánsson höfum
verið samstarfsmenn og félagar öll
þessi 50 ár. Ég hefi því kynnst
mannkostum hans betur en flestir
aðrir. Atvikin leiddu til þess, að við
Jóhannes og Bjarni heitinn Þórðar-
son, sem dáinn er fyrir skömmu
síðan, urðum samherjar og nánir
vinir. Við unnum saman í Nes-
kaupstað að þeim málum, sem
okkur voru næst. Samstarf okkar
þriggja var á þann hátt sem bezt gat
orðið. Með okkur varð nokkur
verkaskipting, þegar fram í sótti.
þó að alltaf ynnum við saman hver
að annars málum eftir því sem að-
stæður og geta leyfðu.
Ég fór á Alþing, Bjarni varð
bæjarstjóri en Jóhannes stóð lengst
af í mjög erfiðu hlutverki forstjór-
ans í margvíslegum atvinnufyrir-
tækjum. Jóhannes átti ekki alltaf
sjö dagana sæla í þeím verkum.
Fyrirtækjareksturinn gekk mis-
jafnlega og það var ekkert auðvelt
verk að halda alltaf uppi fullri
atvinnu.
Jóhannesi tókst að ieysa störf sín
þannig af hendi, að alltaf naut hann
trúnaðar og vinsemdar verkafólks-
ins og þeirra sem með honum
unnu.
Nú er Jóhannes hættur forstjór-
astörfum við Samvinnufélag út-
gerðarmanna og nú þarf hann ekki
lengur að hafa beinar áhyggjur af
rekstri fiskibáta eða frystihúss. En
á þessum tímamótum getur hann
litið yfir farinn veg og störf liðinna
ára, og hann hefir ástæðu til að
vera ánægður. Upp úr hans fyrri
störfum hefir m.a. risið hið mikla
atvinnufyrirtæki Síldarvinnslan
h/f, sem er að meirihluta eign Sam-
vinnufélags útgerðarmanna, og
sem hann er enn stjórnarformaður
í. Síldarvinnslan mun nú vera
stærsta útgerðarfélag á landinu.
Árið 1981 eru taldir 345 árs-menn
hjá því fyrirtæki og meðal árslaun
voru 175.000 krónur. Til saman-
burðar má geta þess að meðal-
árslaun við Álverksmiðjuna í
Straumsvík, það ár, voru 161.000
kr. Hjá Síldarvinnslunni h/f starfa
þó álíka margar konur og karlar,
en svo til einvörðungu karlar hjá
Álverinu.
Þó Jóhannes Stefánsson hafi
lengi haft mikinn áhuga á atvinn-
umálum, þá hefir sá áhugi fyrst og
fremst verið bundinn við það, að
tryggja næga atvinnu, góða atvinnu
og vel borgaða atvinnu. Jóhannes
hefir verið félagsmálamaður. Hans
áhugi hefir því náð til nær allra
þátta félagsmálastarfsins í bænum.
Ég veit að á þessum tímamótum í .
ævi Jóhannesar munu margir
Norðfirðingar heimsækja hann,
þrýsta hönd hans og þakka honum
mikil og vel unnin störf.
Enginn Norðfiróingur hefir þó
meiri ástæðu en ég til að þakka Jó-
hannesi fyrir samstarfið á liðnum
50 árum. Ég hefi einhvern tíma
áður sagt, að ein höfuð-ástæðan til
þess að ég sat á Alþingi í nærfellt 40
ár og naut vaxandi fylgis í mínu
kjördæmi og aldrei meir en í síð-
asta skiptið sem ég var í kjöri, var
sú, að ég átti heima í kjördæmi og í
minni heimabyggð slíka ágætis-
menn ogstjórnmálagarpa og þá Jó-
hannes Stefánsson og Bjarna
Þórðarson.
Ég átti að vísu sem stuðnings-
menn marga Jóhannesa og marga
Bjarna um allt kjördæmið, þó að
vinir mínir á Norðfirði, þeir Jó-
hannes og Bjarni, gnæfðu þar
nokkuð yfir.
Jóhannes, ég þakka þér einlæg-
lega okkar góða og nána samstarf
og þína traustu og góðu vináttu.
Það er von mín að þú getir áfram
stutt við bakið á félögum okkar í
Neskaupstað, þeim ágætu ungu
mönnum sem þar hafa nú tekið við
af okkur.
Ég óska þér innilega til hamingju
með afmælið um leið og við Fjóla
þökkum þér og Soffíu góða vináttu
og óskum ykkur alls hins bezta á
komandi árum.
Lúðvík Jósepsson
Jóhannes Stefánsson í Neskaup-
stað er sjötugur í dag 9. mars.
Hann hefur í marga áratugi verið
burðarás í samfélaginu við
Norðfjörð og er löngu landsþekkt-
ur fyrir margháttuð störf að félags-
málum og á fleiri sviðum. Lands-
menn aðrir en Austfirðingar hafa
kynnst honum best sem útvarps-
fréttaritara, en það starf hefur Jó-
hannes rækt af stakri samviskusemi
í þrjá áratugi eins og annað, sem
hann hefur tekið að sér um dagana.
Jóhannes Stefánsson var ásamt
Lúðvík Jósepssyni og Bjarna
Þórðarsyni fremsti merkisberi sósí-
alista í Neskaupstað frá þriðja ára-
tugnum að telja, en þá tóku þessir
þremenningar höndum saman um
að bera fram róttæka þjóðmála-
stefnu í heimabyggð sinni. Hvergi á
íslandi hefur sósíalistum auðnast
að sameina róttækar hugsjónir og
framkvæmd þeirra með viðlíka
hætti og í Neskaupstað. Þeir voru
ekki aðeins valdir til forystu í
bæjarmálum, heldur byggðu upp
atvinnulíf með félagslegu eignar-
haldi í útgerð og fiskvinnslu. Það
kom í hlut Jóhannesar að veita for-
ystu í atvinnulífinu öðrum fremur,
eftir að hann gerðist framkvæmda-
stjóri Samvinnufélags útgerðar-
manna 1953 og einnig Síldarvinnsl-
unnar 1958, en síðar tók hann við
stjórnarforystu í því stóra fyrir-
tæki. Á sviði atvinnumála reyndist
Jóhannes í senn framsýnn og ötull
og honum var einkar lagið að um-
gangast starfsmenn fyrirtækjanna
og eignast trúnað þeirra, enda vax-
inn upp úr jarðvegi verkalýðs-
hreyfingarinnar á Norðfirði og for-
maður Verkalýðsfélags Norðfirð-
inga fyrr á árum.
En þótt verkalýðsbarátta og
atvinnumál tækju drýgstan tíma í
starfi Jóhannesar ásamt vinnu að
bæjarmálum, kom hann við á
mörgum öðrum sviðum, svo sem í
forystu íþróttafélags kaupstaðarins
og í fræðsluráði, þar sem hann
gegndi formennsku í 12 ár.
Ótalin eru þá störf hans á félags-
vettvangi sósíalista, sem ekki ein-
skorðuðust við Neskaupstað, held-
ur sneru að Austurlandi og flokks-
starfi á landinu öllu. Margir Norð-
Mýlingar munu minnast Jóhannes-
ar sem skeleggs frambjóðanda í
mörgum kosningum frá 1942-1959
og víst er að hann hefði reynst dug-
mikill þingmaður.
Margt hefur ráðið því, að til Jó-
hannesar Stefánssonar var leitað
með hin fjölbreyttustu viðfangs-
efni. Þar kemur til hæfni hans, regl-
usemi og aðrir mannkostir, ásamt
mikilli ósérhlífni. Sérstök prúð-
mennska og jafnaðargeð hefur
auðveldað honum störfin og á það
hefur trúlega oft reynt í daglegum
samskiptum.
Ég hef stundum í gamni og al-
vöru kallað Jóhannes „siðameist-
arann“ í röðum sósíalista í Nes-
kaupstað og raunar fyrir bæjarfé-
lagið í heild, þar sem oft reyndi á
hann sem forseta bæjarstjórnar.
Jóhannes er snyrtimenni í hvívetna
og einkar sómakær og gerir þar
kröfur til sjálfs sín og annarra. Mér
kæmi ekki á óvart þótt hann hafi
fyrr á árum hlotið aðkast fyrir þá
eiginleika, sem oft á tíðum voru
flokkaðir undir smáborgaraskap,
ekki síst.í röðum róttækra.
Áberandi þáttur í fari Jóhannes-
ar er umhyggja hans fyrir náungan-
um, nærfærni og hugulsemi gagn-
vart skyldum sem óskyldum. Slíkt
gerist ekki nema menn fylgist með
og setji sig inn í hagi fóíks og þar
sameinast áhugi Jóhannesar á
hverjum og einum og nærfærni
hans, sem þeir hafa einkum notið
sem minna mega sín. Við félagar
Jóhannesar höfum stundum hent
gaman að lifandi áhuga hans á
fólki, einstaklingum og högum
hans, og hefur hann oft verið vænd-
ur um forvitni um annarra hag og
nánast óheimila vitneskju um allar
hræringar í heimabyggðinni. Þetta
er þó eiginleiki sem reynst hefur
Jóhannesi vel á félagsmálavett-
vangi og enginn held ég að hafi
hlotið af því miska, heldur þvert á
móti notið hjálpsemi Jóhannesar,
hvar sem hann hefur getað því við
komið.
Ég hef átt mikil samskipti við Jó-
hannes um tveggja áratuga skeið
innan Alþýðubandalagsins í Nes-
kaupstað og í ýmsum þeim málum,
sem ég hef reynt að þoka áfram á
austfirskum vettvangi. Hann hefur
alltaf reynst mér hollráður og ekki
minnist ég þess að okkur hafi greint
á í neinu sem máli skiptir.
Á þessum tímamótum í ævi Jó-
hannesar vil ég flytja honum ein-
lægar þakkir fyrir allt það sem hann
.... 1 •£TWÉÍ 17 "aTSLiá 1 * .
Frá Neskaupstað. Afmœliskveöja
frá bœjarstjórn Neskaupstaöar
Jóhannes Stefánsson, fyrrver-
andi forseti bæjarstjórnar Nes-
kaupstaðar, er sjötugur í dag.
Jóhannes var fyrst kjörinn í
bæjarstjórn í janúar 1938 og sat
þar þá í tæpt ár. Næstu árin var
hann varabæjarfulltrúi, en
aðalmaður frá 1946-1974 sem
bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins
og Alþýðubandalagsins. Hann
sat alls 481 bæjarstjórnarfund.
Jóhannes var forseti bæjarstjórn-
ar í 18 ár, frá 1957-1974, en áður
varaforseti í 12 ár.
Hann gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir bæjarstjórn
með setu í ýmsum nefndum,
stjórnum og ráðum, var m.a. for-
maður skólanefndar í 12 ár, sat
lengi í bæjarráði og byggingar-
nefnd og er enn fulltrúi bæjarins í
stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar.
Þurrar tölur og ófullkomin
upptalning segja ekki mikið, en
þáttur Jóhannesar Stefánssonar í
uppbyggingu bæjarfélagsins,
vexti þess og viðgangi, er stór og
verður seint fullþakkaður.
í afmælisrabbi, sem Bjarni
heitinn Þórðarson átti við Jó-
hannes sextugan og birtist í
Austurlandi, spyr hann sinn
gamla vin og samherja hvaða
hlutskipti hann kysi sér nú væri
hann ungur maður. Jóhannes
segir:
„Ég er varla í vafa um að ég
kysi að stunda nám sem viðkemur
atvinnulífi þjóðarinnar. Ég vildi
starfa við svipaðan atvinnurekst-
ur og ég hef unnið við, einkum á
félagslegum grundvelli. Þá vildi
ég starfa að félagsmálum, starfa
að opinberum málum fólkinu til
hagsbóta og yfirleitt að vinna að
fegurra mannlífi.“
Þeir sem starfað hafa með Jó-
hannesi Stefánssyni í bæjarstjórn
Neskaupstaðar vita að í störfum
sínum hafði hann alltaf velferð
fólksins að leiðarljósi.
Fyrir hönd bæjarstjórnar
Neskaupstaðar vil ég þakka Jó-
hannesi Stefánssyni langt og
óeigingjarnt starf í þágu bæjarfé-
lagsiris.
Ég flyt honum og Soffíu Björg-
úlfsdóttur, konu hans, árnaðar-
óskir bæjarstjórnar á þessum
tímamótum og óska þeim gæfu og
gengis í framtíðinni.
Kristinn V. Jóhannsson.
hefur unnið sínu samfélagi og mál-
stað íslenskra sósíalista fyrr og
síðar. Við Kristín sendum honum
og Soffíu hugheilar óskir á sjötugs-
afmæli bóndans.
Hjörleifur Guttormsson
Jóhannes Stefánsson í Neskaup-
stað er sjötugur í dag, 9. mars.
Ekki hvarflar það að þeim, er sér
Jóhannes nú og hittir hann að máli,
að þar fari sjötugur maður. Svo
kvikur er hann á velli og í fasi, fjör-
legur og vakandi í viðmóti öllu, að
hann gæti sem hægast verið tuttugu
árum yngri. Raunar finnst mér Jó-
hannes hafa sáralítið breyst, frá því
ég sá hann fyrst fyrir 25 árum og
kynntist honum skömmu síðar.
Eini munurinn finnst mér vera sá,
að hár hans hefir gránað. Engu að
síður er það staðreynd, að Jóhann-
es Stefánsson er orðintr sjötugur,
og það færir okkur enn heim sann-
inn um það, hvað'tíminn, þessi af-
stæði þáttur lífsins, er óræður og
fljótur að líða.
Stutt finnst mér síðan ég sá Jó-
hannes fyrst, þar sem hann talaði
ásamt fleiri góðum félögum í Nes-
kaupstað á framboðsfundi fyrir
bæjarstjórnarkosningar í janúar-
byrjun 1958. Enn styttra finnst
mér, síðan kynni okkar hófust og
við áttum margháttaða samvinnu
um árabil í samtökum sósíalista í
Neskaupstað og á ýmsum öðrum
vettvangi. Allt samstarf við Jó-
hannes var ánægjulegt og lærdóms-
ríkt. Þar var hann alltaf leiðandi,
en þó einstaklega samvinnulipur
og fljótur að sjá aðalatriði hvers
máls.
Á þessu tímamótum í lífi Jó-
hannesar Stefánssonar munu ef-
laust ýmsir, mér til þess færari,
rekja fjölbreytt störf hans í blaða-
greinum, og mun ég því aðeins
minna á nokkur atriði. Störf hans
hafa fyrst og fremst verið bundin
við Neskaupstað og Austurland,
en hann hefir einnig verið virkur
þátttakandi í ýmsum landssam-
tökum atvinnuveganna, sveitar-
stjórna og stjórnmála. Hann vald-
ist ungur til forystu í Verkalýðsfé-
lagi Norðfirðinga og í félögum sósí-
alista í Neskaupstað. Hann átti sæti
í bæjarstjórn Neskaupstaðar í 36 ár
og var lengst af forseti bæjarstjórn-
ar. Við allmargar Alþingiskosning-
ar var hann í framboði fyrir Sósíal-
istaflokkinn í Norður-Múlasýslu og
hann var formaður Sambands
sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dærni um skeið.
Atvinna Jóhannesar hefir lengst
af verið tengd sjávarútvegi og
vinnslu sjávarafla. Á yngri árum
stundaði hann algeng verkamann-
astörf í Neskaupstað og var síðan
um skeið bæjargjaldkeri, en lang-
mestan hluta starfsævi sinnar hefir
hann verið framkvæmdastjóri fyrir
atvinnufyrirtækjum í sjávarútvegi
þar í bæ svo sem Samvinnufélagi
útgerðarmanna, Fiskvinnslustöð
SUN og Síldarvinnslunni hf. Mörg
hin síðari ár var hann fram-
kvæmdastjóri Samvinnufélagsins
og Olíusamlags útvegsmanna, en
lét af þeim störfum fyrir rúmu ári.
Enn gegnir hann störfum formanns
í stjórn Síldarvinnslunnar og er um-
boðsmaður Tryggingamiðstöðvar-
innar. Af þessari upptalningu er
ljóst, að Jóhannes Stefánsson á
Framhald á bls. 12